Þjóðviljinn - 15.04.1978, Side 17
Laugardagur 15. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
„Afmælisveislan”, eftir leikriti Pinters
Eins og segulbands-
upptaka úr lífínu
— er sagt um samrædurnar i leikritum Harolds Pinters
Sjónvarpið býður upp á
bandaríska bíómynd í
kvöld kl. 21.40. Myndin er
gerð árið 1969 og nefnist
Afmælisveislan (The
Birthday Party), byggð á
samnefndu leikriti eftir
Harold Pinter. Leikstjóri
er William Friedkin. Aðal-
hlutverk leika Robert
Shaw, Dandy Nichols,
Patrick Magee og Sydney
Tafler.
Harold Pinter er fæddur 1930 i
Hackney i Austur-London, sonur
klæbskera af Gyðingaættum. A
unglingsaldri byrjaði Pinter að
skrifa ljóð fyrir timarit. Hann hóf
leiklistarnám við R.A.D.A. og
Central School of Speech and
Drama og siðan tók við stuttur
leikaraferill, m.a. i leikflokki sem
ferðaðist um trland og kynnti
verk Shakespeares. Ferill Pinters
sem leikritahöfundar hófst 1957.
Hann hafði áður skrifað skáld-
sögu, Dvergana, sem hann lauk
þó ekki við en breytti seinna i
leikrit.
Um þessar mundir var allt i
einu hlaupin gróska i leikritun i
Englandi, hin svonefnda „Nýja
bylgja” — sem hrundið var af
stað með leikriti John Osbornes,
Horfðu reiður um öxl. Hver ungi
höfundurinn eftir annan kom
fram á sjónarsviðið. Arnold
Wesker, Harold Pinter og John
Osborne eru frægastir þessara
nýju höfunda, og eru þeir stund-
um kallaðir „þristirnið.”
t fyrstu leikritum Pinters, The
Room og The Dumb Waiter, má
þegar greina þau stileinkenni
sem léð hafa verkum hans svo
sérstætt svipmót: einföld um-
gerð, einfaldar samræður — sem
lúta ■ allt öðrum lögmálum en
samræðulist hins hefðbundna
leikforms og eiga stundum meira
skylt við tónlist en rökræðu; hið
hversdagslega ástand sem smám
saman birtist i óvæntum viddum,
óvæntu samhengi, þar sem hvers-
konar skýringum og ytri „mótif-
um” er hafnað.
Martin Esslin, leiklistarstjóri
B.B.C., benti á það fyrir mörgum
árum i bók sinni „The Theatre of
the Absurd” (Leikhús fáránleik-
ans) að fáránleiki Pinters sé i
rauninni öfugmæli, þar sem hann
stundi raunsæilegri aðferð en
flestir aðrir höfundar. Pinter
skrifar samræður sem eru á köfl-
um einsog segulbandsupptaka úr
lifinu, en einmitt slikur texti ork-
ar fáránlega á leikhúsgesti sem
eiga að venjast vandlega til-
snyrtum og gáfulegum setningum
og hnyttnum tilsvörum. Sama
má segja um atburði og persónur
i verkum Pinters — þótt mörgum
þyki þetta allt i nokkurri þoku, þá
gegnir einatt svipuðu máli um
það sem fyrir augu og eyru ber i
lifinu sjálfu, að þeir leikendur
sem þar fara með hlutverk gera
ekki alltaf nána grein fyrir fortið
sinni eða innræti og við getum
ekki ætið meö vissu vitað hvort
upplifun okkar er i draumi eða
vöku eða hvort mynd minningar-
innar geymist óbrengluð i huga
okkar.
En eins og Pinter segir sjálfur:
„Þörfin fyrir staðfestingu er
skiljanleg, en henni verður ekki
alltaf fullnægt. Enginn áþreifan-
legur munur er milli hins raun-
verulega og óraunverulega, eða
hins sanna og ósanna. Enga nauð-
syn ber til að hlutur sé annað
hvort sannur eöa loginn: hann
getur verið hvort tveggja.”
PETUR OG VÉLMENNIÐ
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30,
8.15 (og forustugr. dagbl ).
9. 00 og 10.00. Morgunbæn
kl. 7.55. Tilkvnningar kl.
9.00. Létt lög milli atriða.
óskalög sjúklinga kl. 9.15:
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir. Barnatimikl. 11.10:
Stjórnandi Jónina
Hafsteinsdóttir. Fjallað um
starfsemi dyraverndunar-
félaga o.fl. Rætt við Jórunni
Sörensen formann Sam-
bands dýraverndunarfélaga
fslands og Sigfriði Þóris-
dóttur dýrahjúkrunarkonu.
Einnig lesið úr Dýravernd-
aranum.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Vikan framundan. Ólaf-
ur Gaukur kynnir dagskrá
útvarps og sjónvarps.
15.00 Miödegistónleikar.
Edith Mathis syngur ljóð-
söngva eftir Wolfgang
Amadeus Mozart, Bernhard
Klee leikur með á pianó.
Julian Bream og strengja-
kvartettinn Cremona leika
Gitarkvartett i E-dúr op. 2
nr. 2 eftir Joseph Haydn.
15.40 tslenskt mál. Jón
Aðalsteinn Jónsson cand.
mag. talar.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin.
Vignir Sveinsson kynnir.
17.00 Enskukennsla (On We
go). Leiðbeinandi: Bjarni
Gunnarsson.
17.30 Leikrit fyrir börn: „Pési
pappirsstrákur” eftir
Herdisi Egilsdóttur.
Leikstjóri: Kjuregej
Alexandra. Persónur og
leikendur:
Pappirs-Pési/Ester Elias-
dóttir, Maggi/Eyþór
Arnalds, Óli/Kolbrún
Kristjánsdóttir,
Gundi/Guðmundur
Franklin Jónsson.
Mummi/Guðmundur
Klemenzson, ókunnugur
strákur/Jón Magnússon,
1 ögr eglu þ j ón n /G uðr ið u r
Guðbjörnsdóttir, skósmið-
ur/Róbert Arnfinnsson,
sögumaður/Sigriður
Ey þórsdóttir.
18.15 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Læknir i þrcm löndum.
Guðrún Guðlaugsdóttir ræð-
ir við Friðrik Einarsson dr.
með., lokaþáttur.
20.00 Hljómskálamúsik,
Guðmundur Gilsson kynnir.
20.40 Ljóðaþáttur. Umsjónar-
maður: Jóhann Hjálmars-
son.
21.00 Píanókonsert nr. 1 i
e-moll eftir Frédéric
Chopin. Emil Giles og Fila-
delfiuhljómsveitin leika,
Eugene Ormandy stjórnar.
21.40 Teboð Visnagerð, —
þjóðariþrótt Islendinga.
Sigmar B. Hauksson stjórn-
ar þættinum.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Danslög
23.50 Fréttir. Dagskrártok.
16.30 iþróttir. Umsjónar-
maður Bjarni Felixson.
17.45 Skiðaæfingar (L).
Þýskur myndaflokkur Tólfti
þáttur. Þýðandi Eirikur
Haraldsson.
18.15 On We Go Enskukennsla
22. þáttur endursýndur.
18.30 Skýjum ofar (L). Sænsk-
ur sjónvarpsmyndaflokkur i
sex þáttum um þrjú börn,
sem komast yfir sérkenni-
lega flugvél. Með hjálp
imyndunaraflsins geta þau
flogiðhvert sem þau vilja. 2.
þáttur Flóttamaðurinn Þýð-
andi Jóhanna Jóhannsdóttir
(Nordvision—Sænska sjón-
varpiö).
19.00 Enska knattspvrnan (L).
Hlé
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Á vorkvöldi (L). Um-
sjónarmenn ólafur Ragn-
arsson og Tage Ammen-
drup.
21.20 Fjórir dansar. Félagar
úr islenska dansflokknum
sýna dansa við tónlist eftir
Asafiev, Tsjaikovský,
Katsjatúrian og Spilverk
þjóðanna. Ballettmeistari
Natalie Konjus. Frá sýn-
ingu i Þjóðleikhúsinu i
febrúar 1977 stjórn upp-
töku Andrés Indriðasón.
21.40 Afmælisveislan (L).
(The Birthday Party)
Bandarisk biómynd frá ár-
inu 1969, byggðá samnefndu
leikriti eftir Harold Pinter.
Leikstjóri: William Fried-
kin. Aðalhlutverk Robert
Shaw. Dandy Nichols,
Patrick Magee og Syndney
Tafler. Leikurinn gerist á
sóðalegu gistiheimili i Eng-
landi. Miðaldra kona rekur
heimilið og hefur einn leigj-
anda, Stanley að nafni.
Tveir menn, sem virðast
þekkja Stanley, falast eftir
herbergi. Þýðandi: Heba
Júliusdóttir.
23.40 Dagskrárlok.
Eftir Kjartan Arnórsson
Já-aphverju Keporðo (oessap
"au^na tarönjr"? Ekh )?acp vélnoenní
á þeirvi bá jna I da? /--
■ Þ\/r eft-\r aí nokkur sleak/ct stillc
vélnnenni gsráu uPre‘Sn &
^eSSi 'mdtiin'V€n c> sett-ur s ö(
i/élnnenni..