Þjóðviljinn - 23.04.1978, Page 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. april 1978
Sunnudagur 23. april 1978 , ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 13
Smratwrid
g>fcr pat>
larociitto.
pat <r,
Smtc&alló/ SRcfnfaðogí2ínber|tobfl SRalffní/ Og
pxi fiírtísuliu CatOoius gttiuír / ftm ctu/1 Sittttuttjum Capttul«/
Stnfuíut i þpffu tDíiilt. of iöct lartum OTauue g}tto
S!)(Oíoií/0cni out ÞtcOtfnte ©uoljgj DtOs
j ptim 0tuo Dtorcntrtg j
ppga fútníe.
5» Silcntffu Qjtíag&ar afSubSranbc
SjciUts gpitt.
ffotofc. Tir.
íatlí Sfjrtfít Otö 5i |tuaiitiu bp33H a trníal t)Sa
mtoaUtc iöi(fu.
i?e?.
„Islenskan hefur forpris fram yfir mörg önn-
ur iungumál" — ein af þýðingum Guðbrand-
ar biskups ^mmmmmmmtmmmm^mm^^mmn
Barátta
gegn
EFTIR MAGNUS KJARTANSSON
fc
<
%
S
Þegar ég var i menntaskóla var
lögð megináhersla á að kenna
skóiaspeki sem gekk undir nafninu
setningarfræði
dönskuslettum
er tímaskekkja
FJÖLNIR.
ARS-BIT HANDA JSLENDÍNGUM.
Samið, kostað og gefið út
H f
Hri/tijólji Petinssyni, Jónaai Hallgrirnssyni,
Hunróði Gjislasyni, Tówasi Scemunzst/ni.
Fyruln ór, 1835.
K.AUPMANNAHOFN.
rrt-nlnft hjtl J. n. Kvisti, htdtn- <>p ntllnH-prenlnrn.
__________________18 3 3_______________
Fjölnir: „sú barátta olli menningarbyltingu á tslandi’’
Þegar lngólf Arnarbur
upp að þessum ströndum bar,
hvaö ef Einar ólafur
úti hefði setið þar?
Iieföi ekki hljóöur þá
hvor á annan lengi gónt,
heldur bctur hissa á
hvað þetta var anakrónt?
Þessar stórskemmtilegu visur Jóhanns S.
Hannessonar komu uppi huga minn þegar ég
las grein Halldórs Laxness um dönskuslettur
i Þjóðviljanum I6da april. (Um anakrónisma
er notað nýyrðið timaskekkja i islensku
máli.) Grein Halldörs var ádrepa um
dönskuslettur, jafnt i orðavali og setninga-
skipan, og hún var auðvitað skemmtileg og
markviss. En þessi ádrepa er furðuleg tima-
skekkja, þegar sú staðreynd hefur blasað við
áratugum saman, að þær hættur sem breytt
geta islenskri tungu i afskræmi stafa frá
ensku, en ekki dönsku lengur. Nú er svo kom-
iðað mér er farið að þykja vænt um dönsku-
slettur, þegar ég les texta sem sumir lang-
lærðir háskólamenn nota og eru skrifaðir á
málfari sem ég kalla stofnanaislensku, skil
ekki og skal aldrei skilja. Þetta er yfir-
stéttarmálfar, likt og afskræmismálfar
islenskra embættismanna undir Dönum öld-
um saman, og fái þetta orðafar að festast i
sessi kemur hér upp stéttaskipting i málfari
sem getur orðið islenskri menningu hættu-
legri en öll önnur stéttaskipting.-.Maður sem
skrifar islenska tungu af annarri eins iþrótt
og Halldór Laxness, m.a. vegna þess að hann
leyfði sér að brjóta i bága við þröngsýnar
kreddukenningar, ætti að takast á við stofn-
anaislenskuna i staö þess að kljást við vind-
myllur.
Baráttan fyrir endurreisn islenskrar tungu
var auðvitað kjarninn i allri sjálfstæðisbar-
áttu íslendinga; það er tungutakið sem gerir
okkur aö sérstakri þjóð, en þvi miður fátt
annað lengur. Þegar danskur kóngur neyddi
uppá okkur á ábataskyni kreddu sem kölluð
er lúterstrú munaði minnstu að islendingar
væru jafnframt rændir tungutaki sinu, og
einmitt það tókst i Noregi. Danski biskupinn
Peder Palladius lét t.a.m. þýða kver úr latn-
esku á dönsku og prenta það handa
islendingum, „de fattige sognepræster og
den christne almue til en opbyggelse i troen”
eins og stendur i formála. Sem betur fór voru
til þeir manndómsmenn islenskir sem létu
sér ekki lynda að dönsku yrði troðið upp á
þjóöinameð siðaskiptunum, og ber þar hæst
afrek Odds Gottskálkssonar sem þýddi Nýja
testamentið við ylinn frá kúnum i fjósinu i
Skálholti á kjarnyrt og myndauðugt mál, þótt
auðvitað væri textinn fullur af dönskuslett-
um, svo sem forbjóða, bifala o.s.frv. Verr
tókst hins vegar til með fyrstu sálmaþýð-
ingarnar; skussar tóku upp þann hátt að
þýöa sálma úr dönsku og fylgja fyrirmynd-
inni frá orði til orðs af ótta við að annars
slæddust með kaþólskar kredduri staðhinna
iútersku. Ég tek sem dæmi um þennan am-
bögusamsetning vers úr sálmabók Gisla
biskups Jónssonar, en hún kom út 1558:
Glaðlega viljum vér allclúja syngja
með kærlegheitsins begcring,
vort hop og hjarta til guðs skal lyftast
meö sinni helgri náö og miskunn,
sem hefir leyst oss af allri synd
til saligheits og alls kyns treyst
er hann oss öllum upprunninn.
Sem betur fór kvað Guðbrandur biskup
Þorláksson á Hólum þennan firnaleirburð
niður. Meö sálmabók sem hann gaf út 1589
fylgdi formáli þar sem biskup réðst á fyrri
sálma sem ortir séu „með annarlegu tungu-
taki og á brákaðri norrænu” og segir að
islenskanhafi „forpris fram yfir mörg önnur
tungumál” og þess vegna eigi „menn að
neyta hennar svo að guði megi til þóknunar
og lofgerðar verða”. Jafnframt notaði bisk-
upinn hins vegar tækifærið til þess að ráðast
á þann kveðskap sem alþýðu manna var hug-
stærðastur og segir að hann sé „trölla og forn«
mannarimur, mansöngvar, amorsvisur,
brunakvæði, háðs-óghugmóðsvisur og annar
ijótur og vondur kveðskapur, klám, nið og
keskni.” Sálmarnir i bókinni voru þó ekki i
samræmi við myndarlegan boðskap biskups,
en úr þvi bætti hann af mikilli slægð með
Visnabókinni sem út kom 1612, en þar var að
finna trúarljóð, heilræði og sitthvað annað,
ágætan skáldskap; auk þess rimur með efni
úr guöspjöllunum!! Þessi snjalla tilraun
biskupsins leiddi þó sem betur fór ekki til
þess að islendingar hættu að yrkja um hetjur
ogriddara, amorsvisur, klám og kerskni, og
litið varð úr guðspjallarimum, enda þótti
mönnum smátt gaman að textum ef enginn
var i þeim bardaginn.
Ég er búinn að skrifa lengra mál en ég ætl-
aði um siðaskiptatímabilið, vegna þess að þá
komst islensk tunga á heljarþröm. Ég ætla
ekki að fjalia um niðurlægingaraldirnar sem
siðan tóku við; til þess skortir mig þekkingu
og Þjóðviljann rými. Ég vil þó minna á það
að bæði Arngrimur lærði og Hallgrimur
Pétursson töldu islenska tungu til mikilla
verðmæta; i hana mætti ekki blanda öðrum
tungum, sagði Hallgrimur, ,,með skaða og
niðrun vors ágæta og auðuga móðurmáls”.
En önnur viðhorf voru einnig uppi. Bjarni
Jónsson Skálholtsrektor stakk upp á þvi 1770
aö islenska væri lögð niður; hún væri bæði
gagnslaus og til tjóns. Pietisminn olli
óhemjulegum menningarlegum spjöllum og
leiddi til þess að islendingar glötuðu fjöl-
mörgum andlegum verðmætum. Einn frum-
kvöðull hans, Jón biskup Árnason, komst svo
að orði i bréfi: „Hvað er þessi fornaldar-
litteratura og skáldskapur annað heldur en
andskotans sæði,hverju hannhefur spúð i sitt
einkaverkfæri Öðin kóng og hans selskap”.
Með tilskipun um Húsagann á Islandi 1746
var Islendingasögum og rimum skipað á
bekk með bölvi og ragni og bannað að við-
lagðri refsingu að lesa sögur og kveða rimur.
Til þess að gera ianga sögu stutta um vanda
islenskrar tungu á þessum öldum vitna ég i
bréf sem Rasmus Rask skrifaði vini sinum
islenskum þegar hann kom til Reykjavikur
1813:
„Annars þér einlæglcga að segja held ég að
islenskan bráðum muni útaf deyja, reikna ég
aðvarla inuni nokkur skilja hana i Reykjavík
að 100 árum liðnum, en varla nokkur i land-
inu þar upp frá, ef allt fer cins og hingað til og
ckki verða rammar skorður við reista.v jafn-
vel hjá bestu mönnum er annaðhvort orð á
dönsku; hjá almúganum mun hún haldast
lengst við.” Rask hresstist þegar hann tók að
ferðast um sveitir j þar fannst honum málið
„hreint og kröptugt”. Rask átti mikinn þátt i
endurreisn islenskunnar með málfræði
islenskrar tungu sem út kom 1811. Svo vel
tókst til að um sömu mundir kom upp róman-
tisk stefna sem opnaði eyru manna fyrir feg-
urð málsins. Menn skynjuðu að islensk tunga
hefði verið fegurst ogeðhlegust meðal alþýðu
manna til sveita og i fornritunum, en að still
siðustu alda hefði verið ljótur og stirfinn.
Forustumenn hinnar nýju stefnu urðu Svein-
björn Egilsson og siðan nemendur hans,
Fjölnismenn. Gildi Fjölnis var fyrst og
fremst i þvi fólgið að allt sem þar var skrifað
bar vott um virðingu og ást á fögru máli og
stil. Fyrirmyndin var hið óþvingaða, hreina
og eðlilega mál islenskrar alþýðu i langtum
rikara mæli en mál fornritanna. Nýyrði
komu fyrir en tæpast útdauð fomyrði, og til
marks um það að fornritin voru ekki fyrir-
mynd Fjölnismanna nema að litlu leyti má
nefna að Fjölnir barðist fyrir nýrri stafsetn-
ingu sem átti að fylgja sem nánast lifandi
framburði. Súbarátta mistökst þvi miður, og
eiga íslendingar án efa eftir að súpa seyðið
af því, en baráttan fyrir nýjum stfl og eðli-
legu málfari bar glæsilegan árangur.
Fjölnismenn börðust fyrir markmiði sinu
með miskunnarlausri gagnrýni á málfari
annarra rita, með ritgerðum sem reyndu að
vekja áhuga manna á fögru máli, en fyrst og
fremst með þeirri fyrirmynd sem birtist i
greinum þeirra, þar sem hver setning var
samin af vandvirkni og máltilfinnningu. Sú
barátta olli menningarbyltingu á Islandi.
Með Fjölni tókst fullt samræmi milli tal-
máls og ritmáls, og var sá vandi leystur á
þann einfalda hátt að gcra talmálið að rit-
máli. En siðan hefur þvi miður verið haldið
uppi næsta samfelldu andófi gegn stefnu
Fjölnismanna i skólum. Aftur hefur verið
unnið að þvi að gera vaxandi mun á talmáli
og ritmáli. Ýms orð sem algeng eru i töluðu
máli hafa verið gerð útlæg úr ritmáli, og
fornmálið hefur verið gert rikari fyrirmynd i
ritmáli en Fjölnismenn töldu rétt, án þess að
hliðstæö þróun hafi orðið i talmáli. Staf-
setning hefur verið gerð æ f jarlægari mæltu
máli og samsvararnú t.a.m. i sagnendingum
málstigi sem ekki hefur verið til á tslandi
siðan ritstörf hófust. Islenskukennsla i skól-
um hefur i marga áratugi virst beinast að þvi
að afmá áhrif Fjölnismanna,búa á nýjan leik
til yfirstéttarmálfar og yfirstéttarstafsetn-
ingu, og hefur þessi afturhaldsstefna átt
ákafa formælendur úr öllum flokkum á
Alþingi Islendinga. Ég minnist þess að þau
þrjú ár sem ég var i menntaskóla var lögð
megináhersla á það að kenna nemendum
skólaspeki sem gekk undir nafninu
setningarfræði og fjallaði um frumlag, um-
sögn, andlag og sitthvað fleira, allt niður i
sagnfyllingu. Tilgangurinn með þessari
skólaspeki var sá einn að innræta mönnum
að setja greinarmerki án þess að hugsa; upp-
hafsmenn þeirrar stefnu virtust lita á tung-
una eins og þorsk á færibandi i frystihúsi.
Enda tókst kennurunum að vekja andúð
meginhluta nemendanna á islenskri tungu og
islenskum bókmenntum, og mér hefur virst
af samtölum við ungt fólk að skólakennsla i
islensku hafi enn hliðstæð áhrif.
Þá er ég kominn að þvi sem ég ætlaði i raun
aðræða viðHalldór Laxness, þóttallt of langt
mál hafi farið i að stikla á örfáum atriðum úr
islenskri málsögu, en það er islenskt málfar.
Friðrik Þórðarson nefnist islenskur málfræð-
ingur sem starfar við óslóarháskóla og skrif-
ar að minu mati fegurra málen flestir þeir
islendingar sem nú eruuppi. Við Friðrik höf-
um um alllangt skeið stundað þá iþrótt: I9du
aldar íslendinga að skrifa hvor öðrum sendi-
bréfsem einkum hafaf jallaðum islenskt mál
og málsögu, alltniðuri málfræði. Ég fekk ný-
lega bréf fra Friðriki þar sem hann dregur
saman i skýru máli sitthvað það sem við höf-
um verið að fjalla um. Mér tO hægri verka
ætla ég að vitna i þetta bréf, þótt það sé
ósæmilegt blygðunarleysi; einkabréf eru
einkamál, en ég vona að Friðrik láti sér
nægja að senda mér hressilegar ákúrur en
leggi ekki fæð á mig fyrir þennan opinbera
þjófnað. Friðrik kemst svo að orði:
,,En fyrst ég er nú kominn á stað með mál-
fræði, þá spyr ég: hvað er að flámælinu —
þetta er mælt mál og runnið af algerlega
þjóðlegum rótum; og eins latmælið. Og þá
ekki siður þágufallssýkin góða sem virt er
fólki til menningarleysis og gott hvort ekki
aulaskapar lika; munu ófáir barnakennarar
hafa kiknað undan henni fyrir aldur fram,
margir hver jir skarpgreindir menn, en börn-
infarið á stað út i h'fið með öryggisleysi i sál-
inni að vegarnesti og vantraust á sjálfum sér.
Þetta skólastagl sem kent er við málfræði er
haft til þess að kúga alþýðu fólks og rýja
hana mentuninni. Væri raunar gaman að
setja saman um þetta kversjátu, ef ég væri
ekki svo önnum kafinn við önnur fræði og
miklu verri: kanski það gæti stuðlað að þvi
að leysa einhverja hnúta úr sálarlifinu.
T.a.m. þágufallssýkin; hún þykir nú vist
eitthvað á borð við það að ropa i konungs-
veislu, og er þó ekki annað en analógia af
ómerkilegra tagi: mér þykir, mér sýnist —
mig dreymir, mig langar; með ópersónuleg-
um sögnum er sitt á hvað haft þolfall eða
þágufall, og þvinæst er annað fallið tekið
fram yfir hitt; annað eins hefur nú einhvern
tima gerst i máli. Liklega hefur þetta fyrst
orðið i plássum þar sem bjó fátækt fólk og fá-
ar embættismannaættir, og þvi er það haft til
þess að innræta velgefnum börnum af ment-
uðum alþýðuheimilum að þau séu aular og
skríll. Sem sé titlingaskitur hvort hér er haft
þolfall eða þágufall, aftur á móti merkilegt
atriði i málfræði að hér er ekki haft nefnifall,
en komi það uppþá er það grundvallarbreyt-
ing á sjálfu málkerfinu. En þvi fór ég aö
vonskast út af þágufallspexinu að mér renn-
ur til rifja að enginn skuli hafa sagt aukatek-
ið orð um eignarfallssýkina sem nú riður
Magnús Kjartansson: þessi afstyrmislegi
munnsöfnuður hefur magnast i sifellu...
,,Ég held það sé timaskekkja að tengja sam-
an eignarfallssýkina og Atlantshafsbanda-
lagið; inig minnir að Kinar skáld Benedikts-
son væri mjög haldinn þessum sjúkdómi.”
Konráð Gislason: „Ég ætla mér að halda
áfram að skrifa konráðsku meðan ég get
bleytt smérið”.
Hallgrimur Pétursson: gegn „skaða og niðr-
un vors ágæta og auðuga móðurmáls”.
WUndanfarna áratugi hefur verið að
þróast hérlendis málfar sem ég kalla
stofnanaislensku og mótar einkanlega
skrif ianglærðra manna; jarðvegur þessa
afskræmis er ensk tunga,
einkanlega bandariska afbrigðið
húsum á Islandi, en að visu ekki i sjóplássun-
um fyrir sunnan og austan heldur hjá fina
fólkinu og mentamönnunum i Rvk: bók-
mentir enskrar tungu og þar fram eftir,
stendur i siðustuárbók landsbókasafns; ein-
hvern tima hefði þótt duga að segja enskar
bókmentir (á hvaða andskotans tungumáli
eru enskar bækur samdar nema ensku?);
Rússland er land óendanlegs myrkurs, var
hafteftir SvétlönuStalinsdóttur hér um árið i
Morgunblaðinu (hripaði þetta hjá mér á seð-
il); ég fór með setninguna á sendiráðsskrif-
stofunni, skrifstofustúlkan (þágufallssjúk)
hló aðsvona málfari, sendiherra (ekki þágu-
fallssjúkum, þeim hinum sama og ekki þótti
tækt að kjósa hagyrðing til forseta) þótti hún
aftur bráðgóð. Þesskonar eignarföll hafa vist
ekki verið höfð i norrænu máli nema i lakari
heilagramannasögum.og eru visast norsk-
ar, fyrr en mentamenn tóku þau upp á vel-
gengnisdögum Altantshafsbandalagsins: ég
þarf ekki að fara frekar út i það hverja þeir
eru að apa:....
I raun réttri eru það forréttindi að búa
lengi i útlöndum, þá fer maður að taka eftir
ýmsu sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá
innanlandsmönnum; engin furða þó púrism-
inn sé einkum og sér i lagi islenskt Kaup-
mannahafnarmál. Nú má öllum vera sama
þó eitt og eitt orðatiltæki laumist inn i málið
úr dönsku, en áður var að þessu niður-
lægingarbragur; kauðalegtað apa eftir Dön-
um siðioghalda að séu til prýðisbótar, manni
dettur i hug kotkall sem er að byrja að rétta
úr kútnum og stælir alt eftir hreppstjóranum
viðreisninni til sannindamerkis; úr sjónar-
horni eilifðarinnar eða þó ekki sé nema al-
heimsmenningarinnar eru Danir sama út-
kjálkaþjóðin og tslendingar. Púrisminn var
liklega i fyrstunni aukin stéttarvitund
embættísmanna gagnvart kaupmönnum og
þáum leiðþjóðarmetnaður; hann hefst á þvi
að langskólagengnir menn setja saman
kómidiur um búðarstráka (i fclenskum bók-
mentum eru kauDménneinlægt skoDlegir og
svo dðlétttingarþeirra, svokallaðir verslunar-
menn; að geðslegum kaupsýslumönnum og
velmentuðum má lengi leita; raunar að ill-
gjörnum kaupmönnum einnig); uppskafn-
ingar eru að visu fengnir að láni frá Dönum
ogerureyndar fornir i ranni i kómidium, en
það má mikið vera ef það er ekki nýbreytni
Islendinga að gera þá að búðarmönnum. Nú
var þessum fyrstu málhreinsunarmönnum
að visumestum það hugað aðsetningar væru
á sem allra látlausustu islensku alþýðumáli,
en þó margbreytilegu af þvi þetta voru
rómantiskii; menn (eins og ég er enn i dag);
mætti kalla þetta idealiseraðan alþýðleika
(tilgerðarlegt látleysi sagði eitt af nýju
skáldunum við húsfreyju mina og átti við
mig, og má til sanns vegar færa); þetta er
konráðskan og fjölnismannamál og kórrétt
islenskt hafnarmál alt fram á okkar daga; ef
tslendingar hefðu ekki farið að þjarka út af
þessum handritaskjátum við Dani, hefði
mátt treyna i þessu tungutaki lifið enn um
hrið; en það fór sem fór. En ég ætla mér að
halda þvi áfram að skrifa konráðsku meðan
ég get bleytt smérið og nenni að skrifa á ann-
að borð. Hitt er annað mál að einstök nýyrði
mál vel taka eftir útlendingum, með litils-
háttar breytingum eftir beygingarlegum og
hljóðfræðislegum þörfum; raunar mein að
sá siður skyldi komast á að snúa skyldi
hver ju einstöku orði, með þvi höfum við hálf-
vegis orðið utanveltu við menningarlegan
orðaforða evrópumanna. Nýrri málhreinsun
er ekki annað en eltingarleikur við einstök
orð: hverju einu orði i ensku skal samsvara
eitt og sérstakt orð i islensku og sé það orð
dregið af norrænni rót hvað sem raular og
tautar; þetta er sami kotungsbúskapurinn og
áður þó hann sé klæddur í islenskar flikur, og
auk þess vond málfræði: hver hefur heyrt
getið um tungumál sem semantik orða þess
stenst nákvæmlega á við eitthvert annað
mál? Af bók Baldurs Jónssonar um Guð-
mund Finnbogason sést að þetta hefur verið
islenskmálhreinsun á okkar dögum, og dett-
ur Baldri ekki i hug að það sé neitt aðfinslu-
vert og jafnvel ekki merkilegt; ekki vantar
hugkvæmnina hjá Guðmundi að búa til
„islensk” orð um allan þremilinn (a.m.k. það
sem sagt er á ensku), en hálf er ég eitthvað
hræddur um að Konráð og þeir fyrri menn
hefðu fitjaö upp á trýnið að sumum setning-
anna; það gerðu þeir lika Jón á Ystafeili og
Kiljan og fengu skömm fyrir; Halldór Hall-
dórsson fetar dyggilega i fótspor Guðmund-
ar. I þessari setningu eru öll nafnorð
útlensk að þvi er ég best veit, en ég hygg hún
sé mjög nærri mæltu máli alt fyrir það: nú er
prestur hafði lokið prédikun sinni og stóð
fyrir altari, var sunginn sálmur og lék djákn-
inn undir á kirkjuorgelið; aftur á móti er
ekkert útlenskt orð i setningunni: Rússland
er land óendanlegs myrkurs (að þvi er ég
best veit), en flysjungur einn myndi halda
bvi fram hún sé islenskt mál.
Nú þetta varð lengra spjall en ég bjóst við i
fyrstunni, en þú hefur til þess unnið með þvi
að minnast á dönskuslettur.”
Ég eyk leti mina meðþvi að tilfæra þessa
ivitnun úr bréfi frá Friðriki vegna þess að ég
er öldungis sammála sjónarmiðum hans; þó
held ég það sé timavilla að tengja saman
eignarfallssýkina og Atlanshafsbandalagið:
migminnir að Einar skáld Benediktsson væri
mjög haldinn þessum sjúkdómi.
Þetta er orðið miklu lengra mál en ég
hugði á og að sama skapi ómarkvisst. I raun-
inni var tilgangur minn sá einn að biðja Hall-
dór Laxness að hætta að amast við dönsku-
slettum i islensku; af þeim hefur islensku
máli ekki stafað nein hætta um langan aldur,
og mér eru þær einvörðungu aðhlátursefni og
þvi ánægjulegar. Yfir islenskri tungu grúfir
hins vegar annar háski og miklu stórfelldari
en dönsk áhrif á verstu niðurlægingaröldun-
um. Þar á ég við áhrif enskunnar sem fjöl-
miðlar troða inn á gafl á hverju islensku
heimili. Undanfarna áratugi hefur verið að
þróast hérlendis málfar sem ég kalla stofn-
anaislensku og mótar einkanlega skrif lang-
lærðra manna; jarðvegur þessa afskræmis
er ensk tunga, einkanlega bandariska af-
brigðið. Meðan ég gegndi störfum i stjórnar-
ráðinu varð ég að lesa ókjör af svokölluðum
skýrslum. Ég rakst þegar i stað á það. að
þær voru margar skrifaðar á málfari sem ég
skildi ekki, þótt þær hefðu á sér ysta borð
islenskrar tungu. Þegar ég hafði lesið einar
tiu siður og fór að hugsa mig um, áttaði ég
mig á þvi að ég hafði ekki skilið snefil af rök-
semdafærslu höfundarins, og þykist ég þó
verasæmilega læs. Siðan las ég siðurnar tiu
aftur meðsvipuðu hugarfari og þegar ég levsi
krossgátu eða skákþraut. og þá kom i ljós að
hægt var að koma vaðlinum sem fyllti sið-
unar allar fyrir i tiu setningum. sem gerðu
viðfangsefninu full og skýr skil. Þá varð
einnig augljóst að textinn hafði verið hugsað-
ur á ensku. Þessi afstyrmislegi munnsöfnuð-
ur hefur magnast i sifellu að undanförnu og
mótar nú einnig dagblaðaskrif i vaxandi
mæli. Háskinn af þessari þróun er þeim mun
stórfelldari sem kreddukennsla i skólum inn-
rætir börnum og unglingum ógeð á islenskri
tungu. A þessu vandamáli verður að taka af
fullri fyrirhvggju og hörku án tafar. I raun-
inni var tilgangur þessarar löngu greinar sá
einnaðbiðja HalldórLaxnessað leggja til at-
lögu við for-enskun islenskrar tungu en láta
blessaðar dönskusletturnar eiga sig.