Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. aprtl 1978
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóöfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjó&viljans.
Framkvæmdastjóri: Ei&ur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón meb sunnudagsblaði:
Arni Bergmann.
Auglýsingastj: Gunnar Steinn Pálsson.
Ritstjórn, afgreiOsla, auglýsingar:
Sf&umúla 6, Sfmi 81333
Prentun: Bla&aprent hf.
A Iþýðubandalagið
og herstöðvamálið
Skömmu fyrir kosningarnar 1974
gerðust þau tiðindi með þjóðinni að safnað
var undirskriftum þar sem beðið var um
það að bandariski herinn fengi að vera hér
á landi, sem lengst. Þessi undirskrifta-
söfnun var skipulögð i herbúðum Sjálf-
stæðisflokksins, en jarðvegurinn var
undirbúinn i Morgunblaðshöllinni. Láta
mun nærri að þrir af hverjum fjórum
leiðurum Morgunblaðsins i janúar,
febrúar og mars 1974 hafi fjallað um her-
stöðvamálið. Undir söng Alþýðublaðið að
ógleymdu dagblaðinu Visi. Þessi látlausi
áróður stjórnarandstöðunnar hafði það i
för með sér að Framsóknarráðherrarnir
gugnuðu eins og venjulega þegar þeir ótt-
ast um fylgi sitt. Eins og heybrækur runnu
þeir af hólmi. Loksins þegar ljóst virtist
hvert stefndi með rikisstjórnina féllust
þeir á umræðugrundvöll um fyrirkomu-
lagið á brottför hersins. Það var mikil-
vægur áfangi, forsenda athafna, en þá var
stjórnárgrundvöllurinn brostinn, Hálm-
stráið gripu hernámssinnar i
Framsóknarflokknum fegins hendi.
Það sem á skorti vorið 1974 var virk
fjöldahreyfing herstöðvaandstæðinga,
virkari en hreyfingin þrátt fyrir allt var og
er. Reynslan sýnir að undirskriftum undir
loforð um brottför hersins er ekki að
treysta ef fjöldahreyfingin fylgir þeim
ekki eftir af fyllsta þunga. Afstaða
Alþýðubandalagsins til herstöðvarinnar
og aðildar Islands að Atlantshafsbanda-
laginu hefur alltaf legið ljós fyrir. Þróun
hernaðartækni hefur staðfest þessi viðhorf
og sifellt fleiri sjá hvilik fjarstæða það er
að hafa hér bandariskan her. Hinu verður
heldur ekki neitað að i skjóli sljóleikans
hefur herstöðvastefnan náð ótrúlega
langt. Skýrasta dæmið um ömurlegar
afleiðingar herstöðvastefnunnar er fylgið
sem aronskan fékk i prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins i Reykjavik — stuðningur við
leigugjaldsstefnuna var áberandi meiri en
stuðningurinn sem formaður Sjálfstæðis-
flokksins fékk og efsti maður á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins er yfirlýstur
stuðningsmaður þess að taka leigugjald
fyrir herinn og festa þar með hersetuna i
sessi. Það er þvi ekki að undra að Alþýðu-
bandalagið skuli við þessar aðstæður
leggja aukna áherslu á nauðsyn virkrar
utanþingsbaráttu herstöðvaandstæðinga
um leið og flokkurinn flytur enn á alþingi
tillögu um brottför hersins og úrsögn úr
Atlantshafsbandalaginu. í ályktun sem
var samþykkt samhljóða á miðstjórnar-
fundi Alþýðubandalagsins um siðustu
helgi segir ma:
,,Komi til þess að loknum kosningum að
Alþýðubandalagið taki þátt i viðræðum
úm stjórnarmyndun verður uppsögn her-
stöðvasamningsins og brottför hersins ein
megikrafa flokksins og verður þá að
tryggja að herstöðvamáiið hafi þann for-
gang að hugsanlegir samstarfsaðilar okk-
ar i rikisstjórn komist ekki hjá þvi að
standa við gefin fyrirheit.” Miðstjórn
flokksins minnir ennfremur á atfylgi ungu
kynslóðarinnar i þessum efnum. í álykt-
uninni segir að lokum:
,,Stór hluti nýrrar kynslóðar fylkir sér
um kröfuna um að herinn verði látinn fara
og Island standi utan við hernaðarbanda-
lög. Atfylgi ungs fólks mun hvetja hina
eldri til dáða og vekja ekki aðeins vonir
heldur vissu um sigur þess málstaðar sem
herstöðvaandstæðingar berjast fyrir.”
Miðstjórn Alþýðubandalagsins hvetur
flokksmenn um land allt til að taka sem
virkastan þátt i starfi samtaka herstöðva-
andstæðinga. Jafnframt heitir hún á alla
Alþýðubandalagsmenn að nota hvert
tækifæri til að kynna málstað og röksemd-
ir herstöðvaandstæðinga og vara við þeim
háska sem herseta og aðild að hernaðar-
bandalagi hefur i för með sér.”
Undir þessi hvatningarorð tekur
Þjóðviljinn eindregið.
—~s.
VISTFRÆÐILEGT VANDAMÁL
Eldividarskortur
Gamalt máltæki segir, fslandi eyddust skógar,
að sagan endurtaki sig. sem þar voru fyrir, að
Eftir að menn settust að á sumu leyti af manna völd-
Sjálfbo&ali&i I sjónvarpi I Torino.
Húsmædur fella
föt í sjónvarpinu
A ttaiiu eru starfandi margar
einkaútvarpsstöðvar og sjón-
varpsstöðvar og er Utkoman
einatt nokkuö kyndug. Til dæmis
að taka er það eitt vinsæiasta
bragð sjónvarpsstöðvarinnar TTI
í Torino aö fá húsmæöur, stúdinur
og hjúkrunarkonur i fatafelluleik
fyrir framan myndavélar.
betta er sagt vinsælla en nokk-
ur fótbolti.
Hinar áhugasömu konur (þetta
ersagt i alvöru, þvi að konurnar
afklæðast án þess að taka laun
fyrir — hefur þetta vakið stéttvisa
reiöi atvinnukvenna á þessu
sviði) — hinar áhugasömu konur,
sem einatt koma fram meðgrimu
fyrir andliti, taka þátt i einskonar
spurningaleik. Stjórnandi þátt-
arins ber fram einhverja spurn-
ingu (t.d. hvað heitir höfuðborgin
i Kanada?) og ef einhver karl-
maður hringir inn rétt svar lætur
konan eina flik falla.
Það er gallabuxnasali i Torino
sem gerir. út dagskrá þessa og
græðir vel á — hefur hann
työfaldað söluna siðan honum
datt þessi leikur i hug.
Við leggum þetta dæmi fram til
vinsamlegrar athugunar vaskra
málflytjenda sjónvarpsfrelsis.
um eða búsetunnar, og að
sumu leyti af harðneskju
náttúrunnar. Þessi sama
saga er nú að gerast víðs-
vegar í heiminum, eins og
sjá má af eftirfarandi frá-
sögn:
1 grein sem birtist i júlihefti
timaritsins Unesco-Couier, sem
Menningarstofnun Sameinuöu
þjóðanna gefur út, vekur Erik
Eckholm athygli á miklum að-
steðjandi vanda fyrir vistfræði-
legt jafnvægi i náttúrunni, fæðu-
búskap og viðurværi manna.
Timbur undir pottana
Hér er um að ræða eldiviðar-
skortinn. Echolm skýrir frá þvi,
að helmingur alls viðar, sem
felldur er i heiminum, sé notaður
undir pottana og til kyndingar.
Viður er aðaleldsneyti . 90
hundraðshluta ibúa þriðja
heimsins svonefnda, en fólks-
vöxturinn er örari en trjávöxtur-
inn.
Vandræöi manna vegna eldi-
viðarskorts á Indlandi, i Mið-
Afriku og sumsstaðar i miðri
Suöur-Afriku eru orðin knýjandi.
Þeir, sem i borgunum búa,
þurfa aö kaupa sér eldiviö. I
Nepal kostar viðarknippi, sem
fyrir tveimur árum kostaði 6 eöa
7 rúpiur, 20 rúpiur. 1 Niamey,
höfuðborg Niger, ver venjuleg
verkamannafjölskylda fjórðungi
tekna sinna til eldiviðarkaupa, en
það er svipað og hliðstæð evrópsk
fjölskylda eyðir i mat.
t sveitunum er sumsstaðar
jafnvel ennþá erfiðara aö afla sér
eldiviöar. í Nepal var það fyrrum
eins eða tveggja tima verk að
safna dagsforða af eldivið, nú fer
dagurinn i það. Og þetta er i hlíð-
um Himalayafjalla, sem áöur
voru skógivaxnar. Umhverfis
Ouagadougou i Efri-Volta i Afriku
hafa öll tré i 35 km fjarlægð frá
borginni veriö felld og notuð til
eldsneytis.
Dýrmætri mykju brennt
t Indlandi og Pakistan er farið
aö nota kúamykju i eldinn i vax-
andi mæli, vegna viðarskorts. I
borgum Shahefylkis i. Pakistan
þarf fólk, sem annaö hvort hefur
ekki efni á að kaupa eldivið eða
getur ekki gengiö langar leiðir
eftir honum, aö fara um snapandi
eftir hverju, sem brunnið getur,
sprekum eða laufi, til þess að elda
mat sinn við.
Vistfræðilegar afleiöingar
þessa ásands, sem Eckholm telur
vera miklu alvarlegra en oliu-
kreppu riku landanna, dyljast
engum. 1 Indlandi og Pakistan
eru nú árlega notaðar milli 300 og
400 milj. lesta af kúamykju til
eldsneytis. Þarna er þvi jaröveg-
ur sviptur þessu magni dýrmæts,
lifræns áburðar, að jafngildi
þriðjungs alls tilbúins áburðar,
sem nú er notaður.
Gæöi og samsetning jarðvegs-
ins geldur þessa. Á svæðum, þar
sem heilir skógar hafa eyðst
vegna ásóknar I eldivið, hefur
landið ekki aðeins blásið upp og
orðið örfoka, heldur hefur fok-
jarðvegurinn fyllt vatnsfarvegi,
stiflað ár og valdið alvarlegum
flóðum.
Hungurvandi heimsbyggðar-
innar er augljóslega i nánum
tengslum viö dvinandi eldiviðar-
birgöir fjóröa part mannkyns.
Erfið skógrækt
Endurræktun skóga, sem sýnist
eðlileg lausn á þessu vandamáli,
er ekki auðveld i framkvæmt, að
sögn Eckholms.
1 fyrsta lagi þyrfti að gróður-
setja tré i griðarlegar viðáttur
lands og jafnframt þyrfti aö fylgj-
ast vandlega með þvi, að ung tré
væru ekki felld.
önnnur ástæöa er sú, að stjórn-
málamenn og skrifíinnar, sem
búa við öll þægindi i borgunum,
loka augunum fyrir eldiviðar-
kreppunni og neita að viöur-
kenna, að lausn hennar þolir enga
bið.
I þriðja lagi bitur búfé og
traðkar niður ungar trjáplöntur
og ónýtir á svipstundu vandlega
undirbúið uppgræðslustarf.
Gasstöövar, sem framleiöa
metan úr mykju eða öðrum lif-
rænum áburði, eru e.t.v. lausnin.
En til þess þarf dálitið verksvit og
fjárfestingu og lika, að breytt
verði frá ævagömlum venjum.
Eckholm hefur með grein sinni
varað við hættunni og bent á, að
menn megi ekki láta hægfara um-
hverfiseyðingu á tilteknum svæð-
um fara yfir þaö mark, að ekki
verði aftur snúið.
(Heimild: Freyr).
—mhg
8