Þjóðviljinn - 03.06.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 3. júnl 1978 ÞJÓDVILJINN — StDA 13
sjönvarp
LJstahátíð
Bein
útsending
úr Höllinni
Klukkan níu í kvöld hefst bein
sjónvarpsútsending frá hljóm-
leikum Triós Oscars Petersons i
Laugardalshöll. Trióið skipa
Oscar Peterson, Joe Pass og
Niels-Henning /orsted Pedersen.
Öllum hljómleikunum verður
sjónvarpað, en ekki er vitað hvað
þeir verðalangir. Reiknað er með
að þeir verði a.m.k. i 1 klst. og 45
minútur. Stjórnandi útsendingar
er Egill Eðvarðsson.
—eös Oscar Peterson.
úfvarp
Annar þáttur þeirra
Þórunnar Sigurðardótt-
ur og Eddu Þórarins-
dóttur um islensk
áhugamannaleikfélög er
á dagskrá annað kvöld,
sunnudag, kl. 19.25.
Þættirnir nefnast
„Hvers vegna leikum
við?” og verður hinn
þriðji og siðasti þeirra
væntanlega á dagskrá
annan sunnudag.
Edda Þórarinsddttir.
Þónmn Sigurðardóttir.
16.30 lþróttir Umsjónarmaöur
Bjarni Felixson.
18.00 On WeGoEnskukennsla.
29. þáttur endursýndur.
18.15 Heimsmeistarakeppnin i
knattspyrnu (L) Sjónvarpið
mun sýna allmarga leiki frá
úrslitakeppninni, sem hófst
I Argentinu 1. júni og lýkur
25. júní. 1 fyrsta leik eigast
við Vestur-Þjóðver jar,
núverandi heimsmeistarar,
og Pólverjar, sem urðu I
þriðja sæti i siðustu heims-
meistarakeppni. Danska
sjónvarpið annast móttöku
á leikjunum um gervihnött
og upptöku þeirra fyrir -
islenskasiónvarnið. (A78TV
20.00 Fréttir og veour
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Vetrarleikar á norður-
hjara (L) Kanadísk.
heimildamynd um iþrótta-
mót, sem haldið er á
tveggja ára fresti með þátt-
töku Alaskamanna og ibúa
nyrstu byggða Kanada.
Keppt er i ýmsum vetrar-
iþróttum og innileikjum og
lögð áhersia á gamlar
indiána- og eskimóa-
þrautir. Þýðandi og þulur
Ellert Sigurbjörnsson.
21.00 Frá Listahátlð 1978.
Bein útsending frá jass-
hljómleikum triós Oscars
Petersons I Laugardalshöll
Trióið skipa auk Petersons,
Joe Pass og Niels-Henning
örsted Pedersen. Stjórn
útsendingar Egill
Eðvarðsson.
22.45 (eða nokkru slðar) DavS
Allen lætur móðan mása (L)
Breskur skemmtiþáttur.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
Eigum við ekki aö fá okkur smá auglýsingahlé?
70 áhugaleikfélög eru
á landinu
Spjallað við nokkra áhuga-
leikara i þœttinum
Hvers vegna leikum við ?
annað kvöld
1 þáttum þessum er fjallað um
áhugaleiklist á lslandi. Mestur,
hluti þáttarins annað kvöld eru
viðtöl sem tekin voru upp á þingi
Bandalags islenskra leikfélaga,
sem haldið var á Húsavik fyrir
skömmu. Rætter við fólk úr fimm
leikfélögum: Einar Þorbergsson,
Leikfélaginu Vöku i Borgarfirði
eystra, Sigurgeir Scheving frá
Leikfélagi Vestmannaey ja,
Magnús Guðmundsson frá Leik-
félaginu i Neskaupstað, Veru
Sigurðardóttur frá Leikfélaginu
Kröflu i Hrisey, sem er yngsta
leikfélag á landinu og Jóninu
Kristjánsdóttur frá Leikfélagi
Keflavikur, en hún er jafnframt
formaður Bandalagsins.
Einnig verður talað við Guðr-
únu Alfreðsdóttur leikara, sem
mikið hefur starfað að leiklist úti
á landsbyggðinni. Á milli atriða
verður flutt tónlist úr leiksýning-
um.
Þórunn Sigurðardóttir sagði að
leiklistarlif væri afskaplega
blómlegt á Húsavik. Mikill kraft-
ur er I starfsemi leikfélagsins þar
og aðsókn að sýningum góð. Að
undanförnu hafa Skjaldhamrar
eftir Jónas Arnason verið. sýndir
þar mörgum sinnum, alltaf fyrir
fullu húsi. Hún sagði að tekið
hefði verið á móti þingfulltrúum
af mikilli rausn, bæði að hálfu
bæjarstjórnar og Leikfélags
Húsavikur.
A landinu eru nú um 70 áhuga-
mannaleikfélög, sem berjast við
að halda uppi menningarstarf-
semi i dreifbýli jafnt sem þétt-
býli. Þórunn sagði aö mjög mikið
hefði verið rætt um aðbúnað og
afkomu leikfélaganna undanfar-
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Tilkynningar kl. 9.00. Létt
lög milii atriða. óskalög
sjúklinga kl. 9.15: Kristin
Sveinbjörnsdóttir kynnir.
Ég veit um bók kl. 11.20:
Sigrún Björnsdóttir tekur
saman þátt fyrir börn og
unglinga, tiu til fjórtán ára.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar Tónleikar.
13.30 Vikan framundan Sig-
mar B. Hauksson kynnir
dagskrá útvarps og sjón-
varps.
15.00 Miðdegistónleikar a.
Elly Ameling syngur lög
eftir Scarlatti, Bach og
Haydn: Dalton Baldwin
leikur á pianó. b. Rzhak
Perlman leikur á fiölu
Kaprisur op. 1 eftir Pagan-
ini. Wilhelm Kempff leikur
Pianósónötu i A-dúr eftir
Schubert.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin
Vignir Sveinsson kynnir.
17.00 Enskukennsla (On We
Go) Leiðbeinandi: Bjarni
Gunnarsson.
17.30 Tónhornið Guðrún Birna
Hannesdóttir stjórnar þætti
með blönduðu efni fyrir
börn á aldrinum tiu til tólf
ara.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-.
kynningar.
19.35 Myndir úr sögu Strass-
borgar Sigriður Þórðar-
dóttir tekur saman þáttinn.
20.00 Hljómskálamúsik
Guðmundur Gilsson kynnir.
20.40 Ljóðaþáttur Umsjón:
Njörður P. Njarðvik.
21.00 Tilbrigði eftir Beethoven
a. Tilbrigði i G-dúr fyrir pi-
anó, fiðlu og selló op. 121 a
um lagið „Ich bin der
Schneider Kakadu”. Wil-
helm Kempff, Henry
Szeryng og Pierre Fournier
leika.b. lStilbrigðiogfúga i
Es-dúr op. 35, „Eroda-til-
brigðin”. Alfred Brendel
leikur á pianó.
21.40 Stiklur Þáttur með
blönduðuefnii umsjá Óla H.
Þórðarsonar.
22.30 Veðurfregnir. Frétir.
22.45 Danslög
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
ið. Ailt starf er unnið i sjálfboða-
vinnu og viða er þetta eina menn-
ingarstarfsemin sem nær til
fjöldans. Það mun vera einsdæmi
iheiminum, að 70 áhugaleikfélög
starfi hjá svo fámennri þjóö.
Þessi leikfélög berjast i bökkum,
enda er þeim gert að greiða sölu-
skatt af hverjum aðgöngumiða.
Miðað við meðalaðsókn nemur
styrkur sá, sem þau fá frá rikinu,
lægri upphæð en fjárhæðin sem
leikfélögin greiða til baka i formi
söluskatts.
Eftir Kjartan Arnórsson
PETUR OG VELMENNIÐ