Þjóðviljinn - 16.04.1978, Page 8

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Page 8
8 — ÞJÓÐVILJINN Sesselja Jónsdóttir 13 ára nemandi I ölduselsskóla valdi sér léttar brekkur til aft byrja meö en fram- farirnar voru örar. Efst i Eidborgargili. Kóngsfeli, Drottning og Eldborg ibaksýn. Laufey Kristinsdóttir gætti litlu lyftunnar og seldi krökkunum fariö á 25 kr. en hinum eldri á 50. FYRSTA Það hefur nú eiginlega staðið til inokkurntima aðendurvekja skiðaiþróttina innan fjölskyld- unnar og s.l. laugardag var fyrsta æfing, við þrjú, ég og dæturnar drifum okkur um miðjan dag uppi Hveradali, þar sem skáli Skiðafélags Reykja- vikur er. Færið var afleitt, skari og hávaðarok svo stelpurnar varla stóðu á löppunum. Aðvifandi fólk sagði okkur að vitlaust veður væri i Bláf jöllum, en mig grunaði, eftir vindlaginu að reynandi væri að fara i Hamragilið þar sem IR-ingar hafa aðstöðu rétt innan við Kol- viðarhól. Það stóð heima, þarna varnærlogn, einlyfta i gangi og ekki fjölmenni i brekkunum, svo aðstaða okkar byrjendanna var ágæt. Fullyrt er að best sé að krakkar byrji sem yngst aö fara á skíðum, helst um leið og þau læra til gangs. Hvað sem um það er, varð yngri stelpan (7 ára) fljót að ná sér á strik, hún brunaði niður brekkuna (auðvitað völdum við mátulega brekku) — og stóð alltaf lengur og lengur. Hin eldri (12 ára) var heldur seinni til, en greinilega visindalegar sinnuð, þvi strax var byrjað að þreifa fyrir sér með svig, likamsþunginn færður af einu skiði á annað og aðalkúnstin að stoppa án þess aðdetta. Sjálfur þjónaði ég sem skiðalyfta allan daginn, en áður en við fórum heim, fékk sú eldri að prófa lyftuna. Elskulegur ÍR-ingur hjálpaði henni af stað og i annarri tilraun var þeirri tækni náð. Um kvöldið er pistils Markúsar veðursspámanns sjónvarpsins beðið með mikilli eftirvæntingu, og sjá, hann boðar mikinn fögnuð. Góðleg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.