Þjóðviljinn - 16.04.1978, Page 7
Sunnudagur 16. apríl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Halldór Laxness:
Afsökun mín fyrir því að ég gef mig á
tveggja manna tal, Gísla Pálssonar og
Aðalsteins Davíðssonar, er ekki sú að orða-
skifti þeirra varði mig sérstaklega; og
reyndar hef ur mér skotist yf ir grein Gísla,
AAálhreinsun og pólitík, Þjóðviljanum 20sta
mars. Aftur á móti hef ég fyrir f raman mig
svar Aðalsteins við Gísla, Þjóðv. 6ta apríl.
mála, að vilji einhver leiða aðra á rétta
braut um skilníng túngunnar, muni hann
litlu fá áorkað ef hann slettir dönsku sjálf-
ur. Holt er að hafa hugfast að mentun í
Kaupmannahöfn forðum átti sinn þátt í því
að þarmentaðir íslendíngar slettu yfirleitt
ekki dönsku í skrifum sínum; kunnu bæði
málin of vel til að blanda ólíku saman.
Vormenn túngunnar einsog fjölnismenn
rituðu víst meira að magni til á dönsku en
islensku, Jónas um náttúrufræði, Konráð
um málfræði, samt höfðu þeir hvorki lært
dönsku né íslensku í mentaskóla sínum að
Bessastöðum, þar lærðu þeir aðeins latínu,
grísku og slatta í hebresku.
AAætti ég nú benda virðulegum sam-
ferðamanni mínum í hreinmæli á nokkra
staði þar sem ég tel ábóta vant í grein hans í
Þjóðviljanum sjötta apríl, án þess mér detti
í hug að telja mig hafinn yfir ámæli í þess-
um púnkti sjálfur, enda segir fornt orð að
prestarnir séu ekki heldur syndlausir.
1) ,,hráa þýðíngu" kallar Aðalsteinn
Davíðsson óvandaða eða litt unna þýðíngu,
frumstæða, eða blátt áfram vonda; er
þarna líkastil sótt í dönsku, þó kæmi enska
til greina.
2) ,,að flagga háskólagráðum". Er hér
ekki eitthvað verið að rugla með dönsku
sögnina ,,flage", þeas hafa uppi veifu eða
draga upp fána. AAundi þetta ekki vera á
' íslensku að flíka háskólagráðum?
3) „málfar... gefur stundum til kynna"
osfrv. Hér er komið óþvegið, danska orð-
takið „tilkendegive" ellegar „give til-
Dönsku vígstöðvarnar enn
Er þar skemst frá að segja að ekki efa ég
að Aðalsteinn hafi lög að mæla sem mál-
vöndunarmaður; og þegar hann telur að
málhreinsunarbarátta sé jafngömul sjálf-
stæðisbaráttunni, mundi ég aðeins vilja
þreingja þá skilgreiníngu, og segja að
f jölnismenn hafi fyrir rúmri hálfrj annarri
öld hafið endurreisn þessarar bókmenta-
túngu, íslenskunnar, úr þeirri eymd sem f ór
i kjölfar siðbótarinnar nær miðri sextándu
öld; en þá tók þýskmeinguð danska að
ryðja sér til rúms í rituðu máli islendínga.
Ennf remur f reistar grein Aðalsteins mín til
að leggja orð í belg gegn einkennilegri
ánauð af dönskuslettum í málfari okkar
núna, og verður sú athugun því miður
dálítið á hans kostnað.
Á bernskudögum mínum fóru úngmenna-
félög og íþróttahreyflng mjög í fararbroddi
um málvöndun, og lögðu sérstaka áherslu á
hreinsun málsins af dönskuslettum í ræðu
og riti. Þessi hreyflng átti athvarf í f lestum
skólum landsins, liklega þó mest í Kennara-
skólanum; auk þess hjá síð-rómantískum
skáldum vorum, og reyndar í samanlögðum
blaðakosti þess tíma. Að vísu var íslenskt
mál byrjað að losna úr heljargreipum
dönskunnar á seinni hluta átjándu aldar, þó
lángt væri f rá því að það hefði náð sér eftir
niðurbrot sem það varð að þola af sið-
bótinni. Kríngum áramótin 1800 ríkti nyt-
semdarstefna í bókmentum, og stíll lærðra
manna var oft hið mesta klamburball; en
fátt um fínan drátt á sviði skáldskapar.
Snildarverk á gildri íslensku voru ekki
samin á þessu skeiði málsögunnar fyren
Jónas Hallgrímsson fer að yrkja undir
áhrifum af þýskri rómantík.
Það er alment ekki vefeingt að endur-
reisn íslenskunnar haf i átt rót sina að rekja
til vorverka sem unnin yoru af fjölnis-
mönnum. Og þar var komið á mínum æsku^
dögum, og það er ég uppalinn við, að
aflagisháttur þótti að sletta dönsku. Þeir
íslenskukennarar sem ég naut tilsagnar af,
einsog Pálmi Pálsson, Sigurður Guðmunds-
son og Jakob Smári, voru hreintúngumenn.
Oll blöð í landinu, hvaða stjórnmálaf lokki
sem þau fylgdu, voru eindregin í mál-
hreinsunarstefnu sinni. Tilamunda var
AAorgunblaðið stofnað 1913, og þó það væri
stundum uppnefnt „danski AAoggi", þá fór
það ekki að sletta dönsku fyren 1924, en ef
ég man rétt kom á þvi ári í blaðinu hin
einkennilega frétt af konu í Danmörku sem
gekk á krukkum og ég er vanur að teljaT
mér trú um að verið hafi fyrsta dönsku-
sletta islenska fullveldisins sem um munar.
Þessi sletta ætlaði alt um koll að keyra í
landinu. „Konan á krukkunum" var sett
ínní sjónleik i Iðnó, skáld fóru á stúfana og
ortu um hana, og menn súngu kvæðið skelli-
hlæandi um alt land, meira að segja austur
á fjörðum. Þessar voru þær hendíngar
kvæðisins sem fólki var einkum dillað af;
Amma Tótu var
allra mesta skar
með andlit alt í hrukkum
og hún gekk á krukkum.
„Krukka" fyrir krykke á dönsku (hækja)
er dæmigerð íslensk dönskukunnátta.
Danska er vitaskuld dönum sjálfum mál
mála;AAoders navn er himmelsk lyd saa
vide som himlen blaaner.Hún helfur mýkt og
gamansemiaf lágþýskunni móðursinni; en
blessunarlega laus við beinserk nútímahá-
þýsku, sem reyndar er furðu stirfinn bók-
mentamiðill samanborið við aðrar höfuð-
túngur álfunnar, hentar auk þess illa sem
viðskiftamál. Vegna óhemjulegrar þjálf-
unar sinnar frá fornu fari býður íslenska
fram marga kosti til skáldlegrar tjáníngar,
ef við kynnum að svara henni upp. Það er
af dönsku að segja að ágætir kostir hennar
sem bókmentamáls vilja fara fyrir ofan
garð og neðan hjá okkur, því miður; og
ræður því f orn harmsaga í viðskif tum þess-
ara þjóða. En séum við ekki menn til að
skrifa móðurmál okkar skammlaust á
þessum síðasta f jórðúngi tuttugustu aldar,
stoðar lítt að byrja nú aftur að drekka úr
hóffarinu hjá dönum.
Ætli þessi formáli fari ekki að verða
nógur fyrir fortölum mínum við úngan
mentamann, sem ég er að öðru leyti sam-
kende". Skárra að segja: málfar leiðir
stundum í Ijós.
4) „málfar segir ekki hvort viðkomandi
er verkamaður", osfrv. „Vedkommende"
er á íslensku kallaður sá sem í hlut á eða
hlutaðeigandi.
5) „Gísli virðist gánga út frá því sem
sönnuðu máli", skrifar A.D. Þetta er dæmi-
gerð blaðamannasletta núna. Hafnar-
islendíngi, einsog Konráð var, þótti að sögn
sem hrækt væri framani hann þegar menn
komu til hans að heiman og töluðu svona.
Hann gekk þá þegjandi burt. AAætti ekki
reyna að seg ja hér gánga að einhverju vísu,
gera e-u skóna, hafa fyrir satt, eða reiða sig
á? Lika mætti segja „Gísli Pálsson trúir
því, eða heldur það" osfrv.
6) Undirritaður er aldrei sáttur með
„upphríngíngu", — skiI ekki hvað þetta
„upp" er í hríngíngunni. Ég var símsvari á
landsimastöð í sveit sumarið sem ég var á
tólfta árinu. Þá vissi ég vel hvað hríngíng
var úr turni Lágafellskirkju, en skildi ekki
simastúlkurnar syðra sem voru einlægt að
tönlast á upphríngíngu. Ég hygg að svona
orð sé óæskileg íslenska. Að upphafi síma
hefði kanski átt að mynda orðið „tilhríng-
íng" (einsog tilskrif). „Símkall"(telephone
calDeinsog heyrist sagt núna er kanski ekki
betra.
7) A.D. segir að menn verði „að tala við
þjóð sína með hennar eigin túngutaki, en
verða að viðundri ella". Þessu er ég að visu
grimmilega sammála. En vei, i fyrsta lagi
er þarna dönsk orðaröð forboðin í íslensku
„hendes egen". Og „vidunder", æ hversu
oft hefur maður ekki syndgað uppá náðina
og látið þetta flakka á prenti! Hvað er
danskt „vidunder" á íslensku? „Det vid-
underligste" segir Ibsen i lok Nóru, en sá
spekíngur er óborinn sem tekist hafi að út-
lista það. Fjölmúlavil nefndi amma min
undarlegar vélar í likíngu við „lánga staung
uppúr litilli grýtu" í teikníngu Ásgríms
Jónssonar við söguna Átján barna faðir í
álf heimum.
Þegar ég spyr íslenska blaðstjóra hvers-
vegna þeir leyfi dönskuslettur í blöðum
sinum, segjast þeir ekki vera nógu vel
efnum búnir til að ráða að blöðunum menn
sem skrifi skothelda íslensku. Eftilvill
verður þessu ekki kipt í liðinn fyren híngað
kemur efnaður útlendíngur og stofnar sér-
stakan dýraspítala til þess að plokka úr
islenskum blaðamönnum dönskuslettur.
Það eitt er víst, slíkan „spitala" verður
að reisa, hvaða nafn sem menn vilja gefa
honum.