Þjóðviljinn - 18.05.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.05.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. 1078 Sigurður Harðarson. Ljósm. eik. Austurstræti átti að verða aðdráttarafl miðbæjarins og annað og meira en hellulögð eyðimörk með moldarflagi I miðjunni og I mesta lagi nokkrum happdrættisbilum til hátíðabrigða. Ljósm.—ÁI. REYKVÍSKT DRAMA Sigurður Harðarson arkitekt, fulltrúi Alþýdubanda- lagsins í skipulags- nefnd og 10. maður G-listans í Reykjavík. Dramað hefst að sjálfsögðu á grænu byltingunni sem frægt er orðið og mörgum orðið að yrkis- efni. Er óhætt að segja að sú kosningabomba hafi sprungið i höndum borgarstjóra sjálfs. Mun leitun á jafn sneypulegri frammi- stööu að afloknu kjörtimabili og framkvæmd áætlunar um um- hverfi og Utivist ber vitni um. Næst verður fyrir okkur lokun Austurstrætis fyrir bilaumferð. SU lokun táknaði vissulega fyrsta skrefið i þá átt, að takmarka bila- umferð i miðbænum, og viður- kenningu borgarstjóra á þvi að það væri rétt stefna — enda frá „nýstefnumönnum” komin. En Austurstræti átti að vera meira en hellulögð eyðimörk með moldarflagi i miðjunni og rusli i haugurn og i mesta lagi nokkrum happdrættisbilum til hátiða- brigða. Austurstræti átti þvert á móti að verða athvarf fótgangandi vegfarenda og vettvangur skemmtilegheita, aðdráttarafl miðbæjarins. Tíminn stóð i stað i Reykjavík Svo hófst endurskoðun aöal- skipulagsins, og geröust nU þau tiðindi, að Alþýðubandalagið hélt fram andstæðri stefnumörkun um flest grundvallarmál skipulags- ins, svo sem i málefnum gamla bæjarins og umferðarmálum, en einnig fléttuöust þar inn nýi mið- bærinn i Kringlumýri og Foss- vogsbrautin. Erlendir sérfræð- ingar voru fengnir til ráðuneytis um umferðarskipulagið, — þeir hinir sömu og þegar gamla aðal- skipulagið var gert. En hvernig átti ihaldinu i Reykjavik að detta i hug, að hjá Dönum sem og öðrum nágranna- þjóðum hafði átt sér stað þróun i þeim málum, sem og i öörum? Nátttröllin, sem stjórna Reykjavik héldu sem sé, að þessir Þaö veröur ekki annað sagt en skipulagsmálin hafi verið borgarstjóranum unga þung í skauti síðasta kjör- tímabil, og ekki furða að hann sé heldur framlágurþessa síðustu dagana fyrir kosningar. Hvernig á heldur annað að vera, þegar stærsti minni- hlutaflokkurinn er að angra hann með þvi að hafa uppi andstæða stefnu í flestum skipulagsmálum? Hvílíkósvífni af Alþýðubandalaginu, að móta ákveðna afstöðu gegn þeirri kerfisbundnu eyðileggingu umhverf- isins, sem íhaldið undir forystu borgarstjórans unga -hefur staðið fyrir á siðustu árum! Er honum ekki vorkunn, þegar hann reynir að gera lít- ið úr þessari stef numörkun með því að tala einu sinni enn um rómantíska og nýútskrifaða arkitekta, — nýstefnu- menn — sem séu að taka völdin í sínar hendur í Alþýðu bandalaginu? Auðvitað er honum vorkunn, því skipu- lagsmálin hafa verið ein samfelld píslarsaga allt kiör- tímabilið, vegna afturhaldsamrar og oraunhæfrar stefnumörkunar. Nýi miðbærinn. Tveggja hæða kjallari undir hús verslunarinnar er alit og sumt sem þar hefur risið. Að auki hefur borgarstjóri tekið tvær skóflustungur á svæöinu, en enginn annar aöili viil byggja þar. Ljósm. — AI. tilkvöddu ráðgjafar mundu taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið 1962. Þeir voru ekki kurt- eisari en svo, að þeir staðfestu i meginatriðum þá stefnu, sem Alþýðubandalagið hafði haldiö fram i umferðarmáium. Þeir mæltu gegn hinni miklu upp- byggingu á svæðinu vestan Elliða- áa og sér i lagi i nýja miðbænum vegna þeirra óhagstæöu afleið- inga, sem hvoru tveggja hefði i för með sér fyrir umferðarþróun borgarinnar. En, ekki nóg meö það, — heldur undirstrikuðu þeir mikilvægi þess að hiúð yrði sem mest að al- tnenningssamgöngum, þvi annað væri óhjákvæmiiegt með tilliti til framtiðarinnar. Þeir mæltu ein- dregið með þvi að borgarstjórn markaði skýra afstöðu til um- ferðarmálanna sem væri al- menningssamgöngum i hag og skilgreindi þær gæöakröfur sem væru forsendur fyrir bættum og auknum almenningssamgöngum. Þaö er óþarfi aö fjölyrða um það hvernig stjórnendur borgarinnar tóku i þessi orð ráðgjafa sinna. Enginn vill byggja i nýja miðbænum En nýi miðbærinn þá, — heföi hann ekki getað orðið rós I hnappagatinu? Nei, þvi miður. Timinn hefur leitti ljós að einnig i þvi máli höfðu fulltrúar Alþýðu- bandalagsins á réttu að standa. Reynt var að fá ihaldið til að sjá að þessi nýi miðbær væri tima- skekkja, sem byggð væri á löngu Ureltum forsendum gamla aðal- skipulagsins, og þvi væri rétt að taka þær til endurskoðunar. Auk þess var bent á það, að fram- kvæmd verksins væri það flókin og dýr, að enginn myndi fást til að byggja. Hver varð raunin? Eftir að borgin hafði afsalað sér stórum upphæðum i gatnagerðargjöld- um, byrjuðu kaupmannasamtök- in aö byggja 9 hæða hús versl- I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.