Þjóðviljinn - 09.06.1978, Page 13

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Page 13
ÆSKULVÐSBLAÐ ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 1:3 „Maöur vinnur mikiö i þessum skóla miöaö viö aöra skóla, t.d. menntaskólana,” segir Björn Valdimarsson, nemandi á ööru ári i Myndlista- og handiöaskól- anum. Björn ætlar aö leggja fyrir sig málun á næsta ári. — Nemendur eru lika mikiu virkari, sitja ekki bara og taka við framreiddu efni. Hér veröur maður að vinna og skapa og framleiða. — Ertu ánægöur meö skólann? — Það er alltaf hægt að finna að ýmsu. T.d. finnst mér skólinn ekki nógu opinn, og hefðbundinn i kennslu. Sem dæmi get ég nefnt, að i hverri önn er lögð aðalá- hersla á eitthvert ákveðið efni, t.d. gúmmi, og átt að móta eitt- hvað úr þvi. Mér finnst verið að fara aftan að hlutunum þarna, vildi heldur, að við fengjum á- kveðna hugmynd, sem við mynd- um þá útfæra i þvi efni, sem við teldum að hentaði best. — Hvaö er listin i skólanum? — Fyrir okkur er þetta fyrst og fremst að búa til, að framleiða. Við verðum að koma einhverju frá okkur. Að sjálfsögðu er þetta sköpun að miklu leyti. Það er hægt að kenna okkur ýmsa tækni i sambandi viö list. En sköpun er aldrei hægt að kenna, þaö er eitt- hvað meðfætt. — Ilvaö er listræn sköpun? — Það getur verið svo margt. Þegar við t.d. hættum aö nota hefbundið efni, og gerumst ný- listarnenn (þó ég sé ekki einn þeirra). Notumþað, sem fyrir er i þjóðfélaginu, tré, lamir, ljós- Ekki hægt að læra sköpun Björn Valdimarsson. myndir. Sköpum eitthvað nýtt og táknrænt. — Er nokkuö nýtt aö gerast i inálaralist? — Varla á Islandi. Ég fór t.d. einu sinni með manni til að kaupa verk eftir Kristján Daviðsson. Maðurinn átti nóg af peningum, og þótti stjórsnjallt að féfesta þarna fjárfúlgur i nútimalist eins og hann orðaði það. Sannleikur- inn er hins vegar sá, að Kristján er að gera nákvæmlega það sama nú og fyrir 30 árum. Þá þótti það alveg snarruglað, en nú þykir þetta fin nútimalist. — Hvað finnst þér um lista- sögu? — Listasagan er ágæt, hún er bara kennd vitlaust. Það ætti að byrja á nútimalistinni og kenna afturábak, en ekki öfugt. — Hver er skoöun þin á öllum áhugamannasýningunum á ts- landi? — Mér finnst það bara ágætt, að fólk máli og hafi gaman af. Hitt er annað mál, að mér fyndist kannski ekki allir ættu að hlaupa með þessi verk sin á sýningu. En þetta hefur góð áhrif á mig. Eftir að hafa farið á svona sýningar, finnst mér égekki vera jafnléleg- ur og ég hélt. —IM „Við málum skólann okkar sjálf” „Eg held ég hafi fundið það sem ég leitaði jöjQ Fífa er fundín lausn Auðbrekku 53, Kópavogi. Sími 43820. Fifu skaparnir eru vandaðir. fallegir. odýrir og henta hvar sem er. Fifu skaparnireru islensk framleiðsla. Þeirfastiþremviðartegundum. hnotu. alm og antikeik. Harðplast a boröplotur i mörgum fallegum litum allt eftir yðar eigin vali. Komið og skoðiö. kynnið ykkur okkar hagstæöa verö. Latið okkur teikna og taið tilboö. Fifa er fundin lausn. að” — Undir niöri hefur mig alltaf langaö til aö fara i þetta nám, og þó margt annaö hafi stundum komiö til greina þá hefur þetta alltaf oröiö uppi á teningnum, sagöi Anna Maria ögmunds- dóttir, þegar blaöamaður spuröi hana hvers vegna hún væri aö læra guðfræði. Anna 'Maria er Hvergerðingur og á fyrsta ári i guðfræði við Háskólann. Hún er eina stelpan á fyrsta ári en nokkrar konur eru komnar lengra i náminu. Iíven- fólk er þó enn i miklum minni hluta i guðfræðideild eins og svo viða annars staðar. Viöspuröum önnu Maríum.a. aö þvi hvernig ungt fólk skemmti sér helst og hvort henni fyndist nóg vel búiö aö ungu fólki i okkar þjóðfélagi. — Þaö er mjög misjafnt hvern- ig ungt fólk skemmtir sér. Meiri hlutinn fer á böll en það eru lika þó nokkuð margir i kristilegum félögum, sem starfa hér i Reykja- vik. Þar er komið reglulega saman, sungið og lesið úr guðs- orði. En þaðeróhættaðsegjaaðþað er afskaplega litið sem opinberir aðilar gera fyrir ungt fólk, sér- staklega börn og unglinga allt að 18—20 ára aldri. — Hvaö gerir þú sjálf þér til skemmtunar? — Undanfarið hefur það nær eingöngu veriö min tómstunda- iðja að fara á kristilegar sam- komur. Ég fór mikið á böll og þess háttar skemmtanir áður Anna Maria ögmundsdóttir fyrr, en eftir að ég fór að kynnast kristindómnum betur held ég að ég hafi fundið það sem ég var allt- af að leita að. Það halda margir að kristin- dómurinn sé ekkert nema boö og bönn en þaö er alger misskilning- ur. Við trúum þvi að Guö hafi skapað okkur og aö hann fullnægi öllum þörfum okkar ef við lifum samkvæmt vilja hans. Þannig getum við öðlast lifsfullnægju með þvi að lifa i Kristi. Ég myndi ráöleggja öllu ungu fólki, cem er sifellt að leita aö ein- hverju, sem það veit ekki hvaö er, að snúa sér að Kristi. Nú fara flestir þeirra, sem læra guöfræði,! prestskap. Hvert er aö þinum dómi hlutverk prestanna? — Prestarnir eru ekkert nema þjónar Guös og kirkjan er ekki bara eitthvert hús, eins og margir viröast halda. Kirkjan er fólkið, við öll, og það er sama hversu duglegur prestur er, það er ekki hægt að halda uppi neinu safn- aöarlifi og lifandi kirkju nema söfnuðurinn hafi trú. Það er lika, þvi miður, stundum þannig að prestar virðast frekar vilja þjóna mönnunum en Guði, og leitast þá við að tala svo þaö falli sem best i eyru áheyrenda, i staö þess að tala fyrst og siöast út frá ritning- unni, hvort sem það er vinsælt eða ekki. —Ætlar þú aö veröa prestur? —Það veit ég ekki. Það er alveg óráðið enn hvaö ég kem til með að gera i framtiöinni. —IGG — Þetta er ákaflega þroskandi nám og maður fær hér mikil tæki- færi til aö opna sig og lita á um- heiminn á annan hátt en maöur er vanur, sagöi Agnes Jetzek, þegar við vorum aö ræöa viö Mynd- lista- og .handíðaskólanema um skólann og námiö. -En til þess að ná verulega góðum árangri i náminu þyrfti maður að geta unnið heima og hafa aðgang að skólanum og vinnuaðstööunni þar eftir þvi sem manni hentaði, sagði Agnes enn fremur. — Aður en ég kynntist þvi sjálf af eigin raun, hefði ég ekki getað imyndað mér hvaö það getur t.d. verið mikil vinna fólgin I einni litilli mynd, og manni veitir ekkert af þvi að nota ailan tima, sem maður mögulega getur i námið. — Er mikil aösókn aö skólanum? — Já, það eru alltaf miklu færri • sem komast að en vilja. Til þess að fá inngöngu i skólann þarf að taka ákveðið inntökupróf, og venjulega er þaö um helmingur umsækjenda, sem stenst prófið. Þegar ég byrjaði sóttu um 120 manns um inngöngu, en aðeins 44 komust inn. Þaö var ekki pláss fyrir fleiri. — Er þetta kostnaöarsamt nám? — Maður reynir helst að hugsa ekki um það. Viö fáum engin námslán fyrstu 2 árin, en þetta er 4 ára nám. Sumir komast alls ekki i gegnum þetta nema með þvi að vinna meö náminu, sem er Di Agnes Jetzek auðvitað alveg ófært, þvi það veitir aldrei af timanum hér. Margt af þvi sem við þurfum að nota er mjög dýrt, t.d. allt i sam- bandi við oliumálun og oft fer það alveg eftir fjárráöum hvers og eins hversu mikið hann getur unnið. Og þaö getur verið mjög ergilegt að geta ekki útfært hug- mynd sem maður fær, af þvi að maður hefur ekki efni á þvi að kaupa það sem til þarf. En varðandi skólann sjálfan, þá vantar til hans miklu meiri fjár- veitingu, og einnig skortir til- finnaniega hentugt og gott hús- næöi fyrir hann. Við vorum t.d. að enda við að mála allan skólann sjálf, i hólf og gólf, og ég held að það sé óhætt að fullyrða að það sé ekki viða sem nemendur vinna sjálfir við. við- hald skólans sins. Við heföum bara átt að bjóða ráöamönnum i heimsókn, áður en við máluðum, sagði Agnes. —IGG

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.