Þjóðviljinn - 12.05.1978, Síða 13
Föstudagur 12. mai 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Samvinnu-
frædi í Há-
skólanum?
Verður efnt til kennslu i sam-
vinnufræðum við Háskóla
islands? Þeirri hugmynd var
hreyft á aðalfundi Kaupfélags
Þingeyinga á Húsavik nú i vor,
ogþar var samþykktum málið
svohljtíðandi ályktun:
,,Aðalfundur Kaupfélags,
Þingeyinga 1978 skorar á is-
lensk samvinnufélög og sam-
band þeirra til málafylgju, ef til
þess dugi að upp verði komið
öflugum kennslustóli i sam-
vinnufræðum við Háskóla Is-
lands.” Þess ska'l getið, að viða
' um heim eru samvinnufélög og
málefni þeirra viðfangsefni
sérstakia háskólastofnana. Til
'dæmis var árið 1957 sett á lagg-
irnar sérstök samvinnumála-
stofnun við háskólann i Hel-
sinki, fyrir forgöngu samvinnu-
sambandanna i landinu. Starf-
aði hún i fyrstu innan hagfræði-
deildar skólans, en siðan innan
félags- og efnahagsmáladeildar
hans.
Háskóla-
í dag kl. 17:15 mun kunnur bresk-
ur skólamaður, prófessor Walter
James frá Opna háskólanum I
London, halda opinberan fyrir-
lestur á vegum Háskóla tslands I
kennslustofu 101 i Lögbergi.
Fyrirlesturinn mun fjalla um
Opna háskólann i London, en sá
skóli var stofnaður fyrir tæpum
áratug og þykir ein merkasta nýj-
ung i háskólarekstri á siðari tim-
um. Háskóli þessi hefur varla
nokkuð eigið húsnæði, kennsla fer
nær öll fram bréflega eða i gegn-
um útvarp og sjónvarp.
Alþýðubandalagið
lOpinn stí íórnmá la-
fundur á Húsavík
Rætt um íslenska atvinnustefnu,
landbúnadarmálin og kosningarnar
Alþýðubandalagið boðar til opins fundar á Húsavík á
annan dag Hvítasunnu. Fundurinn verður haldinn í
Félagsheimilinu og hefst kl. 2 e.h. Á f undinum verður
rætt um íslenska atvinnustef nu, landbúnaðarmálin og
kosningarnar.
Stuttar framsöguræður flytja:
Ölafur Ragnar Grímsson
Soffía Guðmundsdóttir
Stefán Jónsson
Kristján Ásgeirsson
Fundurinn er öllum opinn. Að loknum framsöguræð-
um verða frjálsar umræður og fyrirspurnum svarað.
ólafur Soffia Kristján
t tilefni 50 ára afmælisins i janúar sl. hefur Siysavarnarfélagið látiö
gera fagran veggskjöld hjá Bing og Gröndal i Höfn. Eggert Guðmunds-
son teiknaði skjöldinn sem sýnir björgun manna úr sjávarháska. Vegg-
skjöldurinn kostar kr. 5000.
Konur i félaginu gáfu þvi ræðu-
stól með útskornu merki félags-
ins .4
Sigmar Benediktsson færði
félaginu að gjöf frá svd. „Svölu”
á Svalbarðseyri fagra fánastöng
á stallí, sem hann hefur sjálfur
'smíðað. Einnig afhenti hann gjöf
frásér ogkonusinni.kr. 50.000,00.
Frá körlum i blandaðri slysa-
varnadeild Hriseyjar barst
peningagjöf að fjárhæð kr.
150.000,- en konur i deildinni stóðu
að þvi að gefa ræðustól þann, sem
fyrr er getið.
Slysavarnadeild kvenna á
Húsavik og svd. „Hringurinn” i
Mývatnssveit afhentu félaginu
gjafabréf fyrir skýli á Hólasandi i
Suður-Þingeyjarsýslu, sem deild-
irnar hafa látið reisa.
Snæbjörn Asgeirsson
Seltjarnarnesifærðisvd. „Vonin”
i Vik i Mýrdal, að gjöf tvö
„labb-rabb” tæki og jafnframt
gaf hann hinum nýju björgunar-
stöðvum i Hafnarfirði og Sand-
gerði vind-áttavita.
Leópold Jóhannesson á Hreða-
vatni tilkynnti að hann gæfi sem
happdrættisvinning i næsta happ-
drætti félagsins veturgamalt
tryppi af úrvals kyni.
Að lokum var á fundinum lesið
bréf Ólafs Albertssonar sem um
árabil hefur verið forystumaður
og driffjöður i einu ('eild Svfí á er-
lendri grund, svd. „Gefion” i
i Kaupmannahöfn. Meö brdfinu
fylgdi gjöf Ólafs til félagsins i til-
efni 50 ára afmælis þess, d.kr.
1000,00.