Þjóðviljinn - 23.04.1978, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 23.04.1978, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. april 1978 „Það er erfitt að ráða við þessa bakteríu”, segir Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari um skákiðkun sína. Guðmundur Sigurjóns- son, annar tveggja is- lenskra stórmeistara i skák, tók nýlega þátt í skákmóti í Bogota, höfuð- borg Kólumbiu. Blaða- maður spjallaði við Guð- mund um mótið og sitthvað fleira, sem við kemur lífi og starfi skákmeistara. Mótið í Bogota — Þetta var 16 manna mót, sem haldið var á vegum skók- sambandsins i Bogota, sagði Guð- mundur. — Fjórir stórmeistarar tóku þátt i mótinu og nokkr- ir alþjóðlegir meistarar. Mótið hófst 10. mars og lauk 30. mars. Geller frá Sovétrikjunum sigraði örugglega, eins og við mátti búast. Hann fékk 12 1/2 vinning. Eeyndar tapaði hann tveimur skákum fyrir efnilegum Kólumbiumönnum og kom það nokkuð á óvart, sérstaklega að hann skyldi tapa i 1. umferð mótsins. I öðru og þriðja sæti urðu þeir Hernandez frá Kúbu og Luis Garcia frá Kólumbiu. Gar- cia þessi er titillaus og kom mjög á óvart með frammistöðu sinni. Hernandez náði þarna siðari á- fanga stórmeistaratitils. Þeir Hernandez og Garcia fengu báðir 10 1/2 vinning. Ég var siðan i 4.-5. sæti ásamt Kólumbiumanni að nafni Gildaro Garcia, og i 6. sæti var Oscar Panno, stórmeist- ari frá Argentinu. Guillermo Gar- cia stórmeistari frá Kúbu lenti i 10. sæti i mótinu. Hann var miður sin og gekk illa i mótinu. Mikill skákáhugi — Hvernig fannst þér að tefla i Kólumbiu? ■ — Þetta mót var til fyrirmynd- ar að öliu leyti. Skipulag þess var gott og það er mjög ánægjulegt að KEPPNI MEÐ LISTRÆNU ÍVAFI sjá hve mikill skákáhugi rikti þarna. Hann virðist vera miklu meiri en ég átti von á. Kólumbiu- menn hafa ýmis áform um að auka hann enn meira, og til dæm- is eru þeir nú að fá stórmeistar- ann Bronstein frá Sovétrikjunum til að þjálfa og kenna skák. Mótið i Bogota hefur verið árlegur við- burður og var nú haldið i þriðja sinn. Þeir hafa fullan hug á að halda þessu áfram og gera mótið enn sterkara og betra. — Hvað tekur nú við hjá þér? — Ég hef teflt mikið undanfar- iðogætla nú að „stúdera” á næst- unni, lesa skákbækur og -blöð. Siðar i sumar eða i haust verður haldið svæðismót, þar sem við ís- lendingar höfum 3 sæti. Við Frið- rik förum þangað og liklega ann- aðhvort Helgi ólafsson eða Hauk- ur Angantýsson. Siðar á árinu verðursvoOlympÍuskákmótið, en ekki er búið að ákveða hvar það verður haidið. Þangað sendum við sex manna sveit og vonandi getum við sent okkar sterkasta lið. Velgengni islensku skák- mannanna á mótinu i Lone Pine gefur vonir um að vænta megi . góðs árangurs af þeirri sveit. Ánægjulegur árangur i Lone Pine Það var gaman að fylgjast með þeim Helga, Hauki og Margeiri á Lone Pine-mótinu. Þeir stóðu sig mjög vel þar, hver öðrum betur. Þetta var mjög sterkt mót og margir stórmeistarar tefldu þar. tslendingarnir kepptu við marga stórmeislara og unnu þá. Það er mjög ánægjulegt að Helgi skyldi ná þarna alþjóðlegum meistara- titli og hinir hálfum titli, sérstak- lega með tilliti til þess að við átt- um bara einn alþjóðlegan meist- ara fyrir. Flestar þjóðir sem eiga tvo stórmeistara eiga 8 alþjóð- lega meistara eða svo. En ein- hverra hluta vegna hefur okkur ekki tekist að eignast alþjóðlega meistara undanfarið. — Var dagskráin stif á mótinu i Bogota? — Já, nokkuð. Fridagar voru aðeins tveir, þannig að ekki var hægt að sjá mikið af landinu. Borgina skoðaði ég þó nokkuð vel, en fékk aðeins nasasjón af næsta nágrenni hennar. Gallinn við svona skákferðalög er hversu lit- inn tima maður hefur til að sjá sig um. Steypiregn á f jöltefli — llefurðu ekki tcflt áður i rómönsku Ameriku? — Jú, ég var i Venezúela 1970 og nokkrum sinnum hef ég teflt á Kúbu. Þaö er margt sameigin- legt með þessum þjóðum, hvað skáklifið snertir. t öllum þessum iöndum, hef ég tekið þátt i stórum fjölteflum. Venjulega fer slikt fjöltefii fram á aðaltorgi viðkom- andi borgar. T.d. tóku 500 manns þátt i fjöltefli á Simon Bolivar- torginu i Bogota. Ég tók lika þátt i stærsta fjöltefli sem haldið hefur verið. Það var 1966, á Olympiu- mótinu á Kúbu, og fór fjölteflið fram á Byltingartorginu i Havana. Allar sveitirnar sem voru á mótinu tóku þátt i fjöltefl- inu, en alls voru þátttakendur 6.600og Var Castro meðal þeirra. Fjöltefíið fór fram að kvöldi dags og var veður mjög gott er það hófst. En i miðju fjölteflinu gerði ausandi riegningu og leystist tafi- ið þá upp, enda hlupu allir sem gátu undir borðin til að skýla sér. Ef við berum saman styrkieika Amerikuþjóðanna i skák, þá eru Bandarikjamenn efst á blaði, sið- an Argentinumenn, Kúbumenn og ég held að það sé óhætt segja að Kólumbia sé i fjórða sæti. — Eru skákferðalögin ekki erf- ið? — Þau eru auðvitað misjafn- lega erfið, en oftast er teflt mjög stift. A mótinu i Bogota var t.d. tefit i 5 tima á dag, og biðskákir voru tefldar á kvöldin i 2klst. Svo þarf maður að undirbúa sig. Fri-* dagarnir voru aðeins tveir. Þetta er mjög algengt fyrirkomulag á skákmótum. ,,Kaup kaups" — Voru aðstæður góðar í Bog- ota ? — öll aðstaða i Kólumbiu var til fyrirmyndar og forystumenn skákmála þar gerðu allt til að dvöl keppenda yrði sem best.Þeir reyndu lika að kynna land og þjóð eftir þvi sem timi vannst til. já, það var mjög notalegt að vera i þessu móti. Annars fékk ég boð á þetta mót með dálitið sérstökum hætti. Englendingurinn Keene, sem m.a. hefur verið aðstoðar- maður Kortsnojs að undanförnu, fékk boð um að tefla á mótinu, en hann hafði ekki tima til þess. Hann hafði hinsvegar samband við mig og bað mig um að keppa i sinn stað. Keene sagðist hinsveg- ar hafa áhuga á að tefla á mótinu i Bogota að ári, og bað mig að launa greiðann með þvi að gefa sér boðið næst, ef mér verður boð- ið, sem telja má nokkuð vist. Verölaun yfirleitt lág — Er eitthvað upp úr þessu að hafa? — Það er mjög mismunandi. Verðlaunin á skákmótinu i Lone Pine voru mjog rausnarleg, t.d. 3 miljónir i 1. verðlaun. En i raun og veru er ekki hægt að lifa af þessu, þvi þau verðlaun sem i boði eru eru yfirleitt svo lág. En ég er nú á föstu kaupi, svo að ég þarf ekki að hafa áhyggjur vegna peningamálanna. Fyrstu verð- laun á mótinu i Bogota voru 2000 dollarar, en ég fékk i minn hlut um 100 þúsund isl. krónur. Ég yrði þvi að tefla stanslaust, ef ég ætlaði að reyna að lifa af skák- verðlaunum einum saman, og það gerði ég reyndar þegar ég hafði engin föst laun. Þá tefldi ég stanslaust á mótum og gat tórað með þeim hætti. -- Fylgja einhverjar kvaðir lauuum ykkar Kriðriks? — Við fáum menntaskólakenn- aralaun og við teflum fjöltefli út um land þegar við erum heima, ' aðallega i þeim tilgangi að efla skákáhuga meðal unglinga. En að öðru leyti fylgja engar kvaðir. — Nú hefur þú viða ferðast. Hvert hefur þér þótt mest gaman að koraa? — Já, það er nú svo viða, sem gaman er að koma. En kannski eru fyrstu ferðirnar nýstárlegast- ar og mestur ljóminn stendur i kringum þær. Til dæmis nefni ég Olympiuskákmótið á Kúbu, en ferðin þangað var önnur ferðin á skákferli minum. Þetta mót er vafalaust glæsilegasta Olympiu- mót sem haldið hefur verið. Allt að 10 klst. vinna á dag — Hvað verja skákmenn mikl- um tima i rannsóknir og annan undirbúning? — Það er mjög misjafnt hvað menn eyða miklum tima i þetta og einnig eru ólikar skoðanir á þvi hvað eðlilegt sé að eyða mikl- um tima. Heimmeistarinn Karp- ov vinnur 5 tima á dag þegar hann undirbýr sig fyrir mót. En t.d. Portisch frá Ungverjalandi und- irbýr sig venjulega i 8 tima á dag,, en flestum þykir það nokkuð mikið. Hjá mér fer þetta mjög eftir þvi hvort ég er að undirbúa mig fyrir ákveðið mót, eða að köma úr'móti. En stundum vinn ég allt að 10 klst. á dag, ef ég er vel upplagður. Sterk itök — Nú ert þú lögfræðingur að mennt. Hefurðu nokkuð starfað sem slikur eftir að þau laukst prófi? — Nei. Ég lauk lögfræðiprófi haustið ’73 og skellti mér þá strax út i taflmennsku. Skákin á það sterk itök i mér. Það er erfitt að ráða við þessa bakteriu. Og ég er satt að segja ekki að hugsa um að hætta á næstunni. — Hvað endast menn lengi i skákinni? — Yfirleitt endast men býsna vel i þessu, og ,,ævi” skákmanna er mun lengri en td. 100 metra hlaupara. Við getum tekið Gell- er sigurvegarann á mótinu i Kól- umbiu, sem dæmi. Hann er 53 ára gamall og hefur staðið i fremstu röð skákmanna siðustu 25 árin. Það er mjög erfitt að segja til um það, hvenær skákmaður fer að dala eða hvenær hann ætti að draga sig i hlé. Kortsnoj og fleiri hafa t.d. verið I fremstu röð um 20—30 ára skeið. Kortsnoj er 47 ára gamall og virðist enn vera i framför. Maður skyldi ætla að aldurinn 30—40 ára væri besti timi skákmannsins, en það er alls ekki algilt. Þannig hefur persónu- bundin reynsla mikið að segja. Argentinski stórmeistarinn Naj- dorf er 67 ára, og lætur engan bil- bug á sér finna. Fæ stundum nóg — Er skákin alltaf jafn heill- andi? Verðurðu aldrei leiður á henni? — Ég neita þvi ekki, að ég fæ leið á henni öðru hverju. En þetta kemur svona i bylgjum. Ef ég tefli mikið, kemur að þvi að ég fæ nóg, og eins ef mér gengur illa. Þá hugsa ég stundum með mér: Af hverju ertu að þessu? Af hverju sestu ekki inn á lögfræði- skrifstofu og ferð að vinna i kyrr- þei? Fyrst og fremst íþrótt — Er skákin iþrótt, list cða citthvað annað? — Mér finnstskákin vera iþrótt fyrst og fremst. Það er oft talað um, hvort skákin sé visindi, list eða iþrótt. Þá má beita vinnu- brögðum sem tiðkast i visindum við skákina, rannsóknum o.fl., en það gerir ekk’i skák að visindum grein, þótt þessar aðferðir séu notaðar. Hinsvegar er margt list- rænt ivaf i skákinni, en það er ekkert aðalatriði. Aðalatriðið er keppnin. Skák er keppni með iist- rænu ivafi — öðru hverju. Skák- maður er á margan hátt likur verkfræðingi, sem ætlar að reisa t.d. brú. Hann les sér til og athug- ar verkefnið á allan hátt. Hann þarf að kljást við ýmis vandamál. Skákmaður á meira sameiginlegt með slikum manni heldur en listamanni. —eös.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.