Þjóðviljinn - 03.06.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.06.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. júnl 1978 fWÓÐVILJINN — StDA 7 Ef viö skiljum megindrætti í því sem liggur aö baki kosningasigrinum og kunnum aö draga rétta lærdóma — og fylgja þeim eftir ■ þá eygjum viö von um breytt þjóðfélag og bætt mannlíf i landi Björn Arnórsson. Barátta og samstaða leiðir til sigurs Óþarfi er að fjölyrBa um þá sigurgleði, sem gagntekið hefur sósialista — hvar I flokki sem þeir standa, aö undanförnu. >að ómögulega skeöi, við sigruðum náttúrulögmálið, áratuga löng- um yfirráðum sjálfstæðis- manna i Reykjavik er lokið. I sigurvimunni er þó nauðsynlegt að gera sér ljóst I hverju sigur- inn er fólginn, af hverju vannst hann og hvert verður framhald- ið að vera? Það er ljóst að Urslit kosning- anna fela T sér mótmæli gegn kjararánslögum rikisstjórnar- innar og fólk leitaði til Alþýðu- flokksins og þó umfram allt Al- þýðubandalagsins i trausti þess að þessum flokkum væri skyld- ara en öðrum að hafa forystu i að hnekkja þessum lögum. Al- þýðubandalagsmenn verða þvi að skoða þessi úrslit sem áskor- un launafólks. Af hverju nú? Það er afar mikilvægt að greina þessa spurningu og draga af henni réttar ályktanir. Margir höfðu veitt þvi athygli að kosningabaráttan var óvenju daufleg, umræður blaðanna bragðlitlar og veggspjöld vart sýnileg, litið er fram hjá tveim boröum Sjálfstæðismanna, sem tjáðu borgarbúum að 28. mai væri D-dagur („D-day” — og reyndust sannspáir!). Astæður „byltingarinnar” er þvi ekki að finna i sjálfum kosningaslagn- um, ef undan er skilinn þáttur Guðrúnar Helgadóttir. En þó þáttur hennar sé stór, má öllum vera ljóst að enginn einn maður fellir jafn sterkan meirihluta og verið hefur við völd i Reykjavik undanfarna áratugi. Sama gild- ir um ósérhlifiö starf þeirra hundruða sjálfboðaliöa, sem lögðu nótt viö dag i kosninga- slagnum. Slikt starfhefur verið unnið áður. Svarið er umfram allt að finna I verkalýðshreyfingunni i viöustu merkingu þessa orðs. Og þá á ég ekki fyrst og fremst við mótmæli manna gegn kjara- skerðingarlögunum heldur við breytt vinnubrögð verkalýðs- hreyfingarinnar (og þá fyrst og fremstBSRB),sem hefur opnað samningaviöræður,leitað i vax- andi mæli til félaga sinna og veitt þeim aukna þekkingu, vit- und og umfram allt einurð og sjáKstæði. Hér er ekki svigrúm til að fjalla um kjarabaráttu liðins árs i smáatriðum, nokkrar vis- bendingar um kjarabaráttu BSRB verða að nægja. Kröfu- gerðin, sem sett var fram s.l. vor, haföi verið kynnt og rædd i öllum félögum BSRB um land allt. Samningaviðræðurnar voru háöar fyrir opnum tjöld- um, þannig að hinn almenni fél- agi haföi alltaf vitneskju um stöðuna. Þegar sáttatillagan margfræga var lögð fram, var hún enn á ný kynnt og rædd á félagsfundum um land allt og þátttakan i þessum fundum var 40% og upp i 80% félagsmanna. Hreinlega svimandi töíur. Enda vaið árangurinn eftir þvi, lið- lega 80% félagsmanna tóku þátt i atkvæðagreiðslunni og liðlega 80% voru einhuga um að fella sáttatillöguna. í verkfallinu voru hundruð og aftur hundruö félagsmanna virk i verkfalls- vörslu og skynjuðu i fýrsta skipti mátt samstöðunnar. Stærstu félögin höfðu daglega „opið hús” þar sem fulltrúar samninganefndar, stjórnar eða verkfallsnefndar voru mættir, ræddu um siöustu atburði og tóku ámótiharðri gagnrýnieða áköfum fagnaðarlátum. Niður- staða verkfallsins var meiri kauphækkunen nokkru sinni áð- ur I einum áfanga. Fólk hafði þar með numið sina fyrstu lexiu i námsgreininni: barátta og samstaða leiðir til sigurs. Eftir verkfalliö var haldin ráðstefna þar sem verkfallið var rætt og mistökin (þvi vissulega voru gerð mistök) krufin til mergjar og lærdómar dregnir. í febrúar komu kjaraskerð- ingarlögin og fyrstu viðbrögö voru dagana 1. og 2. mars, þar sem samstaða náöist meðal stærstu verkalýðssambandanna um aögerðir. Mikið hefur veriö klifað á þvi að þessar aögeröir hafi misheppnast, en ég leyfi mér að fúllyrða að þau, sem það segja, hafa ekki skoðað að- gerðirnar niður i kjölinn. Hvernig að þeim varstaðið má vissulega deila um, en staö- reyndin var sú að um helmingur þeirra, sem voru hvött til að ganga út skv. eigin ákvörðun, gegn hótunum atvinnurekenda og án þess að geta visað til ákvöröunar verkalýðsfélags um allsherjar verkfall, svöruöu kallinu. Þessi staðreynd sýnir meiri vitund og stéttarþroska hjá þorra launafólks hér á landi en viöa i Evrópu, sem þó hefur verið visað til sem fordæmis. Framhald aðgerðanna leiddi siðan til þess að rikisstjórnin hopaði með nýjum bráðabirgða- lögum, sem áttu að friðþægja hinu virka afli verkalýðshreyf- ingarinnar, en hafði gagnstæð áhrif, þ.e. sýndi að með baráttu næst sigur. Það var siöan á kjördegi, sem þetta fólk leitaði til Alþýðubandalagsins meö kröfuna: Þið hafið staðið fast á þvi aðsamningarnir eigi að fara i gildi, nú gefum viö ykkur tæki- færi til að láta reyna á þaö. Niðurstöður Lærdómarnir af þessu eru tviþættir: I fyrsta lagi er þetta skýlaus krafa til verkalýösfor- ystunnar að halda enn lengra á þeirri braut, að svipta hulunni af samningaviðræðum og tvi- efla starfiö að þvi að virkja sem flesta i kröfugerð og ákvarðana- töku allri. I öðru lagi setur þetta borga rs tj ór narme irihlu ta num þær skyldur aö annars vegar hafa strax frúmkvæöi að þvl að samningarnir taki gildi að nýju og hins vegar að leggja höfuð- áherslu á aö virkja sem flesta i stjórn borgarinnar. Þá á ég aö sjálfsögðu við verkalýðshreyf- inguna og starfsmenn borgar- innar, en einnig hin mörgu og fjölbreyttu samtök borgarbúa um bæjarhverfi, iþróttir o.fl., auk þess að hafa frumkvæði að slikum samtökum þar sem þau eru ekki fyrir hendi. Athugum vel að ibúar hverfanna hafa mesta þekkingu á vandamálum þeirra, starfsfólk SVR á leiðum til úrbóta og svona mætti lengi telja. Þessa þekkingu verður að virkja og ibúar borgarinnar eiga að stjórna henni sjálfir. Ef við skiljum aö þetta eru megindrættirnir I þvi sem ligg- ur að baki kosningasigrinum og kunnum að draga af þvi rétta lærdóma — og fylgja þeim eftir — þá eygjum við von um breytt þj(S)félag og bætt mannlíf hér á landi. Björn Arnórsson Landsbanki íslands Nýr útibússtjóri á Snæfellsnesi V esturlandskjördæmi A fundi bankaráðs Landsbanka Islands 26. mai s.l. var samþykkt að ráða Sólon Rúnar Sigurðsson útibússtjóra Landsbanka fslands á Snæfellsnesi frá og með l. júni 1978. Sólon R. Sigurðsson er fæddur 1. mars 1942 og hefur starfað i Landsbanka íslands frá 4. Sendifulltrúi Póllands, hr. An- toni Szymanowski, afhenti hinn 18. mai þeim ABalsteini Ingólfs- syni, listfræðingij og Atla Heimi Sveinssyni, tónskáldi heiðurs- merki, sem pólski menntamála- ráðherrann hefur veitt sem viður- kenningu fyrir mikilsvert starf i þágu menningartengsla Pólverja október 1961. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum við bankann, nú siðustu ár sem forstöðumaður vixladeildar aðal- banka. Sólon hefur verið formað- ur S.Í.B., heildarsamtaka banka- manna, undanfarin ár. Sólon er kvæntur Jónu Arna- dóttur og eiga þau 3 börn. og fslendinga. Myndin er tekin við afhending- una. Lengst til vinstri er Stefan Zietowski, formaður Pólsk-is- lenska menningarfélagsins i Var- sjá, þá Atli Heimir, Antoni Szy- manowski, Áðalsteinn Ingólfsson og Haukur Helgason, formaður islensh-pólska félagsins. Sameiginlegir framboðsfundir frambjóðenda I Vesturlandskjör- dæmi, vegna Alþingiskosninga, sem fram raunu fara sunnudag- inn 25. júni n.k., verða haldnir sem hér segir: Búðardalur, miðvikudaginn 12. júni kl. 9.00 e.h., i félagsheimilinu Dalabúð. Stykkishólmur, fimmtudaginn 8. júni kl. 9.00 e.h., i félagsheimilinu við Víkurgötu. OECD-ríki: 17.5 miljónir atvinnu- leysingja i árslok 1Þ26 — Búist er við að tala at- vinnuleysingja i aðildarrikjum Efnahags- og framfarastofhunar- ■tnar (OECD).semiðnvædd riki I Vestur-Evrópu, Norður-Ameriku og viðar eiga aðild að, verði um 17.5 miljónir I árslok, að sögn sér- fræðinga, sem nú eru að undirbúa fúnd sjö hinna öflugustu þessara rikja. Sá fundur á að verða I Bonn I næsta mánuði og sitja hann leið- togar Bandarikjanna, Vest- ur-Þýskalands, Japans, Bret- lands, Frakklands, ítaliu og Kan- ada. Sérfræðingarnir telja óliklegt, að leiðtogarnir geri á ráðstefn- unni neinar þær ráðstafanir, sem dragi teljandi úr atvinnuleysinu. Til þess að draga úr þvi þyrfti aö auka hagvöxt OECD-rikja sem heildar verulega, og helstu byrð- arnar af þeirri aukningu væru lík- legar til að lenda á Japan og Vest- ur-Þýskalandi, sem eru við bestu heilsuna efnahagslega af stóru OECD-rikjunum. óliklegt er talið að samkomulag náist um það. Grundarfjörður, föstudaginn 9. júni kl. 9.00 e.h., I samkomuhús- inu. Hellissandur, laugardaginn 10. ■ júni kl. 2.00 e.h., i félagsheimilinu Röst. Breiðablik, Miklaholtshreppi, Menntaskólanum I Kópavogi var slitið við hátiðlega athöfn I Kópavogskirkju föstudaginn 28. mai. Athöfnin hófst kl. 14. 63 stúdentar brautskráðust frá skól- anum 33 stúlkur og 30 piltar. Fjölmenni var við athöfnina. Skólameistari, Ingólfur A. Þorkelsson, flutti skólaslitaræð- una, afhenti stúdentum sklrteini og verðiaun fyrir ágætan árangur i einstökum greinum. Skólakór- inn söng undir stjórn John Speight, tónlistarkennara. Einn stúdenta, Þórdis Kristleifsdóttir flutti ávarp og árnaði skólanum allra heilla. Hæstu einkunnir, sem gefnar voru i skólanum hlutu: Þórunn Guðmundsd. 2.bekk M. 9,2 Eydisólafsd. 2.bekkX.9,l Kristin Þórisd. 2.bekkY.9,0 fimmtudaginn 15. júni kl. 9.00 e.h. Logaiand, mánudaginn 19. júni kl. 9.00 e.h. Borgarnes, þriðjudaginn 20. júni kl. 9.00 e.h., i samkomuhúsinu. Akranes, fimmtudaginn 22. júni kl. 9.00 e.h., i Bióhöllinni. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlutu þessir stúdentar: Helga Þorvaldsdóttir 4.bekk E. (eðlisfræðideild) 9,1 og Siguröur Hjaltason 4.bekk E. (eðlisfræöi- deild) 9,1. I ræöu sinni skýrði skólameist- ari m.a. frá þvi, að byggingar- nefnd heföi samið tillögur um framtiðarskipulag skólans, ýtar- legt álit, i 44 blaðsiðna bók, sem afhent var menntamálaráöherra 5. des. 1977. Samkvæmt tillögun- um verður M.K. fjölbrautaskóli, sem á að veita upprennandi kyn- slóð i Kópavogi fjölbreytta fram- haldsmenntun á samstilltum en mismunandi námsbrautum. Félagslif nemenda var öflugt og stóöu nemendur að vanda fyrir skammdegishátið 1. desember, sem var vel sótt af Kópavogsbú- um. Fengu pólsk heiðursmerki Einn stúdenta, Þórdls Kristleifsdóttir, árnar skólanam hellta. Menntaskólinn i Kópavogi Útskrifar nú þriðja stúdentaárganginn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.