Þjóðviljinn - 09.06.1978, Page 12

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Page 12
ÆSKULÝÐSBLAÐ 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ELDHUS innréltingar „Þarf að breyta leiklistarlögunum” „Mér finnst það erfiðast við námið hér, aö fá ekki námslán”. Svo kemst Reykvikingurinn Jó- hann Sigurðsson að orði i samtali við Þjóðviljann. — Við, sem stundum nám viö Leiklistarskóla Islands á fyrsta og öðru ári, fáum engin lán, og það gerir alla lifsafkomu mjög erfiöa. Námið er þess eðlis, að ógjörningur er að stunda vinnu samhliða þvi. Úrræðið verður þvi, að vinna eins og vitlaus maður á sumrintil að fjármagna veturinn. Það reynist að sjálfsögðu einnig mjög erfitt. Verra er þetta nátt- úrulega fyrir utanbæjarmenn, sem ekki geta dvalist á heimilum foreldra eða vandamanna, en verða að borga húsaleigu og fæði dýrum dómi. — Hvenær datt þér i hug að .verða leikari? — Þetta var búið að bulla í manni lengi. Svo sá ég auglýsingu um inntökupróf Leiklistaskolans og tók sénsinn. Og það undarlega gerðist, að ég komst inn. — Hvað finnst þér un kennsl- una? Jóhann Sigurðsson. — Ég er bara ánægður.. Auðvit- aö hefur maöur ekkert til viðmið- unar, og getur kannski ekki alveg svarað þessu. En kennslan er mjög einstaklingsbundin, þeas. kennarar vinna mikið meö einum i einu, þannig aö það fer mikiil timi f þetta. En skólinn er ungur og margt er óreynt og getur breyst. — Hvað finnst þér vera helsti kostur góðs leikara? — Að hann geti einbeitt sér, Það að hann geti lifað sig inn i hlut- verkið og gefið trúverðuga mynd af þeirri persónu, sem hann er að leika. — Hverjir sækja aðallega um skólann? — Ég held að það sé fólk úr öll- um áttum.Hins vegar sækja karl- menn meira um nú en áður. — Hver heldurðu að sé afstaða atvinnulcikara til skólans? —■ Ég held að mjög fáir viti hvað er að gerast í skólanum. Þeir virðast alla vega veita skól- anum mjög litla athygli. En þeir kennarar sem hafa unnið með okkur, eru mjög jákvæöir i garð skólans. —IM. „Fáum ekki námslán Treko TRÉSMIÐJA KÓRAVOGS HF AUÐBREKKU 32 SlMI 40299 Heilbrigt líf holl fæóa Nýja smjörlíkið frá Smjörliki h/f er kjörið fyrir alla, sem láta sér annt um heilsuna. í Sólblóma eru a. m. k. 33% fjölómett- aðar feitisýrur. Þær eru nauðsynlegur þáttur heilbrigðs lífs Sólblóma inniheldur einnig E-vitamín auk annarra fjörefna. Ekkert annað íslenzkt smjörlíki hefur eiginleika og kosti Sólblóma. Sólblóma er hollt og bragðgott feitmeti á brauð og kex. Sólblóma kemur alltaf mjúkt úr isskápnum. Geymið Sólblómaöskjuna ávallt i ísskápnum þegar hún er ekki i notkun. Ésmjörlíki hf. á fyrsta og öðru ári” „Aðalatriðið er, að leiklistar- lögunum sé breytt,” segir Gunnar Guömundsson, sem útskrifast úr Leiklistarskóla tslands i vor. — Leiklistarlögin, sem sam- þykkt voru i fyrravetur, heimila aðeins fjárveitingar til þriggja leikhússstofnana: Þjóöleik- hússins, Iðnó og Leikvélags Akur- eyrar og svo Bandalags isl. leik- félaga. Engum peningum frá yfirvöldum er varið i frjálsa leik- hópa.Það liggur i augum uppi, að slik menningarstefna drepúr frjálsa leikhópa i fæöingunni. — Við hvaða verkefni fáist þið þessa stundina ? — Lokaverkefnið hjá okkar bekk er tvenns konar: i fyrsta lagi sýning á leikriti eftir Godoni i Lindarbæ. Þar mun Þórhildur Þorleifsdóttir vera leikstjóri, en okkar ágæta Messíana gera ,,Ég er frá Egilsstööum, og eiginlega þótti mér hundleiðinlegt aö flytja þaðan,” segir Jóna Ragnarsdóttir við blaðamann Þjóðviljans. Jóna vinnur sem skrifstofustúlka i Landsbanka ts- Iands I Reykjavik. — Hvernig likar þér við Reykjavik? — Bara sæmilega vel. Ég er búin að vinna hér við Landsbankann i 5 ár og kann vel við mig. Ég fór beint út i atvinnu- lifið að loknum gagnfræðiskóla. — Ertu ánægð með kaupið ? — Þaðer þokkalegt. 175þúsund á mánuði. Ég þarf ekki að sjá neinum farborða nema sjálfri mér, svo endarnir rétt ná saman. Ég bý lika i mjög ódýru leigu- húsnæði, borga 10 þúsund fyrir Gunnar Guðmundsson herbergið á mánuði. Það er mjög vel sloppiö. En það kemur lika fyrir að ég tek mér vaktavinnu i bankanum til að drýgja tekjurn- ar. — Hvað gerir þú i tómstund- um? — Ég hef verið talsvert i iþrótt- um. Stundað bæöi handbolta og fótbolta. Bankinn er með tþrótta- hús á Seltjarnarnesi, og starfs- menn hafa komið þar saman til aö iiðka skrifstofuleggina. — Hvað finnst þér um Reykja- vik sem borg ? — Það eru afskaplega litlir möguleikar hér. Skemmtanalifið er einhæft og litið hægt að gera, nema fara á þessa fáu staöi, sem maður fær sig fullsaddan af. Litið er lagt upp úr útivist eða fjöl- búninga. Frumsýning verðúr væntanlega milli 15. og 20. júni. 1 öðru lagi vinnum við að sjón- varpsverkefni. Þaö leikrit er unn- ið i samvinnu beggja lokabekkja skólans, og hefur Agúst Guð- mundsson kvikmyndagerðar- maður skrifað handrit og annast leikstjórn. — Hefúrðu hug á að mennta þig meira i leiklistinni ? — Ja, auðvitað langar mig til að komast erlendis og mennta mig meira. En ég sé ekki fram á, að það verði á næsta ári. Fyrst tekur vinnan við. En siðar, hver veit. Ég held að flestir þeir, sem útskrifast úrskólanum i vor, séu i sömu aðstöðu, langar út, en fara út í vinnuna. — Hvenær datt þér I hug að fara út I leiklist ? — Þegar églékprinsinn i 8. ára bekk. — im Jóna Ragnarsdóttir breyttu tómstundalifi. Það er allt öðruvisi að vera unglingur fyrir austan. — Langar þig út á land ? — Já, mig hefur alltaf langað til aö flytjast út á land, en allt er svo óakveðið. Þetta er komið und- ir atvinnu og svo mörgu ööru. En persónulega hef ég alltaf kunnað best við mig úti á landi. Oðru\ísi að vera unglingur fyrir austan —IM

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.