Þjóðviljinn - 03.06.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 03.06.1978, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. júnl 1978 01? □CP Afar mikilvægur ítalskur sigur Ítalía vann Frakkland 2:1 í Mar del Flata í gærkvöld Þúsundir stu&ningsmenn istalska landsliðsins i knatt- spyrnu fengu næstum hjartaáfall i gær I fyrsta leik Italska liösins gegn þvi franska á leikvanginum i Mar del Plata sem er næst- stærsta borg Argentinu. Eftir aö.- eins 30 sekúndur lá knötturinn i neti italska liösins og þar meö haföi fyrsta mark heimsmeist- arakeppninnar veriö skoraö. Ital- arnir byrjuöu meö boltann og á örskammri stundu komst Didier Six inni misheppnaöa sendingu og hann var ekkert að tvinóna viö hlutina, lék áfram nokkra metra og sendi siðan hárfina sendingu inni vitateig italska liösins og þar var fyrir miðherjinn Bernard Lacombe sem skallaöi af öryggi framhjá Dino Zoff, hinum frá- bæra markverði italska liösins 1:0, og fyrsta markiö var staö- reynd. Hina 45 þús. áhorfendur á leik- vanginum setti hljóða. Itölsku leikmennirnir stóöu sem þrumu lostnir en þeir frönsku fögnuöu ákaft. Næstu minútur léku Italarnir eins og lamaöir menn, engin skipulagning virtist á leiknum og hinir baráttuglöðu frönsku leikmenn geröu harða hrið að markinu. Á 10. min. munaöi engu að staðan yröi 2:0 fyrir franska liðiö er Bossis átti þrumuskalla, eftir aukaspyrnu frá Michel, sem rétt sleikti þver- slána. Eftir að sóknarlotur Frakkanna tóku aö hjaðna náðu Italarnir fyrst sæmilega skipu- lagi á leik sinn og á 16. minútu skoraði Roberto Benetti en dómarinn dæmdi markið af vegna rangstöðu. Og á 29. min. kom svo jöfnunarmark Italanna. Eftir stórskemmtilega sóknarlotu upp völlinn lét Bettega boltann vaða á markið en tréverkið var fyrir, boltinn hrökk út og Rossi, hinn eldfljóti vinstri útherji Ital- anna var alveg á réttum stað til að þrykkja boltanum í net- möskvana og jafna metin, 1:1. Það sem eftir var fyrri hálfleiks skiptust liöiná sóknarlotum þó án þess að verulega hættuleg tæki- færi sæu dagsins ljós. Mikilsverð breyting var gerð á italska liöinu strax eftir fyrri hálfleikinn. I stað Antognoni, sem haföi verið hálf slappur allan fyrri hálfleikinn, greinilega þrúg- aður af mikilli taugaspennu, kom Zaccarelli. Og sá átti eftir að sýna getu sina. Leikurinn var varla byrjaður þegar boltinn lá I neti franska liðsins. Gentile braust upp kantinn og gaf gullfal- lega sendingu þvert yfir til Zaccarelli sem skoraði með föstu skoti, 2:1. Fyrir franska liöið var þetta mark algert ráðarslag enda ítal- arnir f rægir fyrir að halda f engnu forskoti. Þeir pökkuðu i vörn og þrátt fyrir hatrammar sóknarað-. gerðir tókst Frökkum ekki aö ■ jafna metin. Fyrsti sigur Italska liðsins, I sannkölluöum hörkuleik var staðreynd og nú má telja vist að þeir nái sæti i 8-liða úr- sBtunum. Liðin: Italia: Dino Zoff, Claudio Gentile, Antonio Cabrini, Romeo Benetti, Mauro Bellugi, Gaetano Scirera France Causio, Marco Tardelli, Paolo Rossi, Giancarlo, Anrognoni, Roberto Bettega, Renato Zacarelli (kom inná seinni hálfleik). Frakkland: Bertrand Demanes, Gerard Janvion, Marius Tersor, Patrice Rio, Maxime Bossis, Henri Michel, Jean Marc Quillou, Michel Platini, Christian Dalger, Bern- ard Lacombe, Didier Six. DómarivarNocolaeRaines frá Rúmeniu. —hól Undur og stórmerki á HM: Túnismenn hafa tekið forystu í 2. riðli! — eftir 3:1 sigur yfir Mexíkó í gærkvöldi Túnis, hinir fullkomnu smæl- ingjar á HM i knattspyrnu gerðu sér litið fyrir og sigruðu lið Mexikó með þremur mörkum gegn einu og náðu með því foryst- unni i 2. riðli fram yfir Heims- meistaranaV-Þjóðverja og brons- liðið Pólverja. Einhver ótrúleg- asta staða sem upp hefur komið i allri sögu keimsmeistarakeppn- innar, aðeins framgangur N- Kóreumanna I keppninni 1966 þegar þeir slógu Itala út, hefur komið jafn mikiö á óvart. Leikur þessara tveggja af veikustu lið- anna i HM, liöa sem allir telja að falli úr keppnimíi vakti ekki mikla athygli, enda menn með allan hug við leiki Itala og Argen- tinumanna. Mexikó náði forystunni i fyrri hálfleik með marki frá Arturo Vazquez úr vitaspyrnu á siðustu minútu fyrri hálfleiks. Fyrri hálf- leikur var mjög jafn og Túnis- menn reyndar meira með knött- inn án þess þó að skapa sér ein- hver umtalsverð marktækifæri. En Túnismenn mættu tviefldir til leiks i seinni háifleik. Þegar búið var að leika i 10 minútur náðu þeir að jafna metin. Þar var að verki Ali Kaabi. Kaabi komst I gott skotfæri inni vitateig Mexikómanna og skorað með sannkölluðum þrumufleyg. Við þetta mark virtist mexikanska liðið algerlega brotna og gjörsamlega sundurspilað af leikmönnum Túnis. A 80. min. náðu svo Túnis- menn loks forystunni. Það var hinn „heimsfrægi” Nejib Gommich sem skoraði eftir að hafa brotist I gegnum vörn Mexikó. Og Túnismenn létu ekki við svo búið standa og þegar 3 minútur voru til leiksloka bætti svo Moktar Douib við þriðja markinu og innsiglaði sigurinn. Óvæntur en réttiátur sigur liðs sem veðmálasérfræðingar teija að möguleikar til að vinna keppn- ina séu þúsund á móti einum! Með þessum sigri má vera ljóst að Pólverjar og V-Þjóðverjar gætu hæglega fallið i gryfju van- mats-.c gegn hinum sivinnandi Túnismönnum. hól Ungverjar töpuðu Allt ætlaði um koll að keyra í Argentinu í gær- kvöldi er heimamenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Ungverja i Heims- meistarakeppninni með tveimur mörkum gegn einu. Það voru ekki liðnar nema 10 mínútur af leikn- um þegar fyrsta markið var skorað og voru þar Ungverjar að verki; Karoly Casapo skoraði markið. Eftir markið tóku Argentínumenn sig á og það var þegar á 20. mínútu að þeir náðu að jafna leik- inn og var Leopoldo Luque þar að verki. Eftir markið ætlaði allt um koll að keyra og ekki minnkuðu lætin þegar varamaðurinn Daníel Bertoni skoraði sigur- markið aðeins sex mínút- um fyrir leikslok. Þessi ósigur er Ungverj- um mikið áfall. Er skammst að minnast taps- ins fyrir Englandi fyrir skömmu á Wembley. SK. Leik FH og IA flýtt Akveðið hefur verið að flýta leik FH og 1A i 1. deild Islandsmótsins hefur verið afráðið að hann hefjist kl. 14. 1:0 sigur Fram I gærkvöld- fór fram einn leikur i 1. deild Islandsmótsins i knatt- spyrnu, og áttust þar við Fram og KA, og fór leikurinn fram á Laugardalsvelli. Leikurinn var i heild sinni mjög lélegur, og ein- kenndist af miklu þófi. Framarar byrjuðu leikinn með miklum lát- um, og fékk Pétur Ormslev fyrsta tækifærið er hann braust einn inn fyrir vörn KA, en Þorbergur Atla- son varði meistaralega skot hans. Á 25. minútu fyrri hálfleiks komst Sigurbergur Sigsteinsson einn inn fyrir vörn KA, og enn var Þor- bergur á réttum stað og varði snildarlega. I seinni hálfleik héldu Framarar sama leik áfram og sóttu stansiaust, en uppskáru þó laun erfiðisins á 60 minútu er Pétur skaust i gegnum vörn KA, gaf góða sendingu á Kristin Jör- undsson sem skoraði af öryggi 1- 0. Eftir markið gerðist litið mark- vert, KA-menn gerðu allt sem þeir gátu til að jafna metin, en vörn Fram stóð fyrir sinu og þar við sat. Leikinn dæmdi Eysteinn Guðmundsson. SK. íslandsmótið Þrir leikir verða leiknir i íslandsmótinu i knattspyrnu i dag. A Kaplakrikavelli leika FH-ingar gegn tslandsmeisturum Akraness og hefst sá leikur klukkan 14.00. Valsmenn fá það verkefni að fljúga til Vestmannaeyja og eiga þar að leika gegn Eyjamönnum og hefst sá leikur klukkan 17.00. Þróttarar sem sigruðu Vikinga’ óvænt i siðasta leik sinum heim- sækja Keflvikingaoghefst leikur- inn i Keflavik klukkan 17.00. Einn leikur verður háður á Laugardalsvelli og eru þar KR og Þróttur frá Neskaupsstað sem leika og byr jar leikurinn klukkan 16.00. Þá leika einnig i 2. deild á Akur- eyri Þór og Haukar. A Eski- fjarðarvelli leika Austri og Völs- ungur. SK Argentina'78 Punktar •••••« Sjónvarp á nektar- klúbbum Eigendur tveggja nektar- kiúbba I Buenos Aires urðu alvarlega uggandi um að að- sókn myndi snarlega minnka vegn heims- meistarakeppninnar. Brugðu þeir þá á þaö ráð að koma fyrir sjónvarpstækjum iklúbbunum til að menn geti bæði dásamaö heimsins besta fótbolta, sem og hinar yndisfögru fatfellur! — hól. Pele á HM Tugþúsundir áhorfenda i Mar del Plata fögnuöu ákaft komu snillingsins Pele á leik Itali'u og Frakklands. Pele hefur verið ráðinn frétta- maður sjónvarpsins i Vene- zuela. — hól V-Þjóð- verjar vinna — segir konung- urinn Pele Hinn óumdeilanlegi konung- ur knattspyrnunnar, Pele, sagði á blaðamannafundi i Argentinu i gær, að hann teldi heimsmeistarana V-Þjóðverja enn sigur- stranglegasta liðið i keppn- inni. Pele sagði, að þrátt fyr- ir að hafa tapað þessustigi i leiknum gegn Pólverjum þyrfti það ekki að hafa svo mikið að segja. Hann sagði ennfremur að Brasiliumenn og Argentina yrðu Þjóðverj- unum hvað þyngstir I skauti. „Brasiliumenn eru með mun sterkara lið en I keppninni ’74, vörnin er betri, auk þess sem alltaf munar miklu að leika i S-Ameriku.” Um Argentinumenn sagði Pele, 'að þeir væru með mjög gott lið, þeir léku mjög harðan og skemmtilegan sóknarleik. Pele hefur þrisvar unnið heimsmeistaratitilinn i knattspyrnu. Arin 1958, 1962 og 1970. Staðan í 2. riðli Staðan i 2. riðli HM i knatt- spyrnu er nú þessi: Túnis 1 1 0 0 3:1 2 V-Þýzkaland 1 0 1 0 0:0 1 Pólland 1 0 1 0 0:0 1 Mexikó 1 0 0 1 1:3 0

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.