Þjóðviljinn - 09.06.1978, Síða 11

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Síða 11
ÆSKULVÐSBLAÐ ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II „Það sem ég er mest á móti” — Ætli maður fari ekki i kennslu. Þar er vist ekki um margt annað að ræða. Það er að visu smá möguleiki að komast i þýðingar, en það er bara svo illa borgað, og það er kennslan reyndar lika, sagði Magnús Guðnason, háskólanemi, þegar ég lagði fyrir hann spurninguna: Hvað ætlarðu að gera að loknu námi? Magnús er i heimspekideild Háskólans og leggur stund á ensku og dönsku til B.A. prófs. — Hvers vegna fórstu i þetta nám, Magnús? — Það gerði ég einfaldlega af tungumálaáhuga. Og þó ég búist við að eiga eftir að hafa atvinnu af kennslu þá verð ég að segja að ég er ekkert ofsalega spenntur fyrir henni. Þó ætla ég að fara til Danmerkur næsta vetur, til þess að afla mér réttinda til kennslu á menntaskólastigi. Það sakar vist ekki að hafa réttindin auk þess sem mér gefst um leið kosturá aðlæra dönskuna enn betur, en ég get miklu frekar hugsað mér að kenna hana en ensku. -Hvað gerir þú helst i fristund- um þinum? — Ég er ekkert í vandræðum, Ég er útvarpsáhugamaður, ekki þó það sem venjulega er kallað „radióamatör”, heldur svokall- aður DX áhugamaður. — Hvað er nú það? — Það felsti þvi að hlusta á er- lendar útvarpsstöðvar og senda þeim skýrslur um hlustunina og fá til baka staðfestingu á að við- komandi stöð hafi borist skýrslan og að hún sé rétt. — Heidurðu að það séu margir sem fást við þetta? — Já alveg fullt af fólki. Þetta er t.d. mjög vinsælt „hobbý” á Norðurlöndunum og hefur m.a.s. verið tekið inn i sænska skóla- kerfið sem valgrein. — Heldurðu að ungt fólk eigi sér yfirleitt einhver svona áhugamál til að fást við i fristundum? — Ég veitþaðekki.Éghugsa að langflestir notifristundir sinar til þess að fara á skemmtanir, böll eða bió. Og ég verð að segja að ég er ekki ýkja hrifinn af skemmt- anamenningunni hér eftir að hafa kynnstöðru. Viðgætum t.d. mikið lært af Dönum i þessum efnum, þó vil ég alls ekki fá bjórinn hing- að eftir að hafa kynnst bjór- drykkju skólabarna i Danmörku.' — Ertu ánægður með tilveruna i þessu þjóðfélagi okkar? — Sjálfur tel ég mig ekki þurfa að kvarta. En þó er ýmislegt sem mér finnstaðmættibetur fara og ég er engan veginn ánægður með ástandið eins og það hefur verið undanfarin ár. Það sem ég er einna mest á móti er uppgangur einkabilism- ans hér. Það virðist vera kappsmál allra íslendinga að eignast eigin bil og það liggur við aö það séu yfirleitt margir bilar i hverri fjölskyldu. Mér finnst fólki engin vorkunn að feröast með strætó, ogégersannfærðurum að aukin notkun almennings á strætó myndi leiða til betri þjón- ustu. Allur þessi bilainnflutningur er ekkert nema óhóf og óþarfi. Mér finnst það lika vera fyrir neðan allar hellur að námsmönn- um skuli boðið upp á lán með. allra verstu kjörum sem fyrir- finnast álánamarkaðnum. Ég hef verið svo heppinn að hafa það góða vinnu á sumrin að ég hef ekki þurft að taka námslán til þessa. En næsta betur kemst ég ekki hjá þvi, og ég hlakka ekki til Magnús Guðnason þess, þó ég sé mun betur settur en þeir námsmenn, sem allan sinn námstima neyðast til að taka þessi mjög svo óhagstæðu lán. Og fleira mætti telja, svo sem hús- næðismálin o.fl. o.fl. — IGG „Skólagjöldin baggi ,,Skóla gjöldin við skólann eru 50 þúsund krónur á ári. Sé maður i fleiri deildum en einni bætast aukagreiðslur við. Þetta gerir það að verkum aö það verða viss fjárhagsleg forréttíndi að fá að stunda nám við þennan skóla.” Það er Steinunn Birna Ragnarsdóttir, nemandi við Tón- listarskólann sem lætur þessi orð falla. — Hvaða hljóðfæri leikur þú á? — Ég leik á pianó. Ég byrjaði á þessu að eigin frumkvæði. Ég kynntist tónlist i barnaskólanum og ég verð að segja að mér finnst tónlistarkennsla i grunnskólanum alveg til fyrirmyndar. Eflaust kviknar áhugi margra upprenn- andi tónlistarmanna einmitt þar. Ég held, að tónlistarframtið allra sé i raun og veru ákveðin, þegar maður er krakki. — Hvað finnst þér um Tón- listarskólann? — Það er margt, sem má finna að skólanum og tæknileg aðstaða Steinunn B. Ragnarsdóttír. er hrapaleg. En þetta er nú einu sinni helsta tónlistarstofnunin i borginni og það eina að ráði sem okkur er boðið upp á. Þetta er mikil vinna alveg ferlegt púl, en ofsalega gaman. Ég gæti ekki hugsað mér nokkuð annað. — Eru ekki margir pianóleikar- ar i skólanum? — Jú, pianóið er vinsælt hljóð- færi en eiginlega eru flestir sem útskrifast tónlistakennarar. I ár útskrifast t.d. óvenju stór hópur kennara. Það er lika brýn þörf á aukinnikennslu i tónlist i landinu. Svo er þetta náttúrulega það starf tónlistamanna sem arðvænlegast er. Það græðir enginn á þvi að vera einleikari. — Hvaðan kemur fólk sem stundar nám við skólann? — Það kemur mikið úr Reykja- vik, en annars kemur fólk ur öll- um byggðarlögum. Það sýnir bara hvað tónlistaráhugi er út- breiddur á tslandi. Það er varla tilþað krummaskuðá landinu þar sem ekki er tónlistarkennsla, einkatímar, kirkjukórar og svo framvegis. Ahuginn er alveg ótrúlegur. —IM er fjárfesting í hljómgæðum BALDWIN 132 2ja borða orgel með innibyggðum skemmtara, „Fantonfinger ll“ sjálfvirkum undirleikurum (píanó, gítar, hörpu, banjó, og harpcichord) og trommuheila með gítar og popgítar sem undirleikara. j ALGERT UNDRATÆKI. Á sviði eða í stofu — Baldwin píanó og orgel svara ströngustu kröfum um hljómgæði. Hvert Baldwin píanó er listagripur og völundarsmíð sem hinirfærustu iðnaðarmenn, listamenn í sinni iðn, hafa farið höndum um og gert að kjörgrip með heimsþekktum hljómgæðum. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Stuttur afgreiðslufrestur. íALDWIN 1 Tveggja borða skemmtari. .. Heil hljómsveit í einu hljómborði Tveggja borða orgel með innibyggðum skemmtara. Hljóðfæraversun Pálmars Árna er eina sérverslun sinnar tegundar hér á landi. Höfum umboö fyrir heimsþekkt gæðamerki í hljóðfærum. Útvegum píanó og flygla með stuttum fyrirvara. Notuð pianó tekin upp í ný. Veitum alla viðgerðarþjónustu á píanóum og orgelum. Baldwin píanó er fiárfestine í hliómeæðum. Hljóðfæraverslun P^ILMf\RS ARNh INTERLUI BALDWIN 121F Tveggja borða orgel með trommuheila og pedal. Borgartúni 29 Sími 32845 Skemmtarinn, hljóðfærið sem allir geta spilað á 585.000 BALDWIN 806 BALDWIN 953 j Píanó með bekk í hnotu, mattpóleruð áferð hæð90cm. Píanó með bekk í hnotu, mattoóleruð áferð hæð 106 cm. Tveggja borða orgel með „Fantonfinger I" sjálfvirkum undirleikurum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.