Þjóðviljinn - 26.04.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.04.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. april 1978 Fyrri aukaleikur Fram og KR: KR-ingar burstuðu F ramara 24:18. Arnar Guðlaugsson rekinn í sturtu og leikur ekki seinni leikinn Vonir KH-inga jukust mikið á þvi að halda sér i 1. deildinni i handboltanum er liðið gjörsigraði slakt lið Fram i aukakeppninni i gærkvöldi um það hvert liðanna leikur gegn HK um lausa sætið i 1. deild. Leiknum lauk með sigri KH 24:18 og má heita næsta öruggt að lið Fram leiki gegn HK um sætið. Leikurinn i gærkvöldi var i einu orði sagt hörmulegur. Tóm vitleysa á köflum og menn virtust ekki hafa minnsta áhuga á þvi sem þeir voru að reyna að gera. Fram hafði forustu lengi framan af en þegar liða tók á siðari hálfleikinn tóku KR-ingar að saxa á forskot Framara og i leikhléi var staðan 10:8 KR i vil. t siðari hálfleik var um algjöra eínstefnu að ræða á mark Fram og máttu þeir þakka fyrir að munurinn varð ekki meiri en sex mörk. Framarar urðu fyrir áfalli i þessum leik þar sem Arnari Guðlaugssyni var vikið af velli rétt fyrir lok leiksins fyrir fullt og allt og þurfa KR-ingar ekki að hafa fyrir þvi að taka hann úr umferð i siðari aukaleiknum þar sem hann verður i leikbanni. Björn Pétursson skoraði flest mörk KR eða 11 og átti stórleik enda vörn Fram ekki burðug. Hjá Fram var Jens Jensson einna skástur en allir léku undir getu. Leikinn dæmdu þeir Björn Krist jánsson og Gunnlaugur Hjálmarsson og gerðu það mjög vel. . .«■< Sigurður P. óskarsson skorar I leiknum gegn Fram i gærkvöldi. Valsmenn kafsigldu lið Armanns og sigruðu 9:1 Egill Steinþórsson og Hörður Hilmarsson reknir i bað Það var mikið um að vera úti á Melavelli i gærkvöldi. Þar léku lið Vals og Armanns i Reykjavikur- mótinu i knattspyrnu og kafsigldu Valsmenn andstæðinga sina að þessu sinni 9:1. Staðan i leikhléi var 5:0 Val i vil. Valur tryggði sér þar með aukastig fyrir að skora meira en þrjú mörk i leik. Mörk Vals skoruðu þeir Guð- mundur Þorbjörnsson 4, Ingi Björn 3, Jón Einarsson 1 og Atli Eðvaldsson 1. Þeir Egill Steinþórsson og Hörður Hilmarsson voru báðir reknir i bað i leiknum og fara þvi i eins leiks leikbann. SK Golfmenn eru nú i óöa önn aö bua sig unair gonvertlðina sem nu fer senn að hefjast. Eitt mót hefur nú þegar verið haldið hjá Golfklúbbi Ness. Golfklúbburinn Keilir i Hafnarfirði heldur sitt fyrsta mót á laug- ardaginn kemur og er það hið árlega Uniroyal Open mót. Þetta er fyrsta opna golfmótið á þessu ári og i fjóröa skiptið sem það er haldið. Allar upplýsingar eru göfnar i sima 53360. SK. — » "" Fyrsta golfmót sumarsins hjá Kelli á laugardaginn 143.500 fyrir 11 í 34. leikviku Getrauna komu fram 5 seölar meö 11 réttum og var vinning- ur á hvern kr. 143.500. Meö 10 rétta voru 87 raðir og vinningur kr. 3.500.- fyrir hverja. A laugardaginn fer fram sið- asta umferð ensku deildakeppn- innar og jafnframt siðasta leik- vika Getrauna að þessu sinni. Þátttaka hefur verið næstum tvöfalt meiri en veturinn 1976—77, heildarsala getrauna- seðla hefur numið 59 miljónum króna og vinningar verið alls tæpar 30 miljónir. Sölulaun i- þróttafélaganna hafa numið um 15 milj. kr. og er það 3 milj. kr. meira en beinn rekstursstyrkur rikisins til iþróttafélaganna nam árið 1977. FH- Haukar Fyrri leikurinn i undanúrslit- um Bikarkeppni HSl verður leikinn i Hafnarfirði i kvöld. Haukar og FH eigast við og eins og venjulega þegar þessi lið mætast er búist við hörkuviður- eign. Siðast þegar liðin léku i ís- landsmótinu sem nú er lokið sigruðu Haukarnir og verður þvi fróðlegt að sjá hvort FH-ing- um tekst að hefna harma sinna i kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. SK. 2SSÍ2Z ★ var myrkur fyrir u im rðið gott « * Viðtal viðsk 'Arna Öðimmn Sportblaðiö er komið út. 1 þvi er að venju fjölbreytt efni og skemmtilegt. Meðal efnis i blaðinu eru viðtal við Ragnar Jónsson hins frækna handknattleikskappa úr FH. Þá er rætt viö þá Sigur- berg Sigsteinsson og Stefán Gunnarsson sem báðir eru fyrrverandi landsliðsmenn i handknattleik. Sagt er frá tveimur eftirminnilegum knattspyrnulandsleikjum gegn Dönum. Viðtal viö tslandsmeistar- ann i badminton, Jóhann Kjartansson. Lið Arsenaler kynnt og margt fleira góðmeti er i blaðinu. SK ——___a__aa.a._a_tfJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.