Þjóðviljinn - 12.05.1978, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1978, Síða 7
Föstudagur 12. mal 1978. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7 Obbinn af ungum „athafnamönnum” hefur aldrei lært aö vinna og hefur ekki áhuga á undirstöðu- atvinnuvegum þjóöarinnar. Þessi skjalatöskulýöur mænir á erlenda stóriöju og tilbiður aronskuna. Ásbjörn Þorgilsson Landi á að stjórna í samstarfi við verkalýðinn Astæðan fyrir þvi að ég sest niður og hripa þessar linur er sú, að ég hef nú um nokkurt skeiðfylgst, að visu úr fjarlægð, meðframvindu mála á pólitfsk- um vettvangi heima. Við hjónin höfum verið búsett i Noregi nú i næstum tvö ár. Við höfum átt þvi láni að fagna að fá Þjóöviljann sendan reglulega. Þar að auki höfum við aðgang að öðrum blöðum einstaka sinn- um. Svo bar það við að við fengum pakka að heiman og i honum voru meðal annars nokkur ein- tök af Morgunblaðinu. 1 blaðinu frá 15. april gat að lita flenni- stóra forsiðufrétt af ákvörðun Nordli forsætisráðherra um að setja launadeiluna hér i Noregi til kjaradóms. Ég varð strax forvitinn að lesa hvað blað kapitalista á Isl- andi hefði að segja um þessa ákvörðun Nordlis. Jú, það var svo sem auðvitað, þeir voru ákaflega hrifnir af afreki og hugrekki norska for- sætisráðherrans. Það var sem mætti lesa á milli linanna: ,,Sko Nordli! Svona eiga sýslu- menn að vera” og „Svo er is- lenskur verkalýður - að setja sig á háan hest”. Morgunblaðið varðist hins vegar að minnast á að um þess- ar mundir er verðstöðvun i Noregi hvað þá að blaðið hætti sér út á þann hála is að bera saman kaup og kjör norsks og islensks verkalýðs. Verðstöðvunin gerir það að verkum að hér hefur ekki orðið um neina teljandi kaupmáttar- skerðingu að ræða. Talsverð ó- ánægja er að visu með þessa ákvörðun rikisstjórnarinnar, en ég er þess fullviss að stjórn verkamannaflokksins mun ekki gera neitt það sem hún ekki telur verkalýðnum til góðs. Þar með hrvnja tilburðir Morgun- blaðsins til samanburðar á ástandinu i Noregi og lágkúru- legum aðgerðum Geirs og Ölafs á íslandi. Eða verður það ekki að teljast lágkúrulegt að gefa grænt ljós á gerða kjara- samninga og siðan læðast aftan að verkalýðnum með stórfelld- um kjaraskerðingum? Hrifning Morgunblaðsins Ég nefndi áðan að Morgun- blaðið hefði greinilega verið hrifiðaf hugrekki og festuNord- lis, en ég get ekki séð að það (Morgunblaðið) þurfi að hafa neina minnimáttarkennd út af þvi að forsætisráðherrannokkar ar skorti hugrekki.Morgunblaðit hlakkar yfir að liklega verði að' fresta fyrri ákvörðun norsku rikisstjórnarinnar um að laun- þegum verði bættur að fullu tekjumissir i veikinda- og slysa- tilfellum. Ég verð að hryggja Morgunblaðið og aðstandendur þcss svo og fylgjendur þess að almannatryggingar i Noregi verða ekki lagðar niður, þvi að tillaga þessi hefur þegar verið ■ samþykkt sem lög i norska þinginu. Frá fyrsta júli munu allir launþegar i Noregi fá greidd 100% laun i veikinda- og slysatilfellum. Enn fremur hef- ur verið samþykkt að koma til móts við þá lægst launuðu og barnaf jöiskyldur, svo og elli- og örorkulifeyrisþega með lækkun skatta. Hins vegar verða engar breytingar gerðar á launum þeirra sem hafa um og yfir 60 þús. norskar krónur i árstekjur. 2/'8 miljónir islenskra króna).En þeir sem þéna frá 80 þús. og yfir 100 þús. mega hins vegar búast við auknum skatta- álögum. Af framansögðu má sjá að ólikt hafast þeir að Nordli og Geir Hallgrimsson. Þvi er það beinlinis hlægilegt að Morgunblaðið skuli freistast til að bera saman ástandið hér og á Islandi. Ég vil taka það fram, áður en lengra er haldið, að ég sé stjórn- málaástandið i Noregi með aug- um gestsins. Ég er fyrst og fremst Islendingur og þar að auki félagi i Alþýðubandalag- inu. Þannig að það sem að framan er skrifað er ekki sagt til að upphefja norska Verka- mannaflokkinn og pólitik hans. Nei, en hins vegar ættum við Is- lendingar að gera okkur ljóst af framansögðu að landi verður ekki stjórnað svo vel sé nema til komi samstarf stjórnvalda og verkalýðs. Flokkur forstjóra og atvinnurekenda Þvi verður það að teljast ald- eilis furðulegt að til séu menn og konur á íslandi, landi sjómennsku og fiskveiða, sem ár eftir ár, kosningar eftir kosn- ingar kjósa til valda flokka sem samanstanda að mestu af forstjórum og atvinnurekend- um, að ógleymdum kaupmönn- um og heildsölum. Þennan friða hóp fyllir svo upp alls konar smáborgaralýður sem þykist of finn til að taka þátt i undirstöðu- atvinnuvegum þjóðarinnar. Þetta sómafólk hefur hingað til verið kallað afætulýður. Það vinnur að þvi að ala upp hjá þjóðinni alls konar gerviþarfir og hefur siðan lifsviðurværi sitt af þvi að fullnægja þessum þörf- um. Þessu fólki er dillað af for- kólfum Sjálfstæðisflokksins og heitir i þeim herbúðum ungir at- hafnamenn, menn einkafram- taksins. Þaðer hins vegar minna talað um þá sem byggja lifsafkomu sina á almennri verkamanna- vinnu, iðnaði eöa sjómennsku, að ógleymdum landbúnaðinum. Það er þó öllu verra, að nú þegar liður að kosningum 1978, virðist sem 2 aðrir flokkar þ.e. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur hafi sýkst af sjónarmið- um Sjálfstæðisflokksins og flykki sér undir merki einka- framtaksins og braskaranna. Þetta væri nú kannski allt gott og blessað ef eitthvað af þessum ungu framtaks- og fram- kvæmdamönnum gerðu eitt- hvað til eflingar atvinnu i land- inu. En það er ekki þvi að heilsa. Obbinn af þessu fólki hefur aldrei lært að vinna og hefur þar af leiðandi ekki áhuga á atvinnumálum almennt eða neinu þvi er lýtur að at- vinnu-uppbyggingu i landinu. Nei, nú hefur þessi skjalatösku- lýður fengið augastað á öðru sem álitlegra er en að merg- sjúga islenskan verkalýð. Erlend stóriðja skal það heita. Það er sko hægt að slá um sig! Gömul og ný auðgunarleið En það svivirðilegasta af öllu er nýjasta auðgunarleiðin sem þessir kumpánar hafa fundið. Hún er sú að snúa sér að setulið- inu, mesta smánarbletti tslandssögunnar og krefjast gjalds fyrir veru þeirra. Þessi hugmynd hefur að visu lengi blundað i brjóstum islenskrar braskarastéttar, svo sem nafnið á þessari hugmynd ber með sér (Aronska). En aldrei hefur jarðvegurinn verið svo fr jór eða rækilega plægður sem nú til slikra ólukkuverka. Sjálfstæðisflokknum, með Framsókn i vasanum hefur tek- ist að koma islensku þjóðfélagi svo gersamlega á kaf i skulda- fen að ekkert blasir við nema gjaldþrot ef svo heldur áfram sem horfir. Þessum ummælum minum til stuðnings nægir að benda á. áform þau sem uppi voru strax eftir strið þegar verja átti striðsgróða islensku þjóðarinnar til byggingu verslunar og þjónustuhalla i Reykjavik. En við myndun ný- sköpunarstjórnarinnar sem i áttu sæti sósialistar og jafnaðarmenn auk Sjálfstæðis- flokksmanna tókst sem betur fer þeim fyrrnefndu að afstýra þeim áformum og fengu þvi til leiðar komið að keypt væru fiskiskip til eflingar atvinnulifi i landinu. Að þessu framtaki sósialista búum við enn i dag. En þessi glæsilegi sigur is- lenskra sósialista átti þó eftir að draga dilk á eftir sér. Þessi dilkur er nú aðalhalds- reipi braskaranna, -nú þykir þeim timi til kominn að sauður- inn gjaldi fyrir sig. Mér kæmi ekki á óvart þó að i stjórn- málasögu Sjálfstæðisflokksins i framtiðinni yröi hingaðkoma bandariska herliðsins talin mesti stjórnmálasigur Islands- sögunnar. Þeir hafa nefnilega þann ljóta sið að miklast ai óhappaverkum sinum, saman- ber samninginn sem rikisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks gerði við Breta árið 1961 i lok 12 milna þorskastriðsins. Kjósum Alþýöubandalagið Nú þykir sjálfsagt mörgum nóg komið og það má vel vera i bili að minnsta kosti. Ég vil að- eins að lokum hvetja alla Is- lendinga sem hafa framfæri sitt af þvi að selja vinnuafl sitt svo og námsmenn sem erfa munu landið i framtiðinni að fletta i gegn um islenska •stjórnmála- sögu áður en þeir ganga að kjör- borðinu i vor. Einnig væri öilum og sérstaklega þeim sem nú munu kjósa i fyrsta skipti hollt að lesa bækur Tryggva Emils- sonar. Er ég þá illa svikinn ef réttlætis- og sómatilfinning fyrir islenskri stéttabaráttu vaknar ekki i brjóstum margra. M 3-'..miðið er: Eflum þann iiokk sem harðast hefur barist gegn framangreindum brask- araöflum i þjóðfélaginu og stað- ið hefur dyggilegastan vörð um baráttu verkalýðsins og mann- sæmandi lifskjör á tslandi. Kjósum Alþýðubandalagið. Asbjörn Þorgilsson verkamaður Oslö. Elvar við eina mynd sina, er hann nefnir ,,Sjógang”. Elvar Þóröarson opnar myndusta- sýningu Elvar Þórðarsonfrá Stokkseyri opnar myndlistasýningu að Félagsheimili ölfyssinga, Hvera- gerði á morgun kl. 13. Þetta er þriðja einkasýning Elvars en hann hefur áður sýnt á Gimli á Stokkseyri og á Selfossi. I þetta sinn sýnir hann 45 vatnslitamynd- ir og 35 oliumálverk. Myndirnar eru gerðar á árunum 1977—78, og ber sýningin nafnið „Sjólist”. Myndirnar eru frá Sjávarsiðunni, Eyrarbakka og nærliggjandi sveitum. Elvar hefur stundað sjó- mennsku og er húsvörður við Barnaskóla Stokkseyrar. Hann er fristundamálari og sjálflærður myndlistamaður. 10 ekki aftur í frambodi í ræðu Asgeirs Bjarnasonar forseta sameinaðs Alþingis, kom fram, að auk hans mundu 9 þing- menn sem nú sitja á Alþingi ekki vera I framboði við næstu kosn- ingar. Ásgeir Bjarnason hefur setið nær 3 áratugi á Alþingi og verið forseti sameinaðs Alþingis siðustu 4 ár. Auk Asgeirs láta eftirtaldir menn af þing- mennsku: 1. Ingólfur Jónsson', sem átt hefur sæti á Alþingi i 36 ár og verið ráð- herra i nær 15 ár. 2. Gylfi Þ. Gislason, sem átt hefur sæti á Alþingi i 32 ár og verið samfleytt ráðherra i 15 ár. 3. Jóhann Hafstein, sem átt hefur sæti á Alþingi i 32 ár og verið ráð- herra i 8 ár og þar af forsætisráð- herra i 1 ár. 4. Eggert G. Þorsteinsson, sem átt hefur sæti á Alþingi i 22 ár og verið ráðherra i 6 ár. 5. Magnús Kjartansson, sem átt hefur sæti á Alþingi i 11 ár og auk þess oft sem varamaður og verið ráðherra i 3 ár. 6. Guðlaugur Gislason, aldurs- forseti Alþingis, sem átt hefur sæti á Alþingi i 19 ár. 7. Axel Jónsson, sem setiö hefur á 15 þingum. 8. Jón Armann Héðinsson, sem átt hefur sæti á Alþingi i 11 ár. 9. Ingiberg Hannesson, sem setið hefur hluta af þessu kjörtimabili á Alþingi. Það er slúðrað i „Slúörinu” Nemendaleikhúsið hefur nú sýnt leikrit Flosa Ólafssonar „Slúðrið” tólf sinnum i Lindarbæ við mjög góða aðsókn. Leikarar i sýningunni eru 8 talsns og er. þetta lokaáfangi þeirra i námi við Leiklistarskóla tslands. Við frumsýningu á Slúðrinu brautskráði skólastjóri Leiklistarskólans, Péturs Einars- son, leikarana við hátiðlega athöfn á sviðinu i Lindarbæ. Næstu sýningará Slúðrinu verða i Lindarbæ i kvöld (föstud. 12. mai) og mánudagskvöld 15. mai kl. 20.30.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.