Þjóðviljinn - 09.06.1978, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN
ÆSKULÝÐSBLAÐ
.. .
Nú vinna um 2000 manns hjá hernum og hermangsfyrirtækjum, en var um 1200 að meðaltali 1951—74. Myndin er tekin i mai af framkvæmdum á Vellinum
Rætt viö Gils Guðmundsson um
atvinnumál Sudurnesja
í ljósi hersetunnar.
„Tryggja veröur fólki atvinnu
vid íslenskan atvinnurekstur”
Atvinnuöryggi Suöurnesjamanna er í stórhættu
Gils Guðmundsson efsti
maður á lista Alþýðu-
bandalagsins í Reykjanes-
kjördæmi hef ur um
áratugaskeið verið einn
helstu talsmaður hernáms-
andstæðinga. Jafnframt
hefur hann haft mikil
afskipti af atvinnumálum
Suðurnesja. Á Alþingi í
vetur flutti hann þings-
ályktunartillögu um
Suðurnes jaáætlun, sem
var eins konar andsvar við
þeirri stefnu stjórnar-
flokkanna að auka her-
mangsvinnu á Keflavíkur-
velli.
Þegar Gils var spurður
um atvinnumálin á Suður-
nesjum í Ijósi hersetunnar
varð honum að orði:
Ég tel að miðað við allar að-
stæður, þ.e. eftir að flugvöllur
var gerður á Nesinu og hernáms-
vinnan sem þvi fylgdi hófst, þá
finnst mér furða að ekki sé búið
að leggja upphaflega atvinnuvegi
i rúst á þessu svæði. Það sýnir
ákveðna seiglu að mikill meiri-
hluti fólks skuli enn vinna við sjó-
mennsku og fiskiðnað.
Samkvæmt upplýsingum sem
ég hef fengið hjá Varnarmála-
deild utanrikisráðuneytisins unnu
að meðaltali á árunum 1951 til
1974 um 1200 Islendingar á vegum
hersins. Frá 1958 til 1974 var talan
nokkuðjöfn á bilinu 1000—1200
manns. Flestir munu Islendingar
hjá hernum hafa orðið 1953 eða
rúmlega 3000 manns. En siðustu
árin hefur á ný fjölgað þeim
mönnum innlendum, sem vinna i
þágu hersins og eru þar nú um
2000 Islendingar að störfum,
ýmist hjá herliðinu beint eða
verktökum sem starfa i þágu
þess. Þá hefur og smám saman
orðið sú breyting, að Suðurnesja-
mönnum hefur fjölgaö þar hlut-
fallslega, en starfsmönnum af
Reykjavikursvæðinu fækkað að
sama skapi. Er talið að um 70%
þeirra Islendinga sem nú vinna á
Gils Guðmundsson flutnings-
maður þingsályktunar um
Suðurnesjaáætiun.
vegum hersins og i þágu hans séu
Suðurnesjamenn, en um 30% af
Reykjavikursvæðinu.
Þegar hvorutveggja er haft i
huga, bein fjölgun islenskra
starfsm«nna i tengslum við her-
inn og hlutfallsleg fjölgun
Suðurnesjamanna við þau störf,
kemur i ljós að á undanförnum
árum hefur Suðurnesjamönnum
við herstöðina fjölgað úr 600—700
manns i 1200—1300 manns, eða
nær þvi um helming. Þegar þessi
þróun verður samfara stórfelld-
um samdrætti fiskveiða og fisk-
vinnslu á svæðinu, er vissulega
um alvarlegt mál að ræða, sem
gefa verður gaum að. Háskinn
sem þessu er samfara ætti aö
vera hverjum hugsandi manni
ljós, hver sem afstaða hens er til
erlendra herstöðva i landinu að
öðru leyti.
Hvernig vilt þú að brugðist
verði við þessari þróun?
Það hlýtur að vera okkar
meginstefna við atvinnuuppbygg-
ingu á Suðurnesjum til fram-
búðar, að þar verði hægt að
trýggja öllu verkfæru fólki
örugga atvinnu við islenskan at-
vinnurekstur af ýmsu tagi. 1
þingsályktunartillögu okkar
Geirs Gunnarssonar var lagt til
að fela Framkvæmdastofnun
rikisins gerð Suðurnesjaáætl-
unar. Hugmynd okkar var sú að
láta undirbúa og gera fram-
kvæmda- og fjármögnunaráætlun
um alhliða atvinnuuppbyggingu á
Suðurnesjum. Markmiðið með
áætluninni var m.a.
—r að koma á s.em nánastri
samvinnu og skipulagi um öfl-
un hráefnis til fiskiðnaðar og
löndun þess og var þá miðað
við að litið sé á allt
Suðurnesjasvæðið sem eina
heild.
— að gera áætlun um hæfilegan
og nógu fjölbreyttan skipastól
sem gæti þjónað Suðurnesja-
svæðinu öllu tryggt sem jafn-
asta hráefnaöflun og atvinnu-
öryggi þess fjölda sem við
sjávarútveg vinnur.
— Að gera áætlun um nauðsyn-
lega endurnýjun og uppbygg-
ingu fiskvinnslustöðvar á
svæðinu.
— Að gera tillögur um ýmsan iðn-
að annan en fiskiönað.
Þegar ég kynnti þessa þings-
ályktun á Alþingi lagði ég áherslu
á að ekki ætti að sletta skipulags-
laust fé I fyrirtæki sem væru mis-
jafnlega vel rekin, heldur ætti á
skipulegan hátt að efla útgerðina
og fiskvinnsluna. Hugmynd okkar
fól m.a. I sér sameiginlega
togaraútgerð sveitarfélaganna á
svæðinu.
Hvernig voru undirtektir
þingmanna?
Stjórnarliðar, einnig þingmenn
Reykjaneskjördæmisj sýndu
henni algert tómlæti og þar var
hún látin sofna i nefnd. Hins
vegar leyfi ég mér að fullyrða að
tillagan hafi vakið athygli og
umtal á Suðurnesjum, enda eina
umtalsverða tilraunin til að snúa
þeirri öfugþróun við sem þarna
hefur átt sér stað, þróun sem er
orðin svo alvarleg að atvinnu-
öryggi fólksins á svæðinu er I
stórhættu.
Hvað viltu segja um andófið við
hersetunni?
A timum þessarar rikisstjórnar
hefur með beinum stjórnvaldsað-
gerðum verið stefnt að þvi að
festa herinn i sessi og f jölga þeim
íslendingum er eigi afkomu sina
undir þvi að hér sé erlendur her.
Þvi hefur aldrei verið meiri þörf
en nú að stöðva þetta og snúa þró-
uninni við á þann veg, að allir
ibúar Suðurnesja geti haft nægi-'
legt að starfa við fjölþættan
islenskan atvinnurekstur á
Suðurnesjum.
LYSTADLIN SVAMPUR Viö skerum hann í hvaða form sem er.
Þ.á.m. dýnur i tjöld* hjólhýsi.tjaldvagna og sumarbústaöi.
Tílbúnar, og eftir máli. Viö klæðum þær, eóa þú. Þú ræóur.
*!staó vindsænganna, sællar minningar
LYSTADClN - DUGGUVOGI 8 - SlMI 8 46 55 - g
Suðurnesjaáætlun fjallaði m.a. um eflingu sjávarútvegs á
Suðurnesjum. A myndinni er verið að landa loðnu úr Faxa IGrindavik