Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 17
ÆSKULÝÐSBLAÐ
ÞJÓÐVILJINN — SIPA n
Utvarpsleikrit kveiktu
hjá mér leiklistaráhuga
„Hugmyndir mlnar um leiklist
hafa breyst mjög eftir aö ég
byrjaði I skólanum,” segir Július
Hjörleifsson, sem er á fyrsta ári i
Leiklistarsköla tslands.
— Hvernig kviknaði áhugi þinn
á leiklist?
— Ég er fæddur og uppalinn i
Lundareykjardal i Borgarfirði,
og þar var fátt, sem kveikti áhug-
ann á leiklist. Það var fariö og
horft á áHugamannasýningar, sem
yfirleitt voru sigild islensk verk
eins og Skugga-Sveinn eða Maður
og Kona. Ég hafði hlustað mikiö á
barnaleikrit i útvarpinu, en þegar
rafmagnið kom i sveitina: þá var
ég 14 ára, tók ég að hlusta á út-
varp að gagni. Ahugi minn á Ut-
varpsleikritum varö slikur, að ég
ákvaö að verða leikari. Þegar ég
sótti um inngöngu i skólann
hérna, haföi ég aldrei leikið á
sviðieða fengistvið leiklist. Bara
hlustað á útvarp.
— Hugmyndir þinar um leiklist
hafa þá væntanlega breyst?
— Já, þaö er öruggt. í fyrsta
lagi var þetta vinna og aftur
vinna. Maður komst fljótlega að
raun um, að talentið skiptir litlu
máli. Aðalatriöið varað geta unn-
iö. Hér eru vinnustundirnar 50 til
57 á viku, meðan venjulegir sfcól-
ar erumeð 36 til 40 stundir á viku.
Maður gerir litið utan skólans,
þrekið er næstum þvi uppuriö.
Þetta er eins og hver önnur
Júllus Hjörleifsson
likamsvinna, timinn fer i vinnu,
svefn og mat.
— Ertu svartsýnn á
framtiðina?
— 1 sambandi við atvinnumogu-
leika? Nei, nei, blessaður; það
þýðir ekkert. Maður er bara
þakklátur fyrir að geta stundað
það nám, sem maöur hefur áhuga
á. Hér sækir fjöldi manns um inn-
göngu og aöeins 8 teknir inn á ári
þetta er lika spennandi að þvi
feyti, að við erum hinn fyrsti
eiginlegi bekkur skólans. Hinir
bekkirnir eru Ur gamla SAL-skól-
anum, og þvi erum við kannski
íyrstu, eiginlegu nemendur skól-
ans, án þess þó að nokkurri rýrö
sé kastaö á nina.
— Hvaða verkefni hafið þið
fengist við nýlcga ?
— Við æfðum þætti úr „Billy
lygara”, sem við sýndum á lok-
aöri sýningu innan skólans.og var
aðeins völdum hópi boðið til aö
horfa á. Þetta var nú meira fyrir
okkur til að venjast áhorfendum,
heldur en til að skemmta fólkinu i
salnum
— Heldur þú að leikiistar-
áhuginni landinuverði alltaf jafn
mikill ?
— Já, það held ég, og i sam-
bandi við atvinnuhorfur, þá
mundi ég ætla, að á meðan að
leiklist er iðkuð á tslandi er þörf
fyrir nýja, unga leikara.
— IM
Kristin Kristjánsdóttir.
Alltaf eitthvað
sem tengir
okkur saman
„Aður en ég byrjaði að nema
leiklist, hafði ég ekki hugmynd
um alla þá tæknivinnu sem liggur
að baki”, segir Kristin Kristjáns-
dóttir, einn þeirra nemenda sem
útskrifast við Leiklistarskólann i
vor.
„Yfirleitt held ég að fólk geri
sér litla grein fyrir allri- þeirri
vinnu sem liggur á bak við eina
sýningu. Sem dæmi má nefna
leiktjaldasmíöi, bUningagerð,
förðun o.s.frv., fæstir taka eft'ir
þessum hliðum sýningarinnar.
Slst af öllu leiklistagagnrýn-
endur.
— Hvert er álit þitt á leiklistar-
gagnrýnendum?
— Kritikkerar fjalla yfirleitt
aðeins um hina bókmenntalegu
hlið sýningarinnar. Leikaranna
er rétt getið i restina og þá af-
greiddirmeð nokkrum velvöldum
lýsingarorðum. Mun sjaldnar er
fjallað um tæknihliðina. Hver
helduröu að hugsi um táknmál
búninga eð tjalaa? Sjáðu hérna
tildæmis. Hér hanga litaprufuraf
búningunum, sem hún Messiana
er að fást við þessa stundina.
Hverlitur hefur sina hugsun, sina
meiningu. En þetta fer allt fram-
hjá gagnrýnendum og leikhús-
w i
gestum yfirleitt. Mér finnst lika
sorglegt, hvað þeir skrifa per-
sónulega um stykkið.sem sagt Ut
frá þvi sem þeim finnst. Svo les
fólk þetta sem eflaust hefur ann-
an smekk en tekur skrifin alvar-
lega.
— Hvað finnst þér um islenska
ieikritagerð?
— Hún hefur sennilega aldrei
verið meiri en einmitt núna. Og
það er meiri aðsókn að íslenskum
verkum en erlendum. Ég held að
þetta byggist á þvi, að fólk þekkir
sjálft sig aftur. Getur slegið á
lærið og rekið sessunautnum oln-
bogaskot: ,,Nei sjáðu þessa”.
— Hvað með norræn leikrit t.d.
sænsk?
— Hjá okkur er sænska línan
orðin að gamanyrði. (hlátur). En
að öllu gamni slepptu ég held
varla að vandamál Svia komi
okkur við. Þó finnst mér það enn
verra, þegar reynt er að staðfæra
þessi skandinavísku vandamál.
Annars hugsa ég að afstaða is-
lensks leikhúsfólks til sænsku lin-
unnar sé blanda af beyg og fyrir-
litningu.
— Þiö eruö siðustu leifar
SAL-skólans?
— Já,þaðerskrýtiðað hugsatil
þess að nú er komiö að skólaslit-
um. Viö vorum þau sem stofn-
uðum SÁL og Leiklistarskólann
að vissu marki. Þetta er búinn að
vera mjög samheldinn hópur og
þó að leiöir kunni nú að skiljast
mun það alltaf vera eitthvað sem
tengir okkur saman.
—IM
SNIDID
NYTT FRA
LEVFS
SNIÐ
œvis
/ BLÁU DENIM OG FLAUELI
LEVrS EÐA EKKERT
Vorist eftirlikingor
Laugavegi 37
Laugavegi 89 Hafnarstrœti 17 Glœsibœ
13008
13303
12861
ELDHUS OG KLÆÐASKAPAR
Auðbrekku 53, Kópavogi. Sími 43820.
Fifu f kaparnir eru vandaöir, fallegir, ódýrir og henta hvar *em er.
Fifu skáparnir eru islensk framleiösla.
Þeir fast i þrem viöartegundum, hnotu. álm og antikeik.
Haröplast a boröplötur i mörgum fallegum lltum allt eftir yöar
eigin vali. Komiö og skoöiö, kynniö ykkur
okkar hagstæöa verö. Látiö okkur teikna og fáiö tiiboö.
Fifa er fundin lausn.