Þjóðviljinn - 18.05.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJTóÐVILJINN Fimmtudagur 18. mai 1978
Það er unnt að bæta viö
ávinningana frá 1942
Góðir félagar!
I fréttum hljóðvarpsins i gær-
kvöld var frá þvi greint að
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði
yfirtekið stjórri efnahagsmála i
Portúgal. Ég býst við þvi að þessi
frétt hafi farið fram hjá mörg-
um, hún hafi týnst i þvi skýfalli
fjölmiðlunar sem dynur á þjóð-
inni. Fréttin vakti athygli mina
vegna þess að á sömu stundu
varð mér hugsað til þess ástands
sem rikir i efnahagsmálum á
tslandi. Hér er vaðandi 30—50%
verðbólga, hér eru þungbærar
erlendar skuldir á baki manns-
barnsins, og fjármálum landsins
er nú svo komiö, að einu sinni i
mánuði eða svo koma hingað
viröulegir embættismenn hins
Alþjóðlega banka og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðs með
stresstöskur i höndum og stækk-
unargler um augun. Þeir beina
æfðum sjónum að debet- ogkred-
itdálkum Jóhannesar Nordals
meðan hann biður blessunarinnar
titrandi eins og ungur prófsveinn.
Refsingunni ráða hinir háu herr-
ar, enhúner fdigin i þvi að stöðva
lánsfjárflæðitillandsins; umbun-
ina ákveða þeir lika og Jóhannes
Nordal þakkar þeim fyrir kom-
una sveittu handtaki. Þannig er
islenska þjóðin i rauninni þegar
undir járnhæl hins alþjóðlega
fjármálavalds.
Allt frá þvi að islensk yfirvöld
ákváðu að taka við Marsjallfénu
höfum við verið undir alsjáandi
auga þessa valds. Smám saman
hafa þeir, sem forðum seldu snef-
il af sjálfstæði þjóðarinnar fyrir
20.000 tonn af annars óseljanleg-
um saltfiski, orðið eins og hand-
brúður; textahöfundar og stjórn-
endur sitja i Washington vestur.
Vegna þessarar óþjóðlegu efna-
hagsstefnu hefur islenskt
efnahagslif orðið sifellt háðara
bandariskum afskiptum: Stöðugt
stærri hluti fiskafurða lands-
manna fer á Bandarikjamarkað.
Þar er greitt gott verð þegar rétt
og vinsamleg rikisstjórn situr i
landinnen þar eru skrifaðar kald-
ar áminningar um að verðlagið
lækki ef bandariskj herinn verði
látinn fara úr landinu þegar vond
rikisstjórn situr i stjórnarráði
íslands. Stærsta flugfélag okkar
hefur lendingarréttindi i Banda-
rikjunum fyrir pólitiska náð,
sjálft Samband islenskra sam-
vinnufélaga er að hluta til eins-
konar útibú frá bandariskum
fjármálahringum, Eimskipafélag
Islands er háð vöruflutningum
fyrir bandariska herinn. Islenskir
aðalverktakar er hagsmunafélag
nokkurra valdamikilla aðilasem
hafa úrslitaáhrif og skipa lykil-
stöður i islensku þjóðlifi. Að öllu
þessu samanlögðu: eftirliti
alþjóðabankans með fjármálum
okkar, siauknum áhrifum banda-
riska markaðsins á utanrikis-
verslunina og stórfelldu peninga-
flæði frá bandarikjaher inn i
landið,verður morgunljóst, að það
er ekki vistað þess verði langt að
biða að bandariskt fjármálavald
hafi kverkatak á rikisstjórn
Islands, hver sem hún er.
Hersetan er upphaf
og þungamiöja
erlendra áhrifa
1 opinberum bandariskum
skýrslum árið 1946 er talað um
„ísland og hin lýðveldin” — aug-
ljóslega átt við bananalýðveldin
svokölluðu. Sú nafngift er ósvifin
frá sjónarmiði tslendinga árið
1946, en hún ber i sér ónugnan-
legan visi að sannleika árið 1978.
íslenska valdastéttin hefur
unnið að þvi markvisst um
margra áratuga skeið að treysta
aðstöðu sina andspænis verka-
lýðshreyfingunni. I þvi skyni
hefur hún reyrt hagsmunatengsl-
in við Bandarikin eins og hér var
lýst. I þvi skyni hefur hún unnið
að þvi leynt og ljóst að reisa hér
fleiri erlendar verksmiðjur. Allt
valdatimabil núverandi rikis-
stjórnar hafa staðið yfir viðræður
við forráðamenn Alusuisse um
áætlun Integral, við forraða-
menn Norsk Hydro og samningar
hafa verið gerðir við Elkem
Spiegerverket. í ársskýrslu
siðastnefnda fyrirtækisins fýrir
árið 1977 eru samningarnir við
rikisstjórn Islands taldir eini ljósi
punkturinn i rekstri þess fyrir-
tækis, en járnblendideild þess
rambar nú á barmi gjaldþrots.
Hersetan sjálf er upphafið og
þungamiðja erlendra efnahagsá-
hrifa á islenskan þjóðarbúskap.
Nú um þessar mundir eru fleiri
starfsmenn á Keflavikurflugvelli
en löngum fyrr og þeir starfa
samkvæmt þeim samningi sem
Einar Agústsson gerði haustið
1974, þjóðhátiðarárið sæla. Það
hefur þvi beinlinis verið
samningsbundin stefna núver-
andi rikisstjórnar að festa íslend-
inga enn frekar i neti hins alþjóð-
legaauðmagnsmeð hersetuna og
hernámið sem þungamiðju, en
hernámið einangrað er þó sem
barnaleikur miðað við þær hættur
sem ^við okkur gætu blasað i
efnahagsmálum. Gegn þeirri
óþjóðlegu, bandarisku efnahags-
stefnu, sem fylgt hefur verið, tefl-
ir Alþýðubandalagið sinni
islensku atvinnustefnu. Jafn-
framt hefur Alþýðubandalagið
samþykkt og kynntýtarlegar til-
lögur i efnahagsmálum sem i
framkvæmd ættu að skerða svig-
rúm erlendra peningafursta og
innlendra handbenda þeirra til
þess að hafa áhrif á efnahags-
stefnu þjóðarinnar.
Við skulum gera okkur alveg
ljóst að bandariska efnahags-
stefnan, sem fylgt hefur verið á
íslandi, sneiðir ekki fram hjá
garði eins einasta manns. Sam-
kvæmt þessari stefnu, oft á tiðum
að kröfu Alþjóðabankans, er
gengi islensku krónunnar fellt
hvað eftir annað. Þessi efnahags-
stefna hefur haft i för með
sér mestu verðbólgu i Vestur-
Evrópu, þessi efnahagsstefna
hefur skert lifskjör fólksins
og hefur hrundið af stað stétta-
styrjöldum. Gegn þessari óþjóð-
legu efnahagsstefnu berst
Alþýðubandalagið og gegn for-
sendum hennar, markaðskerfinu
og hernáminu, berst flokkur okk-
ar og það hlýtur verkalýðshreyf-
ingin einnig að gera. Annars er
engin von um sigur, annars er
ekki vist þess verði langt að biða
að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
láti þinglýsa eignarhaldi sinu á
stjórnarráði Islands eins og gerð-
ist I Portúgal.
Hlutur sósialista
Þessar eru hinar ytri aðstæður
sem sniða okkur pólitiskan stakk.
I átökum við þær hefur hin nýja
sjálfstæðishreyfing Islendinga
tiðum náð verulegum árangri og
á slðari árum megnað að stöðva
alvarlegar tilraunir til þess að
færa út kvíar hernámsins og
hinnar erlendu stóriðju. Égminni
i þessu sambandi á árangur ný-
sköpunarst jórnarinnar og
vinstristjórnanna i þvi að festa
atvinnulif landsmanna sjálfra i
sessi, ég minni á landhelgisdeil-
urnar og á sigra verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Innri aðstæður islenska þjóð-
félagsins taka mið af ytriaðstæð-
unum, en meginstaðreyndin sem
við blasir inn á við er sú að hér á
tslandi er stéttaþjóðfélag. Fram
til ársins 1942 hafði auðstéttin
undirtökin. Það ár birti af myrk-
ur kreppunnar og þá reisti verka-
lýðshreyfingin undir forystu só-
sialista baráttunaaf slikum þrótti
og myndarskap að siðan hefur
verið talað um „jafnvægi stétt-
anna”. Það er meðal annars af
ótta við verkalýðsstéttina og
þetta jafnvægi sem auðstéttin
hefur leitað sér alþjóðlegra
bandamanna á undanförnum ár-
um og áratugum. En þrátt fyrir
sifellda viðleitni hennar til þess
að troða sjálfstæði þjóðarinnar
niður i dollarasvaðið hafa Islend-
ingar borið gæfu til þess að
standa saman á úrslitastundum,
eins og 1946, þegar Bandarikja-
menn gerðu kröfuum 99 ára her-
nám lslands,og siðar I landhelgis-
striðunum.
Hlutur islenskra sóslalista í
þessum átökum hefur skipt
sköpum; starf flokksins varð eins
konar megninrás átakanna og
flokkurinn bar gæfu til þess að
sameina þjóðleg öfl og verkalýðs-
hreyfingu til voldugrar mót-
spyrnu. Minnumst þess að það
var semsé alls ekki flokkurinn
einn i' þrengstu merkingu orðsins
sem var þarna að verki. I þessari
sögu eiga sinn myndarlega hlut
Þjóðviljinn, Mál og menning,
verkalýðshreyfingin. Þessir þætt-
ir allir og fleiri vefast saman i
órofa voð glæsilegs ferils og þess
vegna stöndum við i þessum spor-
um hér i dag, með mikinn félags-
legan stuðning og pólitiskan byr.
Baráttan hefur oft verið hörð og
óvægin i sókn og i vörn, en hér
stendur enn heil meginfylking
fórnfúsra félaga með eld i huga
og hugsjón. Þessi fylking getur
tryggt þáttaskil i islenskum
stjórnmálum i þeirri kosninga- og
kjarabarattu sem nú stendur yfir,
ef þjóðin ber gæfu til þess að
nema ákall okkar, tillögur og að-
varanir, ef launamenn snúa bök-
um við stjórnarflokkunum, ef all-
ir góðir tslendingar sameinast
gegn sivaxandi þunga erlendrar
ásælni sem ég minntist á áðan,
ásælni sem gæti breyst í kverka-
tak og þar með endalok sjálfstæðs
þjóðrikis - I þessu fámenna ey-
landi við ysta haf.
Tengja þræöina
saman
Framboðslisti Alþýðubanda-
lagsins i Reykjavik til alþingis-
kosninganna 1978 má með sanni
skoðast sem tilraun flokksins til
þess enn á ný að fylkja til sóknar
andspænis þeim alvarlegu vanda-
málum sem blasa við Islending-
um öllum sem þjóð. Við skipum
listann pólitiskum forystumönn-
um flokksins, þar eru sterkir
leiðtogar verkalýðshreyfingar-
innar, þar eru fulltrúar þeirrar
menningarbaráttu sem hreyfing-
in verður að heyja af fullri reisn,
þar er ungt fólk, þar eruþeir Ein-
ar og Brynjólfur. Þannig er reynt
að tengja þræðina saman, en það
er ekki nóg að hafa frambjóðend-
ur. Það er sameiginlegt verkefni
okkar allra aö tryggja að við skil-
um verki þeirra Einars og Bryn-
jólfs, Kristins og Jöhannesar nær
hugsjónum sósialismans, nær
markmiðinu, þó brautin verði
aldrei ’orotin á enda. MannUfið
mun áfram færa okkur ný verk-
efrii, ný vandamál og erfiði hvern
einasta dag. Samt er það ljúf
skylda hvers einasta sósiaUsta að
berjast þrotlaust ‘fýrir málstað
verkalýðsstéttarinnar og hug-
sjónum sósialismans. '
„Kjósum ekki
kaupránsfiokkana”
Verkalýðshreyfinginá Islandi á
nú i harðri og örlagarikri baráttu.
Forsætisráðherra landsins fékk
aðgang að öllum fréttatimum út-
varpsins i gær til þess að segja frá
þvi að hann ætlaði eftir kosningar
að halda áfram að skerða kjör
launafólks. Hann boðaði skerð-
ingu á réttindaákvæðum vinnu-
löggjafarinnar, hann boðaði að
óbeinir skattar skuli teknir út úr
vlsitölunni og hann lýsti þvi yfir
að þeir sem vinna yfirvinnu eigi
ekki að fá verðbætur á laun vegna
þess að þeir væru hátekjumenn.
Gegn þessum sérkennilegu
kosningahótunum valdamesta
heildsala tslands berst nú öU
verkalýðshreyfingin. Málm- og
skipasmiðasamband Islands
heftirmeð glæsUegu fordæmi gert
slagorðið „Kjósum ekki kaup-
ránsflokkana” að sinu með
áskorun til launamanna. Þetta
þurfa önnur verkalýðssamtök
einnig að gera. Þvi ráða
mennirnir óttast ekki almennar
mótmælaályktanir, þeir óttast
ekki hótanir um aðgerðir, þeir
óttast eitt og aðeins eitt og það er
að fylgið blátt áfram hrynji af
þeim i kosningum I vor. Þess
vegna er áskorun, eins og sú sem
kom frá Málm- og skipasmiða-
sambandi Islands, beittasta
vopn sem verkalýðshreyfingin
hefur. Verði launamenn víð
þeirri áskorun er unnt að gjör-
breyta islenska þjóðfélaginu;
Svavar Ge*U*on,rit*tjóri
hlýði launamenn ekki slikum
áskorunum, sitji allt við það
sama i valdahlutföUum þjóð-
félagsins, verða hótanir Geirs
HaUgrimssonar að veruleika
tafarlaust eftir kosningar.
Kosningaúrslitinverða þá skráð á
launaseðlana á eftir» ekki I at-
kvæðatölum eftir kjördæmum
heldur í raunverulegum launum.
Nauösyn flokksins
Brynjólfur Bjarnason segir í
kverisinu um Sósialistaflokkinn:
„Verkamaður sem greiðir borg-
araflokkunum atkvæði sitt við
kosningar gerir stétt sinni engu
minna tjón en hinn sem gerist
verkfaUsbrjótur. En hann veit
venjulega ekki af þvi.að hann er
að vinna stéttinni tjón. Drottn-
andi hugmyndir hvers tima eru
hugmyndir ráðandi stéttar. Þess
vegna er óhugsandi að samtök,
sem ætlaðer að ná til stéttarinnar
allrar, hafi þann þroska til að
bera að þau geti annast verkefni
flokksins.”
Þessi orð Brynjólfs Bjarna-
sonar eiga erindi til okkar enn
þanndag idag. Verkamenn mega
ekki svikja eigin stétt með þvi að
kjósa borgaraflokkana, kaup-
ránsflokkana.Hittáeinnig við, að
verkalýðstéttin þarf að eiga
sterkan flokk sem striðir á hverj-
um einasta degi gegn drottnun og
hugmyndafræði rikjandi stéttar.
Flokkurinn er „aflmiðstöð sem
kemur málstað okkar áleiöis”,
segir Maó formaður. En öll
hagsmunabarátta verkalýðsins
er pólitisk i eðli sinu, og þvi
árangursrikari verður hún þeim
mun betur sem samtökin skilja
samhengið milli stjórnmálabar-
áttu og daglegrar stéttabaráttu i
þrengstu merkingu, og þvi bUnd-
ari og fálmkenndari er verka-
lýðsbaráttan sem meira skortir á
hinn pólitiska þroska og heildar-
sýn.
Starf flokksins er lykUlinn að
þvi,að við getum breytt hugsjón i
veruleika; flokkur sem drukknar i
flóði dægurbaráttunnar týnir
sjálfum sér fyrr en varir.
Flokkurinn er fylking einstakl-
inga með sameiginlegar hugsjón-
ir. Hver einasti flokksmaður
gegnir mikUvægu starfi i verka-
lýðsfélagi sinu, á hverfaskrifstofu,
i hverfisstjórn, við að útbreiða
málgagn flokksins. „Menn verða
að vera minnugir þess að þeir eru
þátttakendur I þvi að skapa örlög
samfélags sins, þess vegna hvUir
á þeim mikil ábyrgð gagnvart stétt
sinni og þjóð. Og hið smáa ér
einnig stórt af þvi að það er þáttur
mikUla sögulegra afreka”, svo ég
vitni enn tU Brynjólfs.
Okkur er ætlað mUcið hlutverk
sem við verðum að vinna i sam-
einingu. Skilyrðislaus trúnaður
viðþettahlutverkverður að móta
öll hversdagsleg störf okkar,
hvers og eins. Hugsjón okkar er
Rœöa Svavars Gestssonar, ritstjóra,
á félagsfundi Alþýðubandalagsins
í Reykjavík í síöustu viku