Þjóðviljinn - 23.04.1978, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. aprll 1978
Kín verskt postulín eöa
demantur
Stokkhólmi, 13. april 1978
Blaðamenn og sjónvarparar
hér i konungsrikinu eru nú íarn-
ir að þeysa upp vorstemmningu
i dagblöð og skerm. Veður-
fræðingarnir i sjónvarpinu
reyna hvað þeir geta að laða
fram hlýja vinda sunnan úr
álfu, en fram til þessa hefur
verðráttan hér um slóðir verið
heldur nöpur, hitinn varla
slefast i tiu gráður. Það er helst
að hitastigið nái tiu eða tólf
þegar veðurfræðingunum tekst
að krækja i hlýja lægð frá
íslandi. Siðast liðinn vetur var
heldur napur og snjóþungur i
Sviariki, svartsýni i sálunum og
uppgjöf i pólitikinni. Undirrit-
aður lenti i þvi á timabili að
vera á norpi milli lesta milli
klukkan átta og niu nokkra
morgna. Ég skaut mér þá inn til
Lisu gömlu á Vanadisarvegi,
sem selur manni kaffibolla og
heitt rúnstykki fyrir túkall. Þar
inni hjá Li'nu voru stundum
spaklegar umræður upp úr blöð-
unum, og stjórnaði þeim svart-
hærður Rúmeni, sleipur i
sænsku, og orðinn rikisborgari
fyrir nokkru. Hann þurfti ekki
að taka upp sænskt nafn, heitir
hvorki Svenson né Anderson og
þess vegna man ég ekki hvað
hann heitir. Rúmeninn var
greindarpiltur, sýndist mér,
vissi margt skemmtilegt, en ég
fór að missa trúna á hann þegar
hannfór uppúr Dagens Nyheter
einn morgun að fræða okkur um
tsiand.
Það sem Rúmeninn
sagði
Þetta er nú ekkert, sagði
hann, hér segja þeir að verð-,
bólgan hjá Pinochet i Chile jaðri
við 300%. Þeir ættu frekar að
skrifa um verðbólguna hér á
Norðurlöndum. Á tslandi til
dæmis er verðbólgan 50%. Það
hef ég lesið.
Lygi, sagði ég, en skýrði ekki
frá þjóðerni minu.
Og íslendingar hafa haft
fantalega ihaldsstjórn siðan
kratarnir komust til valda i
Sviþjóð.
Lygi, sagði ég.
Og það er alvarlegt mál, ég
veit ekki betur en að það búi
fjórar miljónir manna á tslandi.
Reykjavik, höfuðborgin, er svo
kanabæli. Helmingur ibúanna
er ameriskur og vinnur i kjarn-
orkuvopnastöðinni utan við bæ-
inn.
Lygi, sagði ég, þvættingur og
kjaítæði! Þetta stendur ekki i
blaðinu!
Nei. Ég veit þetta bara,
sagði sænski rúmeninn og glotti,
Ég veit lika; hélt hann áfram. að
þeir selja besta fisk sem fæst i
heiminum.
Það er satt, sagði ég.
Og þann dýrasta, en gróðan-
um stinga sölumeistararnir i
eigin vasa.
Hvernig veistu það?
Ég veit ekkert um það. Þetta
eru bara svona sögur á kreiki,
alveg eins og með Rúmeni'u.
Maður veit ekkert hvað gerist,
blöðunum kemur ekkert við
hvað landsstjórnin aðhefst, fá
helst ekki að skrifa neitt um
pólitik af viti og svo lifir maður
á sögusögnum.
A ég að segja þér staðreynd
eða tvær um tsland?
Nei, elsku besti, ég hef svo
gaman af að imynda mér sjálf-
ur hvernig löndin eru. Má ég
annars spyrja þig nokkurra
spurninga?
Spurðu.
Er ekki útilokað fyrir ungt
fólk að komast i tryggt
húsnæði?
Það getur orðið erfitt.
Lóðir aðeins útvegaðar
byggingarfyrirtækjum sem
borga i flokkssjóð?
Það getur verið.
Engar leiguibúðir byggðar,
aðeins eingarhús og útilokað
fyrir blankan almúgann að
krækja i lán á þolandi kjörum?
Það getur verið.
Sæmilegur bill kostar árslaun
eða meira? .
Það getur verið.
Svartir peningar i hærri
metum en innlendur gjald-
miðill?
Ætli það ekki bara.
Já. Þetta er alveg eins og i
Rúmeniu, blessaður vertu, ann-
ars væri gamán að skreppa
þarna út einhvern tima.
Náttúran sko, þú skilur.
Ég kvaddi
Að á vaxta sitt pund
Hér um daginn ruku þeir upp
Vitlausir hjá sjónvarpinu vegna
þess að einhver bankinn var
meðauglýsingar um allan bæ að
hvetja fólk til að spara hjá sér,
leggja spariféð á reikning til að
láta það ávaxtast. Þeir hringdu
strax i bankastjóra og spurðu:
Hvað bongið þið háa vexti á
spariféð?
7%.
Er ekki verðbólgan kringum
10%?
Jú.
Tapar maður þá ekki 3% á að
láta peninga liggja hjá þér?
Það má kannski setja dæmið
svona upp.
Geturðu sett það upp
öðruvisi?
Nei, en...
Skömmu siðar hurfu auglýs-
ingarnar úr blöðunum og af
strætisvögnum.
Sparif járeigendur, hvaða
þjóðflokkur sem það nú er, hef-
ur hinsvegar fundið leið til að
ávaxta sitt pund. Þeir láta
aurana sina vitanlega ekki i
banka. Og hér um slóðir
fjárfesta menn ekki i
steinsteypu, heldur kaupa sér
slipaða demanta eða ekta
kinverskt postulin. Fornmuna-
salar og demantssliparar selja
fólki bréf uppá að það eigi
demant fyrir 20.000 eða 5.000 eða
hlut i' kinverskri undirskál fyrir
2.000, svo einhverjar tölur séu
nefndar. Þessir munir eru svo
geymdir i bankahólfum svo
illþýði steli þeim ekki, og eru
teknir fram og sýndir eigendum
sinum tvisvar á ári. Hluta- eða
eignarbréfin uppá demant eða
undirskál ganga siðan kaupum
og sölum og segja þeir sem
stjórna þessum viðskiptum, að
þeir sem voru svo heppnir að
eiga demant þegar verðbólgan
fór á skrið, hafði grætt
mörghundruðfalt.
Engin hætta á að fólk geti ekki
selt demantana og það? spurði
sjónvarpsmaður einn
mangarann.
Nei, það kemur varla til
greina.
Ég veit samt um fólk sem
/keypti demant, þurfi svo að
selja með miklu hasti og tapaði
stórfé.
Ja — það eru náttúrlega til
dæmi um óheppna. En þeir eru
fáir.
Er það rikt fólk sem stendur i
þessum bransa?
Nee — ekki mjög rikt kannski.
Millistéttin, þeir sem eiga
kannski 20.000 afgangs eftir ár-
ið.
Hvað gerir þá rika fólkið?
Meinarðu þá sem eru i alvöru
rikir? spurði mangarinn.
Já.
Þeir láta f jármagnssér-
fræðinga og fjárfestingaraðila
sjá um draslið fyrir sig, kaupa
skip og fyrirtæki i útlöndum,
liggja með allt i Sviss og viðar.
Milli laga og bókstafs
Maður nokkur sem i blöðun-
um er kallaður hr. X. hefur
mjög verið i fréttum hér i vor.
Þessi gaur hefur leikið þannig á
sænska velferðarþjóðfélagið, að
með endemum er. Hann sést
daglega aka hér um götur
Stokkhólms i' lúxuskerrum sin-
um og lita við á ýmsum skrif-
stofum, en eigi að siður, þá
finnst þessi maður hvergi á
skrá. Hann hefur reyndar lengi
haft það eins og sumir islenskir
smásvindlarar, að eiga villu á
Spáni og er skráður heimilis-
fastur þar, reyndar i
Malaga-héraði eins og sumir
landar vorir. Lögreglan hér
hefur hinsvegar fylgst svo náið
meðferðum hans, aðhún veit að
hann býr i Stokkhólmi, nánar til
tekið i stórri villu ásamt konu
sem hann skildi við íyrir nokkr-
um árum, og syni þeirra.
Maðurinn telur ekki fram til
skatts, og hefur reyndar ekki
borgað krónu i skatt árum sam-
an. Á pappirum er hann eigna-
laus og hefur þegið fátækra-
styrk siðan lögreglan neyddi
hann tö að taka sér búfestu i
Svíþjóð, þar eð sannað þótti að
hann byggi hér, en ekki i
Malaga — villan alltaf tóm. Hr.
X. hefur fyrirtæki sin skráð á
nafn konunnar sem hann býr
með og var áður giftur. Fyrir-
tækin eru skattlaus, vegna þess
að þau skila engum aðri, greiða
engin laun og bókhaldið sýnir
bara núll.
Er þetta hægt? spyrja
blaðamenn.
Já, já, segja lögfræðingar,
það er smuga á lögunum sem
þessi gaur hef ur fundið og lifir i.
En lögreglan ætlar ekki að
gefast upp og hefur nýverið
handtekið manninn fyrir að
reka vændishús. Þar með er tal-
ið hugsanlegt, að hægt verði að
koma einhverjum lögum yfir
hann, þótt hann haldi áfram að
lifa glaðbeittur i smugunni milli
laga og lagabókstaf s. Það
stendur vist ekki til að loka
henni.
GUNNAR GUNNARSSON
SKRIFAR FRÁ STOKKHÓLMI