Þjóðviljinn - 23.04.1978, Síða 21
Sunnudagur 23. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
Svo eru það þessi farartæki sem menga andrúmsloftið.
Villisvinið er i hraðferð, en geitin stoppar alisstaðai-.
— Taxi.
— Séðu ekki að hann cr upptekinn?
— Hvað segir vcörið?
— Það er á leiðinni.
garðinum
Hverslags smámunasemi
er þetta?
Hafa Islendingar efni á að sóa 5,5
miljörðum króna árlega?
Alþýðublaðið
Kúgun kvenna magnast.
F'orstjórinn (Ingólfur Guð-
brandsson) sýndi baðfatatiskuna
á Hótel Sögu: Fegurðardisirnar
hurfu i skuggann.
Forsiðufyrirsögn i Visi
Sé gullkálfur með i leikn-
um
Hefur guð nokkuð á móti dansi?
Fyrirsögn i Dagblaðinu
Efnahagsleg bjartsýni?
Miljón króna kaffibolli i Sögu
Dagblaðið
Samræmd stjórnsýsla ný
Innlánasjóður lánaði fé til iðn-
reksturs, aðeins nokkrum mán-
uðum siðar kom leyfi borgarráðs
til veitingahúsareksturs.
Dagblaðið
Við hverju má búast
af flokknum?
Strætisvagn á villigötum.
Dagblaðið
Félagsráögjöf á háu stigi
Fólk sem þekkir lifsspeki mina
og visku, hefur leitað ráða hjá
mér vegna vaxandi einmana-
kenndar. Stundum hefi ég svar-
að: Fáðu þér kött. Samvera við
ketti er skemmtilegri og
ábyrgðarminni en hjónaband.
Lesbók Morgunblaðsins
Fjóluilmur i Mogganum
Timi hryðjuverka kvenna er
engan veginn hjá liðinn. Þær eru
fjölmennastar og grimmastar.
Morgunblaðið
Spyr sá sem ekki veit.
Hvað eru Vottar Jehóva að hóa
i fjöllum þar sem bergmálið leik-
ur á þá og segir: rúsinuslátur?
Morgunblaðið
Baráttan gegn atvinnu-
leysinu
Greining kristninnar veitir
hverjum nýjum Satan sem upp-
fundinn er aukin starfsskilyrði.
Morgunblaðið
Viöar er Geir en á Islandi
Halda litið um formanninn
H.september (Færeyjum)
Samheldni í fjölskyIdunni
Sjúklingurinn býr á bóndabæ
með móður sinni, sem hann hefur
tekið i arf eftir föður sinn
lægesekretærbladet.
Praksisinn er erfiðari
Dauðinn er — að minnsta kosti
á hinu fræðilega plani — orðinn
vinsælt efni.
Fyns Amt Avis
Nóg er mjólkin i kúnum.
Hann segir t.d.: Eru konubrjóst
ljót og klámfengin? Þá segi ég:
Kannski að kona hans hafi svo
falleg brjóst að hann vilji helzt að
þau komi fyrir almenningssjónir.
Veit hann ekki hvaða hlutverki
þau hafa að gegna hjá konum?
Þau eiga ekki að vera neinir
sýningargripir. Þau eru sköpuð
til aö framleiða fæðu fyrir barnið
sem hún elur en ekki til að hlaupa
með ber um allar jarðir.
Dagblaðið
Adolf J. Petersen:
VÍSNAMÁL
Þegar sólin signir láð
Vorblærinn hefur strokið hlýtt
um vanga að undanförnu, vakið
hjá mönnum vonir um ánægju-
legt Sumar sem nú er gengið i
garð, þá koma allar langanirnar
hjá þeim sem unna friðsælli
náttúru og vilja njóta hennar,
fjarri ys og skarkala borgarlifs-
ins, hverfa um stundar sakir til
æskustöðvanna, og það hvað
helst hafi þær verið i björtum og
gróðurrikum dal. Þannig er það
t.d. að ölöf Guðmundsdóttir
hefur um langt skeið dvalið i
Reykjavik en i visunum hennar
ómar heimþráin, hugurinn ber
hana vestur i dali þar sem
Auður djúpúðga nam land og
gaf Erni Meldúnssyni hluta úr
landnámi sinu. Um óskir sinar
og heimþrá kveður ölöf
Guðmundsdóttir þannig:
Ef ég mætti óska mér
upp I sveit á vorin.
A æskuslóðum okkar hér
yrðu léttust sporin.
Þegar sólin signir jörð
og sumarblómin anga.
Vestur i Dali um vik og fjörð
vist mun hugann langa.
Aheit skal ég efna mitt,
ekki má þvi gleyma.
Gleddu jafnan geðið þitt
við gróðurreitinn heima.
Að vera kominn heim til
hljómanna og blómanna er
fögnuður þess manns sem er
orðinn þreyttur á malbiki og
steinsteypu. Bragi Jónsson frá
Hoftúnum kom heim og kvað:
Fuglaraddir fagurt hljóma,
fagnar hjartað söngvum þeim.
Nú i sumarsólar Ijóma
sælt er að vera kominn heim.
A sumardaginn fyrsta 1927
kvað Gisli Ólafsson frá Eiriks-
stöðum:
Hærra benda skýja-skil
skreytir lendur vorið.
Okkur sendir sólaryl
sumarið endurborið.
Vorið er timi ásta og unaðar. 1
kvæðinu Vor kveður Hjörtur
Gislason meðal annars þessar
tvær visur:
Meðan léttstig æskan á
ástafund i leyni,
gægist fögur fjólan blá
feiinin undan steini.
Svona lifsins angan er
áfeng jarðarbarni,
þegar islenskt vor um ver
vefur töfragarni.
Vestur-Islendingurinn Friörik
Pétur Sigurðsson kvað sin
sólarljóð um sumarmál:
Sólarljóð um sumarmál
syngja fljóð og drengir.
Hreyfist blóð, en hitnar sál
hrifast góðir drengir
Burt er runnið flóð af fold
fram i unnar ginið.
Færa kunni frjóvgun mold
fagurt sunnu skinnið
Þegar gróa á grundu blóni,
gerist nóg af.yndi.
Syngur lóa léttum róm,
lagið hóf i skyndi.
Skagfirðingurinn Jóhann P.
Magnússon frá Mælifellsá,
hreyfst i hjarta sinu af dis vors-
ins og kvað:
Vekur blómin vorsins dis
vinarrómi hlýjum,
upp i Ijóma röðull ris,
raddir óma i skýjum.
Jóhann var um skeið gæslu-
maður á Kili og átti þar margar
unaðsstundir, en samt sagði
heimþráin til sin, svo hann
kvað:
Sólin blandar skini skúr,
skýrðist blómum jöröin,
hugurinn leitar útlegð úr
inn i Skagafjörðinn.
Annar Skagfirðingur, Magnús
Gislason frá Vöglum vissi hvar
frelsið var að finna i heimahög-
um:
Gróa á hjalla grösin smá
grænka vallarbörðin.
nú er falleg sjón að sjá
sól unt allan fjörðinn.
Geislar flæða fjalls um skaut,
fegra hæð og buga.
Hér i næði lyngs við laut
leitar kvæði i huga.
Margan seiðir mann að sér
mörkin breiðog hálsar.
Uppi á heiðum eru mér
allar leiðir frjálsar.
Skagfirðingurinn Þorsteinn
Magnússon frá.Gilhaga, flutti
burt úr Skagafirðinum. en
hugsaði oft heim og sá umhverf-
ið fyrir innri sjónum, hann
kvað:
Signi haga sunnuhvel,
svo hvern dag ég virði.
Nú er fagurt, veit ég vel
vor i Skagafirði.
Fögur er brekkan og hliðin
þar sem Jón Þorsteinsson frá
Arnarvatni undi á æskudögum,
til hliðarinnar kvað hann:
Enn er brekkan blið og fríð
blónt i runnum innar,
þar sem valt i Viðihlið
vagga æsku minnar.
Þessum brekku brjóstum hjá
bestu gekk ég sporin,
þegar brá mér eintal á
albjört nótt á vorin.
Á fyrsta sumardag, kvað
Kristinn Bjarnason frá Asi i
Vatnsdal
Vetrar liður stundin strið
stormur hriða þagnar,
sunnan þiða sólskinsblið
sumartiðin fagnar.
Foldarsvæði sent er autt,
svella bræðast lögin.
Vonir fæða og vekja dautt
vorsins æðaslögin.
Arsólm hefur margri manns-
sálinni yljað. Árni Jóhannesson
i Kópavogi hefur orðið fyrir
sterkum áhrifum þegar
morgundisin kyssti hann á
vangann:
Oft ég kenni unaðar
innst til sálargrunna
er fögur yfir fold og mar
flæðir morgunsunna.
Arni hefur bæði séð og hevrt
Pál Bergþórsson lýsa veðrinu
og spá fyrir nóttina og morgun-
daginn, og sendir honum þessa
kveðju:
Vorið nálgast vetur flýr
veðra lýkur báli.
Sunnan blærinn sumarhlýr
sifellt yljar Páli.
Árni þurfti eitt sinn að hafa tal
af bæjarstjóranum i Kópavogi.
sem þá var Hulda Jakobsdóttir.
I þann tið voru göturnar mis-
sléttir malarstigar. A
heimleiðinni kvað Arni:
Treð ég leiðir torsóttar,
tregt er fót að bera,
heldur finnst mér holóttar
llulduslóðir vera.