Þjóðviljinn - 15.04.1978, Page 16

Þjóðviljinn - 15.04.1978, Page 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. aprll 1978 L M.B. ASKUR ÁR-13 Til sölu vélbáturinn Askur ÁR-13 sem er 68 tonna eikarbátur byggður i V—Þýska- landi 1960, vélin er 425 hestafla Caterpillar frá 1976. Allar frekari upplýsingar varðandi bátinn gefur lögfræðingur byggðasjóðs i sima 2 51 33. MlR-salurinn, Laugavegi 178: Fyrirlestur og kvikmyndasýning Dr. juris Alexandr M. Jakovléf, prófessor frá Moskvu, flytur fyrirlestur I MlR-salnum, Laugavegi 178, I dag, laugardaginn 15. april ki. 15, og ræöir þá m.a. um dóm- stóla og réttarfar I Sovétrlkjunum. Aö fyrirlestrinum loknum veröur kvíkmyndasýning og þá m.a. frumsýnd hér á landi sovésk kvikmynd um ferö Geirs Hallgrimssonar forsætisráöherra til Sovétrikjanna á sl. ári. Aögangur öllum heimill meöan húsrúm leyfir. Stjórn MÍR. Frá Grunnskólum Reykjavikur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1972) fer fram i skólum borgarinnar mánudaginn 17. og þriðju- daginn 18. april n.k., kl. 15-17 báða dag- ana. Á sama tima þriðjudaginn 18. april fer einnig fram i skólunum innritun þeirra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla. Fræðslustjórinn i Reykjavík TILKYNNING um ióðahreínsun í Reykjavík, vorið 1978 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglu- gerðar, er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sinum hreinum og þrifalegum og að sjá um að lok séu á sorpilátum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum sinum allt sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið þvi eigi siðar en 14. mai n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábóta- vant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörun- ar. Þeir sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun, eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það i sima 12746 eða 13210. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tima sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00-22. Á helgidögum frá kl. 10.00-18.00. Rusl sem flutt er á sorphauga skal vera i umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja i rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á þvi, að óheim- ilt er að flytja úrgang á aðra staði i borgararlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brotlegir i þvi efni. Gatnamálastjórinn i Reykjavik. Hreinsunardeild • 4* íj .0** ■■ A *&$*■*'' # JSm&mP _ Glúmur Hólmgeirsson skrifar um Fjárkláðamál -.1 í /vL’Vi'. Wmp <#.■& fÍÖÍKwviL >4 v i* ! Glúmur Ilólmgeirsson i Vallakoti sendir okkur eftir- farandi pistil um fjárkiáöa og er ekkert myrkur i máli: í blaðadeilum þeim, sem urðu út af þvergirðingshætti Björns Pálssonar við að hlýða settum reglum um framkvæmd fjárkláðaböðunar i Húnavatns-' sýslum fyrir 2-3 árum virtist koma fram, að meira en litið hefði verið áfátt um fram- kvæmd þessarar böðunar. Varð þvi mörgum að hugsa og óttast að litill árangur myndi af böðuninni verða. Þvi miður hefur reynslan lika orðið sú. Hinn 11/3 var frá þvi sagt i útvarpinu, að fjárkláði sé kominn enn á ný upp i Húna- vatnssýslu, ekki á einum bæ heldur mörgum og þó ekki lokið skoðun. Er nú fullséð að Húnvent- ingum er alls ekki treystandi til þess að fara með framkvæmd þessara böðunarmála þar, fyrir þvergirðings- og sérhags- munahátt, sem bitnar fyrst og fremst á þeim sjálfum. En þessi svik þeirra við þann trúnað sem þeim hefur verið sýndur i þessu máli, bitnar ekki eingöngu á þeim sjálfum heldur á þjóðinni allri i fyrirhöfn og fjárútlátum og hættu á, að fjár- kláðinn breiðist frá þeim út um landið. Þótt þeim sé sárt um sina lús þá er hitt jafn vist, að aðrir vilja ekkert hafa með hana að gera. Er nú meira en kominn timi til að taka með fullkominni alvöru á þessum kláðamálum og setja, til að stjórna útrýmingarherferð á fjár- kláðann, utanhéraðsmann eða menn, sem hafa það bein i nefi, að menn komist ekki upp með að svikja sjálfa sig og aðra með undanbrögðum og svikum um baðanir. A það skal bent, að verði tekið til baðana nú i vetur og fé verður rúið áður, verður að koma hverjum einasta ullar- lagði i umbúðir og senda strax á ullarþvottastöð. Verði ullin, sem er meira eða minna full af kláðamaur, látin þvælast um- hirðulitið á bæjunum, er jafn vist, að böðunin verður árangurslaus. Útrýming fjár- kláðans er svo mikið alvörumál að engum á að vera stætt á þvi að koma i veg fyrir að þar vinnist fullur sigur, með undan- brögðum frá reglum, sem settar eru og fara á eftir. Glúmur Hóimgeirsson Vallakoti. Rekstrar- og aíúröalán Út af tillögu þeirri, sem nú liggur fyrir Aiþingi um aö rekstrar- og afuröalán veröi greidd beint til bænda, samþ. Búnaöarþing svofellda ályktun: „Búnaðarþing mæiir gegn þvi að tillaga til þingsályktunar um greiðslu rekstrar- og afuröalána til bænda verði samþykkt”. I greinargerð segir: ,,ört vaxandi verðbólga undanfarin ár hefur m.a. ýtt undir þá kröfu bænda, að þeir fái afurðir sinar greiddar að mestu leyti strax við afhendingu vörunnar. A fjölmennum bændafundum um land allt hef- ur sú krafa verið sett fram efst á blaði, að fjármagn væri lagt fram úr bankakerfinu i þeim mæli, að unnt væri að greiða við afhendingu, (staðgreiða), minnst 90% grundvallarverðs afurðanna. A hinn bóginn hafa ekki komið fram i samþykktum fundanna, né á öðrum vettvangi, almennar óskir um breyting á greiðslu- fyrirkomulagi lánanna, hvorki afurða né rekstrarlána. Má þvi ætla, að yfirleitt séu bændur ásáttir á þá tilhögun, sem nú gildir og treysti afurðasölufé- lögum sinum, hvort sem þau eru rekin sjálfstætt eða i tengslum við almenn kaupfélög, til að taka við þessu fjármagni, og skila þvi til þeirra aðila, sem það er lánað til. Ennfremur er talið að miklir tspknilegir erfiðleikar og aukin skriffinnska sé þvi samfara að taka upp bein lán til búvöru- framleiðenda. Augljóst virðist þá, að ekki gildir einu máli, hvort um rekstrar- eða afurðalán er að ræða. Rekstrarlán eru nú ein- ungis veitt sauðfjárbændum á fyrri hluta árs,_og er eflaust framkvæmanlegt að tryggja greiðslu þeirra með veði i vaæntanlegum haustafurðum. Það er þó óliklegt að bein greiðsla til hvers og eins sauð- fjárinnleggjanda i réttu hlutfalli við áætlað haustinnlegg stuðlaði að betri nýtingu þessa rekstrar- lánsfjár i heild. Margir sláturleyfishafar hafa þann hátt á að lána út á dilk miklu hærri upphæð en svarar tilrekstrarlánanna ef þeim væri deilt jafnt út. Þetta geta þeir gertm.a. af þvi, að margir, sem eiga rétt til sins hluta af lánun- um, kæra sig ekki um að nota hann. Hefur þetta þvi stuðlað að jöfnun aðstöðu milli manna og stutt þá, sem mest eru þurfandi fyrir lánsfé, án þess að skaða aðra”. — mhg Aöalfundur Idnsveina- félags Mýrasýslu Aöalfundur Iðnsveinafélags Mýrasýslu var haldinn 14.mars s.I. A fundinum var kosin ný stjórn og urðu allmiklar breytingar, þar sem Eirikur Ingólfsson, formaður, Halldór Bjarnason, formaður Trésmiði- deildar og Jóhannes Ellertsson, gjaldkeri gáfu ekki kost á sér. Núverandi stjórn félagsins skipa: Theodór Þórðarson, formað- ur, Andrés Kristinsson, formað- ur járniðnaðardeildar, Þor- steinn Viggósson, formaður tré- smiðadeildar, Guðmundur Jónsson gjaldkeri og Sævar Geirsson, ritari. Félagið hafði áður sagt lausum kaupgjaldsliðum samninga. (heimild: Rööull). -mhg vor Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.