Þjóðviljinn - 26.04.1978, Side 9
Miðvikirdagur 26. april 1978 ÞJÚÐVILJINN — SIÐA 9
Þjóðviljinn ræddi á dögunum
við Svövu Jakobsdóttur þing-
mann Alþyðu ba ndalagsins í
Keykjavik vegna þeirra umræðna
sem fram hafa farið um kjör-
dæmamálið að undanförnu innan
þings og utan. Svava lagði fyrst
áherslu á að kjördæmamálið
snerist um mannréttindi, frá
mannréttindamáli mætti ekki
hvika. Hún sagði:
„JÉg tel mjög brýnt að gera
breytingar á kosningalögunum og
reyndar hefði þurft að vera búið
að gera breytingar nú fyrir þess-
ar kosningar til þess að rétta hlut
kjósenda I Reykjavlk og Reykja-
neskjördæmi.
Eins ognú er komið er mönnum
mismunáð eftir búsetu, þannig að
kjörseðillinn hefúr allt að fimm-
faU minna vægi i einu kjördæmi
en öðru. Þetta þýðir, eins og ein-
hver sagði, að ef 5 Vestfirðingar
flytjast til Reykjaneskjördæmis
missa 4 þeirra kosningaréttinn.
Min afstaða er sú að hér sé um
að ræða mannréttindamál og frá
þvi' megi ekki hvika. Þessi
afstaða min kom fram i fyrravor,
en þá fluttu allir þingmenn
Reykjavikur og Reykjaneskjör-
dæmis, nema Þórarinn Þórarins-
son.tillögu til þingsályktunar um
að stjórnarskrárnefnd gerði til-
lögu um jöfnun kosningaréttar i
landinu”.
*
Reginhneyksli
Rœtt við Svövu
Jakobsdóttur,
alþingismann
Alþýðubanda-
lagsins í
Reykjavík, um
kjördœmamálið
þessi mál á dögunum til þess að
knýja fram nefndaskipan nú fyrir
lok þingsins. Min skoðun var sú,
að ef áskorun okkar bæri ekki
árangur, ætti að fylgja yfirlýsing-
unni eftir með tillögu um skipan
milliþinganefndar. En nú hefur
allsherjarnefnd Sameinaðs Þings
tekið undir þessi sjónarmið og
lagtfram tillöguum nýjanefnda-
skipan”.
Sýndarmennska
— Nú hafa komið fram á
alþingi að undanförnu nokkrar
tillögur um breytingar á kjör-
dæmaskipan i landinu og breyt-
ingar á úthlutun þingsæta.
„Þaðer viðurkennt af öllum, að
ef breytingar eiga að nást fram
verði að vera sem viðtækust sam-
staða um þær, en þar skortir mik-
Svava Jakobsdóttir
Snerting vid
kjósendur
búseta má ekki hafa úrslitaáhrif.
Trúlega er ekki hægt að koma á
nema landið
einu kjördæmi. En sú
ir auðvitað á hverjum þingmanni
að bera hag allra landsmanna
fyrir brjósti, þekkja hinar mis-
munandi aðstaeður og setja sig inn
i hagsmuni fólks, hvar sem það
býr á landinu.
En auðvitað verður að tryggja
að enginn landshluti verði
afskiptur. Ef landið yrði eitt kjör-
dæmi gætu stjórnmálaflokkarnir
t.d. settvissarreglur til aðkoma i
veg fyrir að frambjóðendur
kæmu allir frá sama landshlutan-
um.
Erfiðara erað ná fullu jafnrétti
við núverandi kjördæmaskipan,
þvi hætt er við að úrslit kosninga
gæfu ekki rétta mynd af afstöðu
manna, þar sem gæti farið svo að
allstór minnihluti hefði enga
möguleika á að hafa áhrif á störf
þingsins. Slikt er einnig ólýð-
ræðislegt að minu mati.
Einleiðiner vissulega aðfjölga
þingmönnum og persónulega
finnst mér ekki óeðlilegt að f jölga
þeim ef núverandi kjördæma-
skipan helst óbreytt. Þó finnst
mér hugmyndin um landið állt
sem eitt kjördæmi mun
ákjósanlegri”.
Mannréttindamál sem ekki
má hvika frá
— Hvaö um hlut stjórnar-
skrárnefndarinnar?
„Það má segja aö það hafi ver-
ið fullmikil bjartsýni að fela nú-
verandi stjórnarskrárnefnd eitt
eða annað. Það er reginhneyksli
að þessi nefnd hefur enn engu
skilað og að rikisstjórnin hefur
ekki tekiö i taumana og endur-
skipulagt vinnubrögð hennar.
Það er þó ekki hið eina, sem
saka má rikisstjórnina um i þess-
um efnum. 1 upphafi ferils sins
lofaði hún að beita sér fyrir end-
urskoðun á stjórnarskránni og
kjördæmaskipuninni, og I byrjun
þessa þings gaf forsætisráðherra
yfirlýsingu um að hann myndi
beita sér fyrir viðræðum þing-
flokkanna um breytingar á kosn-
ingalögunum.
Allt hefur þetta verið svikið og
m.a. þess vegna gaf Alþýðu-
bandalagið út yfirlýsingu um
ið á.
Þau þingmannafrumvörip.sem
liggja fyrir aðallega frá þing-
mönnum stjórnarflokkanna sýna
best hversu mikill ágreiningur er
þar um máliö. Ég tel það algera
sýndarmennsku að leggja fram
frumvörpum þetta mál nú á sið-
ustu dögum þingsins, þvi augljóst
er að ekkert af þessum frumvörp-
um verður afgreitt á þessu þingi.
Enda væri slikt tilgangslaust eftir
að listar eru komnir fram og
kosningaundirbúningur flokk-
anna hafinn”.
Akjósanlegra
— Hvernig þarf að breyta kjör-
dæmaskipaninni?
„Hlutverk Alþingis er fyrst og
fremst að móta landsmálastefnu
og skipa rikisstjórn. Alþingi verð-
ur þvi að vera skipað i samræmi
við þjóðarvilja i þeim efnum, og
— En tengslin við kjósendur?
„Fulltrúar sósialista sem
kjörnir eru á þing verða að lita á
það fyrst og siðast hverjir eru
hagsmunir alþýðuþessa lands. Út
frá þessu meginsjónarmiði verð-
um viðaövinna en ekki miða viö
•hvar menn eru búsettir.
Sösialismi i einu kjördæmi þætti
ekki góð stefnuyfirlýsing. Það er
ekki hægt að bera saman lifskjör
fólks eftir búsetu eingöngu og
leggja kjör efnafólks úti á landi
að jöfnu viðkjör aldraðra oglág-
launaðraiReykjavik.Þetta.telég
hafi m.a. verið gert með tillögum
ýmissa þingmanna um að skatt-
leggja alla Reykvikinga vegna
hitaveitu- og vegaframkvæmda
úti á landi.
Þvi miður hafa sumir þing-
menn dregið umræðu um þetta
réttindamál, — jafnan kosninga-
rétt allra landsmanna, niður á
svið hrepparigs og það tel ég for-
kastaniegt.
Inn i þessar umræður hafa
blandast furðulegustu hlutir, eins
og það, að það skipti meginmáli
hvar Alþingi situr og að fjariægð-
irtil Alþingis ráði þvi hve greiðan
aðgang menn eiga að þingmönn-
um sins kjördæmis.
Þingmönnum ber auðvitað að
verai sem nánastri snertingu við
sina kjósendur og kynna sér mál
kjordæmisins sem best.Fjarlægð-
ir i landsbyggðarkjördæmum eru
að visu miklar, en fámennið er
meira og viðast hvar aðrir h’fs-
hættir en hér. Hér i Reykjavik t.d.
hafa þingmenn mun siður tæki-
færi til að tala persónulega við
ibúana og reyna þess i stað að
nota fjölmiðla, sem stofnar þó til
ákaflega einhliða kynna.
Borgarsamfélaghefurí fdr með
sér firringu, og einkenni þeirrar
firringar sáum við t.d. i blöðum
andstæðinga okkar, þegar þing-
menn og borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins fóru að fara á
vinnustaði, hér i Rvik en slikt
þætti sjálfsagður hlutur úti á
landi.
Hér gegna hagsmunasamtök
ákaflega stóru hlutverki og þess
vegna finnst mér ákaflega ógeð-
fellt þegar farið er að litilsvirð-
andi orðum um hagsmunasamtök
almennings i þvi skynj,að minnka
áhrif þeirra. Hagsmunasamtök
eru nauðsynleg i þéttbýlinu og
þau eiga að hafa greiðan aðgang
að þingmönnum til þess að kynna
þeim sjónarmið hópsins og hags-
muni”.
Byggða- og
listasafn
Vestmanna-
eyja vígt
Laugardaginn 15. aprll s.l. var
Byggða- og listasafn Vestmanna-
cyja vigt i hinu nýja safnhúsi
bæjarins, að viðstöddu fjölmenni.
Aður var búið að vigja hið nýja
húsnæði Bókasafns Vestmanna-
eyja i sama húsi.
Við þetta tækifæri var Þor-
steinn Viglundsson, skólastjóri
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja,
heiðraður með þvi að kjósa hann
heiðursborgara Vestmannaeyja-
bæjar, en hann hefur unnið i ára-
tugi að uppbyggingu byggða-
safnsins, og fullyrða má, að það
er að afar miklu leyti til orðið
fyrir atbeina og tilverknað hans.
Efri myndin sýnir hvar forseti
bæjarstjórnar, Reynir Guðsteins-
son, afhendir Þorsteini og konu
hans Ingigerði heiðursskjalið.
Þ.M.
Páll Zophanlasson bæjarstjóri afhendir Þorsteini Viglundssyni upp-
hleypt kort af Vestmannaeyjum (eftir gos) tölusett nr. 1, sem gjöf frá
bæjarsjóði til byggöasafnsins. (Ljósm.: Þ.M.)
Helgi Seljan:
Adflutningslína
verði lögð milli Grimsárvirkjunar og
Hornafjarðar
1 siðustu viku mælti Helgi Selj-
an fyrir tillögu sem hann flytur
um lagningu aðflutningslinu milli
Grimsárvirkjunar og Horna-
fjarðar. Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að á árinu 1979
verði hafist handa um lagningu
aðflutningslinu milli Grimsár-
virkjunar og Hornafjarðar og
tryggt verði nægilegt fjármagn til
framkvæmdanna.”
t framsöguræðu Helga kom
fram að Þorsteinn L. Þorsteins-
son flutti svipaða tillögu fyrir 3
árum siðan.
Helgi gat þess að i tillögunni
væri gengið út frá þeim forsend-
um að Austurlina komist I gagnið
á þessu ári og að ákvörðun um
upphaf framkvæmda við Fljóts-
dalsvirkjun verði tekin á næsta
ári. Hins vegar væri þó engan
veginn tryggt að Austurlina kom-
ist i gagnið á þessu hausti. Þá
hefði ekki enn verið tekin ákvörð-
un um Fljótsdalsvirkjun, þrátt
fyrir að iðnaðarráðherra hefði
gert um það tillögu i rikisstjórn-
inni á grundvelli umsagna Raf-
magnsveitna rikisins.
I ljósi þessarar stöðu málsins
væri þaðe.t.v. full mikil bjartsýni
að flytja þessa tillögu nú. Með,
flutningi þessarar tillögu væri
hins vegar verið að leggja áherslu
á nauðsyn málsins. Sagði Helgi að
Austfirðingar vonuðu allir aö
þannig yrði að málum staðið að
sú framkvæmd er i tillögunni fæl-
ist drægist ekki aftur um 3 ár.
Tillögu Helga fvlgir itarleg
greinargerð sem áður hefur verið
birt hér i blaðinu.