Þjóðviljinn - 15.04.1978, Qupperneq 13
Laugardagur 15. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍPA 13
■>
\?\
Vilhjálmur Bergsson sýnir
á Kjarvalsstödum
í dag kl. 2 opnar Vilhjálmur
Bergsson listmálari sina
fimmtándu einkasýningu að
Kjarvalsstöðum og sýnir þar 75
nýleg málverk. Vilhjálmur hefur
áður sýnt 8 smnum i Reykja vik en
6 sinnum i Kaupmannahöfn.
Siðasta einkasýning Vilhjálms
var i fyrra i Galleri Per Sten i
Kaupmannahöfn. I sýningarskrá
með þeirri sýningu sagði ha'nn
m.a. um sjálfan sig:
„Fyrir rUmum áratug lenti ég i
þeirri úlfakreppu að listastefnur
nútimans sem ég hafði áður að-
hyllst voru orðnar gjörsamlega
þýðingarlausar fyrir mig. Mér
fannst engu við að bæta á ein-
stökumbásumþeirra. Súreahsmi
og abstraktlist voru i fóstum far-
vegi meö sinum eigin spilareglum
sem ég hafði enga löngun til að
fylgja áfram þvi að það gat ekki
leitt til annars en stöðnunar.
Einmitt þá fór nýda-da-isminn,
hin svokallaða popplist, eins og
eldur i sinu um heiminn. Þegar
mér varð það ljóst, að fljótlega
yrði hún jafn útjöskuð eins og allt
hitt, gat hún ekki hjálpað mér i
erfiðleikum mínum. Þær myndir
sem ég málaði þá voru i raun og
veru ekki annað en dimm eyði-
mörk þar sem ýmis konar -
óákveðnir hlutir reyndu að
þrengja sér inn i ljósið. Smá
saman tóku þeir fastari mynd og
hinir dökku og ljósu fletir
myndarinnar runnu samanog að-
greindust. Það var upphafið að
þvi samspili lits og forms sem ég
héf siðan aðhyllst”.
—GFR
Vilhjálmur Bergsson viA dýrustu myndina á sýningunni. Hán heitlr
Þrenna og kostar 830 þúsund.l henni má sjá að ný beinlínuform eru
farin að sjást hjá Vilhjálmi (Ljósm.:eik).
Þjóðgarðar, fólkvang
ar og friðlýst svæði
Efni bókar i tilefni af 50 ára afmæli
Menningarsjóös og Menntamálaráðs
Menntamálaráð og Menningar- þessar mundir. 1 tilefni af afmæl-
sjóður er hálfraraklar gamall um inu var samþykkt á 1087. fundi
Menntamálaráð sem setið hefur undanfarin 4 ár. F.v. Hróifur
Halldórsson forstöðumaður Menningarsjóðs og bókaútgáfunnar en
hann gegnir nú þvi starfi I forföllum Gils Guðmundssonar, Matthfas
Johannesen, Baidvin Tryggvason, Kristján Benediktsson form., Björn
Th. Björnsson og Jón Sigurösson.
ráðsins hinn 4. april s .1. að efna til
útgáfu bókar um þjóðgarða
Islands, fólkvanga og friðlýst
svæði. Ritstjóri bókarinnar verð-
ur Gisli Jónsson menntaskóla-
kennari á Akureyri, en útgáfu-
nefnd hennar skipa Baldvin
Tryggvason sparisjóðsstjóri,
Björn Th. Björnsson listfræðing-
ur, Jónas Jónsson formaður
Skógr æktarfélag Islands og
Sigurður Þórarinsson jarðfræð-
ingur.
Bókin verði eins konar hring-
ferill um landið ogeinstakir menn
fengnir úl að rita um ákveðinn
stað eða staði, en sérstakur rit-
stjóri verði ráðinn og velji hann
höfunda i samráði við útgefanda,
sjái um samræmingu og full-
vinnslu til útgáfu. Ritstjóra til
ráðuneytis verði útgáfunefnd er
Menntamálaráð velur. Skulu
þessir aðilar i sameiningu gera
sem nákvæmasta áætlun um
verkið og leggja þá áætlun fyrir
Menntamálaráð til samþykktar
ásamt með grófri kostnaðaráætl-
un og timasetningu um útkomu.
Cr Herbergi 213 i Keflavfk: Frá v. Rósamunda, Hjördis, Steinar og
Jenný .
Herbergi
Keflavík
Sex leikrit sett á svid
i vetur hjá
fjórum leikfélögum
Leikfélag Keflavikur hefur sýnt
Herbergi 213 eftir Jökul Jakobs-
son tvisvar sinnum við mjög góð-
ar undirtektir. Leikstjóri er Þór-
unn Sigurðardóttir. A frumsýn-
inguvarfullthúsoghöfundur við-
staddur. Leikendur eru Ingibjörg
Hafliðadóttir, Jenný Lárusdóttir,
Hjördis Arnadóttir, Rósamunda
Rúnarsdóttir, Marta Haralds-
dóttir og Steinar Geirdal.
Næsta sýning á leikritinu er á
mánudagskvöld i Stapa.
1 leikskrá er fjallað um grósk-
una i leiklistarmálum á Suður-
nesjum og segir þar m.a.
„Mikil gróska hefur verið i leik-
listarlifi á Suðurnesjum i vetur.
Alls hafa verið sett á svið sex
verkefni hjá fjórum leikfélögum.
Það er gleðilegt timanna tákn að
fjögur þeirra eru eftir islenska
höfunda og þau hafa öðrum frem-
2131
ur fundið náð fyrir augum áhorf-
enda, en hin erlendu verk. Eitt
nýtt leikfélag bættist i hópinn
fyrir skömmu, Leikfélag Sand-
gerðis, sem sýnir um þessar
mundir sitt fyrsta verk, „Skim”
eftir Guðmund Steinsson, viö
mjög góöar undirtektir, enda
mjög vel heppnuö sýning að dóm-
bærra mati. Sandgerðingar fara
þvi engu siður vel af staö, heldur
en nágrannar þeirra i Garðinum i
fyrra, Litla leikfélagið, meö
Koppalogn Jónasar Árnasonar.
Leikfélögin á Suðurnesjum eru
núalls orðin fjögur. Hópurinn er
þvi orðinn ærið stór, sem leggur
það á sig að lifga svolitið upp á til-
veruna i héraðinu, —■ endur-
gjaldslaust. Aðeins sá sem reyn-
ir, getur áttað sig á þeim tima og
þeirri fyrirhöfn, sem fylgir hverri
uppfærslu, en leikendur og annað
starfsfólk er ekki að telja það eft-
irsér, en stundum finnst þeim að
leiklistinni sé litill gaumur gefinn
þegar ráðist er' i byggingar eða
endurbætur samkomuhúsanna á
Suðurnesjum. Og vist er um það
að eigi leiklist að dafna i hérað-
inu, þá verður að taka húsnæðis-
málin fastari tökum.”
Rádstefna um
verkmenntunarmál
Leikári lýkur I Leikbrúðulandi
Allra sídasta sýning
Samband iðnskóla á íslandi
gengst fyrir ráðstefnu um mál-
efni verkmenntunar föstudaginn
21. april n.k. i Iðnskólanum I
Reykjavik.
Ráðstefnu þessari er ætlað að
vekja almenna athygli á stöðu
verkmenntunar I Islenska
menntakerfinu og finna ráð til aö
auka hana og bæta, þannig að hún
veki meiri áhuga hjá ungmenn-
um, þegar þau ®elja sér fram-
tiðarstarf.
160%
verd-
bólga
13/4 — Verðbólgan i Argen-
tinu fyrsta fjórðung þessa
árs var rúmlega 29%, og
framfærslukostnaður hækk-
aði um 9,5% i lahdinu I sið-
astliðnum mánuði. Siðastlið-
ið ár var verðbólgan i Argen-
tinu 160%.
Ráðstefnan hefst kl. 9.30 með
setningu Þórs Sandholt skólastj.
form. S.I.I. og ávarpi mennta-
málaráðherra Vilhjálms Hjálm- ‘
arssonar.
Ráðstefnan verður með þvi
sniði að hverju einstöku málefni
sem tekið er fyrir mun fylgt úr
hlaði með örstuttum framsögu-
erindum, og verða frummæl-
endur þessir:
Jón- Sætran kennari, öskar
Guðmundsson framkv.stjóri Iðn-
fræðsluráös, Stefán Ólafur Jóns-
son deildarstjóri i menntamála-
ráðuneytinu, Sveinn Sigurðsson
aöst. skólastjóri, Karl Stefánsson,
kennari, Guðmundur Sveinsson
skólameistari, Siguröur Krist-
insson form. landssambands
iðnaöarm. Jónas Sigurðsson frá
Iðnnemasambandi íslands
fulltrúar nemenda einstakra
skóla, Jóhann S. Hannesson
kennari, Ólafur Proppé kennari,
Jón Böðvarsson skólameistari,
ölver Karlsson bóndi, Kristinn V.
Jóhannsson skólastjóri og ólafur
Asgeirsson skólameistari.
Til ráðstefnu þessarar er boðið
öllum þeim sem áhuga hafa eða
hagsmuna hafa að gæta, og er
væntanlegum þátttakendum bent
á að tilkynna þátttöku sina i sima
Sambands iðnskóla á Islandi ’
1 26 70.
Bókin veröi hugsuð sem stofn,
er siðar megi endurskoða og bæta
við eftir þvi sem aðstæður breyt-
astogfriðlýstumsvæðum fjölgar.
Umbroti bókarinnar verði hag-
að með tilliti til þess, að unnt sé
að gefa hana út með tvenns konar
umbúnaði, sem leiðarbók og
einnig i vandaðri myndskreyttri
útgáfu.
Á sunnudaginn kemur verður
allra sfðasta sýning I Leikbrúðu-
landi á þessu leikári. Sýningin
verður kl. 3, á Frikirkjuvegi 11.
Seinna i sumar veröur haldið út
á land og einnig hefur verið
ákveðið, að Leikbrúöuland taki
þátt i hátiöahöldunum i Vest-
mannaeyjum, sem kennd hafa
verið við „manninn og hafið”.
—GFr
Ár túnshöfðasamtökin
Aöalfundur verður haldinn þriðjudaginn
18. april 1978, kl. 16, i matstofu Miðfells
h/f. að Funhöfða 7
1. Borgarstjóri heimsækir fundinn og skýrir stöðu borgarinnar og þær
framkvæmdir sem gerðar verða á Ártúnshöfða svæðinu af borgarinn-
ar hálfu á árinu 1978.
2. Aðalfundarstörf
3. Fegrun og snyrting umhverfisins
4. Næturvarsla
5. önnur mál
Stjórnin