Þjóðviljinn - 26.04.1978, Síða 13
Miövikudagur 26. april 19781 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Ekki bregður ðllum eins
við undrin
1 dag kl. 18.10 veröur sýnd bresk
dýralifsmynd i léttum dúr, þar
sem þvi er lýst, hvernig villidýr i
Afriku bregöast viö, þegar þau
mæta eftirmyndum sinum i liki
útblásinna gúmmidýra. Hvaö
skyldi nashyrningurinn á mynd-
inni halda, þegar hann sér
gúmmidýriö?
Enskukennslan
Svör viö æfingum í 23. kafla
1. Svörin eru i textanum.
2. Dæmi: Have you ever been to
Buckingham Palace?
3. Dæmi: I’ve never been to
Buckingham Palace, but I’ve
seen it (Buckingham Palace).
4. Dæmi: Has Maria ever been to
a pub? No, she hasn’t.
5. Dæmi: Have you ever seen an
elephant? No I’ve never seen an
elephant.
6. Dæmi: Have you been to
Marseilles? Yes, I have been to
Marseilles often.
7. Svariö fyrir ykkur sjálf.
8. Pierre has gone to France,
Pieter has gone to the Nether-
lands....
9. Dæmi: She hasn’t been to the
cinema for ages.
10. I haven’t been to the cinema
for ages, but I’m going there
soon.
11. Fylgið dæminu og notið setn-
ingarnar úr 9. æfingu.
12. Dæmi: Have you been to the
cinema recently? Yes, I have.
13. making, eating, doing, read-
ing, watching, taking, combing,
cleaning, writing.
14. Svarið fyrir ykkur sjálf.
15. 1. Mark, Ted, Anne., Kate.
2. garden.
3. Denmark.
utvarp
Litli príns
Rithöfundur nokkur, sem nefnir
sig Asgeir Gargani, les smásögu
eftir sig i útvarpi kl. 21.30 i kvöld.
Sagan heitir Litli prins.
Asgeir þessi Gargani sendi Vel-
vakanda Moggans lesendabréf,
sem birtist þar fyrir viku. Við
birtum hér til gamans kafla úr
þessu kostulega bréfi:
,,Ég heiti Asgeir Gargani og er
ungur rithöfundur sem er að
brjótast til valda. Ég er mikill
listamaður af Guðs náð, það vita
fáir, en það er mitt hlutverk að
gera öllum heiminum það ljóst.
Ég hef skrifað fjórar skáldsög-
ur frá þvi ég var átján ára gamall
en-þær eru allar óbirtar ennþá.
Sögurnar heita: Litla stúlkan
með eldspiturnar. Grafarinn
mikli sem grét. Synir borgarljós-
anna, 1. bindi og Dauðdagi morð-
ingjans. Ég lagði mig allan fram
við að skrifa betri og betri skáld-
sögur og vildi ekki fara til útgef-
anda fyrr en ég hafði eitthvað
virkilega gott i höndunum. En
siðastnefndu söguna hef ég verið
að ganga meö á milli útgefenda
frá áramótum. Eftir þetta fimm
ára strit kemur i ljós að það er
ekki áhugi fyrir bókum eftir
óþekkta höfunda. Otgefendur
neituðu mér vegna þess að nafnið,
vörumerkiö, var algjörlega,
óþekkt. Ég hef gert hræðileg mis-
tök. Mér fannst þetta lika eitt-
hvaðdularfullt þvi ég vissi aö ég
var kominn langt framúr mörg-
um starfandi rithöfundum.
Nafnið mitt er sem sagt algjör-
lega óþekkt og neyðist ég til að
ganga i gegnum þá eldraun að
vekja athygli i fjölmiðlum
hvernig sem ég fer nú að þvi”.
Já, ekki vantar kokhreystina
hjá hinum unga höfundi, þessum
„mikla listamanni af Guðs náð”.
En nú hefur Rikisútvarpið semsé
tekið hann upp á arma sina og
komið honum á framfæri. Menn
skulu þvi leggja við hlustir i kvöld
og verða vitni að fyrstu sporum
ritsnillingsins á frægðarbraut-
inni. -eös
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregiiir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunslund barnanna kl.
9.15: Margrét örnólfsdóttir
heldur ál'ram lestri sögunn-
ar „Gúró" eftir Ann
Cath.-Vestly (8).
,,Leyndarmál Lárusar" kl.
10.25: Séra Jónas Gislason
dósent les ljórða og siðasta
hluta þýðingar sinnar á um-
fjöllun um kristna trú eftir
(iskar Skarsaune. Kirkju-
túnlislkl. 10.45. Morgunlon-
leikar kl. 11.00: Fil-
harmoniusveitin i Lundún-
um leikur þætti úr ballettin-
um ,,The Sanguin Fan” op.
81 eftir Edward Elgar, Sir
Adrian Boult stj/Hljómsveit
l'ranska utvarpsins ieikur
Sinfóniu i C-dúr eftir Paul
Dukas: Hean Martion stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Sagan
al' Uróður Ylling” el'tir
Kriðrik A Brekkan Bolli
Gústafsson les (10).
16,00 Fréttir. Tilkynningar.
< 16.15 Veðurfregnir).
10.20 Popphorn Halldór Gunn-
arsson kynnir.
17.30 Útvarpssaga barnanna:
,.Steiui og Danniá öræfum”
eftir Kristján Jöhannsson
Viðar Eggertsson les (4).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kréttir. Kréttaauki. Til-
kynningar
19.35 Einsöngur i útvarpssal:
Ragnheiður Guðmuudsdótt-
ir syngur lög eftir Mariu
Markan, Jóhann Ó. Har-
aldsson, Þórarinn Guð-
mundsson, Hallgrim Helga-
son o.ll: Ólaíur Vignir Al-
vertsson leikur á pianó.
20.00 Að skoða og skilgreina
Frétta- og orðskýringaþátt-
ur, tekinn saman af Birni
Þorsteinssyni Flytjandi
ásamt honum: Krisján
Jónsson (Aður á dagskrá i
nóvember 1974).
20.40 1 þrottir Umsjón: Her-
mann Gunnarsson.
21.00 Sónölur eftir Galluppi og
Searlatli Arturo Benedetti
Michelangeli leikur á pianó.
21.30 „I.itli prins", smásaga
eflir Asgeir Gargani Höf-
undur les.
15.00 Miðdegistónleikar Con-
certgebouw hljómsveitin i
Amsterdam leikur Spænska
rapsódiu eftir Maurice
Ravel: Bernhard Haitink
stjórnar. Zino Francescatti
og Filadelfiuhljómsveitin
leika Fiðlukonsert eftir
William Walton: Eugene
Ormandy stjórnar. Sin-
f óniuhljómsveit útvarpsins i
Moskvu leikur „Klettinn”,
hljómsveitarfantasiu nr. 7
eftir Sergej Rachmaninoff:
Gennadi Rozhdestvenský
stjórnar.
21.55. Klautukonscrt nr. 5 i
K.s-dúr cltir Pcrgolcsi
Jean-Pierre Rampal og
Kammersveitin i Stuttgart
leika: Karl Munchinger
stjórnar.
22.05 Kvöldsagan: Ævisaga
Sigurðar Ingjaldssonar Irá
Balaskarði Indriði G. Þor-
steinsson les siöari hluta
(2).
22.30 Veöurfregmr. Fréttir.
22.50 Svört tónlist. Umsjón:
Gerard Chinotti. Kynnir:
Jórunn Tómasdóttir.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
18.00 Ævintýri sótarans (L)
Tékknesk leikbrúðumynd.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.10 Ekki bregður öllum eins
við undrin (L) Bresk dýra-
lifsmynd i léttum dur, þar
sem þvi er lýst, hvernig
villidýr i Afriku bregðast
við, þegar þau mæta eftir-
myndum sinum, uppblásn-
um gúmmidýrum. Þýðandi
og þulur Kristmann Eiðs-
son.
18.35 Hér sé stuð (L) Hljóm-
sveitin Haukar skemmtir.
Stjórn upptöku Egill
Eðvarðsson.
19.00 On We GoEnskukennsla.
24. þáttur frumsýndur.
19.15 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Vaka (L) 1 þessum þætti
verður fjallað um
byggingarlist. Umsjónar-
maður Gylfi Gislason.
Stjórn upptöku Egill
Eðvarðsson.
21.10 Charles Dickens (L)
Breskur myndaflokkur. 4.
þáttur. Ast. Efni þriðja
þáttar: Charles vinnur i
verksmiðju til að hjálpa til
að afla heimilinu tekna. I
verksmiðjunni vinnur fjöldi
barna og foringjar þeirra
eru tveir pörupiltar, sem
verður strax uppsigað við
Charles. Enn sigur á ógæfu-
hliðina h já John Dickens, og
loks er honum stungið i
skuldafangelsi. En hann
læturekki bugastogheldur i
vonina um, að honum muni
leggjast eitthvað til.
Þýðandi Jón O. Edwald.
22.00 Björgunarafrekið við
Látrabjarg.Heimildamynd,
sem óskar Gislason gerði
fyrir S1 ysavarnafélag
lslands, er breskur togari
fórst undir Látrabjargi fyrir
rúmum 30 árum. Mynd
þessi hefur verið sýnd viða
um land og einnig erlendis.
Sfðast á dagskrá 31. mars
1975.
PÉTUR OG VÉLMENNIÐ Eftir Kjartan Arnórsson