Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 23
ÆSKULYÐSBLAÐ ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 „Samvinna í stað samkeppni” t skólakerfinu hefur löngum veriö lögö mikil áhersla á aö ýta sem mest undir samkeppni meöal nemenda, i staö þess aö kenna fólki aö vinna saman. Afleiöingin er sú-aö út úr kerfinu koma ein- staklingar, sem oft vantar gjör- samlega þaö sem tækni- og sér- fræöisamfélög nútimans byggjast e.t.v. ööru fremur á, hæfnina tii aö vinna saman. — Það er mikilla breytinga þörf i skólakerfinu, ekki bara i oröi heldur líka á boröi, segir Guölaug Teitsdóttir, veröandi kennari, en hún er i Kennara- háskólanum á siðasta vetri. Hér i þessum skóla er fyrst og fremst verið að mennta fólk til kennslustarfa i grunnskólanum og starfiö hér hlýtur þvi aö mark- ast af þvi hvernig þeirri kennslu er ætlað aö vera. Þannig er fyrsta skrefiö aö skilgreina grunnskóla- námið og tilgang þess og hiö næsta aö laga kennaranámiö eftir þeirri skilgreiningu. En skil- greiningar eru bara alltaf mun auðveldari viðfangs en raunveru- leikinn. — Hafa nemendur Kennara- háskólans mikil áhrif á mótun starfsins I skólanum? — Það er óhætt að segja aö þeir hafa veriö mjög áhugasamir um mótun kennaranámsins og fyrir frumkvæöi þeirra eru nú aö komast i kring ýmsar breytingar á kennslufyrirkomulaginu hér og einnig hafa verið settar fram hugmyndir um það hvers eölis kennaramenntun eigi að vera. r*Er mikiö félagslff I skólanum? — Ég hef nú sjálf unnið aö þvi öllum stundum i vetur aö klára námiö, þannig aö ég hef ekki haft Guðlaug Teitsdóttir miklar fristundir. Annars viröist yfirleitt vera heldur erfitt að fá fólk til að taka þátt i einhverju félagslifi, og ég held aö sé fyrst og fremst af timaleysi og einnig þvi aö margir eru bundnir yfir börn- um sinum, enda er reyndin sú aö flestir þeirra sem á annaö borö eru meö, eru barnlausir. —Hvaö ætlar þú aö gera þegar þú ert búin meö skólann? — Draumurinn er aö fara út á land að kenna, en þaö er allt óvist hvort af þvi getur oröið. Ég er bú- in að vera svo lengi hér i Reykja- vik að mig er farið aö langa til aö breyta til og komast á einhvern þann stað þar sem maöur þarf ekki alltaf aö vera i stööugu kapphlaupi við timann eins og hér. —Þér leiöist timakapphlaupiö en hvaö finnst þér þá um lifsgæöa- kauphlaupiö? — Mér finnst það satt aö segja einstaklega dapurlegt hvernig ungu fólki er beinlinis otaö út i samkeppnina um aö koma sér upp ibúö og tilheyrandi, og það þyrftisannarlega aö gera róttæka byltingu i húsnæöismálunum. Það er alveg ægilegt að fólk skuli þurfa að eyða öllum bestu árum ævi sinnar i þrotlausa vinnu og skuldasöfnun. Það eru ekki ýkja margir, sem eiga þess kost aö fá almennilegt leiguhúsnæöi viö sanngjörnu veröi og sæmilegu öryggi. Það er svo sem hægt aö fá húsnæöi ef maöur getur borgað nógu mikiö en þaö geta ekki allir og jafnvel þó fólk geti borgað er yfirleitt ekkert öryggi i þvi aö leigja, og þessu veröur að breyta. —IGG. „Þetta kom eins og köllun” — Ef maöur ætlar aö vinna al- mennilega má maöur helst ekki kenna meira en skyldukennsluna. En vegna þess hve kennarastarf- iö er illa launaö eru, þvi miður, allt of mörg dæmi þess aö fólk kenni langt fram yfir þau mörk, og kenni jafnvei alit aö sextíu timum á viku, i staö tuttugu og fimm eöa þrjátiu tíma. — En þrátt fyrir allt er maöur i þessu og vonast til að geta látið eitthvaö gott af sér leiða i skóla- málum, segir Eirikur Hermanns- son, frá Keflavik, sem nú er i Kennaraháskólanum aö læra til aö veröa kennari. Vondir menn mundu segja aö ég hafi farið hingað vegna þess aö ég hafi verið búinn aö gefast upp á ööru. En sannleikurinn er sá aö ég hef alltaf haft nokkurn áhuga á kennslu en haföi þó alltaf miöaö viö kennslu á eldri stigum en grunnskólan, Nú svo kom þetta yfir mig einn sumardag, eins og köllun, aö ég ákvað aö fara hing- að i Kennaraháskólann. “Ertu ánægöur meö skólann? — Ég hafði svo sem ekki mjög mótaðar hugmyndir um hann i fyrstu. Ég hafði starfaö viö kennslu i einn vetur og mig lang- aði til aö afla mér undirstöðu- þekkingar i greinum eins og upp- eldis- og sálarfræði og einnig til aö læra betri vinnubrögð. A fyrsta ári varð ég fyrir mikl- Eirikur Hermannsson um vonbrigöum meö skólann og velti þvi jafnvel fyrir mér aö hætta. En sem betur fer gerði ég þaö ekki og mér hefur fundist skólinn fara stöðugt batnandi. Þaö er miklu meiri hljómgrunnur fyrir þvi að bæta skólann og sam- starf nemenda og kennara hefur aukist til mikilla muna. Mér finnst aö það mætti leggja enn meiri áherslu á uppeldis- og kennslufræöi i þessu námi og menn veröa aö varast aö lita á þennan skóla eins og heföbundinn háskóla þó nafninu hafi verið breytt úr Kennaraskóli i Kennaraháskóli. Þaö má ekki misskilja há-ið þannig aö nú beri aö kenna hér allar greinar eins og gerter IHáskólanum. Þaö er ekki og má aldrei veröa þannig. Þetta nám hlýtur að vera allt annars eðlis. Og svo má lika geta þess aö eitt af brýnustu hagsmunamálum þessa skóla eru húsnæðismálin. Húsnæöiö er oröiö all of þröngt og aöstaöa er öll i lágmarki. ~ Hlakkar þú til aö fara út I kennsluna? — Þaö geri ég svo sannarlega. Ég er búinn að fá loforö fyrir stööu hér i Reykjavik næsta vetur, og maður vonar bara aö maður standi sig. — IGG WMITAUni á mánudög- jardögum, 16 íslenska Sjónv« um, miðvikudöi leiki frá HM í Argel í tilefni af þessu, sMm JðhlTACHI litsjón- varpstæki, með 151 pús. Brlútborgun, og 30 þús. á mánuði. Argentina'78 Vilberg& Þorsteinn Laugavegi 80 simi10259

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.