Þjóðviljinn - 10.06.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 10.06.1978, Síða 4
4 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 10. junl 1978 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag bjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Siöumúla 6, Sími 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Aurasníkjur, sukk og fleöulæti Enn er lagt af stað í Kef lavíkurgöngu. Enn situr hér bandarískur her. Enn verður barist fyrir brottför hers- ins uns sigur vinnstþví hersetan er miðpunktur erlendr- ar ásælni á Islandi. Út frá hersetunni liggja þræðirnir til allra átta í net sem getur fyrr en varir gert sjálfstæði þjóðarinnar að innantómu formsatriði. Út f rá hersetunni liggja þræðir fjármálaspillingarinnar. Tugir valda- manna í hernámsflokkunum hafa hag af því að halda hernum hér í landinu sem allraallra lengst og umsvif um hans sem allra mestum. Hugarfar þessara manna mót- astæ meira af sníkjulíf inu sem þeir lifa og út f rá því sýk- ist eftilvill nánasta umhverf i þeirra. Út f rá sama hugar- fari eru erlend stórfyrirtæki boðin velkomin inní landið. Á sama grundvelli er sýnd linkind í landhelgismálinu þegar ráðamenn flokka taka hagsmuni Atlantshafs- bandalagsins fram yfir íslenska hagsmuni. Hersetan er allsherjarmeinsemd í íslensku þjóðlíf i. Alþýðubandalag- ið bersteitt stjórnmálaflokka fyrir því að uppræta þessa meinsemd; fyrir því að herinn verði rekinn úr landi/ fyr- ir því að Island losni úr f jötrum hernaðarbandalagsins. Baráttan fyrir brottför hersins er sjálfstæðismál, ná- tengd baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir bættum lífskjörum, fyrir ísienskri atvinnustefnu, fyrir sjálf- stæðu íslensku efnahagslíf i, gegn erlendri skuldasöf nun. Allt eru þetta sprotar á sama stofni: Baráttunni fyrir sjálfstæði þessa fámenna ríkis við ysta haf. En f leira kemur til. Baráttan fyrir brottför hersins af Islandi er um leið barátta f yrir f riði, barátta f yrir því að stórveldin slaki á vígbúnaðarspennunni. Fari bandaríski herinn frá íslandi skapast aðstaða til þess að krefjast þess af meiri þunga en nokkru sinni f yrr að sovéski her- inn fari frá Tékkóslóavkíu svo dæmi sé nefnt. Væntan- lega er enginn maðurTil á íslandi sem ekki vill stuðla að því að smáríki losni við erlenda heri úr löndum sínum. Þar með ætti vart að finnast sá maður sem ekki skilur nauðsyn þess að losna við herinn, ef menn líta á það sem lið í því að frelsa smáþjóðir heimsins undan oki hernaðarbandalaganna og (sland undan klóm erlendrar ásælni Þjóðviljinn hvetur alla herstöðvaandstæðinga á Reykjavíkursvæðinu til þess að f jölmenna til móts við Kef lavíkurgönguna í dag. Blaðið minnir á,að því aðeins næst árangur í baráttunni gegn herstöðvunum að f jölda- samtökin séu virk. Herstöðvaandstæðingar mega gjarn- an minnast þess að það var einhugur þjóðarinnar sem knúði fram sigur í landhelgismálinu. An þjóðarsamstöðu hefði enginn sigur unnist. Þessa staðreynd ber einnig að hafa í huga í herstöðvamálinu. Á þessu ári hafa sjúkdómseinkenni hersetunnar náð lengra en nokkru sinni fyrr, þegar efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Albert Guðmundsson, hefur lýst stuðningi við leigugjaldtöku af Bandaríkjaher og þegar utanríkisráðherra, efsti maður á lista Fram- sóknarf lokksins, fer í betliferðtil Bandaríkjanna til þess að snikja fé í flugstöð handa íslendingum. Við upphaf Kef lavíkurgöngunnar 1978 á því betur við en nokkru sinni fyrr að Ijúka forystugrein Þjóðviljans með því að vitna til Jóns Helgasonar.* „Sú þjóð sem veit sér ekkert æðra mark en aurasníkjur, sukk og fleðulæti, mun hljóta notuð herra sinna spark og heykjst lágt í verðgangsmanna sæti. Sú þjóð sem dottar dáðlaus, viljasljó, og dillar þeim er Ijúga, blekkja, svíkja, skal fyrr en varir hremmd í harða kló. Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja." Kratar með hreinan skjöld? Alþýöuflokkurinn hefur hrein- an skjöld og ekkert aö fela i fjármálum. Viö höfum lagt allt á boröiö segja frambjóöendur Alþýðuflokksins. Þeir einir þora aö gera hreint fyrir slnum dyr- um. Vissulega er þetta lofsvert! En skyldu þeir Alþýðuflokks- menn ekki vera ánægöir aö nú loks hefur veriö gerö grein fyrir fjármálasamskiptum þeirra við danska socialdemokrata allt frá 1919.1 viötali i fimmtudagsblaöi Þjóöviljans geröi Ólafur R. Ein- arsson, sem kannaö hefur heim- ildir um verkalýðssögu i dönsk- um söfnum, grein fyrir þvi aö Alþýöuflokkurinn hafi fengiö yf- ir 60.000 Isl. kr. á árunum 1919—28, frá dönskum krötum en þaö samsvarar 40-50 miljón- um I dag. Jafnframt gat Ólafur þess að efnt heföi veriö til fjár- söfnunar i 11 löndum Evrópu meöal socialdemokrata til aö • styöja Alþýöuflokkinn. Fátækir verkamenn I verkalýösfélögum i Danmörku lögöu af sinum fá- tæklingsaurum fé til styrktar Alþýðuflokknum og leiðtogar socialdemokrata i Höfn settu þau skilyröi fyrir fjárveitingum aö kommar innan ASl t.d. Ólaf- ur Friöriksson sem Benedikt vitnaöi fagurlega i s.l. miö- vikudag i flokkakynningu, væru ekki i framboöi fyrir Alþýöu- flokkinn. Fjárstuðningur af Marshallfé En fleira kom fram I viötalinu er „hreinsaöi” fjármálaandlit Alþýöuflokksins. Undir forystu þess flokks naut Alþýöusam- bandiö 1952—54 fjármuna af Marshallfé, til aö standa undir blaöaútgáfu ASl. Þetta er skjal- fest i skýrslu um viðræður danskra krata viö verkalýðs- sendifulltrúa viö bandariska sendiráðiö. Og ef ASl hefur 1952 fengiö fé úr Mótviröissjóöi, fékk formaöur fjármálanefnd- ar Alþýöuflokksins, Guðmundur I. Guömundsson, fé úr þeim sama sjóöi til handa Alþýðu- blaöinu á þessum tima? Væri ekki ráö aö gera hreint fyrir dyrum þar lika? Þaö yröi enn meira fagnaðarefni,og þá yröi Alþýöuflokkurinn ekki borinn þeim sökum aö viöhafa siöleysi i fjármálum. Valfrelsi styður Alþýðuflokkinn Straumurinn liggur til Al- þýöuflokksjns. Ekkert getur stöövaö sigurgöngu hans. And- stæðingum flokksins og velunn- urum hans i róttækara armi verkalýðshreyfingarinnar er eins gott aö leggja strax upp laupana. Það hefur sumsé gerst aö Sverrir Runólfsson og félag- ar hans i Valfrelsi hafa lýst stuðningi viö Alþýðuflokkinn I komandi Alþingiskosningum. Ástæöan til þessarar ákvöröun- ar meirihluta framkvæmda- nefndar Valfrelsis er sú, aö Al- þýðuflokkurinn hefur tekið upp tvö helstu stefnumál samtak- anna það er aö segja „löggjöf um þjóöaratkvæöi” og „persónubundnar kosningar”. Þessi stuöningur Valfrelsis viö Alþýöuflokkinn er væntan- lega upphaf af nánari samstarfi eftir kosningar. Fer vel á þvi aö þessi tvö sterku þjóöfélagsöfl skuli nú taka höndum saman og mun oss vel farnast ef þau renna saman i eitt aö lokum. Gott er einnig til þess aö vita aö þjóömálasamtök Sverris Run- ólfssonar og fleiri manna skuli nú ekki lengur liggja undir grun um aö vera höll undir Sjálfstæö- isflokkinn. Stjórnlausir flokksforingjar! Flokkakynningin i sjónvarp- inu var aöeins upphafiö. 1 sjón- varpinu á eftir að vera „setiö fyrir svörum”, þriggja klukku- tima framboðsfundur og aö lok- um hringborðsumræöur flokks- leiðtoga þann 21. júni. Þaö verö- ur endapunkturinn á kosninga- baráttunni i sjónvarpinu. Búið er að manna þessa þætti alla af stjórnmálamönnum-, spyrlum og stjórnendum, nema þann siö- asta. Útvarpsráö mæltist til þess að fréttamenn sjónvarps- ins sæju um stjórn á flokksfor- ingjunum. Þeir haröneita þessu, hlutverki allir og láir þeim eng- inn þó fréttamennirnir séu orön- ir þreyttir á flokksforingjum. Þeirra eigin flokksmönnum lands sé voldug. 1 ráöuney.tum sitja menn áratugum saman sem telja þaö sjálfsagt aö þeir og ættir þeirra séu mikils ráö- andi i valdakerfi landsins. Þeir sitja þótt rikisstjórnir komi og fari, mæta I kokkteilana sér til innbyrðis skemmtunar og leggja málin i hendurnar á mis- munandi áhrifagjörnum ráð- herrum. Nær allir æöstu embættis- menn Reykjavikurborgar eru flokksbundnir Sjálfstæöismenn. A þetta hefur margsinnis verið bent i umræöum og tillögum andstööuflokka íhaldsmeiri- hlutans i borgarstjórn. A ára- tuga valdaskeiöi Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik hafa mál- in þróast á þann veg aö nánast engin greinarmunur hefur veriö gerður á flokknum, kjörnum fulltrúum hans og embættis- mönnum hans hjá borginni. Engin ástæða er til þess aö gleyma þessum staðreyndum þegar fulltrúar annarra flokka setjast i valdastóla i Reykjavik. Guörún Helgadóttir sagöi fyrir kosningarnar eitthvað á þá leið aö annaöhvort þyrfti aö endur- hæfa embættismenn borgarinn- ar eða reka þá. Sumir þeirra væru löngu búnir aö gleyma aö starf þeirra ætti að felast i þjón- ustu viö fólkið i borginni en ekki viö flokksgæöinga Sjálfstæöis- flokksins. Engin ástæða er held- ur til að gleyma þessum um- mælum Guörúnar. þykir jafnvel stundum aö for- ingjarnir láti illa aö stjórn. Og nú velta menn þvi fyrir sér hvort flokksforingjarnir veröi stjórnlausir I sjónvarpinu i lok kosningabaráttunnar. Aörir segja að það skipti engu máli hvort þeim sé stjórnaö eöa ekki þvi þeir missi hvort sem er allt- af stjórn á sér i sjónvarpi. Allavega vilja engir stjórn- endur missa stjórn á þeim. Semsagt: Anarki I sjónvarpinu 21. júni,—Tilbreyting þaö. Borgarstjóralaun „Hefekki Enda þótt meirihlutaflokk- arnir i borgarstjórn Reykjavik- ur hljóti sóma sins vegna að greiða óskertar visitölubætur á laun komast þeir ekki fram hjá kröfu almennings og verkalýös- hreyfingarinnar um aö haldiö veröi uppi skynsamlegri iauna- jöfnunarstefnu hjá einum stærsta atvinnurekanda lands- ins, Reykjavikurborg. Ekki ætl- ar klippari þessa þáttar sér þá dul að segja fyrir verkum i svo flóknu máli. En eitt vill hann þó leyfa sér aö leggja til i launa- jöfnunaráttí Fyrir liggur aö borgarstjóra- laun I tiö Birgis Isleifs Gunnars- sonar voru jafnhá launum Geirs Hallgrimssonar forsætisráð- herra. Þeim fylgir siöan risna, bill og einkabilstjóri meö meiru. Hér má spara. Engin ástæöa er til aö apa allt eftir Ihaldinu. Nýr borgarstjóri á vegum meirihlutaflokkanna veröur aö- eins framkvæmdastjóri, réttur og sléttur embættismaöur, og þarf ekki launabætur fyrir aö bera geislabauginn. Hann ætti þvi ekki að fá meiri laun en aörir embættismenn i toppstööum hjá borginni. Viö þaö sparast nokkrar krónur. Og viö launaákvaröanir almennt til æöstu embættismanna borgar- innar mætti hafa þaö I huga aö i þær stööur ættu menn aö sækja vegna áhuga á eðli starfans og þjónustu viö borgarbúa. Ekki til þess að eiga náðuga daga á.há- um launum. Og þeir sitja áfram Það hefur löngum veriö sagt aö embættismannastétt þessa „Held áfram mínu starfi hér” - segirborgarritari „Ég held áfram mínu starfi hér." sagði Gunnlaugur Pétursson borgarritari í viðlali við DB í gær. „Mér lízt ekkerl mjög illa á að vmnat með nvia nieirihlmanum. gertráð fyrir breyt- I ingum” segir skrifstofustjóri borgarinnar „Ég hef ekki gert ráð fyrir neinuml breytingum,” sagði Jón G. Tómasson | skrifstofustjóri borgarinnar, þegar ' [lj”r hvprl hann ætlað 4-6 ára ráðning Úr Dagblaðsviðtölum liggur þaö fyrir aö borgarritari ætlar aö sitja áfram og skrifstofu- stjóri borgarinnar ætlar aö sitja áfram. Sjálfsagt ágætismenn og nauösynlegir á sinum staö. Borgarritara list til dæmis „ekkert mjög ilia á aö vinna meö nýja meirihlutanum.” Sú leið sem oftast hefur veriö farin þegar pólitikusar þurfa aö giima viö erfiöa og andstæöa embættismenn er að setja á þá eöa yfir sérstaka trúnaöarmenn sina. Og þá byrjar Parkinsons- lögmál fjölgunarinnar að verka. Meirihlutaflokkarnir I borg- arstjórn hljóta nú aö setja regl- ur um þaö aö enginn af æöstu embættismönnum borgarinnar veröi ráöinn lengur en til 4—6 ára. Þeim sem eftir sitja hlýtur aö veröa gert ljóst að annaö- hvort sé að endurhæfa sig þann- ig að þeir séu færir um aö fram- kvæma vilja meirihlutáflokk- anna eða að sjá sóma sinn I aö segja upp störfum ef þeir ætla aö halda áfram ihaldsþjónkun sinni og grafa undan nýjum meirihluta. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.