Þjóðviljinn - 23.04.1978, Blaðsíða 24
Sunnudagur 23. april 1978
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
Starfsvika Mennta-
skólans á Akureyri
wmr
Menntaskólinn á Akureyri
Vikuna 14.-21. apríl stóð
yfir starfsvika nemenda í
6. bekk Menntaskólans á
Akureyrí. Þetta er í fyrsta
skipti sem náms- og starfs-
kynning er haldin á vegum
skólans og taka allir nem-
endur bekkjarins þátt í
henni, alls um 100 manns.
Fyrirhugað er að starfs-
vikan verði fastur liður í
námi nemenda ef fjár-
hagslegur grundvöllur er
fyrir hendi.
Tryggvi Gislason skólameistari
átti hugmyndina aö þessari
starfskynningu eftir fyrirmynd
frá öðrum framhaldsskólum
landsins. Undirbúningurinn hófst
fljótlega I haust og var hann aðal-
lega i höndum skólameistara og
hagsmunaráös nemenda. Nem-
endum var gefinn kostur á aö
velja sér starf og sáu siöan fyrr-
greindir aöilar um aö koma þeim
fyrir. Fjölbreytní i vali var mikil
eins og nærri má geta og má sem
dæmi nefna sjómennsku, fanga-
gæslu, ljósmóðurstarf, svinahirö-
ingu, kennslu og blaðamennsku.
Þess skal getiö að undirtektir hjá
þeim stofnunum og fyrirtækjum
sem leitaö var til voru frábærlega
! Lítum
| jarðeðlis-
j fræði
hýru auga
■
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
Guðrún Rögnvaldsdóttir og
Aöalbjörg Erlendsdóttir eru i
kynningu hjá Orkustofnun. Viö
spurðum þær fyrst hver væri
ástæðan fyrir vali þeirra.
— Við völdum þetta starf sér-
staklega vegna áhuga á jarö-
fræði og jarðeölisfræði og til að
kynnast þeim störfum með tilliti
til fyrirhugaðs framhaldsnáms.
— Hverju hafið þið svo kynnst
og hvað hafiö þið fengið að
gera?
— Viö höfum veriö i fyrirlestr-
um um ýmsar framkvæmdir og
mælingar sem jarðfræöingar
þurfa að gera og okkur sýnd öll
starfsemi Orkustofnunarinnar.
Einnig fórum við að taka sýni úr
borholum við Svartsengi, i fylgd
„Starfsmenn Orkustofnunar”
Aöalbjörg Erlendsdóttir.
jarðfræöinga auðvitað og okkur
sýnt um leið stöðvarhúsið.
— Gætuð þið hugsað ykkur að
gera jarðfræði eða jarðeðlis-
fræði að ykkar framtiðarstarfi?
— Okkur list vel á það i sjálfu
sér en fyrir jarðfræðinga eru at-
vinnumöguleikar litlir eins og
stendur þvi markaðurinn er
fullmettur. Jarðeðlisfræði gefur .
meiri atvinnumöguleika og viö
neitum þvi ekki aö við litum þá
grein hýru auga.
Af) lokum spurðum við stúlk-
urnar álits á náms- og starfsvik-
Guörún Rögnvaldsdóttir (t.v.) og
I
unni sem nú er að ljúka.
Þær sögðu að starfsvikan "
reyndist vel og væri lærdóms- ■
rik. Húm mætti i framtíðinni ]
vera fastur liður i námi við Z
Menntaskólann á Akureyri.
1 lokin vildu þær láta koma *
fram þakkir til starfsmanna |
Orkustofnunar. ■
— Þetta er afburöa almenni- I
legt f«>lk og þaö vilja allir allt J
fyrir okkur gera. Við vonum aö ■
við höfum ekki flækst mikið fyr- I
ir og þökkum kynninguna og j
samstarfið.
góðar og áttu þær mikinn þátt i að
þessi náms- og starfskynning
varð að veruleika. Nær allir nem-
endur komust i þau störf sem ósk-
aö var eftir. Segja má aö val nem-
enda hafi einkum mótast af
tvennu. Sumir hafa valið starf til
að öðlast meiri innsýn I fyrirhug-
að framtiðarnám og framtiðar-
starf. Aðrir hafa valið starf sem
veitir meiri viðsýni og þekkingu
þó svo að ekki sé um fyrirhugað
framtiðarstarf að ræða.
Fáir nemendur fá greidd laun
enda er það i flestum tilfellum svo
að þeir eru aðeins aukamenn,
sem stofnanir og fyrirtæki hafa
tekið I leiðsögn, en ekki að þeir
séu beinir starfsmenn enda væri
slfkt óframkvæmanlegt. Laun
nemenda renna i sameiginlegan
sjóð sem ætlað er að standi undir
kostnaðistarfsvikunnar. t þennan
sjóð hefur og hver nemandi greitt
3000 krónur. Einnig styrkir Skóla-
sjóður MA starfsvikuna. Hlutverk
sjóðsins er að stuðla að þvi aö
gera skólavistina fjölbreyttari og
meira aðlaöandi fyrir nemendur
og til þess að skólinn fái sem best
rækt menningarlegt hlutverk sitt.
Auk þessa styrks hefur verið sótt
um styrk til Menntamálaráðu-
neytisins en svar hefur enn ekki
borist.
Hér I Reykjavik eru um 40 af
hundraö nemendum i náms- og
starfskynningu. Blaðamenn
Þjóðviljans fóru á stúfana með
blað og penna og tóku nokkra af
þessum nemendum tali.
Texti og myndir:
Einar Hjörleifsson
og Hálfdán
örnólfsson, MA
Er gott innlegg í
félagsfræðinámið
„Fangaveröirnir” fr.v. ólafur Ólafsson, Skúli forstööumaöur og Jón
Höskuldsson fyrir framan Hegningarhúsiö viö Skólavörðustig.
Starfsfólki Hegningarhússins
við Skólavörðustig bættist óvænt-
ur liðsauki, en þangaö fóru þeir
Ólafur óiafsson og Jón Höskulds-
son félagsfræðinemar. Þeir,
ásamt Skúla Steinssyni forstööu-
manni, tóku blaðamönnum opn-
um örmum og brugöust vinsam-
lega við ágengum spurningum.
— Hvers vegna völduö þið þetta
starf?
— Fyrst og fremst af áhuga á
þessum málum. Þau tengjast
okkar námi, sem einn þátt-
ur mannlegra samskipta og hafa
einnig verið mjög til umræðu i
fjölmiðlum. Við vildum kynnast
aðbúnaði fanganna og starfsað-
stöðu fangavarða.
— Er þetta eins og þið bjuggust
við?
— Nei, okkur finnst starfsliöið,
þótt gott sé, vera of fámennt.
Okkur þykir skorta ýmsa þjón-
ustu við fangana t.d. félagslega
og sálfræðilega aðstoð, leiðbein-
ingar til náms og aðra uppbygg-
ingarstarfsemi. Hér dvelja fang-
ar sem hlotið hafa lengri eða
skemmri fangelsisdóma, eru
flestir á aldrinum 20-30 ára og þvi
teljum við þetta mikilvægt.
— 1 hverju eru störf ykkar fólg-
in?
— Við fylgjum fangavörðunum
eftir við störf þeirra og aðstoðum
þá eftir föngum.
— Gætuð þið hugsaö ykkur
fangavörslu sem framtiðarstarf?
— Jafnvel. Dvöl okkar hér
hefur gefið góöa innsýn yfir þessi
mál og er gott innlegg I félags-
fræðinámið. Við teljum starfsvik-
una ákaflega þarft fyrirbæri.
Skólar þurfa að tengjast at-
vinnulifinu miklu betur. Þetta er
gott hlé frá þurru bóknámi.
Að lokum sögöust þeir félagar
hafa fengið frábærar móttökur i
Hegningarhúsinu. Skúli forstöðu-
maður hefði sýnt þeim mikinn
velvilja og greitt götu þeirra á
alla lund. Skúli og aðrir starfs-
menn lýstu sig einnig mjög
ánægöa með samstarfið. „Blaða-
menn” þáðu kaffisopa i eldhúsi
fangelsisins, en kvöddu siðan þá
Jón og Óla, sem áttu i þetta sinn
aö standa næturvaktina.
Kynningin
mikilvæg
„Þroskaþjálfarnir” Guörún Frimannsdóttir (t.v.) og Heiga Ragnheið-
ur Gunnlaugsdóttir.
Ilelga Ragnheiður Gunnlaugs-
dóttir, Guðrún Frimannsdóttir,
Bryndis Vaigarösdóttir og Torf-
hildur Stefánsdóttir kynntu sér
kennslu i öskjuhliöarskólanum.
Blaöamenn náöu tali af þeim
Helgu og Guðrúnu, en þvi miður
náðist ekki til hinna.
— i hverju er starf ykkar fólg-
iö?
— Þarna er um að ræöa sér-
kennslu þroskaheftra barna og
viö þaö starfa einungis kennarar
meö margra ára sérnám að baki.
Viö gátum þvi ekki starfaö bein-
linis heldur fylgdumst við með
þvi sem þarna fór fram;
— Hvernig hefur ykkur svo iik-
að kynningin?
— Þetta er allt miklu betra en
við bjuggumst viö. Skólinn er eins
og venjulegir grunnskólar nema
aö hér er sérkennsla og allt geng-
ur miklu hægar fyrir sig. Nem-
endur eru allir af ýmsum ástæö-
um aö einhverju leiti á eftir i and-
legum þroska og námi. Markmið
skólans er aö bæta það upp og
gera þeim kleift að veröa virkir i
samfélaginu þannig aö þeir geti
unnið hin ýmsu störf.
Aöspurðar sögöu Helga og Guö-
rún aö þeim heföi veriö tekið sér-
staklega vel af kennurum og
starfsmönnum skólans og aö dvöl
þeirra þennan vikutima væri
ánægjuleg og mjög lærdómsrik.
Báöar töldu þær starfsvikuna
hafa heppnast mjög vel og aö hún
væri tvimælalaust mikilvæg fyrir
marga i sambandi viö framtiöar-
val. Þaö væri allt annað aö dvelja
i vikutima og taka þátt I starfinu
heldur en ab ráfa um staöinn i
klukkutima heimsókn.
Að lokum spurðum við þær
Helgu og Guðrúnu hvort þær gætu
hugsað sér kennslu fyrir þorska-
heft börn sem framtiðarstarf.
— Ég hef stefnt að þessu starfi
sagöi Helga, og þessi kynning
hefur styrkt þá ákvöröun.
Einnig skal bent á heima-
slma starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans f sima-
skrá.
„Þin g maöurinn” Arni
Finnsson ásamt systur sinni
Glóeyju á tröppum Alþingis-
hússins.
Ekki að
kynna mér
iramtíðar-
drauminn
Árni Finnsson félagsfræði-
ncmi valdi sér þann starfa að
fylgjast með störfum
Alþingis. Eflaust þykir ýms-
um slikt eftirlit vera
timabærtog þvi fórum við á
fund Árna og inntum hann
eftir hversu hann varð vis-
ari.
„Mér fannst þetta ekki
mjög tilkomumikið, enda
fara meginstörf þingmanna
fram utan þingsalar. A þing-
fundi mæta kannski þetta
20—40 manns, sem eru svo á
röltinu út og inn. Nema
þegar um afgreiðslu
meiriháttar mála er að ræða,
þá er að sjálfsögðu full mæt-
ing.”
„Fannst þér þú sjá þarna
liina sönnu fulltrúa
þjóðarinnar?"
„Ja..., þingmenn eru
náttúruiega þarna sem
fulltrúar ákveðinna hags-
munahópa, stétta, lands-
hluta o.sv.frv., en ég get
ekkert fullyrt um hversu
mikiðeða litið lýðræði liggur
þar að baki, það má alltaf
deila um hversu mikið
áhrifavald kjósandans er”.
„Núhafa illgjarnar tungur
stundum likt Alþingi við
leikhús. Hver er þin
skoöun?”
"Eins og ég sagði áður þá
eru Alþingisfundirnir að
mestu leyti „formalitet”.
Mest af umræðu og
ákvarðanatöku fer fram
annars staðar. Á flokksfund-
um, nefndarfundum og
viðar. Það er þvi eðlilegt að
fólk tali um leikhús þvi hér
er lýðræðið sett á fjalirnar,
einskonar lýðræðisleikur”.
,,Að lokum, hvað finnst þér
um starfsvikuna?”
„Þetta er mjög vel heppn-
að fyrirbæri, að visu er ég
ekki hér að kynna mér
framtiðardrauminn, en ég
heldað fólk almennt viti ekki
nóg um störf alþingis þannig
að kynning þessi er mjög
gagnleg. Mér finnst Alþingi
þarfnast gagnrýni utan frá,
þá ætti stofnunin siður að
staðna.”