Þjóðviljinn - 31.05.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. mai 1978
af eriendum vettvangi
Lærisveinar Bismarcks
Eftir Dev Murarka, fréttaritara
danska bladsins Information
í Moskvu
Svo virðist sem heimsókn
Bresjnefs Sovétrikjaforseta til
Vestur-Þýskalands dagana 4.—7.
mai hafi verið mjög þýöingar-
mikii fyrir Evrópu. Fundir þeirra
Bresjnefs og Schmidts, sam-
bandskanslara Vestur-Þýska-
lands, báru meiri árangur en rik-
isstjórnir beggja höfðu gert sér
vonir um, og svo virðist sem allt I
einu hafi tekist mikill samhugur
með þeim Bresjnef og Schmidt.
Og Bresjnef kom sér ekki einung-
is vel við Schmidt, heldur og bæ-
verska íhaldsleiðtogann Franz-
Josef Strauss, sem f umsögnum
sovéskra fjölmiðla hefur hingað
til verðið talinn verstur manna.
Kannski er meira aö segja von á
Strauss f heimsókn til Moskvu —
hvaö yrði Kínverjum til stórrar
gremju. Eftir það yrði hann varla
slik hetja í augum Kinverja sem
hann er nú.
Þessi persónulegi árangur
Bresjnefs er mjög þýðingarmikill
fyrir Sovétrikin i utanrikismál-
um, þvi að þessi árangur getur
aukið að mun hin efnahagslegu
sambönd milli rikjanna frá þvi
sem nú er. Vestur-Þýskaland er
þegar þýðingarmesti viðskipta-
vinur Sovétrikjanna utan sósial-
iskra rikja. í lokayfirlýsingunni
eftir heimsóknina er rættt um
tvöföldun verslunarviðskiptanna
milli þeirra. Viðskiptin voru upp
á þrjá miljarða dollara árin
1971—75, en gert er ráð fyrir að
þau verði komin upp i sex mil-
jarða kringum 1980.
Vitnað i Bismarck
Þotta þýðir stórfellda sölu á
vesturþýskri tækni til Sovétrikj-
anna. Þau hafa oft beðið Banda-
rikin að selja sér slika tækni, en
fengið afsvar. Þessi fyrirhuguðu
viðskipti við Vestur-Þjóðverja
má skoða sem svar ráðamanna i
Moskvu við þeirri neitun Banda-
rikjamanna.
I raun er hægt að segja, að með
þessu taki Sovétríkin og Vestur-
Þýskaland skref i þá átt að draga
úr áhrifum Bandarikjanna i Mið-
Evrópu. Að sjálfsögöu lætur Hel-
mut Schmidt þessu fylgja svar
daga um trúnaö við ráðamenn i
Washington, en það skiptir litlu.
Það var vissulega athyglisvert,
að þegar Schmidt lýsti yfir mikilli
ánægju með árangur viðræðn-
anna við Bresjnef, vitnaði hann i
Otto von Bismarck járnkanslara,
einn frægasta stjórnmálamann
þýskan að fornu og nýju. Bis-
marck, sagði Schmidt, „gerði sér
ljóst að nauðsynlegt var að hafa
friðsamleg samskipti við hið þá-
verandi Rússland, sem nú er
Sovétrikin”. í framhaldi af þessu
er rétt að minna á orð glöggs
sagnfræðings um Evrópusögu,
„að valdajafnvægið skipti öllu
máli fyrir Bismarck, og aö hann
fórnaði jafnvel metnaðarmálum
Þjóðverja fyrir það, svo að ekki
sé minnst á metnaðarmál ann-
arra.” Þvi að Bismarck hafði
gert sér grein fyrir tveimur mik-
ilvægustu máium evrópskra
stjórnmála: að strið Vestur-
Evrópurikja við Russland hlyti að
koma haröast niður á Þýskalandi,
og ekki ætti að raska jafnvæginu
milli Evrópustórveldanna með
ævintýramennsku i stjórnmálum.
Fæti brugðið fyrir
Evrópukommúnista
Eftir 30 ára frið i Evrópu eru
það sérstaklega sovéskir ráða-
menn, sem eru arftakar Bis-
marcks. I öllum þeim ræðum,
sem Bresjnef flutti yfir vestur-
þýskum forustumönnum, minnsti
hann á að Sovétrikin hyggðust
halda óbreyttu sambandi sinu við
Frakkland jafnframt þvi að þau
tækju upp nánari samvinnu við
Vestur-Þýskaland.
Þessvegna gegnir það engri
furðu að Schmidt kanslari sagöi
eftir heimsókn Bresjnefs: „Mér
hefur verið sýndur mikill sómi.
Viðræðurnar einkenndust yfirleitt
af svo miklu gagnkvæmtu trausti,
að hægt er að segja að þær hafi
verið náið samband.”
Ekki er það heldur þýðingar-
laust að Bresjnef gerði mikið úr
þvi að fjalla táknrænt um sam-
band sovéska kommúnista-
flokksins og Vesturþýska
sósildemókrataflokksins en
Bresjnef ræddi við Willy
Brandt, fyrrum sambands-
kanslara, sem formann vestur-
þýsku sósialdemókratanna. Ekki
verður annaö séð en að þetta sé
liður í baráttu ráðamanna i
Moskvu við Evrópukommúnista.
Með þvi að taka upp nánari sam-
skipti við sósíaldemókratlska
Hefðbundnar refsingar
í Pakistan
29/5 — Herforingjastjórnin i
Pakistan tilkynnti i dag að þrlr
bankaræningjar yrðu hand-
höggnir fyrir illgerðir sinar, en
heföbundin múhameðsk lög mæla
svo fyrir að þannig skuli þjófum
refsað. Herforingjastjórnin undir
forustu Mohammad Zia-ul Haq
innleiddi slikar refsingar
skömmu eftir að hún rændi
völdum af stjórn Zulfikars AIi
Bhutto i júli s.l. ár.
Afbrotamennirnir njóta þó
þeirrar náðar að læknar munu
taka af þeim höndina að viðhafðri
deyfingu. Ennfremur skulu menn
láta vinstri hönd sina, sem minni
missir mundi talinn að, nema
hvað örvhentir menn láta þá
hægri. Stjórn Zia-ul Haq hefur
einnig innleitt opinberar hýðingar
fyrir nauðganir.
Dropinn dýrari
fyrir Pólverja
29/5 — Pólsk stjórnarvöld hafa
hækkað verölag á vodka,
uppáhaldsáfengi Póiverja, um 23
til 30%.
A s.l. laugardag tilkynntu
stjórnarvöld að verð á áfengi yrði
hækkað I þeim tilgangi að draga
úr áfengisneyslu, sem aukist'
hefur mjög þar i landi siðustu
þrjú árin. 1 Reuter-frétt um þetta
segir að Pólverjar innbyrði meira
af sterku áfengi en nokkur önnur
þjóð i heimi.
flokka, til dæmis á Spáni og Vest-
ur-Þýskalandi, leitast þeir i
Moskvu við aðeinangra Evrópu-
kommúnistana, sem vilja nánari
samskipti við sósialdemókrata.
Bandarikjunum og
Japan gefið langt nef
Litum nú nánar á gang þessara
mála. Rétt fyrir för sina til Vest-
í bráðina að minnsta kosti hætta
sovéskir að stiga I vænginn við
valdhafa i Tókió. Nú verður það
miklu fremur hlutskipti Japana
að stiga i vænginn við þá i
Moskvu.
Fail dollarans
Viðleitni Bresjnefs til þess að
teygja Vestur-Þýskaland úr
faðmlögum Bandarikjanna liggur
nokkuð svo i augum uppi, en við-
leitni Schmidts i sama tilgangi er
betur falin. Fall dollarans hefur
spillt fyrir Bandarikjunum I Vest-
ur-Þýskalandi, vegna þess að
vandræði bandariska gjaldmið-
ilsins eru útflutningi Vestur-Þjóð-
verja til tjóns. En það væri póli-
tiskt sjálfsmorð fyrir leiðtoga
vestur-þýskra sósíaldemókrata
og frjálsdemókrata, sem fara
með völd þar i landi, ef þeir svo
mikiðsem hefðu i hvíslingum um
að þeir væru með það á prjónun-
um að draga úr áhrifum Banda-
rlkjanna i Evrópu. Astæðurnar til
þess eru tilfinningaleg tengsl Vest
ur-Evrópu við Bandarikin og
mikill ótti við Sovétrikin. En þvi
sterkari sem tengsl Vestur-
Evrópu við Sovétrikin verða,
þeim mun meir dregur úr áhrif-
um Bandarikjanna i vesturhluta
álfunnar. Rénun bandarisku á-
hrifanna mun undir öllum kring-
umstæðum styrkja samningsað-
stöðu þeirra i Moskvu gagnvart
þeim I Washington.
Bretar i klipu
Voldug Vestur-Evrópuriki,
önnur en Vestur-Þýskaland, kom-
ast ekki heldur hjá þvi að taka
nánari sambönd við Sovétrikin til
athugunar og hagræða tengslum
sinum við sovéska ráðamenn i
samræmi við það. Frakkland og
Vestur-Þýskaland hafa nánar
gætur hvort á öðru til þess að láta
það ekki fram hjá sér fara, ef
Sovétmenn hölluðust meira að
samvinnu við annað rlkið en hitt.
Bretland er hér i vandræðum.
Bretum blæðir i augum að útlit er
fyrir að þeir komist ekki inn á
sovéska markaðinnen þora samt
sem áður ekki að hætta á reiði
Bandarikjanna með þvi að ving-
ast við Sovétrikin.
Vitaskuld er ekki lengur I tisku
að hafa þesskonar valdatafl I
Evrópu i hámælum. En verkin
vega þyngra en orðin. Vestrænir
fréttaskýrendur eru á yfirborðinu-
tómlátir um heimsókn Bresjnefs
til Bonn og sovésk blöð fjölluðui
um heimsóknina með yfirborðs--
kenndum frösum eins og: „Mikið
starf I þágu friðarins” og „Friður;
á jörðu”. Svoleiðis nokkuð segir:
litla sögu. Fáir viðurkenna að-
breyting á valdajafnvæginu sé i-
gangi. Þvi að Bresjnef og'
Schmidt hafa lært það mikið af'
Bismarck gamla, að þeir gætai
þess að jafnvægið breytist ekkii
svo að það liggi I augum uppi..
Nokkurármunuef til vill liða, áð--
ur en afleiðingarnar af samspil-i
inu þeirra koma i ljós, en þærl
koma i ljós um siðir.
(Millifyrirsagnir eru Þjóðvilj-
ans)
Leiðtogaráðstefna Nató:
Carter boöar auk-
in afskipti Nató
af Afríkumálum
ur-Þýskalands gagnrýnir Bresj-
nef Bandarikjamenn i viðtáli við
vesturþýska sosialdemókrata-
blaðið Vorwarts. Bresjnef býður
Schmidt upp á vigbúnaðarjafn-
vægi i Evrópu i staðinn fyrir að
snúa sér þvi viðvikjandi beint til
húsbænda i Washington. Meö þvi
gefur leiðtogi rikis og flokks I
Sovétrikjunum I skyn, að i við-
ræðunum um afvopnun á mið-
evrópska svæðinu skuli hagsmun-
ir Evrópurikja skipta mestu — en
ekki hlutverk Bandarikjanna sem
stórveldis.
Og ekki var Bresjnef fyrr kom-
inn heim úr Þýskalandsförinni en
sovéskir fjölmiðlar hófu mikil
skrif, þar sem áherslan var hvar-
vetna lögð á nauðsyn góðra og
vinsamlegra samskipta við Vest-
ur-Þýskaland, jafnframt þvi sem
Carter Bandarikjaforseti fékk
margt, miður hlýlegt orð I eyra.
Þýðing þessa sovéska boðskapar
er sú, að neiti ráðamenn i Was-
hington Sovétmönnum um þá
samvinnu, sem þeir sovésku óska
eftir, sé Sovétmönnum innan
handar að verða sér úti um aðra
viðskiptaaðila.
Nánari samskipti Sovétrikj-
anna og Vestur-Þýskalands verða
einnig til þess, aö Sovétmenn
verða tómlátari um efnahagsleg
og tæknileg samskipti við Japani.
30/5 — í ræðu, sem Carter
Bandarikjaforseti flutti við
setningu leiðtogaráðstefnu
Nató-rikja i Washington, gaf
hann i skyn að hann teldi að
Nató ætti að auka afskipti sin af
gangi mála i Afriku vegna auk-
inna umsvifa Kúbana og Sovét-
manna þar. Sagðist Carter telja
þetta óhjákvæmilegt, enda þótt
stofnsáttmáli Nató geri ráð
fyrir þvi að það eigi ekki að
skipta sér af gangi mála utan
Evrópu.
Talsmaður bandariska utan-
rikisráðuneytisins sagði i dag að
i næstu viku yrði haldin i Paris
ráðstefna með þátttöku margra
rikja til að fjalla um þessi mál.
Samkvæmt frönskum heimild-
um munu Bretland, Vestur-
Þýskaland og Kanada senda
fulltrúa á ráðstefnu þessa auk
Bandarikjanna og væntanlega
Frakklands. ttalia kynni einnig
að taka þátt i ráðstefnunni og
ætlast mun til að einhver
Afrikuriki sæki hana.
Að likindum mun ráðstefn-
unni ætlað að leggja drög að
hliðstæðum aðgerðum og
Frakkland og Belgia gripu ný-
lega til I þeim tilgangi að hrinda
innrás uppreisnarmanna I
Shaba, með það fyrir augum aí
Nató-riki verði reiðubúin til
þessaðveita Afrikurikjum, sem
hlynnt eru Vesturlöndum, hern-
aðarlegan stuðning.