Þjóðviljinn - 10.06.1978, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 10.06.1978, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. júnl 1978 Laugardagur 10. júnl 1978 ÞJÓÐVÍLJINN — SIÐA 11 Listahátíð I Reykjavlk Ö> fö fö fö fö <0<0<0J050 'CP^ ^>f> ^P^ ^P^ 'TJf7 ffff ^P^ ^Pf7 VFIL^ ^ffJ Það eftirminnilegasta frá hljómleikum Smokie siðastliðið miðvikudags- kvöldervafalaust Ijósa- og reyksprengjusýningin. Sá sem stjórnaði þeirri hlið þessarar „farandsýn- ingar" Smokie, sem lauk á íslandi,fær hjá okkjur tit- ilinn, „maður kvöldsins". Annars voru þetta huggulegar 70 mlnútur þarna i Laugardals- höll, en rándýrar miðaö við minútufjölda og fannst mörgum aðdáanda Smokie þetta heldur stutt gaman. Hljómleikagestir voru á ýms- ; um aldri, frá um það bil þriggja ára til sextugs, sem sagt regluleg fjölskyldusamkoma. Hljömburður var með allra besta móti á Hallarmæli- kvaröa. Smokie hélt innreið sina á svið- ið undir miklum forleik leiknum . af segulbandi - mjög glæsilegt - og byrjuðu á „I’ll meet you at midnight”. Siðan kom Love you like never before (?) með ágætis gitarleik; þá fyrsta listalag (hit- song) þeirra, „If you think you know that you iove me”. „In the heat of the night” af Bright lights and blackalleys var Terry Utley, Chris Norman og Alan Simpson. (Ljósm. Lelfun SMOKIE næst,gottlag,nokkuðþungt enmeð ekta Smokie-takti, og aftur vakti gítarleikurSimpsons smá. athygli. Nú kynnti Chris Normán söngvari aðstoðarmanninn, hljómborðsleikara frá Liverpool sem okkur heyrðist heita Fred Lloyd. Nærvera hans var nú ekki mjög áberandi, enda hefur hann sjálfsagt einungis átt að vera til uppfyllingar. Nú flutti Smokie syrpu af lögum: „It’s your life”, „Lie just a little more” og „Lay back in the arms of some-one”, klasslska athugsemd um björtu sumarnæt- urnar okkar, og svo sneru Terry Utley bassaleikari og Chris Norman bökum saman á sama stól og sungu „Baby it’s you”. Þá var komið að nýjasta laginu þeirra, sem heitir þvi frumlega nafni „Oh Carol”, en er bara nokkuð ólikt öðrum Smokie-lög- um. Agætt. Frá Carol snéru þeir sér beint aö „Needles and pins”, viö mikinn fögnuð neytenda, en heldur var flutningur broddlaus i byrjun lagsins. Þeir skerptust þó, og milli- og lokakafli var mjög góður. Eftir Nálamar þyrsti þá og bættu úr þvi með ölinu (?) okk- ar sem þeir sögðu vera- voða gott. Svo spiluðu þeir uppáhaldslagið sitt af „Bright lights”, „Think of me lonely woman”, rólegt lag með huggulegasta gitarsólói og þokkalegri bassalinu. Annars kom bassaleikarinn best (eða vel) út I rokklögunum. l .„Wild,wild angels” rödduðu Terry og Allan með ágætum söng Chris og svo kom hið óhjákvæmi- lega,„Living next door to Alice”. Alice var lika ágæt, enda hefur hún oft komist i útvarp Reykja- vik. En best flutta lagið hjá Smokie þetta kvöld var Don’t play your rock’n roll for me, enda fengu þeir dygga aðstoð við söng- inn hjá samkomugestum — sem sungu viðlagiö alveg skolli vel!!! Lokalagið átti að vera „Going tomorrow”, rokklag af fyrstu stóru plötu þeirra. Það hófst með mikilli reyksprengju og lauk með glæsilegu stjörnuljósaflóði og engin undur aö þeir skyldu vera klappaöir upp. Þeir gegndu og fluttu hressi- lega syrpu af rokkklassik: „Roll over Beethoven”, „Good golly Miss Molly”, „Tutti frutti”, „Jailhouse rock” o.s.frv.- Þetta var gaman og allir fóru heim með stjörnuryk i augum,— en hvernig væri að setja markiö aðeins hærra á næstu listahátið? Leikfélag Akureyrar í heimsókn: Sýnir Galdra- land og Hunangsilm I tilefni af Listahátíð hefur Leikfélag Reykja- víkur boðið Leikfélagi Akureyrar að koma og sýna í Iðnó í næstu viku. Akureyringar munu sýna þá tvo sjónleiki sem hafa verið á f jölunum hjá þeim nyrðra nú í vor: Hunangs- ilm eftir Shelagh Delaney og barnaleikritið Galdra- land eftir Baldur Georgs. I Hunangsilmi eru fimm leikendur: Kristln A. ólafsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Þórir Steingrimsson, Gestur E. Jónas- son og Aðalsteinn Bergdal, en leikstjóri er Jíli Brooke Arnason. Leikmynd er eftir Hallmund Kristinsson og búninga hefur Freygerður Magnúsdóttir gert. Hunangsilmur er viöfrægt leikrit; það fjallar um lif korn- ungrar stúlku og móður hennar, sem er vægast sagt heldur létt á kostunum, enda hefur hún af þvi atvinnu sina. Leikurinn hefur fengið hina bestu dóma gagnrýnenda bæöi fyrir noröan og I dagblöðunum i Reykjavik. I Galdralandi koma fram þrir trúðir, sem Gestur E. Jónasson, Aðalsteinn Bergdal og Asa Jóhannesdóttir leika. Beita þeir ýmsum galdrabrögðum og sjónhverfingum, auk þess sem þeir eru hinir mestu hrakfalla- Aðalsteinn Bergdal og Gestur i E. Jónasson I hlutverkum sinum I Gatdralandi. bálkar. Erlingur Gislason er leikstjóri Galdralands. Fyrsta sýning á Galdralandi verður I Iðnó I dag, sunnudag kl. 3, en Hunangsilmur veröur sýnd- ur á þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagskvöld i næstu viku. Maraþontónleikar í Laugardalshöll i dag, laugardag, verða haldnir maraþontónleikar I Laugardals- höll. Tónleikarnir hefjast kl. 13.00 og munu alls um þúsund manns taka þátt I þessari miklu hljóm- leikahátið. Nær einungis áhuga- mannahópar koma fram á tón- leikunum, og má þar nefna barnakóra, karlakóra, blandaða kóra, unglingalúðrahljómsveitir, þjóðdansaflokka og skólahljóm- sveitir. Þá mun Sinfóniuhljóm- sveit islands leika og Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngja einsöng. Tónleikunum mun ekki Ijúka fyrr en kl. 21.00. Dagskráin verður sem hér segir: 13.00 Skólahljómsveit Garöabæj- ar 13.15 Skólahljómsveit Mosfells- sveitar 13.30 Landssamband blandaðra kóra: ^ 1. Sarrikór Trésmiðafélags Reykjavikur. 2. Kór Söngskólans i Reykja- vik. 14.30 Unglingadeild Framhald á bls. 18. Kammermúsík Það er aldeilis búin að vera kammertónleikaver- tíð það sem af er vikunni. Maður er bara alveg kúg- uppgefinn. Þet+a minnir mig dulítið á þegar menn ætla sér að éta mat sinn í eittskipti fyrir árið. A sunnudag voru tvennir kammertónleikar. Annarsvegar spilaði Strokkvartett Kaupmanna- hafnar i Norræna húsinu (og reyndar lika á fimmtudagskvöld- iö). Kvartettinn frumflutti tvö ný verk. Hið fyrra sem hann frum- flutti var verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, sem hann nefnir i höf- uðið á flytjendunum, þ.e. „Strok- kvartett Kaupmannahafnar”. Fremur stutt og einfalt verk i sniðum, og var ekki laust við að maður saknaði frekari úrvinnslu með hlutina. Verkið virkaði svo- litið á mig einsog tilviljunar- kennt vingl á milli hluta. A fimmtudagskvöldið frum- flutti kvartettinn lika verk, það var verk eftir Danann Vagn Holmboe. Heyrt hef ég þónokkuð af verkum eftir Holmboe og mörg betri en þetta. Þessi kvartett var mjög snotur og gætti ýmissa stil- brigða, m.a. rússneskrar tónlistar þessarar aldar, pólskrar tónlistar siðustu ára, og þóttist ég greina sambland af a- og v- Evrópskri þjóðlagatónlist. Verkið var hið áheyrilegasta. Einnig lék kvartettinn Vínar- klassiska tónlist, eftir hina gam- alkunnu meistara, Haydn, Mozart, Beethoven og Schubert. Þetta gerðu þeir með hinni mestu fagmennsku, allt saman ágætir hljóðfæraleikarar úr hinni Kon- unglegu óperu Danaveldis. Að- eins fannst mér þó Danina skorta svokallaða spilagleði, sem er svo indæl svona á vorin, máski þeim þyki kalt hér á klakanum, er það furða? Að visu tókst þeim bara vel upp I „cis-moll kvartett” Beethovens, og var hann bara reglulega skemmtilegur áheyrn- ar, enda stórfenglegt verk, sem hann samdi á efri árum ævi sinn- ar. > Hinsvegar á sunnudaginn, þá er menn voru ekki alveg vissir hvort veðurguðirnir ætluðu aö snúa að manni fram- eða afturendanum, þá héldu tveir alveg ágætir pianó- leikarar, þeir Gisli Magnússon og Halldór Haraldsson, tónleika i höfuðvigi leiklistarinnar, Þjóð- leikhúsiriu. A efnisskrá þeirra fé- laga voru tvö verk skrifuð á þess- ari öld. Hið fyrra var Vorblót eftir Igor Stravinsky. Vorblót er upp- haflega skrifað sem balletttónlist, fyrir fullskipaða sinfóniuhljóm- enda flókið og erfitt i flutningi. Þeim kumpánum fórst furðuvel úr hendi að koma verkinu til skila i útfærslu á þvi fyrir tvö pianó. Ég viöurkenni að stundum varð maður heldur en ekki hissa aö heyra tón slaghörpunnar, þá er maður átti t.d. að venjast skæl- andi ensku horni eða öðru svip- sveit og vel það. Það var frum- flutt árið 19131 Paris og vakti það mikið hneyksli áheyrenda, sem braust út með argi, gargi, stymp- ingum og slæmri gagnrýni. Einn gagnrýnenda lét þau orð falla að verk þetta ætti ekkert skylt við al- menna notkun á orðinu tónlist. Nú orðið hefur verkið öðiast gildi sitt sem eitt af meistarastykkjum þessarar aldar. Það hefur löngum verið æðsti draumur hvers stjórn- anda að hljóta það tækifæri ein- hverju sinni, að standa frammi stafni fyrir hljómsveit I þessu verki, þvi það er mikil prófraun, uðu. Hvað sem þvi liður var þetta furðu fróðlegt, gagnlegt og skemmtilegt framtak, ef lika er tekiö tillit til þess að Vorblót hefur aldrei verið flutt hérlendis i neinni lifandi mynd, þaö ég hafi spurnir af. Þeir kapparmr fluttu lika verk eftir félaga Béla Bartók. Það verk er fyrir tvö pianó og tvo slagverksmenn, og er einnig til fyrir tvö pianó og hljómsveit, og er greinilega nokkuö erfitt á köfl- um, en þeir vinirnir kalla ekki allt ömmu sina, enda engir aukvisar. Þá höfðu þeir i bakhendinni Reyni Framhald á bls. 18. KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR Bachtónleikar Á morgun, sunnudag kl. 16.00 mun Kammersveit Reykjavíkur halda tón- leika í Bústaðarkirkju. Einleikarar með Kammer- sveitinni verða: Rut Ingólfsdóttir, sem leikur á fiðlu, Kristján Þ. Stephen- sen, óbóleikari, Jón H. Sig- urbjörnsson, flautuleikari og Helga Ingólfsdóttir, sem ieikur á sembal. Kammersveit Reykjavikur var stofnuð 1974, og hélt hún sina fyrstu tónleika á Þjóðhátiðinni i Reykjavik sama ár. Kammer- sveitin heldur árlega fjóra tón- leika, en einnig hefur hún leikið i útvarp og sjónvarp A seinustu Listahátið fluttu hún Söguna af dátanum eftir Stravinski I sam- vinnu við Leikfélag Reykjavikur og vakti sú sýning mikla athygli. Meðlimir Kammersveitarinnar eru 15 talsins og starfa þeir alliri 1 Sinfóniuhljómsveitinni. Vmsir þekktir listamenn hafa starfað meö Kammersveitinni þ.á.m. Vladimir Ashkenazy, Jean-Pierre Jacquillat og bandariski fiðlu- snillingurinn Paul Zukofsky, Verkefnaval Kammersveitar- innar hefur jafnan veriö ákaflega fjölbreytt, hún hefur jöfnum höndum flutt, barokk-tónlist, rómantiska- og nútimatónlist. Og Kammersveitin hefur jafnan lagt mikla áherslu á að flytja verk is- lenskra tónskálda, enda hafa ver- iö samin nokkur verk sérstaklega fyrir hana. Nú á Listahátiðinni mun Kammersveitin eingöngu flytja verk eftir Bach, og þau ekki af verri sortinni, þar af tvo af Brandenborgarkonsertum hans. Þeir konsertar eru sigildir, og einhver vinsælustu og aðgengi- legustu verk meistarans. Tón- leikarnir hefjast á 3ja Branden- borgarkonsertinum, sem saminn er fyrir strengjasveit meö sem- baiundirleik. Þar næst kemur konsert fyrir fiðlu, óbó og strengjasveit i c- moll. Einleikarar eru Rut Ingólfsdóttir og Kristján Stephen- sen. Þau hafa verið meðlimir Kammersveitarinnar frá upphafi og er Rut formaður hennar. Kristján er fyrsti óbóleikari I Sin- fóniuhljómsveitinni. Lokaverkið er svo 5. Branden- borgarkonsertinn, sem ýmsir telja glæsilegastan þeirra allra, og er þá langt til jafnað. Einleiks- hljóðfærin eru þrjú: fiðla, flauta og semball. Rut Ingóífsdóttir leikur á fiðluna, en Jón Heimir Sigurbjörnsson á flautu og Helga Ingólfsdóttir á sembal. Jón er fyrsti flautuleikari Sinfóniu- hljómsveitarinnar og hefur oft komiðfram sem einleikari. Helga Ingólfsdóttir lauk einleikaraprófi i pianóleik viö Tónlistarskólann. Siðan snéri hún sér að semballeik og lauk einleikaraprófi I þeirri grein frá Tónlistarskólanum i Einleikarar með Kammersveit Reykjavikur. Miinchen. Hún hefur haldið sjálf- stæða tónleika hér og erlendis og leikiö einleik með Sinfóniuhljóm- sveitinni og Kammersveitinni. „Fimmti Brandenborgarkon- sertinn er sá konsert, sem Bach hefur samiö fyrir sjálfan sig til að sina leikni sina” sagði Helga um þetta verk, enda er einleikshlut- verk sembalsins mjög áberandi og erfitt. Helga leikur einnig mik- ið nútimatónlist. „Það er eins og að fara i sturtubað að spila nýja músik” segir Helga, „mjög hressandi, þvi ég spila svo mikið gamla músik”. Og Rut bætir við: „Ahugi á gamalli og nýrri mússik fer oft saman”. „Það er oft erfitt að ná fólki saman til æfinga” segja þær. „Þetta starf er allt unnið i sjálf- boðavinnu. En meðlimir kammersveitarinnar taka frá einn eftirmiödag i viku og þá hitt- umst við og æfum. Og svo þegar eitthvaö stendur til þá æfum við auk þess á kvöldin”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.