Þjóðviljinn - 15.04.1978, Page 2

Þjóðviljinn - 15.04.1978, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. april 1978 AF BRENNIVÍNSBÖLI Æðisgengnasta tiskufyrirbrigði samtimans er tvímælalaust brennivínsbölið. Allir sem vettlingi geta valdið eru kallaðir til að tjá sig um fyrirbrigðið, prestar og prelátar, alþing- ismenn, ríkisstarfsmenn, já ótrúlegasta fólk, til dæmis grandvarir kaupsýslumenn, textíl- hönnuðirog jafnvel listamenn. Meira að segja hefur almenningur í landinu látið frá sér heyra um málið í fjölmiðlum. Þá flytjast hingað sérfræðingar i brennivínsböli frá fjar- lægum löndum, en manni skilst að drjúgur hluti af heilsugæslu austurstrandar Norður- Ameríku sé í því fólginn að halda islendingum f rá brennivíni. Ef marka má yf irlýsingar am- erískra sérf ræðinga i brennivínsbölinu, þá eru íslendingar á góðum vegi með að verða fyrir- myndarþjóð i viðskiptunum við Bakkus kon- ung og það meira að segja atorkumenn í þess- um efnum, sem aldrei hefur hingað til fallið glas úr hendi. Þá hefur drykkjufýsnin á þess- um siðustu og bestu tímum verið haf in til þess vegs sem henni ber. Hún er núorðið talin til sjúkdóma en ekki lasta. Hérlendis hefur það til skamms tima verið haft fyrir satt að áfengisbölið verði að hafa sinn gang, en yfirgripsmiklar vísindalegar rannsóknir og fræðilegar kannanir á brenni- vínsbölinu sem slíku, benda ótvírætt til hins gagnstæða sem sagt þess að áfengisbölið verði ekki að hafa sinn gang. Fyrir tæpu ári drap ég í vikuskammti á rannsóknir Félagsmáladeildar, á drykkjusið- um landsmanna, en þar voru margar merkar niðurstöður birtar. Meðal annars kom í Ijós að 80% íslendinga neyttu áfengis og að 50% af þessum 80% drekka að staðaldri. Ljóst er að svíar drekka níu sinnum meira en íslendingar. Þá leiddu þessar rannsóknir í Ijós að í Reykja- vík er drukkið oftar en annars staðar á land- inu, en oftast minna í senn, þótt það þekkist vissulega aðdrekka bæði sjaldan og mikið, oft og mikið, oftast mikið og sjaldan lítið. Þá benda niðurstöður þessara rannsókna á að í dreif býlinu sé sums staðar drukkið gríðarlega mikið en örsjaldan. Á þeim stöðum þar sem ekki eru áfengisútsölur er oftast drukkið oft, mikið og lengi, en stundum lítið og oft, en sjaldnast sjaldan. Þá bentu rannsóknirnar til þessaðgáfumenndrykkju oftast mikið og oft, en stundum lítið í einu en gríðarlega lengi. Rétt er að geta þess að um eitt undantekn- ingartilfelli er getið í skýrslunni. Þar vildi svo einkennilega til að saman fór menntamaður og gáfumaður. Hann drakk oftast oft, mikið, lengi og illa. Þá var gerð sérstök könnun á drykkjusiðum opinberra starfsmanna og tekin stikkprufa á þeim sem vinna í utanríkisþjón- ustunni. Þar kom í Ijós að f lestir drukku sára- sjaldan, fítið og stutt, en þeir sem á annað borð drukku, drukku oftast oft, viðstöðulaust, lítið og lengi. Tölfræðileg niðurstaða þessa þáttar könn- unarinnar var hálf ur maður að staðaldri allan ársins hring. Síðan þessar niðurstöður rannsóknar Félagsmáladeildar voru birtar hefur athygli vísindamanna einkum beinst að rannsóknum á því hvernig hægt sé að skilgreina ,,hóf" og ,,kóf "-drykkju. Leyfi var fengið til að rannsaka hátterni klúbbfélaga í,,BÚKET" — klúbbnum, en þeir snæða venjulega saman kvöldverð eftir klukk- an tiu á fimmtudagskvöldum (BÚKET= Bræðralag ungra kaupsýslumanna eftir tíu). Var hófdrykkja og kófdrykkja síðan flokkuð eftir því hve lengi klúbbfélögum (limum) tókst að halda sér vakandi undir borðum. Þeir sem stóðu að rannsókninni töldu að sá maður hefði tilhneygingu til kófdrykkju, sem sofnaði ofan í blómkálssúpudiskinn áður en hann hafði klárað súpuna. Talið var að slíkum mönnum gæti stafað hætta af áfengisnotkun, einkum þegar um kremsúpur er að ræða því þær kólna seinna en aðrar súpur. Þeir sem hins vegar ná því að halda höfði þar til gúllas- iðer borið fram eru ekki í nærri þvi jafn mik- illi hættu og þeir fyrrnefndu, einkum með hliðsjón af því að á íslenskum veitingahúsum er gúllas tæpast borið f ram fyrr en það er orð- ið hálf kalt. Þeir sem ná því að sof na ekki fyrr en í gúllasinu, eru hvorki flokkaðir undir „kóf" né ,,hóf"-drykkjumenn, heldur eitthvað þar á milli. Sá flokkur er af visindamönnum nefndur „gleðimenn". Ef um konur er að ræða, þá eru þær til að fyrirbyggja misskiln- ing nefndar „gleðikraftar". Þeir sem aftur á móti ná því að halda sér vakandi þar til frómasið er borið fram, eru svo flokkaðir - undir „hófdrykkjumenn" og þeir sem ná því að klára frómasið áður en þeir sofna, bindindismenn. Flokkur bindindismanna á (s- landi er umtalsverður. Halldór á Kirkjubóli segir í grein í'Vísi miðvikudaginn 12. apríl: „Talið er að tíundi hver maður á Islandi sé bindindismaður". Grein Halldórs lýkur síðan j með þessum orðum: „Fyllir þú þann f lokkinn stuðlar þú þar með að sigrínum. Hvað orkti raunar ekki góðskáldfð þegar hann vaknaði: Brennivins er bokkan fín blessun Ijúf i nauðum Viltu ekki vina min vaka hjá mér dauðum. Flosi. Húseiningahúsiö að Steinaseli 1. tLjósm. -eik ) Fulíbúid einbýlishús fyrir 14,4 miljónir Sýning i FÍM-salnum að Laugarnesvegi 112 Klassík frá Rómaborg Húseiningar h/f á Siglufirði kynntu fyrir blaðamönnum sl. miðvikudag uppkomið 150 fer- metra einbýlishús með bDskúr að öllu leyti tilbúið til þess að flytja inn i það, þrátt fyrir að ekki hafa verið lagðar i það nema 14.4 miljónir króna. Samsvarandi hús, steinsteypa, hefði kostað 20,8 miljónir um siöustu áramót miöað við byggingavisitölu, og er þá að sjálfsögðu ekki reiknað með kostnaðarhækkunum, sem siðan hafa orðið, svo sem gifur- legri hækkun steypu. Hús það sem Húseiningar sýndu blaðamönnum er að Steinaseli 1 i Breiðholti II, en við Steinasel eru nú risin tvö Hús- einingahús. Verður húsið almenningi til sýnis frá klukkan 2 - 10 á laugardag og sunnudag. Heildarverð þessa húss er 14. 390 jiús. eins og það litur út I dag. Af þeirri upphæð er hlutur Húseininga 6.960 þúsund fyrir fullfrágengna útveggi með ein- angrun, gluggum með tvöföldu gleri i, þaki, niðurföllum og útihurð, innveggjum með raf- magnsrörum og dósum, milli- veggjum tilbúnum undir málningu, dyraumbúnaði og hurðum svo eitthvað sé nefnt. Þá er i heildaupphæðinni 1.571 þúsund krónur, sem greiöa bar i gatnagerðargjald, heimtauga- gjöld ýmiskonar og fl. i þeim dúr. Samkvæmt verðlagningu visi- töluhússins kostar grunnur undir hús og bilskúr af þessari stærð 2 miljónir króna. Grunnurinn undir Húseiningahúsið var hins vegar mun dýrari en þetta vegna þess að mjög djúpt var niður á fast, eða á fimmta metar þar sem dýpst var. Kostaði grunnurinn 3.256 þúsund krónur. Forráðamenn Húseininga telja sannað að rekstrarkostnaður timburhúsa af þeirri gerð, sem Húseiningar framleiða, sé minni en steinhúsa þar sem útveggir hafi 25% meira einangrunargildi en steinveggir, og hlyti shkt að draga úr kyndingarkostnaði. Verð þessa húss telja Hús- einingamenn i hámarki vegna þess m.a. að framleiðsla fyrir- tækisinshafi verið i nokkurri lægö þegar einingarnar voru smiðaðar. Telja þeir að fullur möguleiki sé á að lækka byggingakostnaöinn með þvi að fullnýta vélar fyrirtækisins, en með fullnýtingu gætu þær fram- leitt einingar i 200 - 250 hús á ári, en á sfðasta ári afhenti fyrirtækið 42 hús, og þarf að framleiða 50 hús þetta árið. Þá telja Húsein- ingamenn að ef húsnæðis- stjórnarmálalán væru greidd út fyrr en nú er gert til þeirra sem Húseiningahús kaupa, mætti lækka fjármagnskostnað viö húsasmiðina og þar af leiöandi einnig framleiðslukostnað hús- eininganna. Þá telja þeir það enn til tekna hversu stuttur byggingartiminn er, sem hljóti að vera mikill ávinningur á verð- bólgutimum. Nefndu þeir sem dæmi, að i hús, sem þeir afhentu frá sér i nóvemberbyrjun var flutt fullbúið fyrir jól. Þjóðviljinn hvetur þá, sem eiga það ógnarlega verkefni fyrir dyrum, að byggja sér þak yfir höfuðið að lita á hið snotra Húseiningahús að Steinaseli 1 nú um helgina. -úþ 1 dag verður opnuð sýning á gömlum teikningum frá Róma- borg i FIM — salnum að Laugar- nesvegi 112. Teikningingar þessar — og raunar einnig nokkrar ljósmynd- ir, bækur og skjöl hafa verið á ferð um Norðuriöndin að undan- förnu. Tilgangurinn er einkum sá að kynna Skandinaviska félagið i Róm, sem er meira en aldargam- alt og á rætur sinar i samkomum skandinavlskra visindamanna, listamanna og annarra rómar- fara um miðja sfðustu öld. Vorið 1860 tókst forráöamönnum þess aðfá stjórnir skandinavisku land- anna til að veita þvi nokkurn fjár- stuðning og um leið fékk danska bókasafnið i borginni fastan samastað. Margir þekktir vis- inda- og listamenn nutu góðs af . húsakynnum og félagsskap Skandinaviska félagsins á öldinni sem leið. Nefna má þartil norska tónskáldið Edvard Grieg, dönsku málarana Carl Bloch og P.S. Kröyer, norska málarann Eilif Peterssen og sviana Bernhard og .Emil östermann. Málararnir Möskvastærð Sjávarútvegsráðuneytið hefur, að tillögu Hafrannsóknastofn- unarinnar, gefið út reglugerð um lágmarksmöskvastærð loðnunóta 19.6 mm, og svarar það til 64 um- ferða á alin eins og yfirleitt er miðaö við. Reglugerð þessi er sett til þess að hindra að þróun hér á landi verði sú hin sama og i Noregi, en þar er nú algeng möskvastærð á sumarveiðum 15-16 mm. SHkur gerðu teikningar hver af öðrum en einnig félögum sinum úr öðr- um starfsgreinum. Nokkrar þeirra eru á sýningunni i FIM — salnum. Þetta eru verk i klassisk- um anda og framin af ákaflega mikilli kunnáttu og leikni höfund- anna. Árið 1975 var starfsemi Skandi- naviska félagsins i Róm endur- skipulögð. Hún nýtur nú f járhags- stuðnings Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Allmargir islenskir myndiistarmennhafabúið þarna og unnið að list sinni á undanförn- um árum og i dag er Norræna myndlistarbandalagið aðili að rekstri stofnunarinnar. Með sýningunni á hinum klassísku teikningum frá Róm vill FIM leggja nokkuð af mörk- um til að kynna starfsemi þessar- ar gömlu stofnunar, sem orðið hefur til að hleypa nokkru lifsljósi inn i tilveru félagsmanna þess með hressandi dvöl i Rómaborg. Sýningin verður opin til sunnu- dags 23. april. Hún verður opnuð kl. 16.00 i dag. loðnunóta riðill er það smár, að jafnan veið- ist þar mikið af smáloðnu á 2. ári Sú lágmarksmöskvastærð, sem hér er ákveðin er i samræmi við þær möskvastærðir, sem eru not- aðar hér. Segir i tillögum Haf- rannsóknastofnunarinnar að þessi möskvastærð leiði aftur á móti til þess að langmestur hluti þeirrar loðnu, sem er 12 mm að lengd eða minni smjúgi riðilinn og veiðist ekki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.