Þjóðviljinn - 10.06.1978, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.06.1978, Qupperneq 7
Laugardagur 10. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Atkvæði þitt til Alþýðubandalagsins er lóö á vogarskál nýs og betra þjóðlífs — þjóðskipulags sem færir launafólki réttlát skipti þess, sem þjóðin aflar. Á það treysta allir sannir íslendingar Guöjón Sveinsson/ rithöfundur Burt með stefnu í Sumarhúsum Bjarts Rassskelling vald- hafanna 29. mai sl. verður án efa ein- hver eftirminnilegasti dagur i sögu íslenskra stjórnmála. Þann dag var gert heyrin kunn- ugt, að ihaldsöflin hefðu misst tökin á stjórn höfuðborgar landsins, viðar tapað meiri hluta i öðrum kaupstöðum og fylgi um allt land. Það var vart, aömaöur tryði sinum eigin eyr- um. Fastheldni islenskra kjós- enda, vanafesta alls þorra fólks virtist orðin svo steinrunnin, að engra stórfeldrá breytinga væri að vænta. Það virtist enginn mannlegur máttur ráða við aö snúa hugsun þess — eða hugsun- arleysi. Það virtist gróið i þvi fari hugans ,,að það tekur ekk- ert betra við!” En svo skeður þetta bara svona rækilega. Eftirminnilegri rassskellingu hafa engir stjórn- málaflokkar fengið i sögu hins islenska lýöveldis og var það að vonum. Loksins átt- aði islensk alþýða sig á þvi, hvað hún var búin að kjósa yfir sig um 30 ára skeið. Það opinberaðist svo rækiléga með hinum svonefndu og réttnefndu kaupránslögum sl. vetur. Hinir biræfnu valda- furstar einstaklingshyggjunnar teygðusig þar helst tillangt. En hvers vegna? Jú, vegna þess, að þeir þóttust vissir að Pétrar og Pálar þessa lands myndu sætta sig við þessar ráðstafanir, lik- lega röfla eitthvað, en svo myndu þeir hugsa sem áður ,,o, það tekur svo sem ekkert betra við”. Stjórn ihaldsins virtist raunar orðin eitt af náttúrulögmálun- um, sem fólkið i þessu kalda landi hefur orðið að sætta sig við — iikt og eld og is. Ihaldsöflin voru orðin eins konar slæm ætt- arfylgja eins konar Skála-Brandureða Skotta elleg- ar önnur skrimsl. En eftir „vetrarvertiðina” hjá þeim, vaknaði loksins fslendingurinn i brjósti þorra fólks. Það fann loks, að við svo búið mátti ekki standa. Þarna mun unga fólkið hafa verið drjúgt á>metunum, en vafalaust hafa hinir gömlu kreddutrúarmenn gengið af trúnni, gefið skit i skrimsliö og hugsað með sér: „Hver veit nema að hægt sé að breyta þess- um ósköpum”. Nú skal sókninni fyigt En þetta er bara byrjunin. Nú verður að halda áfram og hrekja uppvakningana af hönd- um sér. íslenskt alþýðufólk til sjávar og sveita verður enn aö magnast og kveða ófögnuðinn niður fyrir fullt og allt. Það hlýtur hver hugsandi maður að sjá og heyra, að ef við ætlum að lifa i þessu landi I sátt og sam- lyndi, ætlum að deila afrakstri vinnunnar réttiátlega, þá meg- um við ekki afhenda umboö okkar fulltrúum braskara og fjárplógsmanna, til þeirra er velta sér i peningum, án þess að borga nokkuð til skatts, til þeirra sem árum samán hafa safnað ólöglegum gróða i er- lendum bönkum, án þess að hafa þurft aö hafa fýrir þvi að greina frá öflun fjárins, til þeirra er undir stjórn banka- stjóraog annarra forkólfa rikis- báknsins hafa getað drýgt tekj- ur sfnar með miljóna króna fjárdrætti eins og að drekka vatn. Stjórn þessara manna hefur æ lengra teygt loppurnar i vasa almennings i skjóli þess ,,að ekkert betra taki við”. En nú eru vissulega i uppsiglingu þáttaskil. íslensk alþýða veit nú, að hún á til betri menn. Það hefur sýnt sig, að þingmenn Al- þýðubandalagsins eru trausts verðir. Nú i veturhafa þeir flutt á Alþingi tillögur fyrir bættum kjörum fólksins, sem vinnur að undirstöðunni. Þeir hafa einnig flutt stórmerkar tillögur er miða að þvi að bæta misbresti stjórnkerfisins svo sem að ráðn- ing rikisstarfsmanna verði ekki nema fjögur ár I sama starfi en siðan færist þeir til. Það er ör- ugglega ein besta leiöin til að fyrirbyggja spillingu i stjórn- kerfinu, útilokar helst að hún hafi tima til að skjóta rótum. Það er fyrst og fremst kjörið þing, sem á að ráða málum lands og lýðs en ekki æviráðnir gæðingar, þótt þeir geti a.m.k. i upphafi verið brúklegir. En með slælegri stjóm, er nálgast i aðra röndina stjórnleysi, hafa marg- ir þessara gæðinga hægt og bit- andi dregið stjórntaumana úr höndum fulltrúa fólksins — sjálfra alþingismannanna. Er slíkt hægt? Nei, auðvitað ekki, ef allt er með felldu, en þetta hefur verið að ske siðustu árin. Þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa nú hin siðustu misseri verið að vakna til vit- undar um, hvert hlutverk Al- þingiser. Þeirhafasettfram ný stefnumið og vitaskuld hafa þau vakið athygli, hafa náö ti) eyrna fólks meðsamvisku og réttlætis hugarfar, fólks með heilbrigða dómgreind, fólks með trú á landinu og möguleikum þess, þvi þeir eru nógir. Við þurfum ekki erlenda stóriðju og annað fidús. ,,Þetta land á ærinn auð, ef menn vilja not’ann”. Fólkið i landinu vill nú kveöa niður hina ógeðslegu spillingu, sem sl. mánuöi hefur veriö aö koma i ljós. Sú spilling stafar af ára- tuga stjórn kapitalismans, sem hefur aðeins eitt aö leiðarljósi, að gera þá riku enn rikari — með öllum tiltækum ráðum. Þann 28. maf sl. uppskar Al- þýðubandalagið rikulega vegna starfa sinna manna. Það er greinilegt, að islensk alþýða veit, að til eru menn með hjart- að á réttum stað, hugann vakinn fyrir velferð landsmanna — sannralandsmanna er hyggjast velgja afætunum undir uggum, leggja ihaldsöflin að velli. Það verður best gert með þvi, að all- ir vinstri sinnar snúi bökum samanogláti ekki smábrot, svo sem Samtökin, ná um einhver atkvæði, sem hvergi koma að notum nema fyrir ihaldið. íhaldsöflin Hver eru þessi ihaldsöfl? Það blandast vist engum hugur, hver þau eru. Stjórnarflokkarn- ir er afhroð guldu i bæjarstjórn- arkosningunum eru hin einu og sönnu ihaldsöfl. Ég vorkenni góðum, vinstri sinnuðum Fram- sóknarmönnum skipbrot flokks- ins. Nú er hann orðinn jafnvel öllu verri i garð vinnandi stétta en sjálft Sjálfstæðisihaldið og getur lengi vont versnað. thald- ið hefur fyrir utan mörg „af- reksverk” siðustu áratugi unnið sér það til ágætis að eyðileggja einn stjórnmálaflokk og er nú raunar búinn að grafa öðrum gröf — bara eftir að stjaka hræ- inu ofani. Alþýöuflokkurinn má heita dauður eftir meðhöndlan ihaldsins. Þeirhafa að visuá 11. stundu reynt að rétta sig við, en hvort upp ris sami flokkur er mjög vafasamt svo ekki sé meira sagt. Framsókn er hins vegar i dauðateygjunum og er það raunar maklegt eftir þær ömurlegu kollsteypur er hún hefur tekið siöasta kjörtimabil. öllum vinstri sinnuðum Fram- sóknarmönnum hlýtur nú að vera ljóst hvert stefnir hjá ihaldsforystu flokksins. Þeir ættu þviað segja skilið við hann, þvi nú er isinn brotinn. Það er engin goðgáað söðla yfir, þegar bikkjan bregst. „Af þvi bara” Ég held að rökin, er Sjálf- stæðismaðurinn færði fram, er hann var spurður að þvi irvers vegna hann kysi ihaldið, séu heldur haldlitil og dómgreind- arlaus. Þau voru: „AF ÞVl BARA”. Þessi ágæti maður er iðnverkamaður — launamaður, en hann hefur kosið ihaldið, af þvi aö pabbi hans gerði það, afi hans einnig, sem sagt „af þvi bara”. Þessi sami maður böl- sótast samt yfir óréttlætinu I kjaramálum, yfir vaxtaokrinu, hneykslast á fjölda heildsala og fasteignabraskara — en samt hefurhann kosið ihaldið ,,af þvi bara”. Bjartur i Sumarhúsum vildi vera sjálfstæður maöur og það viljum við öll. En nafnið tómt dugir ekki. Verkamaður sem vill vera sjálfstæður, veröurþað aðeins með þvi að skipa sér i raðir sinna manna — vinnandi manna, en ekki með þvi að vera fótaþurrka fasteignasala, heild- sala og annarra afætna Is- lenskrar þjóðarframleiðslu. Ef svoer, þá endar það sjálfstæði i eyðikoti þvi, sem ihaldsöflin i landinu ætlasérað koma launa- fólki i. Vonandi eru sjálfstæðishug- myndirnar hans Bjarts i Sum- arhúsum liðin tið og „afþvi- bara” rökfræðin gengin fyrir stapann. Þó má sjá, þvi miður, fólk úr hinum vinnandi stéttum á framboðslistum ihaldsins t.d. verkamenn, bilstjóra, sjómenn og er slikt að f urðu, likt og garð- jurtir meðal illgresis. Slikt póli- tiskt stéttleysi er háski hverju lýðræði. Kjaramál islenskrar alþýðu á að vera samgróin póli- tisku valdi á Alþingi. Þar eiga völd fólksins fyrst og fremst að liggja. Þótt verkalýðshreyfingin sé nokkuð faglega sterk, hefur hún árum saman, þótt sl. kjör- timabil hafi kastað tólfunum, verið veik i stjórnkerfinu. Þaö má öUum vera ljóst, að lftil sem engin jöfnun næst i kjaramál- um, nema eftir pólitiskum leið- um á Alþingi. Það hefur sýnt sig, að gróðaöflin geta, þegar þeim sýnist, ógilt gerða samn- inga, svo menn standa eftir rún- ir öUum réttindum með óréttlát- um lagasetningum, standa við garð sem beiningamenn. Þess vegna má enginn launamaöur kjósa yfir sig ihaldsvélina „af þvi bara”. Rádlitlir ráðherrar Það voru lágkúrulegir karlar eru sátu i sjónvarpssal nóttina sem talning atkvæða úr bæjar- stjórnarkosningunum fór fram, en það voru þeir Gunnar og Öli Jó. Gunnar var gráti nær. Hann ásakaði fólkið fyrir að vanmeta það góða er fyrir það hafði verið gert. Hvernig gat slikt skeð? Ráðherrann sá ekki langt eða vildi ekki sjá, Fólkið sem sneri baki við ihaldinu, var einmitt það fólk, er ihaldið var nýbúið að snúa við baki eins og raunar oft áður. Sá er munurinn, að loksins hafði lokist upp fyrir þessu fólki i hvaða svikamyllu það hafði verið um langt skeið. En ráðherrann skildi ekki, að fólkið var búið að sjá úlfinn und- ir sauðargærunni. Og úlfurinn grét — en þó var hann þess albú- innað gripa tUsinna ráða. Fólk- ið má ekki láta honum takast það. Nú á að draga úr honum tennurnar 25. þ,m. Jú, ráðherrann gat þess, að nú þyrfti íhaldið að vigbúast af kappi, eitthvað hafði vist farið úrskeiðis, en örugglega ekki það, að þessi hái herra hafði tekið þátt i þvi að rýra tekjur Bjartur í Sumarhúsum vildi vera sjálfstæður maður og það viljum við öll. En nafnið tómt dugir ekki. Verkamaður sem vill vera sjálfstæður verður það aðeins með því að skipa sér í raðir sinna manna — vinnandi manna, en ekki með því að vera fótaþurrka fasteignasala, heildsala og annarra afætna íslenskrar þjóðarframleiðslu. Ef svo er þá endar það sjálfstæði í eyðikoti því, sem íhaldsöflin i landinu ÆTLA sér að koma launafólki í þessa fólks um 15-20 þús. kr. á mánuði — nei, slikt var fjarri honum. Þessi lög höfðu einmitt veriðsett, til þess að fólkið fengi að vinna lengri tima en áður, til að ná endum saman, þvi „vinn- an göfgar manninn”. Með það aðleiðarljósi, hafa sjálfsagt hin frægu ólög verið sett. Óvinsældir — óréttlæti Nú dregur enginn i efa, að stjórnvöld á hverjum tima verða að gera óvinsælar ráð- stafanir, en þær mega ekki og þurfa ekki aö vera óréttlátar. Núverandi rikisstjórn hefur ekki dómgreind tilað greina þar á miUi — eða kannski kærir hún sig ekkert um það, ætlar sér að láta fólkiö vinna, vinna, vinna, þvi vinnansé hinn eini og sanni eleksir, það eigi ekki að hugsa neitt frekar. Hinii ráðherrann, ÓU Jó, var greinilega kolruglaöur og freð- ýsulegur ásýndum. Skakka brosið var skrumskæling, þótt hann reyndi að stappa stálinu i samherjana með þvi að koma þvi til skila. En i þessu brosi fólst upplausn Framsóknar. ör- lög hennar verða greinilega hin sömu og Alþýðuflokkurinn hlaut hér um árið. Þaö var pólitisk feigð i glotti ráðherrans, vond samviska spilaði undir þau fáu orð, er hann gat'fært fram. En það undrar engann. Eftir öllum leikreglum lýðræðis þjóðfélags hefði hann átt aö vera búinn að segja af sér ráðherradómi fyrir nokkru. Spilverk embættismanna Margar rikisstjórnir hafa verið slappar á þessu landi, en þessi slær þó öll met. Engir ráö- herrar hafa látið embættis- mannafarganið spila eins rsdii- lega með sig og þessi, enda er svo komið að við erum á góðri leið með aö verða efnalega ó- sjálfstæð út á við, eigum ekki langt í að lenda á nauðungar- uppboði erlendra auðhringa. Þrátt fyrir það, ætlar þessi ó- lánsama rikisstjórn að reyna að bjarga andlitinu meö þvi að éta ofan i sig hluta af kaupráninu, gefa launafólkinu eins konar „sprautu” eins og Óli Jó komst svo skemmtilega að orði i Sjón- varpinu kosningaúrslitanóttina, en „sprautan var ekki farin að virka” klikkti ráðherrann út með. Er það nú sjálfsvirðing að bera slikt á borð eða þá virðing fyrir kjósendum þessa lands. Heldur ráðherra, að hér sé um skynlausar skepnur að ræöa, sem hægt sé að stjórna með ein- hverjum „innspýtingum?” Nei, nú er meira en timi til kominn aö spyrna við fótum og enn er timi tU aðbjarga i horn. Með þvi að fylgja eftir sigri Alþýðu- bandalagsins i bæjarstjórnar- kosningunum og ná enn stærri sigri i Alþingiskosningunum sem fram undan eru, þá tekst okkur að fleyta skútunni fram hjá feigðarósnum. En ef sam- staða launafólks til sjávar og sveita bregst, þá getum við gengið út frá þvi sem visu, að ó- stjórn magnist enn. Islendingar hafa fram til þessa aflað brauðsins i sveita sins andlitis. Ef þeir menn, sem hafa i blóði sinu vitund og vilja þessa fólks, ná ekki meiri hluta i þessum kosningum, þá hafa Is- lendingar brugöist landi sinu og þjóð — sjálfum sér og það er sárara en tárum taki. Islendingur! Atkvæði {»tt til Alþýðubandalagsins er lóð á vogarskál nýs og betra þjóðlifs — þjóðskipulags sem færir launafólki réttlát skipti þess, sem þjóðin aflar. A það treysta allir sannir Islendingar. Guðjón Sveinsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.