Þjóðviljinn - 12.05.1978, Side 11

Þjóðviljinn - 12.05.1978, Side 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. mal 1978. Föstudagur 12. mal 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Viðtal við Guðrúnu Helgadóttur sem skipar 4. sæti á lista Alþýðubandalagsins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavfk Mér finnst það vera nauð- synlegt að hnekkja veldi Sjálfstæðisflokksins i Reykja- vik, ekki bara vegna borgar- innar sjálfrar, heldur vegna þess að veldi hans i borgar- stjórn er undirstaðan að veldi hans á öllu landinu. Ég er i þannig starfi að það segir mér enginn hvernig fólk lifir hér. Það er mikið mis- rétti viða og falin fátækt, ekki sist i Reykjavik. Sökin er ekki endilega öll hjá borgarfulltrúum og borgarstjóra heldur einnig hjá embættismönnum borgarinnar. Sumir þeirra eru orðnir svo heimaríkir að þeir eru löngu búnir að gleyma þvi að starf þeirra á að vera þjónusta við fólkið. Það þarf að skipta um stjórn i borginni. Það er með öllu óskiljanlegt að fóik skuli ekki hafa gert það fyrr. Ef nú- verandi borgarstjórnar yrði sárt saknað má þá alltaf kjósa hana á ný að fjórum árum liðnum. Aðbúð að gömlu fólki i Reykjavik er til hreinnar skammar og málefni þeirra verða ekki leyst nema með gjörbreyttu viðhorfi borgar- búa til gamals fólks. Reykjavík þarf að breytast i lifandi manna borg. Hún er orðin að skrifstofu— og svefnbæ, þjónustumiðstöð fyrir allt landið og fólk flýr hana. Framleiðsla fer si- minnkandi, það er ekki fint að vera verkamaður eða sjó- maður i Reykjavik. Guöriin Helgadóttir, (lengst til vinstri) á opnum borgarmálaráösfundi um stefnuskrá Alþýöubandalagsins I borgarmálum. Blaöamaöur heimsótti Guörúnu Helgadóttur i Skaftahliö 22 einn daginn til aö spyrjast svolitiö fyrir um framboö hennar til borgarstjórnar 28 mai en hún skipar 4. sæti á lista Alþýöu- bandalagsins. Reyndar finnst blaöamanninum meö ólikindum hverju hún afkastar. Hún gegnir starfi deildarstjóra hjá Tryggingarstofnun rikisins, heldur stórt heimili og er aö auki einhver vinsælasti barna- bókahöfundur okkar. Og svo er hún aö sjálfsögöu á kafi i stjórnmálum og kjaramálunum, Guörún er ritari Alþýöubanda- lagsins og I stjórn BSRB. Þar sem við sátum makindalega yfir kaffi- bolla uppi á efstu hæö i blokkar- ibúð hennar og Sverris Hólmars- sonar og hún meö litinn systurson sinn, Svein Kjarval, á hnjánum var þess vegna fyrsta spurningin ekki óeölileg: — Attu nokkrar fristundir? — Já, já, mikil ósköp heil- margar. Ég hef gaman af að sýsla við ýmislegt. Við eigum ágætan kartöflugarð og ég hef mjög gaman af blóma- og garð- rækt og eyði ekki svo litlum tima i hana og eins handavinnu. Hins vegar er ég sennilega frekar fljót- virk. Og umfram allt hraust. Eiginmaður minn og börnin min fjögur eru áhugasöm um það sem ég er að gera og þau hafa aldrei möglað yfir þvi að ég er oft að heiman. Ég held að þetta verði lika til þess að ég sinni þeim meira þegar ég er heima. Og ekki má gleyma þvi að við höfum alltaf sömu konuna til að hjálpa okkur með krakkana. — En hvað um bókaskrift- irnar? — Ég sinni þeim svona þegar það dettur i mig. Þetta er spurning um að hafa gaman af þvi sem maður er að gera. — Nú ert þú i framboði til borg- arstjórnar i Reykjavik, en þú ert sjálf frá Hafnarfirði. Hversu lengi hefurðu búið hérna i borginni? — Allt frá þvi að ég fór i Menntaskólann i Reykjavik 16 ára gömul gefur það auga leið að ég hef verið meira hér heldur en þar. Siðan 1964 hef ég haft fasta búsetu i Reykjavik en hafði þó búiö nokkur timabil i borginni áöur. öörum flokkum til fyrirmyndar — Það er nokkuð langt siöan þú fórst að skipta þér af borgar- málum fyrst — Já, ég hef setið i borgar- málaráöi Alþýðubandalagsins siðan 1966. — Borgarmálaráði? Hvað er þaö? — í borgarmálaráði sitja 10 efstu menn af lista Alþýðubanda- lagsins og er starf þess öðrum flokkum til fyrirmyndar. Við hittumst hvorki meira né minna en hálfsmánaðarlega og borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins leggja öll mál, sem þeir bera fram i borgarstjórn fyrir þetta ráö og þar er lika stundum undir- búinn málatilbúnaður. Þessir 10 efstu menn sitja einnig i nefndum borgarinnar og fundirnir veita okkur þýðingarmikla þekkingu á þvi sem er að gerast á vegum hennar. Ráðið er ekki lokað og oft eru kallaðir fulltrúar úr hinum ýmsu nefndum til að sitja fundi ráðsins. Borgarmálaráð Alþýðu- bandalagsins kemur alltaf saman heima hjá öddu Báru og þar er búið að hella miklu kaffi um árin. Hnekkjum veldi Sjálfstæðisf lokksins — Nú situr þú i sæti á fram- boðslistanum þar sem hugsanlegt er að þú náir kjöri. Hvers vegna ferð þú i framboð? — Ég sóttist ekki sjálf eftir þvi en flokkurinn bað mig um að taka sætið. Mér er það auövitaö ljóst að ég hef alveg nóg að gera fyrir en ef maður hefur hugmynd um samfélagiö i kringum sig og vill breyta þvi, þá þýðir litið að vera að fárast ef maður gerir ekkert sjálfur. Mér finnst það vera nauðsynlegt að hnekkja veldi Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik, ekki bara vegna borgarinnar sjálfrar, heldur vegna þess að veldi hans i borgarstjórn er undirstaðan aö veldi hans á öllu landinu. — Af hverju er þér svona annt um að hnekkja þessu veldi? — Vitaskuld er allt sem Sjálf- stæðisflokkurinn stendur fyrir i beinni andstöðu við lifsviðhorf mitt. Ég hef lengi trúað á samvinnu fólks frekar en sam- keppni og vill frekar lifa i sam- félagi þar sem fólk vinnur sameiginlega að lausn vanda- mála heldur en i frumskógaþjóð- félagi þar sem hver treður á öðrum og sá sterkasti verður ofan á. Misrétti og falin fátækt í Reykjavík — Telur þú þá að misrétti riki i Reykjavik? — Ég er i þannig starfi að það segir mér enginn hvernig fólk lifir hér. Það er mikið misrétti viða og falin fátækt, ekkisist i Reykjavik. Einhvern veginn hefur tekist að telja fólki trú um aö allir lifi bara giska vel. En fólk er bundið á skuldaklafa og margt i svo miklu basli að það má ekkert út af bera.Þá er allt hrunið.Mitt i allri velferðinni býr fólk við mikið óöryggi. Ég get tekið sem dæmi aö rétt áður en ég kom heim núna var ég að f jalla um málefni veikr- ar móður i Tryggingastofnuninni. Hún hefur 5 börn undir 17 ára aldri á framfæri sinu. Tekjur Deildarstjórastarfiö i Tryggingarstofnun er annasamtog margir þurfa aö ná taii af Guörúnu I simanum. Ég hef bara eitt kosningaloforö: Að gera eitthvert gagn mannsins hennar voru 1100 þús- und krónur á siðasta ári. Þannig dæmi sé ég daglega. Ótrúlega margt fólk býr við svona kost. Enginn áhugi á kjörum lægst launaða fólksins — Eru einhlitar skýringar á þessu? — Þær eru að sjálfsögðu afleið- ing þess hvernig allt þjóðfélagiö er byggt upp, en annað vil ég nefna. Sjálfstæðisfiokkurinn er búinn að vera hér viö völd frá þvi að elstu menn muna og Island er þjóðfélag kunningsskaparins. Til þess að fá eðlilega fyrir- greiðslu þurfa menn helst að vera yfirlýstir kjósendur Sjálfstæðis- flokksins. 011 þekkjum við dæmi um lóða- og ibúðaúthlutanir og sjálf er ég búin aö sjá svo mörg dæmi þessa að ég get ekki horft fram hjá þvi. Sökin er ekki endi- lega öll hjá borgarfulltrúum og borgarstjóra heldur einnig hjá embættismönnum borgarinnar. Sumir þeirra eru orðnir svo heimarikir aö þeir eru löngu bún- ir að gleyma þvi að starf þeirra á að vera þjónusta við fólkið. Og það liggur náttúrulega i hlutarins eðli að fólk sem trúir á hugsjónir Sjálfstæðisflokksins, lögmál frumskógarins, hefur engan áhuga á kjörum þeirra lægst launuðu og vill t.d. ekki leysa hús- næðismál á félagslegan hátt. Hótaö/ ógnað og refsað — Hvað er til ráða? —• Það þarf að skipta um stjórn i borginni. Það er með öllu óskilj- anlegt að fólk skuli ekki hafa gert það fyrr. Ef núverandi borgar- stjórnar yrði sárt saknað, má þá alltaf kjósa hana á ný að fjórum árum liðnum. Það sýndi sig best i kjarabaráttunni i vetur, hvern hug borgaryfirvöld bera til starfsmanna sinna, þegar fólki var hótað og ógnað og siðan refs- að, þvi það vildi mótmæla riftun kjarasamninga. Hvað ætlar reyk- viskt verkafólk að sækja til forustumanna Sjálfstæðisflokks- ins og skósveina þeirra, Fram- sóknarmanna, eftir það? Hvenær ætlar islenskum launþegum aö skiljast að kapitaliskt þjóðfélag er og verður og hefur alltaf verið höfuðóvinur þess? — Nú er starfandi Félagsmála- stofnun i borginni? '— Já, og i henni vinna margir frábærir starfsmenn. En öll orka þeirra fer i að lappa upp á hag þeirra, sem hafa orðið undir i baráttunni um brauðið. Og það þola ekki allir álagið i þessu þjóð- félagi. Þetta starfsfólk ætti að vinna uppbyggingarstarf i rikara mæli i Félagsmálastofnun, en það fær engin tækifæri til þess. Það verður gaman að vinna með þvi fólki við nýjar aðstæður. Aðbúð aldraðra til skamm- ar — Þú starfar mikið innan um eldri borgara. Eru þar ekki mörg vandamá) að glima við? — Aðbúð að gömlu fólki i Reykjavik er til hreinnar skammar og málefni þeirra verða ekki leyst nema með gjör- breyttu viðhorfi borgarbúa til gamals fólks. Þar dugir engin ein aðgerð. Borgin hefur verið skipu- lögð án tillits til eldri borgaranna og m.a. hefur röng lánastefna valdið þvi að aldurshópar eru nú aðskildir eftir hverfum. Hér eru dauð hverfi fyrir gamalt fólk og vegna þess að þar er eingöngu gamalt fólk vantar þjónustu t.d. verslanir og strætisvagna. Eng- inn virðist hafa velt þvi fyrir sér að fólk á að búa saman, ungir sem aldnir. Það hefur t.d. engum dott- ið i hug að i stórum fjölbýlishús- um ætti að blanda saman kyn- slóðum. Þar gætu verið ibúðir fyrir aldraða á neðri hæðum með .sérstakri þjónustu fyrir þá. Gam- allt fólk á helst ekki að vera á stofnunum nema það sé alls ekki fært um að annast sig sjálft. Það hefur sinn rétt til að lifa i eðlilegu samhengi við umhverfið og vinna eins lengi og það er fært um. Atvinnumálum gamals fólks hefur litið sem ekkert verið sinnt. Borgin ekki sniðin fyrir börn — Úr þvi að við erum farin að ræða um gamalt fólk væri þá ekki rétt að vikja að yngstu borgurun- um? — Borgin er ekki heldur sniðin fyrir þá. Rikisstjórn og borgaryf- irvöld hafa tekið sig saman um að hafa málefni barna og gamals fólks i fullkomnum ólestri. Það er ekki nóg að vigja eina ibúðasam- byggingu fyrir þá gömlu eða eitt dagheimili fyrir börn með pomp og pragt fyrir kosningar á fjög- urra ára fresti. Og hvers vegna skyldi lika gamalt fólk eiga að lifa saman i einni blokk? Börn og unglingar alast upp án þess að þekkja það og lita á það sem ann- an þjóðflokk. Þetta gerist á sama tima og fólk hefurstærra húsrými en nokkru sinni fyrr. Þetta er dæmi um firringarþjóðfélagið sem er byggt á þvi að fólki komi annað fólk ekki við. Lifsleiðinn og firringin er tekinn við völdum. Lausnin á þvi er að kaupa hluti og einskis er svifist i þvi kapphlaupi. Ég vil berjast gegn svona samfé- lagi og fyrir öðru, sem byggist á félagslegum grunni. Höfum ekkert leyfi til þess — Er það ekki dálitið skritið að vera sifellt að starfa i málefnum « — Sá flokkur sem alltaf er að tala um einstaklingsframtak ber minnsta virðingu fyrir einstak- lingnum. Sósialisminn er eina stjórnmálastefnan, sem virðir einstaklinginn. Lifandi manna borg. — Ég sé að þú hefur mikið af blómum i kringum þig. Þá dettur mér i hug græna byltingin. Hvert er álit þitt á henni? — Vonleysi Reykavikinga um að hafa áhrif i borginni endur- speglast i ruslalegri umgengni um þessa fáu almenningsgarða sem hér eru. Fólki finnst þvi ekki koma þeim neitt við og þeir drabbast niður. Það kvelur mig að sjá hvernig hugsað er um grænu svæðin og hvernig borgar- arnir ganga um þau. Góður rekst- ur verður aldrei á borginni nema borgarararnir trúi á þá sem stjórna og hafi á tilfinningunni að þeir séu i þeirra þjónustu. Það er ekki hægt aö halda hreinni borg sem allir ganga illa um. Sjálf hef ég orðið vör við að vera litin horn- auga fyrir að hirða bréfarusl af götu. Svona er hugsunarháttur- inn. Reykjavik þarf að breytast i lif- andi manna borg. Hún er orðin skrifstofu- og svefnbær, þjónustu- miðstöð fyrir allt landiö — og fólk flýr hana. Framleiösla fer si- # * tungumál i borgarstjórn, og á þvi geta menn haldið langar ræöur um sérhvert mál, þó að þeir hafi enga þekkingu á þvi. Svo að fólk skilji hvað ég á við skal tekið eitt dæmi: húsbygging heitir fjárfest- ing á máli borgarstjórnar. En fólk á að taka þátt i stjórn- málum, sem ekki er bara seta á fundum pólitiskra flokka.'heldur lifandi áhugi á lifinu i kringum sig. Og fólk á hugsa sjálfstætt, en hlusta ekki á Rússagrýluraus Morgunblaðsins. Þegar Magnús Kjartansson varð tryggingarráð- herra, gjörbreytti hann högum aldraðra og öryrkja. Eftir siðustu kosningar hefur fólk hvað eftir annað minnst þessara verka hans og harmað að það gat ekki kosið hann! En sem sagt, Mogginn seg- ir að Magnús sé kommi eins og þeir i Rússlandi, og svoleiðis fólk er ekki hægt að kjósa. Þessu verðum við að breyta. Bara eitt loforð Ertu með langan lista af kosn- ingaloforðum? Nei, bara eitt. Ég vona að ég geti unniö fólkinu i borginni eitt- hvert gagn. Ég hef nákvæmlega sömu afstöðu til starfs i borgar- stjórn og ég hef sem opinber starfsmaður i Tryggingastofnun- Guðrún Helgadóttir að störfum á skrifstofu sinni I Tryggingarstofnun en þangað leggur margt fólk leið sina til þess að fá ráðleggingar og aðSfbð til að ná rétti sinum. gamla fólksins en á hinn bóginn skrifa skáldsögur fyrir krakka? — Þetta er spurningin um að þykja gaman að'vera til. Mér þykir gaman að umgangast allt fólk og ég vil lifa með fólki. Ég hef lika orðið vör við að margir full- orðnir lesa bækur minar. Og eins og við vitum sjálf breytufnst við ekki mikið þó að árunum fjölgi. Fólk yfir 70 ára aldri hefur svip- aðar þarfir og annað fólk. Mér finnst það yfirgengilega siðlaust þegar allt frumkvæði er tekið af gömlu fólki. Við höfum ekkert leyfi til þess. Það fólk sem er yfir 67 ára aldri hefur haft úr svo íitlu að moða um ævina og er svo nægjusamt að það lætur bjóða sér þetta. 1 stofnunum fyrir aldrað fólk verður að borða á ákveðnum tima og fara i rúmið á ákveðnum tima. Þa^» hefur kannski haft gaman af þvi aö fá sér i glas og þvi er bannað það. Hver segir að fólk hætti að langa til þess þó að það verði 67 ára? Um daginn kom til min hress maður um áttrætt og var að spyrjast fyrir um það hvort hann gæti ekki fengið dálit- ið hærri ellilifeyri. „Það er nú svo komið fyrir mér, sagði hann, að ég get ekki einu sinni fengið mér rauövinsflösku”. Mér fannst þetta mikið sanngirnismál. Viröingarleysi fyrir ein- staklingum — Nú er Sjálfstæðisflokkurinn alltaf að tala um einstaklings- framtak og einstaklingshyggju? minnkandi, þaö er ekki fint að vera verkamaður eöa sjómaður i Reykjavik. — Hvernig liöur þér sjálfri að búa hér? — Borgin mætti vera slæm til að mér liði illa. Hins vegar mætti hún vera miklu byggilegri og ánægjulegri staður. Fólk er ein- angrað hér og ekki margir staðir þar sem það getur komið saman. Svo fáir staðir, sem fólk getur komið með börn sin á, að vöru- sýning, frekar en ekki neitt, verð- ur meiri háttar viðburður i bæn- um. Það vill til að hér býr margt gott listafólk og án leikhúsa, tón- leika og myndlistasýninga, sem engan þarf að skorta hér, væri Reykjavik dapurlegur staður til að búa i. Einræður i borgarstjórn Hvernig litist þér nú á að setj- ast i borgarstjórn? Ég hef margsinnis setið borgarstjórnarfundi og ætla auð- vitað að reyna að vinna sætið og vinna samborgurum minum það gagn sem ég get ásamt félögum minum. Ég lit á störf borgarfull- trúa þar sem þjónustu við fólkið, en ekki draugslega samkomu þar sem borgarfulltrúar halda ein- ræður i staö þess að tala saman eins og fólk, en þannig eru borgarstjórnarfundir nú. Enda sést þar aldrei nokkur maður á áheyrendapöllum. Reykvikingum finnst þeir ekkert erindi eiga á fundi borgarstjórnar. Það er meira að segja talað sérstakt inni. Ég hef reynt að verða fólki að liði. Ég ætla ekki að stunda neinn lágkúrulegan áróður né niö um núverandi borgarfulltrúa. Við Birgir Isleifur erum bekkjar- systkin úr menntaskóla, og ég veit afskaplega vel að hann er ágætismaður. Mér er meira að segja reglulega hlýtt til hans. Sama má segja um aðra borgar- fulltrúa. Lifsviðhorf mitt og þeirra er hins vegar algjörlega andstætt, og þess vegna getum við enga samleið átt i stjórnmál- um. Ég hef heldur ekkert gaman af raunum annars fólks, og mun þess vegna ekki velta mér upp úr hneykslissögum og ógæfu sam- borgara minna, þó að það sé nú talin gæfuleg leið til pólitisks frama. Ég trúi þvi að spilling sé afleiðing óhamingju i þjóðfél- aginu. Hana upprætum við með þvi að breyta þjóðfélaginu. Viövörun Og heldurðu að þetta dugi þér til sigurs? Ég vona það. Ég treysti þvi að starf mitt, bækur minar, þátt- taka min i stjórn BSRB og annað það sem ég hef stússað, sé ekki verra en svo, að fólk geti hugsað sér að hafa mig i borgarstjórn al- veg eins og hvern annan. En öll- um til viðvörunar skal það skýrt fram tekið, að sósialisti er ég og hef verið frá þvi að ég komst til vits. A þvi verður varla breyting i náinni framtið. —GFr Ég lit á störf borgarfulltrúa þar sem þjón- ustu við fólkið, en ekki draugs- lega samkomu þar sem borgar- fulltrúar halda einræður i stað þess að tala saman eins og fólk, en þannig. eru borgar- stjórnarfundir nú. Ég treysti þvi að starf mitt, bækur minar, þátttaka min i stjórn BSRB og annað það sem ég hef stússað, sé ekki verra en svo, að fóik geti hugsað sér að hafa mig i borgarstjóm alveg eins og hvem annan.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.