Þjóðviljinn - 15.04.1978, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 15.04.1978, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. aprll 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Ctgáfufélag Þjéftviljans. Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblafti: Arni Bervtnann. . Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn, Pálsson Ritstjórn, afgreiftsla, auglýsingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Látum verkin tala Alþýðuflokkurinn er svolitið undarlegt fyrirbæri i islenskum stjórnmálum um þessar mundir. Forystumenn flokksins segjast hvorki vera til vinstri né hægri i is- lenskum stjórnmálum, heldur alls staðar og hvergi. Þeir þykjast hafa samúð með baráttu verkalýðshreyfingarinnar, en sá einasti eini Alþýðuflokksmaður, úr fag- legu verkalýðshreyfingunni, sem á veika von i þingsæti, Karl Steinar Guðnason i Keflavik, hikar ekki við að svikjast aftan að félögum sinum i Verkamannasam- bandinu á örlagastund og gerast opinber vargur i véum verkalýðshreyfingarinnar. Forystumenn Alþýðuflokksins þykjast sumir hverjir vera andstæðingar heims- valdastefnu og gegn yfirgangi stórvelda og auðhringa, en fáir eru ákveðnari tals- menn bandariskrar hersetu á Islandi eða ákafari i að hleypa erlendu f jármagni inn i atvinnulif á Islandi en einmitt þeir. Forystumenn Alþýðuflokksins þykjast sumir hverjir vera á móti fjármálaspill- ingunni i islensku þjóðfélagi, en biðja guð að varðveita sig, ef nefnt er að setja þurfi einhver höft, sem máli skipta, á fjárplógs- starfsemi braskarastéttarinnar. Sjálfir segjast þeir munu reka stjórnmálastarf- semi sina hér fyrir erlent fé, þegar stuðn- ingur innlendra leppa auðhringanna Volkswagen og Ford hrekkur ekki lengur til. Halda menn svo að það skipti einhverj- um sköpum i islenskum stjórnmálum, hvort kratarnir bera sigurorð af Fram- sókn i komandi kosningum eða öfugt? — Nei, slikt má sannarlega einu gilda. Sér- hvert atkvæði, sem Alþýðuflokkurinn fær i kosningunum i vor. felur i sér ótviræða kröfu um nýja „viðreisnarstjórn”, sam- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins. Hvernig stjórn var siðasta samstjórn þessara flokka, sú sem hér rikti allan sjö- unda áratuginn og vel það? Það var stjórn, sem hóf feril sinn með þvi, að banna allar verðbætur á laun og allar launahækkanir um árabil. Það var stjórnin, sem dró loku frá hurð- um, og opnaði erlendum auðhringum greiða leið inn i atvinnulif á íslandi með smánarsamningunum um álverið i Straumsvik. Það var stjórnin, sem gerði landráða- samninginn við Breta og Vestur-Þjóð- verja um að fela erlendum dómstól allt vald til að ákveða, hvort við Islendingar mættum stækka fiskveiðilandhelgi okkar út fyrir 12 milur. Það var stjórnin, sem allan sinn valda- feril átti i harðvitugum deilum við verkalýðshreyfinguna, þannig að íslend- ingar nálguðust heimsmet i verkföllum. Á árunum 1959—1970 hækkaði kaupmáttur umsaminna launa hinna lægst launuðu að- eins um 15% þ.e. um rúmlega 1% á ári, á sama tima og þjóðartekjur á mann hækk- uðu um 45%, þrefalt meira. Þannig þjón- uðu forystumenn Alþýðuflokksins hús- bændum sinum á annan áratug. Eitt ljótasta dæmið var þó ráðslag for- ingja Alþýðuflokksins með málefni aldr- aðra og öryrkja. öll viðreisnarárin heyrðu tryggingamálin undir ráðherra Alþýðu- flokksins. Þegar „viðreisnarstjórnin” hrökklaðist frá um mitt ár 1971, og Alþýðuflokkurinn hafði tapað helming fyrra fylgis, þá stóðu mál sva að mánaðargreiðslan frá Trygg- ingastofnun rikisins til tekjulausra gam- almenna og öryrkja var kr. 4.900.-. Siðan þá hefur framfærslukostnaður rúmlega sexfaldast samkvæmt opinberri visitölu, og samsvarar þetta þvi um 30.000.- krón- um á mánuði nú! Þegar ráðherra Alþýðuflokksins yfirgaf ráðuneyti tryggingamála varð hins vegar veruleg breyting á, sem aldraðir og ör- yrkjar búa enn að. A árum vinstri stjórnarinnar, þegar Magnús Kjartansson var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherrar hækkuðu lifeyris- greiðslur til tekjulitilla gamalmenna og öryrkja um yfir 100% að raungildi miðað við framfærsluvisitölu. Að þessu búum við enn, þvi að sú stjórn sem nú situr hefur þrátt fyrir allt ekki þorað að skerða var- anlega eða verulega þessar greiðslur. Þess vegna fá aldraðir og öryrkjar með lágar tekjur, þó 73.000.- krónur á mánuði nú frá Tryggingastofnun rikisins, en ekki aðeins 30.000.- krónur, eins og foringjar Alþýðuflokksins töldu hæfa. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa i huga fyrir þá, sem e.t.v. láta sér detta i hug að leiðin til að refsa núverandi stjórnarflokk- um sé sú að kjósa Alþýðuflokkinn. —k. Feimnishugtök Alþýðublaðsins Enda þótt islenskir sósialistar hafi ekki haft árangur sem skyldi i sinni baráttu, er þó eitt deginum ljósara: Þeim hefur tekist að koma sliku óorði á kapitalismann og kapitalista, auðhyggjuna og auðvaldssegg- ina, að þessi hugtök þykja hin mestu skammaryrði sem borgaralega þenkjandi fólk tek- ur sér helst ekki i munn, og jafn- vel kratar eins og ritstjóri Alþýöublaðsins, sem sendi klippara kveðju i blaðinu i gær, eru feimnir við að nota. Arni Gunnarsson hefur áhyggjur útaf alhæfingum, en það er nú einu sinni svo aö hug- takasmiö hefur einatt verið ráð manna til þess að átta sig á og flokka veruleikann niður fyrir sér svo honum sé hægt að skipta i rökrétt samhengi og um að ræða. Og þaö vill svo til að hug- tökin kapitalismi og kapitalisti hafa reynst einkar notadrjúg og skýr i þjóðfélagsumræðu og munu varla verða ónýt skýr- greiningartól meðan kapitaliskt hagkerfi er við lýði, jafnvel þótt feimnum krötum þyki „kapitalistakjaftæðið” vera farið að missa marks og gagns- laust i umf jöllun um þjóðfélags- mál. Annars er það ákaflega um- hugsunarvert hversvegna menn /A Jypjsji skammast sin svo fyrir að nota *** þessi hugtök. Hannes Gisurar- son þýðir til dæmis bókarheiti Friedmans: Freedom and Capitalism á islensku með orðunum ”Frelsi og framtak”. 1 borgaralegri hagfræði Disrv.nu di (Jhcrimun (dull'Unité di Purigi) skirrast menn ekki við að nota orðin kapitalisma og kapitalista þegar verið er að lýsa hagkerf- um á Vesturlöndum. En i pólitiskri umræðu eru þetta orð- in slik skammaryröi aö jafnvel kratar kveínka sér við að nota þau, liklega af samúð með hvorutveggju, hagkerfinu og kapitalistunum. gróðans kapitalisti. Um er að ræða hag- kerfi sem einkennist af einka- eign á félagslegum framleiðslu- tækjum og dreifingu vörufram- leiðslunnar, af frjálsri samkeppni og gróðakapphlaupi. Framleitt er fyrir þá sem geta borgaö og markaöurinn eða gróðinn er hvatinn og aflið i hagkerfinu. Alveldi peninganna er jafngildi kapitalismans, sé hann óheftur og hreinn eins og i kenningunni. Upphleðsla auðs og valds þess litla hóps sem þegar er rikur og voldugur er megineinkennið, og efnahags- framarir byggjast á vaxandi ójöfnuöi manna á milli innan þjóöfélags og rikja á milli á alþjóðlegan mælikvarða. Kapitalistinn er þá sá maöur sem á framleiöslutækin og hefur arð af vinnu annarra, þeim sem selja honum vinnuafl sitt, og notar afraksturinn, gildisauka vinnunnar, til þess að hlaða upp eigin auði. Allt þetta er svo gamal- kunnugt að jafnvel kratar muna skólabókarlærdóm af þessu tagi. Svo er hitt, að . kapitalism- inn og kapitaiistar hafa tekið á sig allra skepnu liki i timanna rás, Þar með er ekki sagt að góðum hugtökum þurfi að kasta fyrir róða. Kapitalisminn hefur lagað sig að réttindakröfum sterkrar verkalýðshreyfingar og félagsmálalöggjöf sem hún hefur barið i gegn. Hann hefur tamið sér þróaðar og marg- slungnar aöferöir: Kapitalism- ens förfinade metoder, segja þeir sænsku. Það er lfka talað um hina nýju stétt: Stjórnendurnar sem stýra fyrirtækjunum sem launþegar i umboöi kapitalista, sem standa ekki sjálfir i puöinu. Þaö er talaö um rikis- kapitalisma þar sem rikisvaldið 1 rekur fyrirtæki á svipuöum for- sendum og kapitalistar, tekur þátt i hlutafélögum og gerir út pilsfaldakapitalista rikisvalds- ins á ýmsan hátt eins og Isiend- ingum er svo vel kunnugt. Að vera pólitískt rikur eða fátœkur t þróuðum iðnaðar- og neyslu- þjóðfélögum er lika rætt um hina margvislegu flóru hags- munasamtaka og félagsmála- hreyfinga. A vegum slikra sam- taka, eins og t.d. samvinnu- hreyfingar, er margvislegur fyrirtækjarekstur og i samtaka- mættinum er falið margvislegt efnahagslegt og pólitiskt vald. Enda þótt aö þeir einstakling- ar sem fara með efnahagslegt og pólitiskt vald i nafni slikra samtaka geti verið drottnarar innávið, er mér mjög til efs að þeir hafi mikla möguleika til skattsvika. Hinir eiginlegu skattsvikarar i okkar þjóöfélagi eru þeir sem stunda atvinnurekstur af ein- hverju tagi, Þeir geta notað sér skattalagagötin, en aörir ekki, nema i óverulegum mæli einsog t.d. iðnaðarmenn, sem selja sina vinnu til hinna og þessarra. Aö kapitalistar séu i öllum flokkum er að sjálfsögöu rétt. Kinnroðalaust eru þeir menn sem hafa arð af annarra vinnu og tilheyra Alþýðubandalaginu kallaðir kapitalistar. Annað er ekki hægt að kalla þá,hvort sem okkur likar betur eða verr. Þeir þurfa ekki að vera verri flokks- félagar fyrir þvi. Alþýðubanda- lagið stefnir ekki að þvi að kippa fótunum undan kaupmanninum á horninu, vörubifreiðaeigand- anum, smábátaeigandanum eöa verkstæöiseigandanum sem hefur einn til tvo i vinnu. Séu einhverjir stórkapitalistar i Alþýðubandalaginu hlýtur draumur þeirra aö vera að sá dagur renni upp að þeir geti lagt sjálfa sig niður og afhent fólkinu fyrirtæki sin. Hitt er svo rétt athugað hjá Arna Gunnarssyni að þeir_sem i forystu eru fyrir hagsmuna- félaga- og fyrirtækjasamtök- um eru pólitiskt rikari en almenningur gengur og gerist, og talsverð hætta á að þeir mis- noti aðstöðu sina. Þar er spurn- ingin um það, aö hve miklu leyti þeir eru undir virku lýðræðis- legu eftirliti félaganna sjálfra. Pólitisk fátækt er svo annaö , hugtak sem ástæða væri til þess að ræða siðar og er ef til vill æ meir einkennandi fyrir alþýöu manna á þvi stigi kapitalismans er vér nú stöndum á. —ekh. I ■ B ■ I - ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ i ■ i ■ i Nú er I rauninni sáraeinfalt að verða sammála um hvað felst I orðunum kapitalismi og

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.