Þjóðviljinn - 12.05.1978, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. mal 1978.
Listi Alþýðubandalagsins á
2. Hannes Baldvinsson
framkvæmdastjóri, Siglu-
firði. F. 10. april 1931. Sildar-
matsmaður, formaður
stjórnar lagmetisiðjunnar
Siglósild 1972-1977, bæjar-
fulltrúi 1962-1966, i stjórn
S.R. frá 1969. Varaþing-
maður frá 1971. Kvæntur
Halldóru Jónsdóttur.
1. Ragnar Arnalds
alþm., Varmahlið, Skaga-
firði. F. 8. júli 1938. Alþingis-
maður 1963-1967 og siðan
1971. Formaður Alþýðu-
bandalagsins 1968-1977. Lög-
fræðingur að mennt, en hef-
ur mest fengist við kennslu
auk stjórnmálastarfa, m.a.
skólastjóri i Varmahlið 1970-
1972. Kvæntur Hallveigu
Thorlacius.
3. Eríkur Pálsson
bóndi, Syðri-Völlum, V.-
Húnavatnssýslu. F. 19. júni
1941. Vann við ýmis störf,
m.a. i fiskvinnu og hjá vega-
gerðinni, en hefur verið
bóndi á Syðri-Völium undan-
farin tiu ár. Kvæntur Ingi-
björgu Þorbergsdóttur.
6. Haukur Ingólfsson
vélvirki, Hofsósi, Sagafiiði.
F. 5. april 1938. Hefur verið
vélvirki hjá Fjólmundi
Karlssyni i Stuðlabergi und-
anfarin 15 ár. Kvæntui
Eygló óskarsdóttur.
7. Eövarð Hallgrímsson
byggingameistari, Skaga-
strönd A.- Húnavatnssýslu
F. 22. janúar 1948. Eðvarð er
frá Helgavatni i Vatnsdal.
Hefur stundað húsabygging-
ar á Skagaströnd og viða um
sýsluna mörg undanfarin ár.
Formaður Alþýðubanda-
lagsins á Skagaströnd.
Kvæntur Helgu Guðmunds-
dóttur.
8. Ingibjörg Hafstað
húsfreyja, Vik, Skagafirði.
F. 19. april 1951. Tók
kennarapróf frá K.I. og
fóstrupróf. Hefur starfað
sem kennari undanfarna
þrjá vetur við Barnaskóla
Sauðárkróks ásamt hús-
freyjustörfum i Vik. Gift
Sigurði Sigfússyni.
Noröurlandi vestra
4. Þórarinn Magnússon
bóndi, Frostastöðum, Skaga-
firði. F. 7. febrúar 1949. Stú-
dent frá MA, búfræðikandi-
dat frá Ási i Noregi, i stjórn-
um Ungmennasambands og
Búnaðarsambands Skaga-
fjarðar. Hefur verið bóndi á
Frostastöðum siðan 1973.
. Guðríður Helgadóttir
húsfreyja, Austurhlið, A.-
Húnavatnssýslu. F. 16. mars
1921. Hefur búið i Austurhlið
i Blöndudal undanfarin 17
ár. Formaður Kvenfélags
Bólstaðarhliðahrepps. Gift
Friðrik Brynjólfssyni.
9. Eyjólfur Eyjólfsson
verkamaður, Hvamms-
tanga, V.-Húnavatnssýslu.
F. 31. mars 1921. Stundaði
sjómennsku i tvo áratugi og
búskap á Geitafelli á Vatns-
nesi i 16 ár. Hefur haft mikil
afskipti af verkalýðsmálum.
Kvæntur Hansinu Hjartar-
dóttur.
10. Kolbeinn
Friðbjarnarson
formaður Verkalýðsfélags-
ins Vöku, Siglufirði. F. 3..
október 1931. Hefur verið
einn helsti forystumaður
verkalýðshreyfingarinnar á
Norðurlandi um árabil.
Bæjarfulltrúi i Siglufirði sið-
an 1970. Kvæntur Guðnýju
Þorvaldsdóttur.
Félag dráttarbrauta- og skipasmiðja
Naudsyn nýsmíða
Jafnri og stödugri nýsmiöi þarf aö beina til íslenskra
stööva en ekki erlendra
Að undanförnu hafa þær radd-
ir gerst sifellt háværari, að fiski-
skipafloti landsmanna sé þegar of
stór, og þvi sé eðlilegt að stöðva
öll skipakaup og nýsmiðar innan-
lands, auk þess sem leggja beri
hiuta fiotans.
Þvi skal sist af öllu mótmælt, að
nauðsynlegt sé að stiila saman
stærð fiskiskipastólsins (sóknar-
getu) og nýtingu fiskistofnanna.
Það er hins vegar skoðun Félags
dráttarbrauta og skipasmiðja, að
verði þetta gert meö stöðvun allr-
ar endurnýjunar á flotanum, geti
annað og verra hlotist af.
Það gefur auga leið, aö þeir
sem stýra þvi takmarkaða fjár-
magni, sem til ráðstöfunar er til
uppbyggingar og endurbóta á að-
stöðu fyrir atvinnuvegina, geta
freistast til að gripa fegins hendi
forsendu á borð við þá, sem að
framan er rætt um og ákveða að
verja ekki fé til uppbyggingar
skipaiðnaðarins fyrren eftir að
eðlilegt ástand hefur skapast.
Yrði sú skoðun ofan á, að leggja
beri niður nýsmiði innanlands,
myndi vafalaust leiða þar af, að
engin áhersla yrði lögð á að end-
urbæta húsnæði og aðra aðstöðu
þeirra fyrirtækja, sem i skipa-
smiði starfa, en þetta krefst
nokkurs fjármagns. Jafnvel þætti
ekki ástæða til að reyna að koma
við þeim framleiðslutæknilegu
nýjungum, sem ýmist er unnið að
eða eru i undirbúningi i þessum
fyrirtækjum, eða að verja fé til
uppbyggingar fyrir tækja i i
skipaviðgerðum.
Þetta er ein alvarlegasta af-
leiöing þess aö fiskiskipaflotinn
er of stdr miðað við fiskstofnana.
Þetta er ekki einungis alvarlegt
fyrir skipaiðnaðinn, heldur
einnig fyrir þjóðarbúskapinn
allan, af eftirfarandi ástæðum:
Nýjar tegundir skipa.
Jafnvel þótt leggja þyrfti hluta
flotans benda likur til þess, að það
eigi fyrst og fremst við eina
skipstegund fremur en aðra. Ekki
er njinnsti vafi á, að viðbótar-
þörf verður alltaf fyrir vissar teg-
undir skipa. Mikill áhugi er fyrir
hendi hjá útgerðarfyrirtækjum að
losna við óhagkvæm skip ( t.d.
togara 700 - 1000 brl.) og fá önnur i
staðinn ( togara af stærðinni 499
brl.). Liklegt er þvi að minni
skuttogurunum muni fjölga á
næstunni og nótaskipin ( loðnu-
skip ) muni stækka i ca. 1500
þungatonn. Ennfremur má gera
ráð fyrir að nýting 200 milna
landhelginnar hafi i för með sér,
að fiskiskipum undir 99 brl. fjöigi
(en þessi skip mega veiða i hólf-
unum svonefndu), auk þess sem
meiri eftirspurn verður eftir
breytingum á fiskiskipum. Ot-
gerðarmenn munu ennfremur
vilja fá ný skip i stað þeirra sem
nauðsynlegt kann að vera að
leggja vegna ástands þorsk-
stofnsins. Þeir munu fá þessu
framgengt svo lengi sem endur-
nýjunin beinist að þvi , að nýta
aðra stofna en þorskstofninn.
Þetta þýðir að fyrirsjáanlega
verða fyrir hendi talsverð verk-
efni fyrir nýsmiðastöðvar. Spurn-
ingin er aðeins sú, hvort þau bein-
ast til útlanda eða til innlendra
. stöðva. Ef hætt verður við fjár-
magnsfyrirgreiðslu tií uppbygg-
ingar skipaiðnaðarins má búast
við aðmestur hluti þessara verk-
efnalendi hjáerlendum stöðvum.
Það tekur langan tima að koma
upp góðum skipasmiðastöðvum,
en stuttan tima að eyðileggja
þær. Að þvi virðast núverandi
stjórnvöid stefna.
Öflugur skipaiðnaður
nauðsyn.
Endurnýjun fiskiskipastólsins
hefur átt sér stað I gifurlegum
sveiflum, sem hafa i för með sér
mjög óheppilegar afleiðingar,
bæði fýrir útgerðina og skipa-
smiðaiðnaðinn. Skipin úreldast
öll á sama tima, þau þurfa flest
öll ftokkunarviðgerðá sama tima
o.s.frv.
Reynslan sýnir, að ef eðlileg
endurnýjun fiskiskipastólsins
fær ekki að eiga sér stað, má bú-
ast við að innan fárra ára muni
skapast aðstæður til þess að ein
flóðbylgjan enn skelli yfir, verði
ekkert að gert. Þá er einfaldlega
of seint að hefjast handa um
frekari uppbyggingu skipaiðnað-
arins. Skynsamlegast Skynsam-
legasta aðferðin til þess að draga
úr sveiflunum, fylgjast með þró-
un i' tækni o.s.frv. er að hafa
öflugan skipaiðnað i landinu.
Það hlýtur þvi að vera sameig-
inlegt markmið útgerðar og
skipaiðnaðar að sem mest af
þeim nýsmiðaverkefnum, sem
breytt samsetning flotans hefur i
för með sér, verði framkvæmd
hér innanlands.
Framleiðslugeta þarf
að aukast
Jafnvel þótt ínnlendar skipa-
smiðastöðvar framleiði af fullum
afköstum, geta þær aðeins fram-
leitt u.þ.b. helming af eðlilegri
endurnýjunarþörf, þ.e. þeirri
árlegu endurnýjun flotans, sem
þörf er fyrir miðað við eðlilegar
aðstæður. Arið 1971 var gert ráð
fyrir að árleg endurnýjun flotans
þyrfti að vera um 4000 lestir til
þess að hann héldist i óbreyttri
stærð. Siðan hefur flotinn stækkað
verulega, þannig að þessi tala
hefur talsvert hækkað. Fram-
leiðslugeta stöðvanna er hins
vegar aðeins u.þ.b. 2000 brúttó-
rúmlestir. Þannig myndi flotinn
minnka jafnvel þótt afkastageta
innlendra stöðva yrði fullnýtt.
Nýsmiði skipa er forsenda fyrir
þvi, að viðgerðir megi stunda
með hagkvæmum hætti. Þessir
þættir verða að bera hvorn annan
uppi. Ef nýsmiðum yrði hætt, er
'hætta á mjög lélegri nýtingu
sumra stöðvanna, þannig að hag-
kvæmnin yrði minni og við við-
gerðirnar þyrftu þvi aö verða
dýrari. Framhald á bls. 15