Þjóðviljinn - 12.05.1978, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 12. mal 1978.
Aöalfundur Slysavarnafélags íslands
Markviss sókn tíl bættrar
umferðarmenningar
Aðalfundur Slysavarnafélags
Islands, sem jafnframt var
hátiðarfundur i tifefni 50 ára
afmælis félagsins. var haldinn
um siðustu helgi, 28.-30. april.
Fundinn sóttu milli 160 og 170
fulltrúar frá hinum ýmsu deildum
og björgunarsveitum Slysa-
varnafélagsins um allt land.
Fundarstjóri á fundinum var
Tómas Þorvaldsson, Grindavik
en til vara Hergeir Kristgeirsson,
Selfossi. Aður en gengið var til
fundar i Slysavarnahúsinu á
Grandagarði var hlýtt á guðs-
þjónustu i Dómkirkjunni,þar sem
sr. Þórir Stephensen prédikaði.
Setningarræðu og skýrsiu for-
eta félagsins, Gunnars Friðriks-
sonar, hefur áður verið getið i
fjölmiðlum. Ingólfur Þórðarson,
gjaldkeri, gerði grein fyrir reikn-
ingum þess fyrir árið 1977, sem
lagðir voru fram endurskoðaðir á
fundinum. N iðurst öðutölur
rekstrarreiknings nema rúmlega
48.7 miljónum króna, en námu
37.8 miljónum króna árið áður.
Bókfærðeign félagsins nam i árs-
lok 1977 61,7 miljón króna en nam
45,5 miljónum króna iárslok 1976.
Agóði af happdrætti félagsins 1977
nam u.þ.b. 6,5 miljónum króna.
Hörður Friðbertsson, formaður
happdrættisnefndar, flutti sér-
staka skýrslu um happdrættið.
Hannes Þ. Hafstein, fram-
kvæmdastjóri SVFl, flutti erindi
um starf félagsins i dag og óskar
Þ. Karlsson, erindreki fjallaði um
útbreiðslustarf og umdæma-
skiptingu björgunarsveita. Þá
kynnti Baldur Jónsson Nordisk
livredningsforbund, sem SVFI
hefur nýlega gerst aðili að og
verður þing samtakanna háö i
Reykjavik i' ágúst n.k.
Umferðarmál
Eitt aðal umræðuefni aðal-
fundarins voru umferðarmál.
Framsögu um þau mál hafði Har-
aldur Henrysson, fulltrúi félags-
ins i Umferðarráði. Tóku margir
þátt i umræðum og voru fulltrúar
einhuga um að félagið ætti aö
beita sér fyrir þvi, að allir þeir
aðilar, sem að umferðarmálum
vinna, samstilli krafta sina og
geri sameiginlegt átak tii að bæta
umferðarmenningu Islendinga.
Var um þessi mál gerð svofelld
ályktun.:
„Aðalfundur Slysavarnafélags
islands, haldinn i Reykjavfk
28.-30. april 1978, telur að
um feröarslys séu orðin eitt höfuð-
vandamál islensks þjóðfélags.
Gegn þvi verði að ráðast með
sameinuðu átaki þjóðarinnar
allrar og þeirra aöila, sem aö
þessum málum vinna. Hér má
ekkert til spara og er Ijóst, að
miklu meira fé verður að verja til
þessara mála en veriö hefur.
Kundurinn beinir því til fulltrúa
félagsins i Umferöarráði að
hvetja til samstilltra ákvarðana
hinna lrjálsu félagasamtaka og
fulltrúa stofnana, sem Umferðar-
láð skipa, um að hefja nú þegar
markvissan áróður til bættrar
umferöarmenningar. Verði m.a.
lögð áherslá á erindrekstur út um
allt land og áróður i fjölmiðlum.
Knnfremur veröi gengið harðar
eftir þvi að ákvæðum laga um
umferðarfræðslu I skólum verði
frant fylgt.
Aðalf undurinn telur það skyldu
SVFÍ að hafa forystu um að vekja
þjóðina til meðvitundar um þann
mikla vanda, sem hér þarf að
leysa. Felur fundurinn stjórn
félagsins að hefja þegar aðgerðir
i þessu skyni og hafa frumkvæði
að þvi að félagsdeildir hefji virkt
starf i þessum rnálum. Heiinilar
fundurinn stjórninni að ráða
liæfan starfsmann ef þurfa þykir i
lengri eða skemntri tima til að
hrmda þessu máli fram.
Til að standa undir kostnaði við
þetta a ukna starf á vegum félags-
ins heitir aðalfundurinn á félags-
deildir að gera sérstakt átak i
fjáröflun. Jafnlramt felur
fundurinn stjórn félagsins að leita
til opinberra aðila um aukinn
styrk til félagsins i þessu skyni".
Þá var samþykkt ályktun þar
sem skorað var á viðeigandi yfir-
völd að samræma ákvæði um
hámarkshraða í þéttbýli.
Fjarskiptamál
Mikið var rætt um fjarskipta-
mál á fundinum og snerust
umræður einkum um vandamál
er lúta að f jarskiptabúnaði
björgunarsveitanna, sem ermjög
þýðingarmikill við hin margvis-
legu störf þeirra. Haraldur
Sigurösson, yf irverkfræðingur
hjá Landssima Islands flutti fróð-
legt og yfirgripsmikið erindi á
fundinum um þessi mál og
svargði fyrirspurnum. Samþykkt
var svofelld ályktun um fjar-
skiptamál:
„Aðalfundur SVFl 1978 skorar
á Póst- og simamálastjórn að
rýmka verulega þær kvaðir, sem
eru á styrkleika og rásafjölda á
C.B. talstöðvum, sem ætlaðar eru
til notkunar innan björgunar-
sveita, þannig að björgunarsveit-
irnar hafi ávallt möguleika á að
kaupa þær C.B. talstöðvar, sem
fullkomnastar eru á heimsmark-
aðnum hverju sinni. Fundurinn
felur stjórn SVFI að fylgja þessu
máli eftir.’'
Unglingastarf
Mikið var rætt á fundinum um
mikilvægi þess að æskufólk komi
til starfa á slysavörnum. Kom
m.a. fram, að á vegum slysa-
varnadeildarinnar „Bjarni
Pálsson” á Seltjarnarnesi hefur
starfað unglingadeild undanfarin
ár með góðum árangri. Um þessi
mál var samþykkt svofelld til-
laga:
„Aðalfundur SVFI haldinn i
Reykjavfk 28.-30. april 1978,
skorar á deildir félagsins að gera
átak til að virkja starfskrafta
ungs fólks i þágu slysavarna-
starfsins. Verði m.a. þar sem þvi
verður við komið, stofnaðar
ungliðasveitir, sem starfi undir
umsjón og leiðsögn deilda og
björgunarsveita”.
Ályktun um ör-
yggi smábáta
Á fundinum var samþykkt ein-
róma eftirfarandi ályktun, sem
allir fulltrúar undirrituðu og
siðan var afhent formanni alls-
herjarnefndar Sameinaðs Alþing-
is:
„Aðalfundur SVFl, haldinn i
Reykjavik 28.-30. april 1978,
skorar eindregið á samgöngu-
málaráðherra að setja nú þegar
reglugerð um öryggi smábáta
eins og fram kemur i þings-
ályktunartillögu, er nú Iiggur
fyrir 99. löggjafarþingi — 68. mál
— á meðan undirbúin er löggjöf
skv. breytingartillögu allsherjar-
nefndar."
Aðrar ályktanir
Samþykkt var á fundinum til-
laga frá kvennadeild félagsins á
Akureyri um að athugaðir verði
möguleikar á að koma upp heiða-
skýli meö talstöð við Sprengi-
sandsleið, sem æskilegast væri að
staðsett yröi norðan Fjórðungs-
vatns, t.d. i Kiðagilsdrögum.
Einnig var samþykkt að fela
stjórn félagsins að reisa skip-
brotsmannaskýli á norðanverðu
Langanesi nú á þessu ári og verði
það staðsett eftir nánari athugun.
Kostnaður við byggingu þess
verði greiddur, svo sem til hrekk-
ur, með dánargjöf Aðalheiðar
Albertsdóttur, sem félaginu barst
á árinu 1972 og yrði þá tilætlan
gefandans uppfyllt.
Þá var samþykkt áskorun til
menntamálaráðherra um að
hann hlutist til um að kennsla i
skyndihjálp verði lögboðin i
grunnskólum og henni komið i
beina þeirri áskorun til stjórn-
valda að fella niður skatta og tolla
af tækjum, sem björgunarsveitir
kaupa til björgunarstarfa. Var
stjórn félagsins falið að vinna að
framgangi þessa máls.
Að lokum var samþykkt
ályktun þar sem stjórn félagsins
var falið að kanna möguleika á
þvi að útbúa til dreifingar á
vegum deilda sjúkratöskur, sér-
staklega ætlaðar til að hafa i bif-
reiðum.
Fundur björgunar-
sveitarmanna
Einn liður fundahalds á aðal-
fundinum var fundur umdæmis-
stjóra og björgunarsveitamanna.
Var þar rætt um samæfingar
björgunarsveita, fræðslustarf
innan þeirra, búnað sveitanna og
öflun hans auk ýmissa annarra
mála.
Heiðranir
A lokafundi hátiðafundarins
skýrði Hulda Sigurjónsdóttir,
varaforseti félagsins, frá þvi, að
Slysavarnafélag tslands hefur nýverið fengiö að gjöf 6 manna gúm-
björgunarbát sem nota á til kennslu á námskeiðum fyrir sjómenn. Ric-
hard Hannesson forstjóri Ólafs Gislasonar og Co afhenti forráðamönn-
um félagsins bátinn aðgjöf fyrir hönd RFD I Englandi.
framkvæmd hið fyrsta. Einnig
var samþykkt ályktun, þar sem
lýst er ánægju með stuðning
við herferð barna og unglinga i
skólum gegn reykingum. Var þvi
jafnframt bent til æskunnar, að
hún hefji slíka herfrerð gegn
áfengisbölinu og neyslu annarra
fikniefna. A það er bent, að ölvun
sé ein algengasta orsök slysa,
bæði á láði og legi. Þvi sé barátta
gegn ofnotkun áfengis mikilvæg
viðleitni til að koma i veg fyrir
slysin og auka menninguna i
landinu, i þess orðs bestu
merkingu. Loks beindi fundurinn
þeirri áskorun til æskunnar að
hún gangi til liðs við félagið og
hvetji til aukinnar varúðar i
umferðinni og til bættar
umferðarmenningar.
Þá samþykkti aðalfundurinn,
að beina þeirri áskorun til
Siglingamálastjóra „að land-
gangar verði lögboðnir um borð i
skipum 200 rml. og stærri og
skoðist sem öryggisbúnaður skip-
anna.
Þá beinir fundurinn þeirri ein-
dregnu áskorun til hafnaryfir-
valda, að láta koma fyrir flot-
bryggjum við lægi hinna minni
fiskibáta og jafnframt að ávallt
sé samviskusamlega fylgst með
þvi að bryggjustigar séu i
fullkomnu lagi og staðsetning
þeirra auðkennd með áberandi
málningu og endurskins-
merkjum ”,
Aðalfundurinn samþykkti að
stjórn félagsins hefði komið
saman án vitundar forseta þess
og samþykkt einum rómi að
sæma Gunnar Friðriksson, sem
verið hefur forseti félagsins i 18
ár, æðsta heiðursmerki félagsins,
gullkrossi fyrir ómetanleg og frá-
bær störf hans i þágu þess. Þetta
heiðursmerki hefur einungis
verið veitt einu sinni áður, frú
Gróu Pétursdóttur.
Þá lýsti forseti kjöri nokkurra
heiðursfélaga á þessum tima-
mótum i sögu félagsins og afhenti
skjöl þvi til staðfestu. Þessir
heiðursfélaagar eru:
Guðmundur Guðmundsson,
skipstjóri á tsafirði, sem um ára-
bil var formaður slysavarna-
deildar karla á Isafirði og
forystumaður slysavarna þar.
Sr. Stefán Eggertsson á Þing-
eyri, sem hefur lengi staðið i
fararbroddi i svd. Vörn á Þing-
eyri og auk þess unnið mikið og
merkt varðgæslustarf sem
óþreytandi áhugamaður um fjar-
skipti.
Hjalti Gunnarsson, Reyðar-
firði, sem var formaður svd.
Arsól a Reyðarfirði frá 1946 til
1977 og hefur unnið ötullega að
öryggismálum sjómanna.
Frú Sigrún Sigurðardóttir,
lengi formaður svd. Hafdísar á
Fáskrúðsfirði og þátttakandi i
landsþingum SVFI um f jölda ára.
Frú Guðrún Þorsteinsdóttir,
ekkja Henrys A. Hálfdánssonar,
sem var framkvæmdast jóri
félagsins i 28 ár.
Kristinn Lárusson, sem lengi
hefur verið forystumaður i svd.
„Sigurvon” i Sandgerði.
Frú Gróa Jakobsdóttir, Eyrar-
bakka, sem um árabil var for-
maður svd. „Björg” og átti sæti i
varastjórn SVFI.
Tómas Þorvaldsson og Arni
Magnússon i Grindavik, en báðir
þessir menn hafa lengi staðið i
fremstu fylkingu i slysavarna-
starfi og þá sérstaklega við
björgun manna úr sjávarháska.
Tómas var formaður björgunar-
sveitar „Þorbjörns”, en Arni var
skytta sveitarinnar. Frá þvi að
þeir komu til starfa i sveitinni
hefur hún bjargað 118 mönnum úr
strönduðum skipum.
Sigurbeir Jóhannsson, Bakka-
koti, formaður svd. „Happasæll”
i Meðallandi og björgunar-
sveitarinnar þar, sem hefur siðan
1956 bjargað 80 mönnum úr
sírönduðum skipum undir hans
stjórn.
Haraldur G. Júliusson, Stokks-
eyri, sem var i 25 ár i stjórn svd.
„Dröfn” og starfar enn að mál-
efnum félagsins.
Frú Dóra Erlendsdóttir,
Akranesi, sem var i stjórn svd.
kvenna á Akranesi i 15 ár, þar af
13 ár sem formaður.
Frú Sigriður L. Arnadóttir,
Akureyri, sem var i stjórn svd.
kvenna á Akureyri frá 1937 til
1970, lengst af sem gjaldkeri, en á
árinu . 1970 tók hún við
formennsku í deildinniog gegndi
henúi til 1973.
Ragnar Þorsteinsson, bundi og
rithöfundur frá Höfðabrekku I
Mýrdal, sem i mörg ár var ^or-
maður svd. „Vonin” i Vik og for-
maður björgunarsveitarinnar
þar, en hún bjargaði fjölda
sjómanna úr strönduðum skipum
undir hans stjórn.
Frú Guðrún Olafsdóttir, sem
var ein af stofnendum svd.
kvenna i Reykjavik 1930 og hefur
veriðvirkur félagi þar allar götur
siðan.
Sveinn Sölvason, Sauðárkróki,
sem var lengi i stjórn og for-
maður svd. „Skagf irðinga-
sveitar”, en hann var einn af
stofnendum deildarinnar 1932.
Jón I. Sigurðsson, sem. var um
langa hrið formaður og forystu-
maður i Björgunarfélagi Vest-
mannaeyja.
Fulltrúar á aðalfundi SVFl
sóttu forsetahjónin heim á Bessa-
stöðum s.l. laugardag og þáðu þar
kaffiveitingar. Á sunnudaginn
var fulltrúum boðið að skoða tvær
nýjar björgunarstöðvar. Var
fyrst skoðuð ný björgunarstöð og
félagsheimili slysavarnadeild-
anna „Fiskakletts” og „Hraun-
prýði” í Hafnarfirði en siðan var
haldið til Sandgerðis, þar sem
veriðer að leggja siðustu hönd á
björgunarstöð og félagsheimili
svd. „Sigurvonar” þar. Báðar
þessar stöðvar eru reistar ein-
göngu með sjálfboðaliðsvinnu
félaga i deildunum og björgunar-
sveitunum ogbera vott um mikla
fórnfýsi og dugnað. Drukkið var
kaffi i glæsilegum fundarsal
hinnar nýju stöðvar i Sandgerði í
boði sveitarstjórnarinnar þar.
Þessi björgunarstöð verður vigð
hinn 18. júni n.k.,Svd. „Sigurvon”
var fyrsta deildSVFI, stofnuð 23.
júní 1928.
Gjafir
Slysavarnafélaginu bárust
margar gjafir á aðalfundinum og
skal þeirra getið hér: