Þjóðviljinn - 23.04.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. april 1978 ÞJÓDVILJINN — SIDA 9
Þýskar sveitir hafa slegið ghettóið eldi.
UPPREISNJ
Þann 19. april 1943 eða
f yrir réttum 35 árum, hóf st
í Gyðingahverf inu í Varsjá
bardagi sem ekki átti sinn
líka í heimsstyrjöldinni
siðari.Andspyrnuhreyf ingu
Gyðinga hafði með ótrú-
legri fyrirhöfn tekist að ná
saman nokkru safni af
léttum byssum og búa til
handsprengjur: þetta
unga fólk, flestir ungir só-
sialistar og vinstrisinnaðir
sionistar, hafði ákveðið að
falla meðsæmd, sanna það
fyrir heiminum að gyð-
ingar létu ekki leiða sig
sem lömb til slátrunar.
Fyrsti dagurinn
Um nóttina hafði orðið vart við
SS-sveitir þýskar, sem og lettn-
eskar og úkrainskar hjálparsveit-
ir fyrir utan hinna lokuðu múra
ghettósíns. Andspyrnuhreyfingin
(Zydowska Organizacja Bojowa,
Baráttusamtök Gyðinga eða
ZOB) bauð liði sínu út, 22 sveitum
ungra karla og kvenna, sem flest
voru á aldrinum 18-25 ára. Alls
voru um 1000 manns i þessum
sveitum, en fjöldi vopnlausra
studdi þær með ráðum og dáð.
Nokkrar sveitir aðrar voru fyrir
utan skipulag ZOB (ZZW Irgun
o.fl.) og tóku fullan þátt i bardög-
um.
Snemma morguns komu um
6000 alvopnaðir SS-menn inn i
Ghetto. Þar voru þá eftir aðeins
um 50 þúsundir manna og nú átti
að flytja einnig þetta fólk i út-
rýmingarbúðir. SS-sveitirnar
höfðu vélbyssur og skriðdreka og
gnægð skotfæra. Sveitir ZOB*
voru þá við öllu búnar, og höfðu
skipað vopnlausu fólki i kjallara
og felustaði sem grafnir höfðu
verið og útbúnir mánuðum sam-
an. ZOB sveitirnar réðust af
dirfsku og heift á SS-sveitirnar
bæði með skothrið og þá sérstak-
lega með ikveikjusprengjum sem
framleiddar höfðu verið með
mestu leynd i neðanjarðarverk-
stæði. Aðrar sveitir komu i veg
fyrir að innrásarliðinu bærist
liðsauki. Skriðdrekar stóðu innan
stundar i ljósum logum og eftir
tiu stunda bardaga urðu SS-sveit-
irnar að hörfa. iÞær höfðu misst
200 manns.
Undrun og fögnuður
Undrun Þjóðverja var mikil en
þeim mun meiri fögnuður Gyð-
inga. Ein þeirra fáu sem af
komst, Zivia Zuckerman, segir
svo frá: Við hlógum af hamingju.
Allir vissu að Þjóðverjar mundu
koma aftur og ekkert beið okkar
nema ósigur og dauði, en eftir að
hafa barist þennan dag i ghetto
föðmuðu menn hver annan og
kysstu.
Næsta dag héldu bardagar
áfram af drjúgri hörku. Best
heppnaða aðgerð ZOB var sú, að
það tókst að fella hundrað SS-
menn i einu með þvi að sprengja
undir þeim jarðsprengjur. Göt
urnar voru likum stráðar og ZOB
tókst að ná nokkru af vopnum og
skotfærum af föllnum andstæð-
ingum. Þá um kvöldið sendu
Þjóðverjar fleiri skriðdreka á
vettvang, einnig stórskotalið, og
þeir komu sér upp vélbyssu-
hreiðrum á þökum nokkurra
húsa.
Baráttugleðin var mikil meðal
Gyðinga, sem drógu á loft yfir
ghetto hinn bláhvita fána með
Daviðstjörnunni og svo fána Pól-
lands.
Til síöasta manns
Næstu daga var barist af mikilli
hörku. Þjóðverjar höfðu tekið
vatn og rafmagn af hverfinu, en
brunnar höfðu verið grafnir innan
þess áður en uppreisnin hófst.
Þjóðverjar gripu nú i æ rikara
mæli til þess vopns sem engin ráð
voru til við: eldsins. Þeir kveiktu
i hverju húsinu af öðru með eld-
vörpum — og tókst þannig að
neyða óvopnað fólk sem faldi sig i
þeim til að gefast upp. Fjöldi
fólks brann lifandi. En sveitir
andspyrnuhreyfingarinnar vörð-
ust af mikilli hörku gegn marg-
földu ofurefli. Eftir fimmta dag
uppreisnarinnar áttu þær þess
ekki lengur kost að gera áhlaup
að degi til, en þær stunduðu
skæruáhlaup i skjóli,myrkurs til
að fella þýskar varðsveitir og
hirða vopn þeirra.
Herstjóri ZOB„ Mordechai Ani-
elewicz kom frá sér á fimmta
degi bréfi til samherja sinna sem
földust meðal pólskra ,aria” utan
ghettósins. Hann segir þar — við
munum öll deyja fyrr eða siðar —
en okkar siðasta ósk er orðin að
veruleika — sjálfsvörn og hefnd
Gyðinga er staðreynd.
Hinar fámennu og illa vopnuðu
sveitir Gyðinga sýndu meira út-
hald en nokkurn hafði grunað
gegn ofurefli, eldi og eimyrju.
Það var ekki fyrr en áttunda mai,
að Þjóðverjum tókst að um-
kringja aðalbækistöðvar ZOB.
Þeir köstuðu eiturgasi inn i
„virki” þetta, en þar voru um 100
manns fyrir. Enginn þeirra féll
lifandi i hendur SS, ýmist féllu
þeir i þessum siðasta bardaga eða
þeir sviptu sig lifi. Meðal þeirra
var Mordecai Anielewich.
Gyðingar börðust hér og þar i
borginni allt til fimmtánda mai.
Tiunda mai tókst um það bil 75
andspyrnuhermönnum að komast
undan um sorpleiðslur Varsjár og
gengu þeir siðan i lið með pólsk-
um skæruliðasveitum.
Ghettóið var orðið að risavöxn-
um kirkjugarði.
Af hverju ekki fyrr?
Margir hafa spurt sig að þvi,
hvers vegna uppreisn af þessu
tagi var ekki gerð fyrr (nokkrar
aðrar voru gerðar, m.a. ein mjög
fræg i útrýmingarbúðunum i
Treblinka). Eða vissu Gyðingar
ekki hverju fram fór?
Svörin við þessu eru fleiri en
rakin verða i stuttu máli. Gyð-
ingar voru vanir sviptingu rétt-
inda og ofsóknum af ýmsu tagi.
Og þegar nasistar hertóku
stærsta Gyðingaland i heimi (3,5
miljónir Gyðinga bjuggu i Pól-
landi fyrir strið, þeir voru
um 10% landsmanna) og hófust
handa um að svipta þá rétti, reka
þá i lokuð borgarhverfi, halda
þeim til nauðungarvinnu á
smánarkaupi, þá héldu menn ein-
faldlega að miðaldir væru komn-
ar aftur. Og það er i mannlegu
eðli — og trú Gyðinga, að ætla að
öll él birti upp um siðir.
Gyðingar settu upp sinar stofn-
anir undir eftirliti Þjóðverja,
(Judenrat), sem mjög hafa verið
illræmd fyrir „samvinnu” við
nasista. Sannleikurinn er sá, að
Gyðingaráðin áttu i fæstum til-
vikum neinna kosta völ. A þeirra
vegum var reynt að hjálpa sjúk-
um og hungruðum, smygla mat-
vælum inn i ghettóin. Það var
reynt að semja við þýsk yfirvöld,
múta þeim, reyna að bjarga þvi
sem bjargað varð. Beinn mótþrói
af hálfu starfsmanna Gyð-
ingaráðanna þýddi ekki annað en
að stórir hópar gisla voru skotnir.
Of ótrúlegt
Auk þess trúðu hvorki Gyðingar
né aðrir þvi fyrr en um seinan að
nasistar mundu i raun og veru
útrýma Gyðingum. Sjálfir héldu
Þjóðverjar upp mjög útsmognu
blekkingakerfi sem kom i veg
fyrir að Gyðingar, sem smalað
var i flutningalestir, kæmust að
þvi fyrr en á endastöð að leiðin lá
i útrýmingarbúðir. Gyðingar
sjálfir áttu bágt með að trúa
lausafregnum um þessi efni sem
fóru að breiðast út 1941. t fyrsta
lagi trúir enginn á eigin dauða. 1
öðru lagi var slikt þjóðarmorð á
ánauðugu vinnuafli óskiljanlegt
frá sjónarmiði hagsmuna hinnar
þýsku hernaðarvélar sjálfrar,
sem þurfti sannarlega á öllu
þjálfuðu vinnuafli i verksmiðjum
að halda. Enda höfðu háttsettir
menn þýskir reynt að skjóta
„endanlegri lausn Gyðinga-
vandamálsins” á frest einmitt
með skirskotun til þýskra hags-
muna.
Ágreiningur
Þegar leiðtogum Gyðinga i
Varsjá var það ljóst i júli 1942. að
stefntvarað brottflutningi þeirra
allra og likast til tortimingu,
héldu fulltrúar ýmislegra sam-
taka þeirra (flestra bannaðra)
með sér fund. Þar voru skiptar
skoðanir. Fulltrúar hægriflokka
og strangtrúarmanna töldu að
andspyrna væri vonlaus og mundi
aðeins flýta fyrir dauða fólksins.
Þeir vildu reyna allar leiðir til að
draga brottflutninga á langinn i
þeirri von að einhverjir mundu
lifa ósigur Þýskalands. Það voru
fulltrúar vinstrisinna og æsku-
lýðssamtaka — sósialista,
kommúnista, vinstrisionista, sem
vildu samstarf um undirbúning
uppreisnar. Þeir höfðu aldrei fall-
ist á að starfa með Gyðigaráðún-
um, þeir höfðu þjálfun i verkföll-
um og annarri baráttu gegn
fjandsamlegum yfirvöldum. Og
þeir stofnuðu ZOB.
Vopnleysið
En erfiðleikar þeir sem ZOB
mætti sýna best hve fáir kostir
Gyðinga voru. Þeir voru vopn-
lausir. Bretar aðstoðuðu borgara-
lega andspyrnuhreyfingu pólska,
Heimaherinn, og Sovétmenn að-
stoðuðu rauða andspyrnuhreyf-
ingu — en enginn hafði neitt af-
lögu handa Gyðingum. Að visu
lögðu pólskir einstaklingar og
samtök sig i verulega hættu við að
hjálpa einstaklingum til að kom-
ast i felur eða lifa i vernd falskra
skilrikja. En vopn voru gulli dýr-
ari. Til dæmis má taka, að það
var ekki fyrr en i desember 1942
að Heimaherinn pólski afhenti
ZOB tiu byssur! I janúar var bætt
við 50 skammbyssum, jafnmörg-
um handsprengjum og dálitlu af
sprengiefni. Það var allt og sumt.
Allt annað urðu Gyðingar að
kaupa á svörtum markað'i fyrir
geypifé og smygla með miklum
lifsháska inn i ghetto eftir skólp-
leiðslum Varsjár. Þetta tók tima
— og á meðan var tugum þús-
unda smalað til brottflutnings.
Frá þvi i júli 1942 og fram i april
1943 fækkaði ibúum Varsjárghett-
os úr 380 þúsundum i 50 þúsund.
En það gerði þá Andspyrnuhreyf-
ingunni hægar um vik að þeir,
sem eftir voru, voru flestir ungir
og á bandi ZOB.
Aðrir kostir
Einstaklingar og jafnvel heilir
hópar reyndu að koma sér á brott
frá borgunum og stunda skæru-
hernað i skógunum. En skærulið-
ar geta þvi aðeins lifað og barist,
að bændur séu þeim vinsamlegir
— og þvi fór fjarri i landi þar sem
kirkjulegur antisemitismi hafði
mengað hugarfar bændafólks um
aldir. Og enda þótt það kæmi
fyrir, að aðrir skæruliðar tækju
við þessum langsoltnu en bar-
áttufúsu ungu Gyðingum. þá var
það eins oft eða oftar. að þeir
hröktu þá frá sér i bjargarleysi
hins grimma vetrar. Þvi miður
verður að segja þá sögu eins og
hún er.
Mir senen do
Uppreisnin i Varsjá olli ekki
stórtiðindum i styrjöldinní. En
hún skipti mjög miklu um mótun
hugarfars þeirra Gyðinga sem af
lifðu helviti striðsins. Eða eins og
jiddiska skáldið Hirsj Glik kemst
að orði i skæruliðasöng sem hann
samdi. þegar hann frétti af upp-
reisninni:
Minnisvarði um Mordechai Anielewicz, stjórnanda uppreisnarinnar,
stendur á samyrkjubúinu Yad Mordechai I tsrael.
Sog nit keinmol as du geist den letstn veg
khotsj himlen blajene farsjeteln bloje teg
kuinen vet nokh undzer ojsgebenkte sjo
svet a pojk ton undzcr trot — niir senen do.
Segðu aldrei að þú gangir þinn hinsta veg þótt blágrár himinn
myrkvi dagsins bláma. Sú stund kemur sem okkur hefur dreymt
um: undir tekur við fótatak okkar — hér erum við!
AB. tók saman