Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN — 7 Páll Helgason Framhald afbls. 6 þaö myndi koma hótelinu til góöa. baö gerir hótelrekstrinum erfitt fyrir, aötimabiliö frá hausti fram á vor er afskaplega dautt. A hótelinu er matsala, en auk þess hefur nýlega opnaö stór og glæsi- legur veitingastaður, „Gest- gjafinn”. Einnig er hér litill og snyrtilegur veitingastaður, „Skútinn”. — Er kannski þörf á betri kynn- ingu á Vestmannaeyjum sem ferðamannastað? — Það er tvimælalaust hægt að auka feröamannastrauminn hingað með betri kynningu. Annars hafa ferðaskrifstofurnar i vaxandi mæli auglýst Eyjarnar upp, ognú erum við ekki eins háð- ir fluginu og áður, vegna dag- legra ferða Herjólfs. — Hvenær er aðalferðamanna- timinn? — Þetta fer rólega af stað seinnipartinn i april, en byrjar i mai af einhverjum krafti. Bestu mánuðirnir erujúni, júliog ágúst, og september oft lika. A öðrum timum kemur einn og einn ferða- langur, og maður reynir að taka ekki siður á móti þeim sem koma einir heldur en stórum hópum. Þegar mest er að gera, hef ég þurft að fara 4-5 skoðunarferðir á dag. Og þaö kemur fyrir, að sama fólkið fer i 2-3 skoðunarferðir. Þá verður maður að hafa fjölbreytni i frásögninni. -eös 40 manns á námskeiði fyrir leiðsögumenn Með ferðamálalögunum frá 1976 voru Ferðamálaráði Islands falin nokkur verkefni, sem áður höfðu verið i höndum Ferðaskrifstofu rikisins, þ.á.m. menntun og þjálfun leiðsögu- manna. Ferðaskrifstofa rikisins stóð fyrir nokkrum námskeið- um fyrir verðandi leiðsögumenn á árunum 1969—1974 og stjórn- uðu þeim Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, og siðar Vigdis Finnbogadóttir, leikhússtjóri. Fyrsta leiðsögunámskeið Ferðamálaráðs tslands var haldið veturinn 1976—1977 og hófst það i desember 1976 og lauk i maí 1977. Þar sem i ljós kom sl. sumar að skortur var á þýsku- og frönskumælandi leið- sögumönnum, ákvað Ferða- málaráð að halda leiðsögunám- skeið aftur nú i vetur og leita sérstaklega eftir þátttakendum, sem tala þau tungumál. Þátt- taka er mjög góð, þvi 40 manns sitja námskeiðið. Námskeiðið hófst 8. október sl. og mun ljúka i lok aprilmán- aðar. A fyrri hluta námskeiðs- ins voru haldnir fyrirlestrar um ýmsa málaflokka s.s. sögu Gott gott”! 11 Ef þú viltkaupaþér ,,gott gott” i ferðalag- ið skaltu byrja ferðina i Barón, þvi þar er sælgæti i öllum hillum! Barón Laugavegi 86 landsins, gróður, dýralif, jarð- fræði, Alþingi, atvinnuvegi og félags- og menningarmál. Þegar þessum fyrirlestrum lauk, fóru fram munnleg próf i tungumálum og skrifleg próf i áðurnefndum málaflokkum. A siðari hluta námskeiðsins, sem hófst eftir áramótin, fer fram kennsla i skyndihjálp og kynntir verða hinir ýmsu lands- hlutar. 1 lok námskeisins verða skrifleg próf og farnar kynnis- og prófferðir. Þeir sem standast próf námskeiðsins, fá inngöngu i Félag leiðsögumanna og þar með rétt til leiðsögustarfa. Bilaleigan EYJABÍLL leigir Volkswagen 1200 og 1300 Ford Transit sendi- bil. Innanbæjar — tJt á land Simi 1515 Páll Helgason. Bifreiðaeigendur ferðafólk! Gleymið ekki að láta okkur stilla vélina i bilnum, áður en þér leggið upp i ferðalag- ið. Vel heppnuð ferð á vel stilltum bil. Fljót og góð þjónusta BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Brautarholti 4 MILLILANDS OG EYJA á ódýran, öruggan og þægilegan hútt Það er fátt einfaldara heldur en að taka bifreiðina með á milli lands og eyja, eftir að Herjólfur kom til sög- unnar. Við bjóðum farþegum upp á þægindi og þjónustu, ódýrt fargjald og litinn aukakostnað, ef billinn á að fljóta með. * Helgarferð milli lands og Eyja er bæði sjálfsögð og skemmtileg. Sumaráætlunin hefst 1. maí. Áœtlunin verður gefin út um þessa helgi Kynnið ykkur ferðir Herjólfs i sumar Flytjum auk farþega og bifreiða alls kyns varning ef þess er óskað. HERIÓLFUR HF Vestmannaeyjum, sími 98-1838, 98-1792 Matkaupshúsinu, Vatnagörðum, Reykjavik, sími 86464

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.