Þjóðviljinn - 05.04.1978, Side 10

Þjóðviljinn - 05.04.1978, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. aprll 1978 Skólamót í knattspyrnu: V.I. vann skólamótið Lið V.í. sigraði lið MH í úrslitum mótsins Fyrsta innanhússknatt- spyrnumótið á milli skól- anna á menntaskólastigi hér á Stór-Reykjavikursvæðinu var haldið dagana 8. og 15. mars. Þeir skólar er þátt tóku i móti þessu voru eftir- taldir: Verslunarskóli Is- lands (VI), Menntaskólarnir hér á Stór-Reykjavikursvæð- inu, þ.e. MR, MH, MS og MK, Fjölbrautaskólinn i Breiðholti (FB) og Armúla- skólinn. Mót þetta fór nú, sem fyrr sagði, fram i fyrsta skipti og var ákveðið að veita þeim skóla er sigraði i mótinu veg- leg verðlaun. Albert Guðmu jrdsson, alþing- ismaður, var okkur svo vin- veittur að gefa okkur glæsi- legan bikar til mótsins og var mótinu þvi gefið nafn samkvæmt þvi og nefnt Albertsmótið. Skólunum sjö var skipt i tvo riðla og varð útkoman sú að MR, MH og Armúlaskól- inn lentu saman i öðrum riðl- inum en VI, MS, MK og FB i hinum riðlinum. Þann 8. mars fór riðlakeppnin fram og var leikið samtimis á tveimur stöðum, i íþrótta- höllinni i Laugardal og i KR húsinu. 1 Iþróttahöllinni i Laugardal urðu úrslitin eft- irfarandi: Ármúlaskóli — MR 4:2 MH — Armúlaskóli 3:2 MH — MR 6:3 Menntaskólinn i Hamra- hlið bar þvi sigur úr býtum úr þessum riðli. í KR húsinu urðu úrslitin þessi: VI —FB 7:2 MK — MS 3:6 MK — Ví 5:3 MS — FB 6:4 VI —MS 4:0 FB — MK 4:2 Verslunarskólinn bar hér sigur úr býtum, hlaut hag- Umsjón: Stefán Kristjánsson Verslunarskóli islands sem sigraði I skólamótinu: Aftari röA frá vinstri: Gunnar Kristjánsson, Ólafur ólafs, Guðmundur Kjartansson og Þorsteinn ólafs. Fremri röð frá vinstri: Magnús Teitsson, Snorri Gissurarson og Hannes Eyvindsson. stæðara markahlutfall held- ur en Menntaskólinn við Sundin. Þá var komið að úrslita- leik þessa móts og áttust þar við Verslunarskóli íslands og Menntaskólinn við Hamra- hlið. Leikur þessi fór fram i KR húsinu þann 15. mars. 1 upphafi leiksins var aug- ljóst mál að báðir skólar voru ákveðnir að berjast til þrautar. Strax i upphafi náðu Vl-piltarnir forystunni með góðu marki og var staðan þvi orðin 1:0 VI i vil. Er fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður fékk VI vitaspyrnu sem skorað var af öryggi úr. Verslunarskólinn bætti siðan við einu marki fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan i hálfleik var þvi 3:0 fyrir Verslunar- skólann. I siðari hálfleik var hið sama uppi á teningnum. VI hélt áfram að bæta við markatölu sina og er flautað var til leiksloka hafði VI skorað fimm mörk en MH komst litt áleiðis gegn sterkri vörn VI og var þvi án marka i þessum leik. Versl- unarskólinn sigraði þvi örugglega i þessum leik með 5:0. Verslunarskólinn sigraði þvi i fyrsta Albertsmótinu i innanhússknattspyrnu, — Menntaskólinn við Hamra- hlið hafnaði I öðru sæti og Menntaskólinn við Sundin i þriðja sæti. N ef ndin farin... V erðlaun? Það erekkiá hverjum degi sem aðheil nefnd er svo sammála um eitthvert mál að hún segi af sér i heilu lagi. Þetta hefur nú samt átt sér stað innan HSl en þar hefur dómaranefnd sú sem skipuð er þeim Gunnari Kjartanssyni, Ólafi Steingrimssyni og Kjartani Stein- bach sagt af sér. Þá standa málin sem sagt þannig að engin dóm- aranefnd er nú til innan HSI. Hlýtur það að vera iþróttinni bagalegt. Astæðan fyrir uppsögn nefnd- arinnar er sú að nefndin til- nefndi dómara: Gunnlaug Hjálmarsson, Hauk Þorvaldsson, Kjartan Steinbach, Kristján örn Ingibergsson, Gunnar Kjartans- son og Ólafi Steingrimsson til þess að fara utan og taka svokall- að B-próf i handknattleik fyrir dómara eða nokkurs konar millirikjadómarapróf. Ekki féllst HSI á þann f jölda sem nefndin til- nefndi og sagði það ekki koma til mála að senda alla þessa menn. Féllst HSt á að senda þá Kjartan Steinbach, Kristján Orn Ingi- bergsson og Gunnlaug Hjálmars- son utan og skyldu þeir þreyta prófið. Siðan eftir að þetta varð ljóst sagði nefndin af séi; en ekki er annað vitað en að þeir þremenningar hyggist fara utan og er það vel. Eins og flestir nú vita er körfu- knattleiksvertiðinni svo gott sem lokið. Það vita það lika flestir að eftir að móti lokið er venja að af- henda sigurvegurum i viðkom- andi móti sin verðlaun. En það eru misjafnar aðferðir sem menn vilja nlta við þá viðhöfn, þvi viðhöfn skal það jú vera. Það stakk þvi svolitið i stúf þeg- ar undirritaður var' staddur i lokahófi KKI að þar voru verð- laun afhent þó að þeir sem við þeim átti að taka og eins hinir sem afhenda áttLi«u virtust ekki veraiástanditilpfes. Hér erekki veriðað áfellast menn fyrir að fá sér i glas. Það er verið að mót- mæla þvi, að verðlaunum sé úthlutað á þennan hátt. Það vita allir sem staddir voru við afhend- inguumræddra verðlauna að hún var körfuknattleiknum hér til skammar. Þvi miður. Það er skoðun min að með þeim fifla- gangi sem hafður var i frammi umrætt kvöld hafi forusta KKI og körfuboltablaðsins Körfunnar verið sér til ævarandi skammar. Það er einnig skoðun min að leikmenn þeir sem til verðlauna unnu á þessu móti hefðu skemmt sér mun betur ef þeir hefðu fengið að taka við sinum verðlaunum strax að úrslitaleik loknum en það fengu ÍS-menn að gera. Það er og verður miklu meiri stemmning yfir lokum hvers móts ef þeir sem sigrað hafa fá sina viðurkenningu strax á eftir leik i stað þess að þurfa að verða aðnjótandi slikrar samkundu sem stödd var i Hreyfilshúsinu þann 30. mars sl. —SK PUNKTAR ...Sviar sigruðu Austur-Þjóðverja i vináttulandsleik i knattspyrnu i gærkvöldi 1:0. Markið skoraði Samy Aslund. Ahorfendur voru um 20 þúsund. Leikurinn fór fram i Leipzig i Þýskalandi. ...Heyrst hefur að Danir séu jafn- vel væntanlegir hingað og munu leika tvo landsleiki gegn Islandi i handknattleik. tJr þessu fæst skorið fljótlega. ...Landslið Túnis i knattspyrnu dvelst nú i æfingabúðum i Júgóslaviu næstu viku. Er liðið að undirbúa sig fyrir HM-keppnina sem byrjar i júni. Liðið mun leika tvo æfingaleiki gegn þarlendum liðum. ...iþróttasiðan vill benda les- endum á að i frásögn af lands- flokkaglimunni i gær var farið skakkt með nafn eins glimu- mannsins. Hann heitir Ingi Þ. Ingason en ekki Ingvi eins og sagt var. SK Hörkuleikir í Höllinni Tveir leikir verða leiknir í islandsmótinu í handknattleik í kvöld. Verða þeir báðir leiknir i Laugardalshöll og hefst fyrri leikurinn sem verð- ur á milli Ármanns og Fram kl. 20.05. Þar verður Armann aö sigra ætla ekki að falla i 2. démFLiðið er nú með 5 stig og á eftir aðleika gegn Fram i kvöld, KR og Val. Framarar eru með 9 stig og með sigri i kvöld myndu þeir tryggja sér tilverurétt I 1. deild á næsta keppnistimabili. Þeir hafa leikið 11 leiki og auk leiks- ins gegn Armanni eiga þeir eftir að spila við Viking og Val. Siðari leikurinn verður á milli KR og FH og eitt er víst að þar verður einn leikmaður og þjálf- ari i erfiðri aðstöðu. Það er Geir Hallsteinsson sem er þjálfari KR og aðalleikmaðurinn hjá FH. KR-ingar eru nú búnir að leika 10 leiki og auk FH eiga þeir eftir leiki gegn 1R, Armanni og Haukum. Þessi leikur skiptir FH engu máli. Leikirnir hefjast kl. 20.05 i Laugardalshöll. SK. Álafosshlaup á laugardag Búist við tvísýnni keppni Álafosshlaupið sem er árlegur viðburður i Mosfellssveit verður háð á næsta laugardag. Lík- legt er talið að allir bestu hlauparar okkar verði meðal þátttakanda og ætti keppni því að geta orðið spennandi og tvísýn. Keppt verður bæði i kvenna- flokki og karlaflokki. Kvenna- flokknum er skipt i tvennt. Keppa þar annars vegar stúlkur sem fæddar eru 1965 og siðar. Hins vegar konur sem komu i heiminn eftir 1964. I karlaflokknum veröur keppt I unglingaflokki, þ.e.a.s. ungl- ingar sem fæddir eru á árunum 1961-1964. Þá keppa einnig drengir sem fæddir eru eftir 1965. Þá verður hlaupinn fullorðins flokkuí' og hafa allir rétt til þátt- töku þar hvort sem þeir eru góð- ir hlauparar eður ei. Eina skil- yrðiö er að vera fæddur 1960 eða siöar. Vill iþróttasiðan hvetja alla sem fótum geta valdið að mæta kl. 14 að Úlfarsfellsvegi en þar hefst hlaupiö og verða keppendur skráðir á staðnum. sk

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.