Þjóðviljinn - 15.04.1978, Qupperneq 7
Laugardagur 15. aprll 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
JHver einasta kjarabót, sem fengist hefur á
undanförnum áratugum, og sem vid höfum notið
góðs af um nokkur ár, hefur verið hrifsuð undan
nöglum íhaldsins með harðri og markvissri baráttu
Elinborg
Kristmundsdottir:
Með samstöðu
vinnast sigrar
„Ó hve margur yröi sæll,
og elska myndi landiö heitt,
mætti hann vera I mánuö
þræll,
og moka skit fyrir ekki neitt.”
Margir munu kannast viö
þessagömluvisu, enhún var ort
fyrir löngu, og þá var þing vort
að ræða um að setja á þegn-
skylduvinnu, er átti aö vinnast
til uppgræðslu á landi voru,
meðal annars skóggræöslu og
fleiru þessháttar, til að bæta
land vort. En lög um þetta voru
samt aldrei sett, þóttu vlst full
þrælalagakennd.
Nú lætur ihaldsstjórnin sig
samt hafa það, að setja marg-
falt verri þrællög á allan vinn-
andi lýð i landi voru, brjóta
gerða samninga og böðlast
áfram eins og naut i flagi, með
allskyns hótanir og hnútasvipur
álofti. Og þó að þeir æpi og æpi
að þetta séu lög, þá hefir það
ekkert að þýða, það ber enginn
heiðarlegur islendingur virð-
ingu fyrir svona lögum. Miðað
við þá samninga er gerðir voru
við okkur á siðastliðnu ári, eig-
um við nú að gjöra svo vel að
vinna kauplaust i 4-8 vikur á ári.
Ekki til að græða eða bæta land-
ið okkar, nei, ónei, viö erum ein-
faldlega skikkuð til að rétta
þessi laun okkar i klærnar á
allskyns bröskurum, og þess-
konar lýð. Þessum vesalingum
sem aldrei þykjast geta grætt
nóg. Raunar engin furða þó
ihaldið vilji hygla þessum fugl-
um, þetta eru jú máttarstólpar
þess,ogum að gera að þeir geti
haldið áfram sinum verðbólgu-
dansi, á kostnað fólksins sem
vinnur, en lætur ekki peningana
vinna fyrir sig. Og ekki gat nú
stjórnin látið sér nægja aö ráð-
ast að þeim sem enn geta unnið,
nei, dálitið þurfti hún auðvitað
að klipa af gamalmennum og
öryrkjum.
Já, aum er sem fyrrum .
ihaldsins slóð, / i ofsa gullkálfa-
dansins, / og lystin alltaf jafn-
ljómandi góð, / á lambið fátæka
mannsins. / Já, þetta er nú
meiri indælis rikisstjórnin sem
við höfum, finnst ykkur ekki?
Jæja, ég er nú ein af starfe-
mönnum þessarar ágætu stjórn-
ar, sem sé opinber starfsmaður,
og ein ^af þessum svokölluðu
„lögbrjótum”, og ég er stolt af
þvi lögbroti. Ég mótmælti nefni-
lega þrælalögunum með þvi að
vinna ekki 1. og 2. mars, og
sektina sem þeir ákváðu fyrir
„lögbrotið” eru þeir búnir að
hirða, og verði þeim að þvi, svo
sem til er unnið.
Það var annars lærdómsrikt
að lifa þessa daga 1. og 2. mars i
ár. Þá misstu nú ýmsir félags-
andagrimuna sina, og sást i bert
ihaldssmettið.
Undanfarin ár höfum við ver-
ið að berjast fyrir verkfallsrétti
til handa opinberum starfs-
mönnum. Fyrst og fremst til
þess að standa á eigin fótum i
launabaráttu okkar, en þurfa
ekki alltaf að hvila á bökum
þess verafólks sem harðast hef-
ur þurft að berjast fyrir eigin
kjörum ogokkar þá um leið, þvi
alltaf höfum við eitthvað gott af
þeirra sigrum. Jæja, svo fékkst
nú verkfallsréttur, og mikið
voru nú ýmsir Ihaldssinnarnir
hrifnir af stjórninni sinni fyrir
að láta þennan rétt, en auðvitað
varhanneins ogallt sem ihaldið
gerir i þessa átt, hvorki heilt né
hálft og allt gert með öfugum
klónum.
Svo braut stjórnin samning-
ana. Þá samþykktu opinberir
starfsmenn að standa með
verkalýðnum að þvi að mót-
mæla þessum samningsbrotum.
En hvað gerðist þá. Allir æðstu
stjórnendur opinberra fyrir-
tækja hófú hnútasvipu á loft og
hótuðu fólkinu margföldum frá-
drætti á launum ef það drifðist
að mótmæla. Og varla nokkur
forstöðumaður eða skrifstofu-
stjóri deilda innan þessara
stofnana stóð með fólkinu, nei,
ónei, þeir lyftu undir svipuna
með þeim æðstu og hræddu fólk-
ið óspart. Virðingarvert, finnst
ykkur ekki? Og eitt hneykslið
enn, flestar stjórnir i deildum
stéttarfélaganna voru eins og
múlbundnirrakkar og sýndu þá
aumustu ihaldsþýmennsku sem
hægt var. Mikill félagsþroski og
félagshyggja það.
Ef hver og einn einasti rikis-
starfsmaður hefði sýnt þann
félagsþroska að vinna ekki 1. og
2. mars heföu ekki verið dregin
laun af einum né neinum, og þá
hefði Hr. Matti Matt. varla stað-
ið klofgleiður og galað eitt blá-
kallt nei, þegar farið var að
ræða um endurskoðun kaupliða
og samningsins.
Nei, gott fólk, það vinnur eng-
inn sigur meö þvi að slá alltaf
undan þó hafðar séu uppi hótan-
ir og reidd upp svipa. Hver ein-
asta kjarabót sem fengist hefur
á undanförnum áratugum, og
sem við höfum notið góös af um
nokkur ár, hefur verið hrifsuö
undan nöglum ihaldsins með
harðri og markvissri baráttu.
En það fólk sem nú er tiltölulega
ungt þekkir of litiö til þeirrar
baráttuog þeirra fórna sem hún
kostaði. Það er fólkið sem er nú
að mestu að hverfa og horfið úr
störfum, sem vann þessa bar-
áttu, enda sjást þess viða merki
á bognum bökum og vinnulún-
um höndum þess.
Ég skora á ykkur, unga
starfefólk, að launa þessualdna
baráttufólki fórnir þessog störf,
með þvi að standa tryggan vörð
um allt sem áunnist hefur, en
glopra þvi ekki úr höndum ykk-
ar fyrir hugsunar- og kæruleysi,
og takið ekki mark á þvi þó ykk-
ur sé sagt að nú sé allt i lagi og
engin þörf að berjast lengur,
það er argasta blekking. Rekiö
þessa afturhaldsstjórn af hönd-
um ykkar. Kjósið einlæga
félagshyggjumenn i stjórnir
samtaka ykkar. Hefjið félags-
hyggju og samstöðu um kjara-
mál ykkar hátt á loft. Með eitil-
harðri samstöðu standið þið
vörð um áunna sigra og vinnið
nýja.
Elinborg Kristmundsdóttir.
Ákvöröun norsku stjórnarinnar um aö banna
als herjarverkfall Alþýöusambandsins:
Svipt rétti til
frjálsrar samnings-
gerdar um kaupið
OSLÓ 13/4 frá Ingólfi Margeirs-
syni: Norska stjórnin greip til
sinna ráða i gær eftir að slitnað
hafði upp úr kjarasamningaum-
leitunum norska alþýðusam-
bandsins og sambands atvinnu-
rekenda. Skipaði stjórnin fimm
manna launanefnd, sem báðir
aðilar eiga fulltrúa i, og fær
launanefnd þessi I hendur vald til
þess að ákveða kaup og kjör á
þessu ári. Þessari aðgerð segist
rikisstjórnin beita til þess að
sneiöa hjá allsherjarverkfalii, og
sagði Odvar Nordli forsætisráð-
herra á blaðamannafundi I gær,
að stjórnin heföi séð sig knúða til
þessarar ráðstöfunar svo að efna-
hagur landsins versnaði ekki frá
þvi sem nú er.
Þetta er i þriöja sinn frá lokum
siöari heimsstyrjaldar, sem
norsk stjórnarvöld gripa til
slikra aðgerða. Siðasta stjórn
Gerhardsens gerði þetta 1964 og
stjórn borgaraflokkanna undir
forustu Pers Bortens 1966. Upp-
gefnar ástæður voru I bæði skipt-
in þær sömu og nú.
Verkamen óánægðir
Viðbrögðin við þessari ákvörð-
un stjórnarinnar nú hafa verið
tvennskonar. Atvinnurekenda-
sambandiö er ánægt, þar sem
telja má vist að ákvarðanir
launanefndarinnar verði ekki
langt frá kröfum þess. Forustu-
menn alþýðusambandsins, sem
vitaskuld eru Verkamanna-
flokksmenn, eru lika ánægðir og
bera þvi við að kjaraskerðingin
heföi orðið meiri ef til allsherjar-
verkfalls hefði komið.
Ingólfur
Margeirsson
símar
frá Noregi
Hinsvegar kveður mjög við
annan tón i viðtölum, sem Dag-
bladet birti i dag við ýmsa verka-
menn, sem ýmist höfðu samband
við blaðið eða blaöiö við þá. Eru
þeir allir mjög óánægðir með
þessa niðurstöðu, lita á þetta sem
algert neyðarúrræöi en segjast
engu að siður ætla að beygjasi^
fyrir ákvörðun stjórnarinnar.
Varla þarf að taka fram að kjör
norskra verkamanna eru all-
miklu betri en islenskra, og mun
þar að finna eina skýringuna á
þvi, að almennur vilji var ekki
fyrir þvi að leggja út i harða
kjarabaráttu.
Samningasáttmáli úr sög-
unni
Mikið atriði i þessu sambandi
er að með skipan launanefndar-
innar er búið að kistuleggja eins-
konar kjarasamningasáttmála,
sem alþýðusambandið hefur
stuðst við siðustu f jögur-fimm ár-
in. 1 þeim sáttmála felst að ekki
hefur verið samiö um kjör ein-
stakra verkalýðshópa sérstak-
lega, heldur á einu bretti fyrir
alla hópa innan verkalýössam-
bandsins. Þetta hefur haft i för
með sér að við samninga hefur
aðallega verið gengið út frá kröf-
um fjölmennustu verkalýðshóp-
anna, sem mest mega sin. A þeim
sáttmála hefur stjórnin grætt
það, að einstakir verkalýðshópar
hafa verið hindraðir i þvi aö fara i
verkfall. Þetta hefur verið mikið
atriði i stefnu Verkamanna-
Odvar Nordli — farið út á viösjórverða braut
flokksins. En skipan launa-
nefndarinnar þýðir aö þessi að-
staða alþýðusambandsforustunn-
ar til þess að semja fyrir öll
aðildarfélög hefur verið frá henni
tekin. Þetta er stórpólitiskt mál á
innanlandsvettvangi, enda viður-
kenndi Nordli að svo væri.
Bændur kvíðnir
Skipan launanefndarinnar þýö-
ir að búið er að kúpla verkalýðs-
hreyfingunni frá frjálsri samn-
ingsgerð fyrir hönd meölima
sinna, þvi að launanefndin getur
gripið inn i kjarasamninga að
vild. Hið íhaldssama blað Aften-
posten segir aö stjórnin muni
beita launanefndinni i sambandi
við allar kjarakröfur verkalýðs-
félaga allt til 1. júli i ár.
Aftenposten nefnir frumvarp,
sem Arne Nielsen, ráöherra um
sveitastjórnamál, mun aö sögn
blaðsins leggja fram á stjórnar-
fundi i (jag. Aö sögn er gert ráð
fyrir þvi i frumvarpinu að stjórn-
in hafi frjálsar hendur til þess að
setja launanefndina inn i allar
vinnudeilur, sem spretta upp
fram til 1. júli.
Nokkrir aðilar voru sérstaklega
óánægðir með sin kjör og áttu
mestan þátt i þvi, að nærri lá að
kæmi til allsherjarverkfalls. Þeir
eru samband starfsmana sveita-
stjórna, samband hjúkrunar-
kvenna og félag vörubilastjóra.
< Þá hefur vakið athygli aö norska
bændasambandið (Norsk Bonde-
lag) hefur látið i ljós óánægju
með skipan launanefndarinnar.
Bændurnir eru hræddir um, að
stjórnin kunni að gripa til svip-
aöra ráöstafana gagnvart kjara-
kröfum þeirra, sem sagt að hér sé
um að ræða viösjárvert fordæmi.
Á viðsjárverðri braut
Að öllu samanlögðu er ekki
annaö hægt að sjá, en aö meö
þessu sé búið að svipta verkalýðs-
samtökin réttinum til þess að
semja á eigin spýtur. Margir láta
i ljós ugg um að þarna sé farið út
á viðsjárverða braut, en samt
sem áöur virðast flestir ætla að
sætta sig við þetta aö svo komnu
máli. Engir hafa lýst yfir svoköll-
uðum ólöglegum verkföllum og er
ekki heldur búist við þvi að til
þeirra komi. I þinginu er ekki bú-
ist við að neinir andæfi þessu
nema Sósialiski vinstriflokkur-
_.inn.