Þjóðviljinn - 23.04.1978, Page 4

Þjóðviljinn - 23.04.1978, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. april 1978 Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsbiaði: Árni Bergmann. Auglýsingastj: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 6, Sfmi 81333 Prentun: Biaðaprent hf. Frjáls gróöi — ófrjálst fólk Það gerðist á Alþingi i fyrradag, að for- maður þingflokks Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gislason, lýsti yfir eindregnu fylgi við frumvarp rikisstjórnarinnar um frjálsa verslunarálagningu. Gylfi tók fram, að skoðanir sinar i þess- um efnum væru nákvæmlega þær sömu nú og fyrir átta árum, þegar hann sem við- skiptaráðherr a ,, viðreisnarst jór narinn- ar” flutti slikt frumvarp um frjálsa álagn- ingu heildsala og kaupmanna. Nú er formaður þingflokks Alþýðu- flokksins þjóðkunnur fyrir að kunna að skipta um skoðanir eins og aðrir skipta um föt, og er það þvi þeim mun merki- legra, að I þessu ákveðna máli skuli Gylfi hafa svo bjargfasta sannfæringu, að henni fái ekkert haggað! Doktor Gylfi er nú á sinum lokaspretti i pólitikinni, en verði einhverjir til þess i framtiðinni að minnast hans fyrir hingl- andahátt i stjórnmálum, fyrir tviskinn- ung i afstöðu til baráttumála islenskrar al þýðu og i sjálfstæðismálum þjóðarinnar — þá verða vafalaust aðrir til að benda á, að i einu máli hafi þessi forystumaður Alþýðuflokksins þó verið staðfastur, — hann hafi aldrei hvikað frá hugsjón sinni um frjálsa verslunarálagningu. Og eftir þvi sem stjórnvöld þrengdu meira að frelsi almenns launafólks til að semja um kaup og kjör, eftir þvi sem kaup verkafólks var naumar skammtað af fjandsamlegri rikisstjórn, — þeim mun ákafari varð formaður þingflokks Alþýðu- flokksins i baráttu sinni fyrir frjálsri verslunarálagningu, og glæsilegastur á lokasprettinum. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að i Alþýðuflokknum hafa tekið gildi eins konar lögmál um rikiserfðir, byggð á þeim frægu ,,fjölflokkaatkvæðum’ ’, fólki sem tekist hefur á hendur að velja fram- bjóðendur fyrir marga stjórnmálaflokka i senn. Þvi er það, að tvö af þremur efstu sætum á lista Alþýðuflokksins við kom- andi alþingiskosningar i Reykjavik skipa börn manna, sem prýddu þingflokk Al- þýðuflokksins á velmektardögum ,,við- reisnarinnar” sælu. Baráttumenn frjálsrar verslunarálagn- ingar þurfa þvi trúlega engu að kviða þótt vinur þeirra Gylfi setjist i helgan stein. Maður kemur manns i stað, sonur i stað föður samkvæmt lögmálinu og ætti þvi hagsmunum fjölflokkakaupmanna, og fjölflokkaheildsala að vera sæmilega borgið i sölum Alþingis næstu árin. — Margir minnast lika þess, að það var einmitt Gylfi Þ. Gislason, sem beitti sér fyrir þvi á Alþingi fyrir sjö árum, að leitt yrði i lög skattfrelsi tekna sem klókir fjár málamenn hafa af sinum hlutabréfum. Lög um þetta efni voru reyndar samþykkt i lok „viðreisnartimans” en komu bara aldrei til framkvæmda af þvi Gylfa og fé- lögum hans var steypt úr stjórnarstóli i al- þingiskosningunum 1971 og vinstri stjórn- in tók við. Nú er þessi draugur hins vegar kominn á stjá á ný i sölum Alþingis, sem grein i skattafrumvarpi rikisstjórnarinn- ar og vafalaust mun ekki standa á stuðn- ingi frá Gylfa Þ. Gislasyni og liði hans frekar en fyrri daginn við þessa háleitu „frelsishugsjón”. Máske rikisarfinn, Vilmundur, vildi vera svo litillátur að gera „fjölflokkaat- kvæðunum” grein fyrir afstöðu sinni til skattfrelsis hlutafjárgróða? Og hver var niðurstaðan, þegar embætti » verðlagsstjóra rannsakaði fyrir einu til tveimur árum verslunarálagningu hjá nokkrum þeirra kaupsýslumanna, sem þá þegar nutu hins rómaða frelsis til að skammta sér sjálfir? Muna ekki einhverjir eftir þvi, að verð- lagsstjóri vottaði þá opinberlega, að á barnaleikföngum væri hin frjálsa verslun- arálagning t.d. yfir 100% hér, og þar með margfalt hærri en i nálægum löndum? Var það þessi fyrirmynd, sem ráðherr- arnir og doktor Gylfi sáu i ljóma, þegar þeir báru fram eða lýstu stuðningi við frumvarpið um frjálsa verslunarálagn- ingu nú á dögunum? Frjáls verslunarálagning, skattfrjáls hlutabréfagróði, en skammtað og skert kaup til vinnandi alþýðu. Það er sú þjóðfé- lagsmynd, sem stjórnarflokkarnir vilja koma á og festa i sessi. Og Gylfi Þ. Gislason vill ekki láta sinn hlut eftir liggja. Þess vegna stendur hann upp á Alþingi og flytur rikisstjórninni lof fyrir boðskapinn um frjálsa verslun- arálagningu. k. Dönsk skáldsága um Egil Skallagrímsson Þessi gaur á vist afi vera Egill: bókin gerist dagana sem Sonatorrek verður til. íslendingasögur og vik- ingatímar sýnast vera i tisku hjá norrænum höf- undum. Per Olof Sundman hefur samið skáldsögu upp úr Hrafnkels sögu. Artur Lundkvist var á dögunum að senda f rá sér skáldsögu um víkinga í austurvegi, Þrælar til Serklands. Nú bætist Jon Höyer danskur höfundur i hopinn og sem- ur skáldsögu um Egil Skallagrímsson sem hann nefnir „Den lukkende vegj" — Lokuð leið. Sagan gerist dagana sem Egill yrkir Sonatorrek. Þegar Böðvar sonur hans drukknar lokar hann sig inni til að deyja, eins og menn muna, en dóttir hans Þorgerður fær hann með list og vél til að snúa aftur til Iifsins. Og Sonatorr- ek verður til. Egill rif jar upp Skáldsagan er i tuttugu köflum. Hinn fyrsti lýsir hafinu og dauða Böðvars. Hinn siðasti er Sona- torrek. Þeir átján sem á milli fara eru á vixl lýsing á þvi sem gerist á Borg þessa daga i þvi lifi sem Egill ætlar að kveðja — og lýsing á þvi sem gerist i huga Egils meðan hann er að bræða meö sér kvæðið. Skáldsagan beit- ir þvi allt öðrum aðferðum en not- aðar eru i Islendingasögum: Jon Hoyer lýsir þeirri sálarkreppu sem Egill er i með þvi að rekja endurminningar hans og löng ein- töl sálarinnar. Erik Skyum-Niel- sen lektor segir i umsögn um bók- ina, að höfundur sé bersýnilega i öðrum erindum en höfundur sög- unnar — hann ætli að reyna að höndla manneskjuna á bak við hetjuna. Nútið og þátíð Samkvæmt lýsingu rit- dómarans eru áherslur mjög aðr- ar en i Egilssögu. Höfundur skáldsögunnar hefur að vissu levti tekið mið af vangaveltum Tomasar Bredsdorffs i bók hans ,,Kaos og kærlighed” þar sem m.a. var mjög mikið gert úr þýðingu ástamála i Egilssögu. Til dæmis lætur höfundur hatursfull samskipti Egils við Gunnhildi drottningu vera menguð holdsins fýsn. Ritdómarinn gefur til kynna. að Jon Höyer reyni að meta upp á nýttsamspileinstaklingshyggju og sjálfshaf nmgar annarsvegar, samfélagslegra þátta hinsvegar i persónu Egils. Egill og höfundur- inn tengjast við einstakling og sjálfshafningu, hina lokuöu leið, en valkostur skáldsögunnar er að opna leið til félagsskaparins. Allt er þetta i andd^ hugmynda okkar tima. ..Lokuð leið er ekki uppsuða eða endursögn heldur nýr skáld- skapur, sjálfstætt verk, sem skýtur nútimavandamálum einstaklingshyggju yfir á svið tslendingasögu” segir Erik Skyum-Nielsen meðal annars. Ljóðræna og skopskyn I umsögninni um skáldsöguna er farið jákvæðum orðum um það, hvernig höfundur beitir magnaðri og f jölbreytilegri ijóðrænu i lýsingu sinni á þvi, hvað gerist á innlöndum Egils. Skallagrimssonar. Einnig fær' höfundur góða einkunn fyrir að skopskynið bregðist honum ekki — það sé einkar nauðsynlegur þáttur þegar lagt er út i jafn tvirætt tiltæki og að skrifa skáld- skap um skáldskap. Er nú liklegt að islendingum verði forvitni á að glugga i bók þessa og spyrja eins og Halldór Laxness gerði i öðru sambandi: hvað hefði Egill Skallagrimsson sagt um a’tarna? • Blikkiðjan Ásgarði 1, Garðabæ Ónnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboö SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.