Þjóðviljinn - 10.06.1978, Side 2
2 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 10. júni 1978
AF GRAUTARHAUSUM
Eitthvert veglegasta slot, sem risið hef ur af
grunni hérlendis er tvímælalaust húsmæðra-
skólinn á Laugarvatni. Ég þekki þessi húsa-
<ynni af eigin raun, því ég var í því ein tíu
sumur á þessum slóðum til að lóðsa þýskar
Kellingar riðandi uppum fjöll og firnindi og
ttti stundum erindi inní þessa veglegu höll
\/egna ónefnds viðurgernings sem þar var á
ooðstólum. Ég þori að f ullyrða að ekkert hótel
riérlendis hefur uppá annan eins lúxus að
bjóða og þessi hússtjórnarlistaskóli, en honum
2r eins og naf nið bendir til ætlað að kenna fá-
t/ísum konum í matargerð þá list að búa til
góða grauta handa okkur karlmönnunum.
Hugleiðingar mínar um þessa menntastofn-
un eiga rætur að rekja tii lítils bæklings, sem
ég rakst á, ég held á rakarastofu, ekki alls
fyrir löngu, en í honum er f jallað um stórar og
miklar byltingar í námstilhögun framan-
greinds húsmæðraskóla, og fer ekki hjá því að
karlpeningur landsins, þ.e.a.s. þeir, sem enn
=ru ungir að árum og eiga að taka við útskrif-
uðum húsfreyjum, hugsi sér gotttil glóðarinn-
ar svo notað sé gamalt eldhúsmál.
[ stórum dráttum virðist mér að hinum nýju
námsbrautum sé einkum ætlað að útskrifa
fæstingarstjóra og aðstoðarmenn (starfs-
krafta) í litlum og stórum mötuneytum. Þá
verður lögð sérstök áhersla á að kenna fólki að
starta hjónabandi eða jafnvel sambúð, án þess
aðallt fari uppíloftá fyrstu vikunum, eða eins
og segir orðrétt í bæklingnum: „Á námskeið-
inu verður lögð sérstök áhersla á f ræðslu f yrir
byrjendur í heimilishaldi".
Og síðan kemur það sem mér finnst eigin-
lega langmerkast: Fengnir verða sérfræðing-
ar í skólann til að veita námsmeyjunum kyn-
fræðslu og munu þær þá væntanlega verða
leiddar í allan sannleikann um það, að tippið
er ekki aðeins til að pissa með því, en sagt er
að námsmeyjar á Laugarvatni hafi margar
hverjar vaðið í villu og svima um þessi ef ni, en
með góðum kennurum ætti að vera hægt að
bæta úr þeirri fáf ræði. Satt að segja væri ekki
ónýtt að vera kennari í þessari námsgrein eins
lengi og manni entist starfsorka.
Ræstingarstjóranámið skilst mér þó að
kref jist einna mestrar ástundunar, en þar eru
gerðar miklar kröfur til sérfræðikunnáttu í
faginu. Ég hef af lað mér nokkurra upplýsinga
um eðli þessa starfs en það er eftir því sem
næst verður komist, fólgið í því að stjórna
kröftum þeim sem skúra og úthluta þeim
gólf f leti hverjum við sitt hæf i, en þær sem eru
í klíku fá að þvo uppá miðjan vegg, eða eins
hátt og þær ná.
Þá verða kennd hauststörf á þjóðlega vísu
og lögð megináhersla á almennan jólaundir-
búning. Það verður gaman fyrir ungu stúlk-
urnar að læra að baka júðakökur og
sykurtoppa, hálfmána, piparkökur, marens-
kökur, tertubotna, svefntertur og svamptert-
ur, randakökur og svo náttúrlega hina þjóð-
legu köku, kleinuna, en kleinan heyrir kannske
frekar undir „hauststörf á þjóðlega vísu".
Eins og þessi skýrsla ber með sér, er hinu
veglega menntasetri, Húsmæðraskóla Suður-
. lands, ekki ætlað lítið hlutverk í menntamál-
um þjóðarinnar, en einhverjum hefði ef til vill
einhvern tíma dottið í hug að nær hefði verið
að veita þeim gífurlegu f jármunum, sem fóru
i að byggja þessa grautar- og tertuhöll til ein-
hverra annarra þátta menntamálanna i land-
inu.
En það er nú vist einu sinni svo hér á landi á
síðustu og verstu tímum, að starfskraftar,
sem ætla að leggja fyrir sig hússtjórnarlist
eru illa heima í f ræðunum úr heimahúsum, Og
það er nú alltaf skemmtilegra fyrir húsmóður
sem er að byrja búskap með manninum, sem
hún ann hugástum, að vita hvort skaftið á aus-
unni á að snúa niður i grautarpottinn eða hinn
endinn, sem í gamla daga var víst kallaður
„nef", því voðinn er vís, ef grauturinn brenn-
ur við vegna öf ugrar ausu, þó sangur grautur
haf i stundum — ef ég man rétt— verið kallað-
ur grautur með ástarbragði.
Og þessi grein er skrifuð af brennandi á-
huga höfundar á vissum þjóðfélagsmálum,
rétt fyrir kosningar, eða eins og segir í kvæð-
inu:
Eitt er víst og það er það
að þarft er um að rausa
hve áríðandi virðist að
eignast grautarhausa. • Flosi.
Spurningar fólks
Ásgeir Leifsson
Miklubraut 5
spyr
Eitt aðaleinkenni stjórnar-
hátta á islandi undanfarin ár er
sameining og samþjöppun
framkvæmdavalds, löggjafar-
og dómsvalds hjá ríkisstjórn og
þingi án þess þar séu skil á.
Ráöherrar og þingmenn gang-
ast upþ i þvi aö vera sterkir og
knýja á meö áhugamál sin án
þjóöfélagslegra markmiöa,
hlutlægrar ráögjafar er ekki leit-
aö eöa hún höfö aö engu. Sam-
trygging flokkanna er ráöandi
um öll meginmái.
Þingmenn gerast skipuleggj-
endur, framkvæmdaaöilar,
rekstraraöilar og jafnvel sölu-
menn á sviöum sem þeir bera
oft litiö skynbragö á. Kerfiö er i
farvegi offjölgunar fiskipa, of-
nýtingar lands og rafvirkjunar-
svæöis. Svo á aö leggja varan-
legt slitlag á núverandi vega-
kerfi þegar fyrirsjáanlegt er aö
bensin þrýtureftir u.þ.b. 20 ár.
Framleiöslu-greinar eiga erf-
itt uppdráttar, nýir atvinnu-
vegir litla sem enga möguleika
og tæknistig atvinnuveganna er
lágt. I viöleitni til aö halda nú-
verandi stefnu er verölag —
einkum fyrir tilbeina rlkis-
valdsins uþb. tvöfalt hærra en I
nágrannalöndum — erlend
skuldasöfnun og óöaveröbólga,
sem stelur forræöi aldraöara og
kippir fótum undan framtlöinni.
Spurning:
Er þess aö vænta aö Alþýöu-
bandalagiö beiti sér fyrir eftir-
farandi:
la. Takmörkun valdssviös rlk-
isstjórnar og alþingis, þ.e.
aö rikisstjórnin minnki af-
skipti sin á sviöi fjárfestinga
i landinu.
lb. Aö alþingi og rikisstjórn
beiti löggjafarvaldinu af
meiri hófsemi en tlökast hef-
ur.
lc. Aö hringli I verölags- og
kaupgjaldsmálum veröi
stillt I hóf.
ld. Aö þingmenn og ráöherrar
minnki afskipti sin af dag-
legum rekstri fyrirtækja
sem tengjast rikinu.
2a. Aö samtryggingu flokkanna
veröi hafnaö sem algildu á-
kvaröanatökuformi og aö
stefnufesta fái aö njóta sin.
2b. Aö valin stefna veröi end-
urskoöuö viö breyttar aö-
stæöur og þjóöhagsleg stefna
fái aö njóta sln.
2c. Aö erlendri skuldasöfnun
veröi hætt og stungiö á verö-
bólgukýlinu meö þvl aö
minnka rlkisálögur.
2d. Aö leitaö veröi nýrra leiöa i
atvinnumálum.
Svör Alþýðubandalagsins
Olafur Ragnar
Grímsson svarar
Inngangur Asgeirs og ýtar-
legar spurningar snerta ýmis
grundvallaratriöi I gerö Is-
lenska stjórnkerfisins og á-
kvaröanatöku i fjárfestinga-
málum og atvinnumálum.
Áhersla á samtryggingu flokk-
anna, allra á einu bretti, er
sögulega séö skökk þar sem
uppbygging rlkisvaldsins á ts-
landi hefur I hartnær hálfa öld
veriö nær eingöngu i höndum
Sjálfstæöisflokksins, Fram-
sóknarflokksins og Alþýöu-
flokksins. Þeir hafa fléttaö sam-
an þaö hagsmunanet sem aö
mestu hefur ráðiö um hina til-
viljanakenndu uppbyggingu at-
vinnullfsins á lslandi.
Alþýðubandalagiö skoöar þaö
sem sitt helsta verkefni aö taka
þetta rlkiskerfi til verulegrar
uppstokkunar og færa ákvarð-
anatökuna yfir á grundvöll á-
ætlunargeröar og fjárfestingar.
stjórnar sem skapa þá nauösyn-
legu festu og heildaryfirsýn sem
þarf aö vera fyrir hendi ef raun-
hæf uppbygging atvinnuveg-
anna á aö geta átt sér staö. t
samræmi viö þessi viöhorf hefur
Alþýöubandalagið sett fram
umfangsmiklar tillögur I efna-
hags- og atvinnumálum. Tillög-
urnar skiptast I tlu meginkafla
og fela I sér um 120 sjálfstæö
stefnuatriði. 1 þessari tillögu-
gerö er aö finna verulegan veg-
vlsi aö þeirri braut sem Alþýöu-
bandalagiö vill ganga á þessu
sviöi .
Tillögurnar voru birtar I sér-
riti Þjóðviljans I malmánuöi og
vlsa ég Asgeiri og öörum þeim
sem áhuga hafa á þessum mál-
um sérstaklega til þess blaðs.
Tillögurnar fela I sér lýsingu á
fyrstu aögeröum til lausnar
þess vanda sem nú er við aö
glima I efnahagsmálum, en
meginþáttur þeirra er ný stefna
I efnahagsmálum og tillögugerö
um þróun atvinnuveganna sem
ber heitið Islensk atvinnustefna.
Helstu þættir hinnar nýju efna-
hagsstefnu eru:
• Markviss framleiöslustefna,
sem laðar vinnuafl til útflutn-
ingsatvinnuveganna og stuðl-
ar aö stóraukinni framleiöslu
I gjaldeyrissparandi atvinnu-
greinum.
• Aætlunargerð til lengri og
skemmri tima og þar meö
heildarstjórn fjárfestingar-
mála.
• Minni yfirbygging meö niöur-
skuröi á hinu margfalda þjón-
ustu- og dreifingarkerfi I
einkarekstri og einföldun I
ríkiskerfinu.
• Breytt stefna I orkumálum,
sem m.a. hafnar erlendri
stóriöju og tryggir þjóöinni
næga og örugga raforku á
sama veröi um land allt.
•Grundvallarbreyting á stjórn
efnahags- og rikisfjármála,
þ.á m. meö:
• endurskoöun skattamála,
• eftírriti meö öfíun og notkun
gjaldeyris,
ÓlaVur Ragnar Grlmsson: „Al-
þýöubandalagið skoöar þaö sem
sitt helsta verkefni aö taka þetta
rikiskerfi til verulegrar upp-
stokkunnar.”
• lækkun vaxta I áföngum,
• réttri beitingu verðjöfnun-
arsjóöa til sveiflujöfnunar,
•virkara verölagseftirliti.
Þótt ýtarleg svör viö spurn-
ingum Asgeirs sé aö finna i til-
lögugerð Alþýöubandalagsins á
Alþingi og samþykktum flokks-
ins i efnahags og atvinnumálum
er rétt að spara honum og öör-
um tima og fyrirhöfn meö þvl aö
veita eftirfarandi svör viö hin-
um sérstöku spurningum sem
hann ber fram:
la. Tillögur Alþýöubandalags-
ins um stjórnun fjárfesting-
armála er að finna i liöum
5.1.1. og 5.1.2. og ýmsum
öörum köflum tillagna
flokksins I efnahags- og at-
vinnumálum.
lb. Já
lc. Já
ld. Já
2a. Já
2b. Já
2c. Já
2d. Já, sbr. tillögugerö tslenskr-
ar atvinnustefnu.
Munið eftir bílferðum til móts við göngumenn