Þjóðviljinn - 31.05.1978, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.05.1978, Qupperneq 3
Miðvikudagur 31. mai 1978 .ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Jón G. Tómasson, sem nú gegnir embætti borgarstjóra kom á staðinn að beiðni öddu Báru Sigfúsdóttur og skýrði réttarstöðu borgarinnar. A myndinni sjást þau Jón, Adda Bára og Magnús Skúlason, arkitekt. Ljósm. Christian. Þarna sést hvernig fólkið settist fyrir vélskóflukjaftana en með þvl móti tókst að stöðva framkvæmdirn- ar. Ljósm. Leifur. Niöurrif stödvad 1 Grjótaþorpinu • Eini almenningsgarðurinn lagður í rúst * • Ibúar þorpsins vöktuðu lóðina í nótt Um tvö-leytiö i gærdag kom vélskófla á vettvang i Bröttugötu 4 i Grjótaþorpinu og hafist var handa um að rifa geymsluhús úr hlöðnum steini og eini almenn- ingsgarðurinn i þorpinu var tætt- ur upp og eyðilagður. ibúar þorpsins komu strax á vettvang og tókst þeim með hörku að stöðva þessar framkvæmdir, en lengi dags stóð i stappi með hvað gera skyldi, enda voru á- form eigandans sem sendi vél- skófluna á vettvang að sturta tveimur hlössum af möl á garð- inn og gera aðkeyrslu og bilastæði á lóðinnni. Það var þó ekki fyrr en maður með barn i fangi settist i veg fyrir vélarnar að vélskóflustjórinn hætti við frekari framkvæmdir. Þá var húsið eyðilagt og garður- inn allur i sárum. Ibúar Grjótaþorpsins fengu i fyrrasumar leyfi frá þáverandi eiganda lóðarinnar, Valdimar Þórðarsyni, til þess að gera litinn garð fyrir börnin i þorpinu á þess- um stað, en þá var þar eitt drullu- svað og aigengt að bilum væri lagt þar. Reykjavikurborg lagöi til torf og hleðslusteina en ibúarn- ir gengu sjálfir frá lóðinni og mál- uðu húsin og veggina i kring. Siðan þetta gerðist hafa orðið eigendaskipti á lóðinni og sonur Valdimars á hana nú. Að sögn verktakans sem hóf eyðilegging- una i gær tók Þorkell Valdimars- son ákvörðun um það i siðustu viku að leggja garöinn i rúst og lét hann siðan til skarar skriða i gærdag. Frestuöu ákvörðun fram yfir kosningar Fráfarandi meirihluti Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavik hefur dregið úr hömlu að taka endan- lega ákvöröun um framtiðar- skipulag þorpsins. 23. janúar sl. voru á dagskrá skipulagsnefndar tvær tillögur um framtiðarskipu- lag Grjótaþorpsins, ein frá Sig- urði Harðarsyni og hin frá meiri- hlutanum sjálfum. Þær voru aldrei teknar fyrir, og ákvörðun var frestað fram yfir kosningar. I báðum þessum tillögum er gert ráð fyrir þvi að engu verði haggaö á þessari lóð. Þorkell Valdimarsson lýsti þvi yfir þegar niðurrifið á Hallærisplaninu og stórfelld uppbygging þar var samþykkt, að hann myndi leggja þessa fyrirhuguðu friðlýsingu á eigum sinum i dóm, enda væri hann ekki réttur aðili til þess að koma upp byggðasögusafni fyrir Reykjavikurborg. Þá bauð hann einnig fráfarandi borgarstjóra og borgarráði eigur sinar i þorpinu til kaups, en þvi var aldrei neinu svarað. Hver er réttarstaðan? Meðan ekkert framtiðarskipu- lag hefur verið samþykkt hefur Þorkell Valdimarsson lagalegan rétt tii þess að rifa sin hús, eins og margsinnis hefur verið bent á i Þjóðviljanum. Hann má lika breyta grasinu á lóðum sinum i svað eða þekja það með möl, þó margir kunni að efast um sið- ferðilegan rétt til slíks. Hann hefur hins vegar ekki leyfi til þess að byggja á lóðunum og ekki leyfi til þess að gera þar bilastæði eða aðkeyrslur nema að fengnu samþykki bygginganefnd- ar og skipulagsnefndar borgar- innar. Ibúar Grjótaþorpsins vöktuðu i gærkvöidi lóðina og fylgdust náið með mannaferðum þar. —AI Skákmótið á Kanaríeyjum: Friðrík efstur Þegar 7 umferðum var lokiö á alþjóðlega skákmótinu Kanari- eyjum haföi Friðrik Ólafsson tekið forystuna, hlotiö 6 vinninga. t 7. umferð vann Frið- rik Spánverjann Cabera i 35 leikjum. Staöan að loknum 7 umferðum er þessi: 1. Friörik ólafsson 6 v. 2. Csom 5 1/2 v. 3. Padron 5 v. 4. Itodriquez 4 1/2 v. 5. Westerinen 4 v. 6. -7. Medina 3 v. 6.-7. Tatai 3 v. 8. Mestres 2 1/2 v. 9. -10. Perez 2 1/2 v. 9.-10. Lezcaon 2 1/2 v. 11.-12. Cabera 1 1/2 v. 11.-12. Rubio 1 1/2 v. Mótinu lýkur 3. júni og kemur Friðrik heim þann fjórða. Nokkur mannfjöldi safnaöist þegar saman f Bröttugötunni f gærdag, en lögreglan sem þarna sést á myndinni skipti sér ekkert af þvf sem var að gerast. Ljósm. Leifur. Bresjnef til Tékkóslóvakiu: Reynt að styöja við bakið á Husak 30/5 — Leóníd Bresjnef/ forseti Sovétrik janna, kemur i opinbera heim- sókn til Tékkóslóvakíu í dag, tiu árum eftir að herir Varsjárbandalagsins réðust inn í landið og sviptu völdum stjórn Alexanders Dubcek, þáverandi aðal- ritara Kommúnistaflokks- ins í Tékkóslóvakíu, sem stóð fyrir víðtækri umbótahreyfingu. Aðaltil- gangurinn með heimsókn Bresjnefs er talinn vera að styðja við bakið á Gustav Husak, núverandi forseta Tékkóslóvakiu. Husak var settur til valda skömmu eftir innrás Varsjár- bandaiagsins, og er talið að hann hafi verið valinn sökum þess, aö hann var talinn standa á milli sovétsinnaðra harðlinumanna i Kommúnistaflokknum og frjáls- lyndra og umbótasinna hins- vegar. Likur benda til þess að So- vétmenn liti enn svo á að Husak sé sá eini, sem stjórnað geti Tékkóslóvakiu til þess að gera vandræðalitið, með tilliti til strekrar andófsöldu frjálslyndra kommúnista. Um hálf miljón fylgismanna Dubceks hefur sætt meiri eða minni ofsóknum siðan innrásin var gerð 1968. Alþýðubandalagið i Kópavogi Fundur í Þinghóli Fundur verður haldinn í Þinghóli fimmtudaginn 1. júní kl. 20.30. Rædd verða kosningaúrslitin og hin nýju viðhorf í bæjarmálunum. Allir félagar eru eindregið hvattir til að koma. Bæjarmálaráð

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.