Þjóðviljinn - 15.04.1978, Side 6

Þjóðviljinn - 15.04.1978, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN. Langardagur 1S. aprn 1978 Bílasýningin opnuð í gær Vörur uppá einn miljarð eru til sýnis Sýningin er um leiö vígsla á nýrri sýningarhöll aö Bildshöföa 20 Bilasýning Auto 78 var opnuð kl. 17.00 i gær að viðstöddu fjölmenni.Þarna eru til sýnis um það bil 150 bifreiðar af 30 tegundum og að sjálfsögðu margar gerðir af hverri tegund. Sýningin er haldin i nýrri sýningahöll að Bildshöfða 20 i Reykjavík,og er þetta fyrsta sýningin sem fram fer i þessari nýju sýningahöll. Harðari löggjöf gegn Þeir segja aö þetta sé Trabantjeppi... ILO neitar Klebanof- hópnum um vidur- kenningu 14/4 — Alþjóölega vinnumála- stofnunin (ILO) lýsti þvf yfir i dag aö hún gæti ekki viöurkennt óopinbert verkalýössamband sovéskra andófsmanna, sem stofnaö var fyrr á árinu. Andófs- mennirnir komu tilmælum sinum um viöurkenningu ILO til mann- réttindastofnunarinnar, Amnesty International, sem siöan kom umsókninni tii ILO. Talsmaður ILO sagöi að aðildarriki stofnunarinnar útnefndu sendinefndir á ráðstefn- ur hennar i samráði við þau verkalýðssamtök, sem teldust sannastir málsvarar verka- manna i aðildarrikjunum, eins og talsmaðurinn orðaði það. Gæti ILO þvi ekki viðurkennt verka- lýðsfélög sem einstaklingar stæðu að án opinberrar viðurkenningar. Helsti forustumaður félags þessa, sem tilkynnti stofnun sina i janúar, er kolanámumaður að nafni Vladimir Klebanof. Stjórn Flug- leiða var endurkosin Um 400 manns voru mættir á aðaifundi Fiugieiöa í gær. Þegar forstjórar félagsins höföu lokiö skýrslum upphófust almennar umræöur. Margir tóku til máls og var m.a. rætt um stefnu féiagsins og stööu og stööu einstakra starfshópa innan þess. Stjórn Flugleiða var öll endur- kosin til næsta árs,en hana skipa: E. Kristinn Olsen, Einar Árna- son, Kristján Guðlaugsson, örn Ó. Johnson, Alfreð Eliasson, Sigurgeir Jónsson, Svanbjörn Frimannsson, Bergur G. Gisla- son, Halldór H. Jónsson, Sigurður Helgason og Óttarr Möller. hryðjuverkamönnum Sýningin, sem nefnist Auto 78 er stærsta vörusýning sem haldin hefur verið hér á landi. Talið er að verðmæti sýningarmuna sé einn miljarður króna. Þarna sýna öll bifreiðaumboð á Islandi, nema tvö, bifreiðar allt frá rúmum 800 þúsund krónum og uppI50miljónir króna. Sýnt er á 9 þúsund ferm. gólffleti á 4 hæöum i tveimur húsum. Að þvi er forráðamenn sýn- ingarinnar sögðu er þetta I fyrsta skipti sem hægt hefur veriö að halda alvöru bifreiðasýningu hér á landi og er stefnt aö þvi að halda sýningar á borð við þessa, á 2ja til 3ja ára fresti hér eftir. 13/4 — Vesturþýska þingið samþykkti i dag ný lög, sem að sögn ríkisstjórnar- innar eru ætluð til þess að auðvelda yfirvöldum viðureignina við hryðju- verkamenn. Samkvæmt lögunum verður auðveldara en áður að útiloka verjendur hryðjuverkamanna frá réttarhöldum, ef yfirvöld gruna verjendurna um samstarf við skjólstæðinga sina, og að tak- marka samband verjendanna við hryðjuverkamenn i fangelsum Einnig fær lögreglan samkvæmt þessum lögum miklu rýmri hendur til húsrannsókna en áður og getur haldið mönnum föngnum i allt að 12 klukkustundir til að ganga úr skugga um hverjir þeir séu. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 15.00 til 22.00 en um helgar frá kl. 14.00 til 22.00 fram til 23. aprfl. Aðgangur verður 800 kr. fyrir fullorðna en 300 kr. fyrir börn og ókeypis aðgangur barna undir 5 ára aldri. Veitingar verða til sölu á staönum. Framkvæmdastjóri sýningar-j innar er Vilhjálmur Kjartansson. —S.dór. Gísli Sigurösson sýnir í Norræna húsinu j MIKIÐ AF FÓLKÍl Jörgensenmálmu lýkur á árinu Ég hef einnig gert nokkrar til- raunir til að mála myndir bæöi af þekktum og óþekktum mönn- um I eigín umhverfi, svo sem af Braga Asgeirssyni i vinnustofu sinni, einsetubónda i Biskups- tungum, skeifnasmið i smiöju sinni o.fl. sagði GIsli. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 til kl. 22.00 til 24.aprfl. / — segir Olafur dómsmálaráðherra ólafur Jóhannesson geröi I gær grein fyrir skýrslu um meðferð dómsmála, sem iögð var fram í Alþingi fyrr i vetur. M.a. gerði hann grein fyrir 45 einkamálum sem þingfest voru á árunum 1966 til 1973 og enn er ólokið. Ráðherra útskýrði hvers vegna mál þessi hefðu dregist svo á langinn sem -raun ber vitni. Veikindi lögmanna og annarra aðila virðast hafa tafið mörg mál, en á öðrum málum hafa engar haldbærar skýringar komið fram á drættinum. Dómsmálaráðherra sagðist mundu beita sér fyrir þvi, að við- eigandi ráðstafanir verði gerðar af hálfu dómsmálaráuðneytisins til að hraða meðferð þessara mála, einkum þeirra, þar sem litlar eða engar skýringar hafa komið fram. Ráðherra rakti siðan sögu Jörgensensmálsins, sem hann kallað dæmafáa rauna- og hrak- fallasögu. Sagði hann vonir standa til þess, að þessu einstæða máli ljúki síðar á þessu ári. —eös. 1 dag, iaugardaginn 15. april, kl. 15.00 opnar GIsli Sigurösson málverkasýningu I Norræna húsinu. Á sýningunni eru sam- tals 74 verk, þar af 53 oliumál- verk og 21 teikning. Þetta er fimmta einkasýning Gísla, en siðast sýndi hann i Safnahúsinu á Selfossi fyrir tveim árum. I Reykjavik sýndi GIsli siðast i Norræna húsinu árið 1973. Allar myndirnar á þessari sýningu nú eru frá þrem undan- förnum árum og eru margar þeirra af fólki og æðimargar til- komnar fyrir kynni sem hafa skapast vegna blaðamanns- starfs míns, sagði Gisli i stuttu spjalli við Þjóðviljann i gær, en Gisli er búinn að starfa viö blaðamennsku allar götur frá þvi 1955. —IGG. Ein myndum Glsla á sýningunni I Norræna hdsinu (Ljósm: —IGG) | Evrópu- bandalag hægri- flokka 13/4 — Leiðtogar 20 flokka kristi- legra demókrata og ihaidsmanna i 16 Evrópulöndum munu koma saman á ráöstefnu i Salzburg i Austurriki siöar i mánuöinum, i þeim tilgangi að mynda Evrópu- bandalag þcssara flokka. Meöal þátttakenda veröa fulltrúar hægriflokka i Bretlandi, Frakklandi, Vestur-Þýskalandi, Sviss, Grikklandi og á Spáni og Noröurlöndum. Athygli vekur hinsvegar að Kristilegi demókrataflokkurinn á Italiu mætir ekki, vegna þess að sá flokkur telur aðra kristilega demókrata i álfunni of hægrisinn- aða fyrir sinn smekk. Hægri- flokkar Hollands og Belgiu mæta ekki heldur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.