Þjóðviljinn - 23.04.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.04.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. april 1978 ' ÞJóÐVILJINN — StÐA 3 Sjötti áratugurinn í tísku: Rokk, þröngu skálmarnar og neyslu- bjartsýnin... Lifsflótti i margvislegasta formi sýnist vera mik- ið tiskufyrirbæri nú um stundir. Atburðir nýrra kvikmynda eru i stórum stil fluttir út i geiminn fram i óákveðna framtið. A hinn bóginn komast fyrri áratugir aldarinnar með fatnaði sinum, hárgreiðslu, dægurlögum, húsgögnum og endur- minningum i tisku. Fyrir skömmu var það þriðji áratugurinn (Gatsbyæðið). Siðan kom sá fjórði og þvi fylgdi m.a. furðulega sterkur og að margra dómi óhugnanlegur áhugi á Hitler. Nú er röðin komin að timabilinu milli 1950 og 1%0. Ævintýri i uppsiglingu Tiltölulega auðvelt er að láta sér -detta i hug ástæðu fyrir vinsældum einmitt sjötta áratugsins núna, þegar efnahags- kreppa tröllriður rikjum og mikils hluta ungs fólks biður ekkert annað en atvinnuleysi. Sár striðsins voru farin að gróa i Evrópu, að visu mátti enn finna til þess, að striðið hafði veriö mikið áfall sem lamaði menn til langs tima. Ekki bætti það úr skák að kalda striðið milli austur og vesturblakkar virtist frysta allt pólitiskt ástand um ófyrir- sjáanlegan tíma. En ævintýri hagvaxtar og þar með neyslu voru af stað farin og urðu mörg- um nokkur huggun og léttir. Hjól- in voru farin að snúast. Einkabill- inn var að visu ekki kominn i tisku i þeim mæli sem siðar varð, en vespan og önnur litil mótorhjól urðu að stöðutákni og karlmennskutákni æskunnar. Fatnaður og húsgögn voru ekki lengur eitthvað það sem erfitt var að nálgast, jafnvel þótt peningar væru i boði — framboð var orðið talsvert og það fékk marga til að trúa þvi, að frelsið væri á næstu grösum. Frelsi i neyslu, frelsi i lifnaðarháttum — og þar á eftir mundi koma annað og meira. Amriskur timi Þetta var timi James Dean og Elvis Presley. Rokkið fór um allt eins og eldur i sinu. Þetta var timi þröngra buxna og támjós skó- fatnaðar. Þetta var að verulegu leyti bandariskur timi: þaðan komu enn þær kvikmyndahetjur sem urðu að fyrirmyndum nýrrar kynslóðar, þaðan kom dægur- músik timans, þaðan kom allt frumkvæði i neysluiðnaði. Kóreu- striðið geisaði að visu á þessum tima, en það hafði hvergi nærri eins afdrifarikar afleiðingar fyrir sjálfsmat Bandarikjamanna né heldur fyrir afstöðu annarra til þeirra og Vietnamsstriðið á sjöunda áratugnum. Og nú er þessi timi, sem er aðeins 20—30 ár i burtu, orðinn nógu „annarlegur” til að breytast i goðsögn, i tisku, i eitthvað sem menn sakna. Og rokkið gengur aftur i út- varpsstöðvunum eins og gómsætar „gamlar lummur”. Þröngu skórnir og buxurnar eru á leiðinni. Bækur eru skrifaðar. Dagbók tánings 1 Vestur-Þýskalandi, nánar til tekið i Hamborg, var haldin sér- stæð sýning um sjötta áratuginn. Þar eru mublur og plötur og timarit og bækur og fatnaður og alltsemheiti hefur. Sá hlutur sem mesta athygli vekur er dagbók táningsfrá árunum 1954—58. Hún er full með frimerki, leikara- myndir, slagaratexta og vanga- veltur um það hvaða starfsgrein- ar séu eftirsóknarverðastar: flugfreyja, tiskublaðakona, neyt- ejidaráðgjafi.... Plötusmiðir, rafsuöumenn og nemar i plötusmiði og rafsuöu óskast Frá sýningu á munum frá sjötta áratugnum — það virðist taka æ skemmri tima að breyta liðnum árum i þjóðsögu.. . Táningar frá sjötta áratugnum: þröngar skálmar. támjóir skór Elvis Presley var hetja þessa tima. Hækkun á dráttarvöxtum VeÖdeildarlána (Húsnæöismálastjórnarlána) Fra og með 1. maí hækka dráttarvextir á öllum veðdeildarlánum, sem tekin hafa verið eftir 1. júlí 1974 og bera bókstafinn F. D,E og F lán falla í gjalddaga 1. maí og verða áfram 1% dráttarvextir á D og E lánum. Dráttarvextir F lána hækka hinsvegar úr 1% í 3% fyrir hvern mánuð og byrjaðan mánuð. Athugið að þessi breyting tekur gildi 1. maí n.k. Veðdeild Landsbanka (slands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.