Þjóðviljinn - 23.04.1978, Page 11

Þjóðviljinn - 23.04.1978, Page 11
Stefán Guðmundsson skrifar frá Gautaborg Sunnudagur 23. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 FRANK ZAPPA hornauga Fyrir nokkru hélt banda- riski söngvarinn og gítar- leikarinn Frank Zappa, hljómleika hér í Scandinavium í Gauta- borg. U.þ.b. 5.300 manns sóttu þessa stórkostlegu hljómleika, og urðu margir frá að hverfa, sökum þess, að ekki voru seldir fleiri aðgöngumiðar. Húsið rúm- ar þó 12 þúsund manns í sæti, en það er alltaf áætl- að áður en miðasalan hefst, hve mörg sæti skuli selja í. Síðan er sviðið fært fram að þeim sætum. A þessum hljómleikum brá þó svo við, að nokkurra metra bil var haft á milli sviðsins og fremstu sætanna. Þetta var gert af öryggisástæðum. Zappa er mjög lifhræddur og hefur ætið lif- vörð við hlið sér, einnig á hljóm- leikum. Það er lfka vissara fyrir menn, eins og Zappa, sem gagn- rýna bæði menn og málefni af hreinskilni, að vera við öllu búnir, sbr. skotárásina á Bob Marley o.fl. „Þetta eru ekki Abba og þið komið ekki til með, að heyra „Dancing Queen” i kvöld,” var það fyrsta, sem Zappa sagði, er hann sté á sviðið við mikinn fögn- uð áhorfenda. Þetta var þó ekki alveg rétt hjá honum, þvi að i stöðugum áróðri sinum gegn Abba, hljómleikana út i gegn, flutti hann og félagar öðru hvoru búta úr lögum Abba, „Dancing Queen” og „Fernando”. Það er annars gamall og góður siður hjá Zappa, að skrumskæla og hæðast að lögum, textum og sviðsfram- komu þess fólks, sem honum likar ekki. Það kom vel fram á þessum hljómleikum, hve tónlistarlega þroskuðum Sviurri, er illa við Abba, þvi fáu var eins vel tekið og einmitt gagnrýni Zappa á Abba. Sem textasmiður skipar Zappa sér á fremsta bekk með fólki eins og John Lennon, Barböru Dane, Henry Cow, Megasi o.fl. Og sem HUóm- plötur GENESIS: .... and then there were three FACO "...og þá voru eftir þrir sem réðust i að spila inná hljómplötu. En Genesis sanna að þeir eru Genesis hversu fámennir sem þeir eru, en mér finnst reyndar galli við þessa plötu hversu mjög þeir reyna að bæta upp eða fela fámennið með (nú koma gæsa- lappirnar „synthetiskum” (gerfi?) hljóðum og skyggja þar með á ýmislegt annað sem vel er gert. Bæði söngur og ýmislegur trumbusláttur Collins er mjög góður og finnst mér hann koma best út af þeim þremenningum, en hinir 2 er Tony Banks (hljóm- borð) og Mike Rutherford (bassi og gitar). Eitt laga plötunnar hefur komist á vinsældalista, Follow you follow me, gott lag og þau eru það fleiri. Þetta er ágætis plata, en þó finnst mér þá vanta hressi- legt spark i sitjandann, sem þeir hafa kannski þegar fengið, þvi að ... þeir urðu aftur fimm. tónskáldi fer honum stöðugt fram, og er þá mikið sagt. A þess- um hljómleikum gafst okkur gull- ið tækifæri til að fá þverskurð af þvi mikla og góða efni, sem Zappa hefur flutt inn á hljómplöt- ur i gegn um árin, allt frá þvi er hans fyrsta plata, „Freak Out” leit dagsins ljós fyrir 12 árum sið- an. Má þar nefna lög eins og Frank Zappa „Peaches En Regalia”, „The Torture Never Stop”, „King Kong” o.m.fl. Einnig flaut með mikið af nýju efni, sem vonandi kemst fljótlega á plötu, þrátt fyrir að Zappa eigi nú i hörðum deilum við útgáfufyrirtæki sitt. Einnig flutu með bútar úr lögunum „Black Magic Woman” og „Land Of A Thousand Dances”. Siðan hann leysti upp hljómsveit sina, Mothers (Of Invention), hefur hann skipt um hljóðfæraleikara, fyrir hvert hljómleikaferðalag. A þessum hljómleikum voru með honum tveir, sömu og voru með honum á siðasta ferðalagi. Það voru þeir Patrick O’Hearn bassa- leikari og Terry Bozzio trommu- leikari. Aðrir, sem voru með hon- um á þessum hljómleikum voru: Tom Mariano og Peter Wolf, sem sáu um stórkostlegan hljóm- borðsleik, krydduðum lögum og góðum sólóum, Ed Mann sá um tugi ásláttarhljóðfæra og Adrian Belew sá svo um gitarleikinn ásamt Zappa sjálfum. Belew þessi hékk vel i Zappa, sem er i hópi bestu og tæknilegustu gitar- leikurum heims. Tæknimeðferð á hljómleikun- um var reyndar slik, að óvist er að þeim verði slegið við á næst- unni. Söngur Zappa er sterkur og persónulegur, og sem raddsetjari er hann stórkostlegur. Aldrei hef ég heyrt eins góöa röddun og á þessum hljómleikum siðan furðufuglarnir Flo & Eddie sungu með Zappa og Mothers. Það er öruggt að enginn fór vonsvikinn frá hljómleikunum. Þessir hljómleikar slóu m.a.s. út þeim, sem höfðu verið min stærsta upplifun til þessa; hljóm- leikunum með Yes og Weather Report. Hafa þó bæði Keith Emerson og Frank Zappa sagt, að Weather Report sé eina hljóm- sveitin i dag, sem sé að gera eitt- hvað almennilégt. Aldrei þessu vant hefur Zappa þá gleymt að telja sjálfan síg þar með. Bílar fyrir þá veröld er við búum í COROLLA Toyota og umferðarhættan TOYOTA S^o lepgi sem bílar fara um vegina, þá munu eiga sér stað um- ferðarslys. Þetta er vissulega slæmt, en staðreynd er það engu að síður. Aldrei verður unnt með öllu að koma í veg fyrir slysin, en margt er það þó, sem gera má. Til dæmis að framleiða bíla þar sem megináhersla er lögð á að tryggja öryggi ökumanns og farþega og draga úr þeim skemmdum, sem árekstrar valda. Að þessum markmiðum vinnur Toyota, og þetta gildir um alla bíla, sem Toyota verksmiðjurnar framleiða. Fyrir um það bil fimm árum hófum við rannsóknir á sérstökum tilrauna og öryggisbílum. Þeim er eingöngu ætlað að hjálpa verk- fræðingum okkar við rannsóknir varðandi umferðaröryggi. Fram til þessa er búið að smíða meira en eitt hundrað tilraunabíla. Höggþolin yfirbygging, grind og stuðarar tilraunabílanna þola framanákeyrslu á allt að 80 kílómetra hraða. Ökumann og farþega verndar loftpoki, sem tölvustýrður radar blæs upp sekúndubroti áður en árekstur verður. Ökumanni til hjálpar viö erfið hemlunarskilyrði, til dæmis í hálku eða lausamöl er rafeindarbúnaður, sem stjórnar hemluninni og kemur i veg fyrir að bílinn skriki til hliðar. I stöðugum tilraunakstri hafa tilraunabílarnir margsannað ágæti sitt, bæði í framaná og aftanákeyslum, sömuleiðis við hliðarhögg og í veltum. Þeir eru sannkölluð líftrygging. Þessar rannsóknir hafa lagt af mörkum ómældan skerf til þess að gera alla þá Toyota bíla, sem nú eru í akstri öruggari en áður var. Samt sem áður er það auðvitað svo, að það er æskilegra að kom í veg fyrir árekstra og slys, en að gera ráðstafanir til að draga úr tjóni. Öndvegisdæmi um þennan hugsunarhátt er einmitt Toyota aðvörunnarkerfið, upplýsinga- kerfi, sem fylgist með, finnur bilanir, og varar við, ef eitthvað gefur sig í Ijósabúnaði, hemla- búnaði eða í eldsneytiskerfinu. En slysin halda áfram að eiga sér stað. Það er einlægur ásetningur okkar að gera allt sem í mannlegu valdi er til að draga úr áhrifum slysanna. Þannig höfum við hugsað og starfað í fjörutíu ár, - allar götur síðan fyrsta Toyotabílnum var ekið af færibandinu. Þetta er vegna þess, að Toyota stefnir að því að framleiða bíl handa þér, og fyrir þig. Því verður ekki breytt meðan Toyota heldur áfram að framleiða bíla. Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur UMBOÐIÐ TOYOTA NÝBÝLAVEGI 10 KÓPAVOGI SÍMI44144 AJ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.