Þjóðviljinn - 31.05.1978, Page 9
Þriðjudagur 30. mai 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Povel Ramel er litt þekktur á
tslandi. Engu að siður er hann
einn þekktasti skemmtikraftur
Svia og hefur verið I nær fjóra
áratugi. Það er i rauninni ekki
hlaupið að þvi að lýsa Povel fyrir
þeim, sem aldrei hafa séð hann
eða heyrt i honum. Og enn erfiðar
að útskýra stil hans og sviðsfram-
komu. Það væri kannski hægt að
kalla hann ,,kreisi”-grinista, sem
hefur reynt öll form skemmtana-
iðnaðarins, allt frá litlum senum
þar sem hann situr einn við pianó,
og til stórfenglegra kvikmynda
sem settar hafa verið á svið með
pompi og prakt.
Hann útskýrir þetta nánar fyrir
blaðamanni i anddyri Hótels
Sögu, en þar býr hann þessa dag-
ana, meöan hann gistir tsland og
skemmtir landanum I Norræna
húsinu, i boði þess og Sænsk-
Islenska félagsins.
— Maður verður að endurnýja
sjálfan sig, segir hann og brosir
þessu sætljóta brosi sinu. Það
verður að setja nýjar umbúðir
utan um pakkann, þótt innihaldið
kunni að vera meira og minna
það sama. Þess vegna hef ég
reynt sem flest form. Áður fyrr
gerði ég töluvert af kvikmyndum,
leikhúsformið hef ég ávallt notað,
og einnig hefur sjónvarpsformið
heillað mig og ég hef reynt mig á
þvi sviði.
byrjuöum að leika þar og syngja
fyrir matargesti, og auglýstum
ekkert i blöðunum, nema eina
litla setningu, þar sem stóö: Viö
pianóið P. Ramel. Fyrsta kvöldið
ætluðu gestirnir aö detta úr
stólunum, þegar þeir fengu alveg
óvænta skemmtun heilt kvöld. En
blöðin komust i málið, og næsta
kvöld var allt troðfullt og
stemmningin þar með horfin.
— Hvernig finnst þér að leika
fyrir islendinga?
— Fyrsta kvöldiö hefur tekist
mun betur en ég þorði að vona.
Þaö var búið að setja mér, að
þetta væri litill salur, sem tæki
um 120 manns, svo ég var ekki
svo ýkja skelkaður. Svo reiknaöi
ég með þvi, að þeir sem kæmu,
hefðu einhverja kunnáttu i
sænsku eða þekkingu á sænsku
þjóðfélagi. Þetta er reyndar i
fyrsta skipti, sem ég kem fram
opinberlega utan Skandinaviu, og
mér finnst þetta afar skemmti-
legt og spennandi.
Nú eru leigubilarnir komnir,
Povel ris á fætur, setur köflóttan
hattinn á skallann og brosir
breiða brosinu, svo bilið milli
framtannanna kemur i ljós. Svo
kveður hann og er horfinn. Þá er
bara að vita, hvenær og hvort
söngvisur og dellutextar um
„Skemmtilegt og spennandi að koma
fram á íslandi”
Hann er hæverskan uppmáluð.
Sannleikurinn er hins vegar sá,
að allt, sem Povel hefur gert,
hefur slegiö i gegn i Sviþjóð. Ekki
sist sjóvarpsþættirnir, sem hann
gerði fyrir nokkrum árum og
nefndi „Semlons gröna dalar”
(sem mættikannski þýða „Grænu
dalirnir hans Bolla”). Þeir þættir
settu algjört met i sjrtvarpsglápi i
Skandinaviu. En hvernig skyldi
honum finnast að vera kominn til
íslands?
— Jú takk, þetta er i fyrsta
skipti, sem ég kem hingað. Ég hef
reyndar ekki séð neitt ennþá,
nema leiðina milli Hótels Sögu og
Norræna hússins, og það gegnum
bilrúðu. En nú stendur til að
fljúga til Vestmannaeyja og
Surtseyjar i dag. Það eina, sem
kemur mér verulega á óvart, er
veðurfarið. Þaö hefur rignt og
stytt upp til skiptis, sólin hefur
brotist fram úr skýjunum og
horfiö aftur, þaö eru vindhryðjur
búnar aö ganga yfir hótelið og
skyndilega er skollið á dúnalogn.
Þetta er eins og veðurfar heils árs
i Sviþjóö. Er þetta alltaf svona á
Islandi?
Blaðamaður útskýrir, að veðrið
sé eins og islenski efnahagurinn:
gjörsamlega óútreiknanlegur. En
hvað fannst pianistanum, söngv-
aranum og háöfuglinum Povel
Ramel um viötökurnar i Norræna
húsinu á mánudagskvöldið?
— Alveg frábærar. Ég reyndi
að syngja dálitið hægar, svo
tslendingar ættu léttar með að
skilja textana og tók þá allra
hröðustu úr. Annars hef ég notið
mikillar aðstoðar islensks lektors
I Gautaborg, Kristins Jóhannes-
sonar, sem hefur æft með mér
nokkur islensk lög og kennt mér
framburðinn á textunum.
Sérstaklega hefur hann verið
mér ■ innan handar við
„Fluguna” (Litla flugan hans
Sigfúsar Halldórssonar). Það er
nauðsynlegt að syngja eitthvaö á
Rætt við sænska
grínistann
Povel Ramel,
sem skemmtir í
Norræna húsinu
máli þeirra, sem heimsóttir eru,
segir Povel og setur upp
samherjasvip.
— Allt sem þú gerir á sér djúp-
ar rætur i leikhúsi, ekki slst
reviunni. Nú er revian næstum
þvi útdauð, en virðist dafna vel I
Sviþjóð?
— Nei, það er varla hægt að
segja það. Hún er á undanhaldi
þar einnig. Alla vega reviuleik-
húsin. Ég man, þegar ég var
strákur i byrjun fjóröa ára-
tugarins, fór pabbi oft meö mig i
reviuleikhús. Þá voru um 12 slik
leikhús i Stokkhólmi. Nú eru þau
2, i mesta lagi 3. En heföin hefur
lifað áfram. Revian svifur i bak-
grunninum i sænsku skemmtana-
lifi.
— Hvenær byrjaðir þú I brans-
anum?
— Ég byrjaði sem leikmaður
(amatör) 1939, og þá mest sem
hljómlistamaður. Það var nokkr-
um árum siðar, sem ég byrjaöi
sem atvinnumaður i skemmtana-
lifinu. Það var nú reyndar fyrst i
byrjun sjötta áratugsins, sem við
tökum að gera hluti, sem aörir
höfðu ekki gert áður. Við sóttum
ýmislegt i ameriskan „kreisi”-
stil og djassinn var lika sterkur
þáttur i þessum uppsetningum
okkar. Við vorum þá búnir aö
stofna Ideon-leikhúsið: það hét
áöur Odeon. Þar slepptum við
taumnum lausum, og slóum i
gegn með þessum nýja stil. Við
rákum leikhúsið i 15 ár. Þá mátti
maður ekki vera jafn opinskár og
klæminn eins og tiðkast nú i
Sviþjóð. Nektardans eða dónaorð
voru alveg bönnuð, og kven-
mannslæri vöktu mikla siðferðis-
lega reiöi. Við gerðum dálitið grin
að þessu skirlifi leikhúsanna, og
auglýstum að við værum með
nakinn kvenhvislara. Ideon-leik-
húsið lifði sem sagt i hálfan annan
áratug. Þá var það rifið af
borgaryfirvöldum og nú stendur
þar hið nýja þinghús sænsku
þjóðarinnar. Svo ekki hefur
ástandið batnaö.
— Hefur skemmtanabransinn
breyst mikið I Sviþjóð sfðan þá?
— Varla að innihaldi, nema
hann er orðinn opinskárri. Maður
getur sagt hvað sem er nú. I þvi
sambandi man ég, að þegar ég
gerði þætti fyrir sænska útvarpið
fyrir mörgum árum, þá varð
maður aö gæta tungu sinnar, og
ritskoða sjálfan sig. T.d. var
alveg harðbannað að minnast á
áfengi. Ég hafði skrifað söngvisu
um sjóræningja, sem er að
drekka romm og kyrjar paródiu á
hina sigildu sjóræningjasöngva.
Forráðamenn útvarpsins harð-
bönnuðu mér aö nota oröið
„romm”. Ég hugsaöi mig um, og
breytti svo orðinu i „bláberja-
saft”. Það gerði mikla lukku.
— Hvaða formi ertu hrifnastur
af?
— Ég veit ekki. Mér finnst
gaman af öllu þvi, sem ég geri
hverju sinni. Hins vegar eru
stórar uppsetningar orðnar svo
dýrar og viðamiklar, að þær bera
sig ekki lengur fjárhagslega.
Þess vegna hef ég sótt i minni
form. Eins og núna, þegar ég er
með trió sem leikur undir. Ég hef
lika unnið mikið með norsku
söngkonunni Wenche Myhre: eins
konar tveggja manna sviösform.
Það er mjög skemmtilegt. Ég
forðast bara eitt: að staðna i einu
„Þá mátti ekki nefna áfengi á nafn i sænska útvarpinu”.
formi. Fyrir nokkrum árum
vorum við, þeas„ trió Sven Ols-
sons sem er hér núna, orðnir svo
leiðir og þreyttir á allri viðamik-
illi sviðsframkomu og sjónvarps-
upptökum, aö við ákváðum að
breyta alveg til. Það er litill mat-
sölustaöur á smáeyjunni Djur-
gárden i hjarta Stokkhólnrs, sem
heitir Djurgárdsbrunn. Við
Vestmannaeyjar og Surtsey eigi
eftir að sjá dagsins ljds og slá i
gegn i Sviþjóð. Kannski hann láti
sér nægja að semja hugljúfa gos-
melódiu, sem hann getur leikiö á
pianó. Og slái hann feilnótu hér og
þar, þá gerir það ekkert til. Hann
er vanur að segja, að nótnaborðið
sé hált!
—IM
Myndir og texti: Ingólfur Margeirsson