Þjóðviljinn - 18.05.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.05.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. mal 1978 Sagt eftir leikinn: Albert Guðmimdsson Mér fannst það aldrei vafi hvoru megin sig- urinn myndi lenda. Við vorum friskari á alla vegu. Einnig skipti það miklu máli að við vor- um mun harðari á bolt- ann. Við ætluðum okk- ur ekki að tapa þessum leik þvi það er ekkert leiðinlegra og það brýt- ur mannekkertniður ef það er ekki að tapa fyrsta leiknum i íslandsmótinu.” / Asgeir Elíasson Pram: „Mér fannst þessi úr-, slit 3:0 bara sanngjörn miðað við gang leiks- ins. Þeir voru betri að- ilinn og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Þó var fyrri hálfleikur jafn framanaf en i siðari hálfleik áttum við aldrei möguleika.” Hörður Hilmarsson Val: „Þú getur nú rétt imyndað þér hvort það er ekki notalegt að sigra i fyrsta leiknum i íslandsmótinu”, sagði Hörður Hilmarsson eftir leikinn i gærkvöld. „Leikurinn var ójafn og við áttum fyililega skilið að sigra. Það held ég að allir geti verið sammála um.*1 Kristinn Atlason Fram: „Við vinnum þá örugglega næst”, sagði hinn eitilharði mið- vörður Fram, Kristinn Atlason, eftir leikinn. „Leikurinn i kvöld var ójafn og þeir áttu skilið að vinna. Þó fannst mér 3:0 of stór sigur. Það sem gerði gæfu- muninn var að þeir voru mun grimmari á boltan og það er ekki litið atriði i leik sem þessum.” Val: „Við áttum þennan / Islandsmótið í knattspyrnu Valur kafsigldi Framara í lélegum leik í gærkvöld Valsmenn sigruðu 3:0 Framarar voru ekki mikil hindrun fyrir Valsmenn er liðin léku i Islandsmótinu i knatt- spyrnu i gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Vals 3:0 eftir að staðan i leikhléi hafði verið 1:0 Val I vil. Leikurinn var mjög lélegur og voru Framarar einkum slakir. Valsmenn voru mun grimmari og virtust taka leikinn mun fastari tökum. Mikið þóf var framan af og kom fyrsta markið ekki fyrr en á 27. minútu. Þá dæmdi Magnús V. Pétursson mjög umdeilda auka- spyrnu á Fram rétt fyrir utan vitateig Fram og úr aukaspyrn- unni skoraði Atli Eðvaldsson með glæsilegu skoti neðst i mark- hornið fjær. Eftir markið lifnaði heldur yfir Frömurum en aldrei var þó nein hætta i sókn þeirra. Og þannig var staðan I leikhléi, 1:0. 1 siðari hálfleik var sama sagan uppi á teningunum. Valsmenn sóttu mun meira allan hálfleikinn nema um hann miðjan er Fram- arar virtust vera að taka við sér en svo var ekki og Valsmenn náðu að auka fengið forskot I stað þess að Fram jafnaði. Það var einnig á 27. minútu sem Valsmenn skor- uðu sitt annað mark. Var það eins og hið fyrra mjög glæsilegt. Þá tók Höröur Hilm- arsson aukaspyrnu rétt utan vita- teigs Fram og sendi góðan bolta fyrir markið. Knötturinn hrökk út til Alberts Guðmundssonar sem sendi hann rekleiðis i markið með þrumuskoti, 2:0. Eftir mark Alberts sem lýst er hér aö framan var að- eins eitt lið á vellinum, Valur. Þeir höfðu greinilega mun betra vald á öllu sem þeir gerðu og voru auk þess mun ákveðnari i alla staði. Þriðja markið kom siðan þegar eftir voru aðeins 2 minútur af leiknum. Þá braust Guðmundur Þorbjörnsson upp að enda- mörkum og gaf góðan bolta fyrir markið þar sem Ingi Björn Albertss. var fyrir og sendi bolt- ann með viöstöðulausu þrumu- skoti i netið 3:0. Og þau urðu úrslit Ieiksins. Að minu mati var þessi sigur Valsmanna einum of stór miðað við gang leiksins en engu að siður áttu þeir skilið að sigra. Þeir voru eins og áður sagði mun ákveðnari og grimm- ari á knöttinn og eins leiknari með hann. Bestu menn Vals að þessu sinni voru Sævar Sigurðsson I vörninni, þangað til að honum var ein- hverra hluta vegna skipt út af, og eins var Atli Eðvaldsson góðúr. Þá var Sigurður Haraldsson góður I markinu og Albert Guðmundsson átti góða spretti. Framliðið þarf að laga margt ef það ætlar sér ekki að tapa öllum leikjunum i sumar. Einn helsti veikleikinn er hversu leikmenn skila boltanum illa frá sér. Það er hending að sjá hjá Fram eins góðar sendingar og Valsmenn gefa sín á milli án þess að vita af þvi. Framararnir voru eins og áður sagði lélegir aö þessu sinni. Enginn þeirra skaraði fram út. Leikinn dæmdi Magnús V. Pétursson og gerði það illa að venju. Var flautandi 1 tima og ótima og oftast tóma vitleysu. Linuverðir voru Baldur Þórðar- son og óli ólsen og gerðu þeir hlutverkum sínum góð skil. Guðmundur Baldursson sést hér hafa betur gegn Inga Birni. HAUKUR, ÁSDÍS OG HAUKUR EFST Staðan i bikarkeppni S.K.í. i alpagreinum er þessi, þegar þrjár keppnir eru eftir, tvö stórsvig og eitt svig. (Átta keppnir samtals eru reiknaðar hjá hverjum og einum). Alpagreinar karla: 1. Haukur Jóhannsson A 123 st. 7 mót 2. Einar Valur Kristjánsson I 75 st. 5 mót 3. Arni Óðinsson A 70 st. 3 mót . 4. Karl Frímannsson A 67.5st. 7 mót 5. Hafþór Júlíusson 1 63 st. 4 mót 6-7. Sigurður Jónsson I 50 st. 2 mót 6-7. BjörnOlgeirsson H 50 st. 4 mót 8. BjarniSigurðsson 13 47 st. 5 mót Alpagreinar kvenna: 1. Asdis Alfreðsdóttir R 120 st. 5 mót 2. Steinunn Sæmundsdóttir, R 115 st. 5 mót 3. Margrét Baldvinsdóttir A 84 st. 6 mót 4. Halldóra Björnsdóttir R 79 st. 8 mót 5. Kristin Olfsdóttir 1 73 st. 5 mót 6. Asa Hrönn Sæmundsdóttir R 64 st. 5 mót 7. Sigriður Einarsdóttir 1 56 st. 5 mót 8. Jónfna Jóhannsdóttir A 48 st. 6 mót í skiðagöngu eru úrslit þessi, en þar er mótum lokið. (Þar eru talin 4 bestu mótin): Skiðaganga: 1. Haukur Sigurösson Ó 100 st. 4 mót 2. Halldór Matthlasson R 85 st. 4 mót 3. Ingólfur Jónsson . R 70 st. 4 mót 4. Þröstur Jóhannesson I 49 st. 4 mót 5. Björn Þór Ólafsson ó 44 st. 4 mót 6. Magnús Eiríksson S 35 st. 2 mót

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.