Þjóðviljinn - 23.04.1978, Qupperneq 5
Sunnudagur 23. april 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 5
Ib Henrik
Cavling
er sextugur
og hefur
skrifað 60
eldhúsrómana
Hvað sem hver segir:
líklega er danski skemmti-
sagnahöfundurinn Ib Hen-
rik Cavling mest lesinn
erlendra rithöfunda á
Islandi. Hann er einnig
firnavinsæll heima hjá sér
í Danmörku. Á 30 árum
hefur hann skrifað 60
ástarsögur sem selst haf a í
tveim miljónum eintaka.
Sjálfur átti hann sextugsafmæli
á dögunum. Þá átti mennta-
mannablaðið Information viðtal
við hann sem hér verður rakið að
nokkru.
Ib Cavling skrifar um miklar
ástir, hún finnur hann eða öfugt,
það eru ljón i veginum, skálkar
einhverjir, en allt fer vel að
lokum. Sögurnar hafa litið breyst
- nema aö fyrir 20 árum fóru
konurnar hreinar meyjar inn i
hjónabandið, fyrir tiu árum fóru
Bækur Cavlings eru sjálfum sér
elskendurnir saman i rúmið og
núna hafa báðir aðilar nokkra
kynferðislega reynslu áður en
þau kynnast. En að sjálfsögðu
gufar sú reynsla upp sem hver
annar hégómi um leið og sá rétti -
sú rétta, kemur til skjalanna.
Svona vill ég lesa.
í viðtalinu sagði Cavling
m.a. að hann skrifaði bækur i ætt
við þær sem hann helst vill lesa
sjálfur. ,,Eg nenni ekki að fræðast
um neitt þegar ég ligg i rúminu á
kvöldin. Þá vil ég skemmta mér
við að lesa eitthvað sem fær mig
til að gleyma átroðslum hins dag-
lega lifs. Slik bók má gjarna
geyma góða ástarsögu”.
Cavling var m.a. að þvi spurður
af hverju hann skrifaði alltaf um
ástir fyrir hjónaband — þegar
hann og hún hafa fundið hvort
annað þá hættir bókin.
Hann svaraði þvi til, að hjóna-
bandið væri einkamál og þvi best
að láta tjaldið falla. Hann kvaðst
a.m.k. ekki hafa hæfileika til að
lýsa þvi sem gerist eftir að hjú-
skapur byrjar - enda þótt hann
sjálfur hafi verið giftur fimm
sinnum,
Finnst Cavling ekki hæpið að
leggja jafn mikla áherslu og hann
gerir á útlit kvenpersóna sinna?
Nei, hann var ekki á þvi : Bækur
minar eru ævintýrasögur og
skemmtisögur. Flest okkar eru
venjulegt fólk með vörtur á kinn
og kollvik. En innan um má finna
nokkra paradisarfugla. Og herra
minn trúr - i stað þess að skrifa
um vatnsgraut skrifa ég um tertu
og sultutau.”
Cavling neitaði þvi að hann
hefði samviskubit út af þvi „tvö-
falda siðgæði” að karlar i bókum
hans njóta án ámælis meira
frelsis i ástamálum en konur.
Ib Henrik Cavling með fimmtu eiginkonu sinni: rauösokkar gera mig
nervösan....
Eg
skrifa
um
tertur
og
sultu-
tau
Hann kvaðst blátt áfram vita að
konur væru trúfastari og hefðu
sterkari skapgerð en karlar og
setti það svip sinn á'
hegðan persónanna.
Höfundurinn játaði, að hann
yrði taugaóstyrkur þegar hann
hitti konu sem segðist vera rauð-
sokka. „Ég er hrifinn af sjálf-
stæði - en manni geðjast ekki að
þvi að verða sjálfur óþarfur”
sagði hann til skýringar. Hann
kvaðst reyndar vera mesti rati i
stjórnmálum og þar eftir illa að
sér um jafnréttishreyfinguna. Ib
Henrik Cavling á reyndar ættir
að rekja til áhrifamanna i stjórn-
málum og blaðamennsku. Faðir
hans var ritstjóri Ekstrabladet og
afi hans, Henrik, var ritstjóri
Politiken um aldamótin.
Sjálfur gerir Ib Henrik Cavling
ekki tilkall til að valda neinum
tiðindum i heimi bókanna. Það er
þægilegra, sagði hann, að liggja
uppi i sófa með kaffibolla og
skáldsögu eftir mig, heldur en að
skreppa i bió. Ég er ánægður ei
mér tekst að verða við þessari
þörf.
—Eruð þér stoltur yfir þvi, að
háskólakennarar eru farnir að
rannsaka sögur yðar? spurði
Information m.a.
— Herra minn sæll og trúr: ég
skrifa skemmtisögur, sem hafa
ofan fyrir fólki i eins og tvc
tima. Það var ung kona sem sendi
mér mjög lærða ritgerð um
bækur minar. Mér finnst satt að
segja að hennar vinnu hefði mátt
verja betur. Skemmtisögur eru ti)
að lesa þær, ekki til útskýringar
Ég held hún hafi tekið mig alltoi
alvarlega.
Odýrar
bókahíílur
fáanlegar
úr eik
og tekki
Stærö:
Hœð
190 cm
Breidd
90 cm
Dýpt
26 cm
Verö
aðeins
kf*
32.000.
Húsgagnadeilcf
J||
fA AA A A A
Jón Loftsson hf. I'i 11vr
— -J1.0i_J_ 1 Jj^
—1 >-« 15 ÍT
. . J.J| IU I 1 I |
Hringbraut 121 Sími 10600
SÖLUSKATTUR
Viðurlög falla á söluskatt fyrir mars-
mánuð 1978, hafi hann ekki verið greiddur
i siðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu-
skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag
eftir eindaga uns þau eru orðin 10%, en
siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar
fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og
með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga.
Fjármálaráðuneytið
18. april 1978
Qagðl VIKilHnar
Alla daga vikunnar kemur Flugfrakt
að austan og vestan.
Að morgni næsta vinnudags
eru pappírarnir tilbúnir.
Sem sagt: Með Flugfrakt alla daga
vikunnar.
FLUGFÉLAG
/SLAJVDS
flD4Qi)frakt
LOFTLEIDIR
Miðvikui Fimmtui Föstrn Laugardagur
Sunnuda
Mánudaj
Þriðjuda: