Þjóðviljinn - 10.06.1978, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 10.06.1978, Qupperneq 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. júnl 1978 Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir Eiisabet Gunnarsdóttir Helqa óiafsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Silja Aðalsteinsdóttir Konur aðeins málpípur eiginmanna sinna Einar Pálsson, skóla- stjóri Málaskólans Mim- is, er heldur óhress með grein sem birtist hér á siðunni undir fyrirsögn- inni Kennslubók úr forn- eskju. Hefur Einar séð á- stæðu til að lýsa nokkru nánar viðhorfum sínum til kennslubóka, kvenna og jafnréttissíðunnar sér- staklega af þessu tilefni (Þjóðv. 31.5.). Umrædd kennslubók Einars heitir Icelandic in Easy Stages og er ætluð til islenskukennslu fyrir útlendinga. Þann 27.5. birtum við nokkur sýnishorn úr bókinni og fjallað var um inni- hald textans, einkum út frá þvi sjónarhorni hvaöa mynd er þar dregin upp af islenskum konum. Ekkert mat var lagt á bókina út frá kennslufræðilegu sjónar- miði, enda þetta varla heppileg- ur vettvangur til þess. Af svargrein Einars má ráða að hann sé bara nokkuð lukku- legur með bók sina. Visar hann m.a. til greinar i Þjóðviljanum um tungumálakennslu til að sýna fram á að hún sé i sam- ræmi við hugmyndir austur- evrópskra sérfræðinga um þessi mál. Segir hann textann „létt- meti” og „skopstælingar” og finnst þvi út i hött að gerðar séu þær kröfur til slikra bóka að þær gefi raunsanna mynd af lifi fólks eöa ali a.m.k. ekki á for- dómum gagnvart konum eða öðrum hópum þjóðfélagsins. Telur hann sig sýknan af öllum misréttisáburði, bendir þvi til sönnunar á grein sem hann skrifaði fyrir 15 árum um eist- neska konu og segir m.a. i þvi sambandi að virðuleiki þeirrar konu muni ávallt lýsa mönnum eins og sér. Eitthvað er það ljós nú farið að dofna. Ekki lætur Einar við svo búið standa en likir gagnrýni á kennslubækur sínar við aö fariö væri að skamma Storm gamla Petersen fyrir skopmyndir hans eða Shakespeare fyrir að láta Othello drepa Desdemónu. Hef- ur Einar allnokkrar áhyggjur af þeim siðarnefnda, sbr.: „Aum- ingja Shakespeare, sá hefði fengið laglega útreið á jafnrétt- issiðunni”. Og i anda Shakespeare leggst Einar djúpt, þvi nú rlður á að vera eða ekki að vera skarp- skyggn. Eftir nokkra umþenkj- an telur hann sig hafa fundið hina raunverulegu skýringu á margnefndri gagnrýni. Er hún á þessa leið: Helga ólafsdóttir er „eiginkona manns sem hefur verið tengdur heimspekideild háskólans” og siðar „öllu gamni fylgir nokkur alvara, furðulegri heift andar af grein Helgu ólafsdóttur. Hvað veld- ur? Vart þær græskulausu mál- fræðiæfingar sem hafðar eru að yfirvarpi. Eins og Helgu er kunnugt hef ég skrifað bækur i fullri alvöru. Efni þeirra bóka er bannað að rökræða við heim- spekideild háskólans”. Þá vitið þiö það, konur eru Aö undanförnu hefur nokkuð verið um það rætt í blöðunum að konur sæki sífellt meir í þau störf sem venjulega eru nefnd „karlastörf". Ekki hefur verið á það minnst hver sé orsökin fyrir þessari sókn kvenna heldur litið svo á að hér sé eingöngu um einstaklingsbundið val að ræða. Tilefni þess- ara blaðaskrifa er að ný- lega hafa konur i fyrsta sinn lokið prófum sem veita þeim réttindi til að starfa sem stýrimenn og vélstjórar. Ergotttil þess að vita að æ fleiri starfs- greinar eru að opnast konum, og fréttir sem þessar geta ýtt við fólki og bent konum á atvinnu- möguleika sem þær hafa e.t.v. ekki hugleitt áður. Þótt starfsval kvenna hafi verið fábreyttara en karla um skeiö, unnu konur áður fyrr hin margvislegustu störf utan húss sem innan og hefur þá ekki allt- af verið um það spurt hvort þau voru „við kvenna hæfi”. Verkin varö að vinna ef heimilisfólkiö átti að lifa. Það er t.d. ekki nýj- ung að konur stundi skepnuhirö- ingu, uppskipun eða sjó- mennsku. En þegar rætt er um karla- og kvennastörf fyrr og nú er rétt að hafa i huga að þótt mörg verk beri enn sömu heiti og áður hafa þau breyst bæði hvað varðar aðstöðu og verk- svið. Ekki er þvi hægt að leggja að jöfnu störf bænda og hús- mæöra, svo eitthvað sé nefnt, nú og fyrir svo sem tveimur öldum. Nýjar atvinnugreinar hafa komið til sögunnar og leyst mörg þeirra verkefna sem áður voru hlutverk heimilanna. Má i þvi sambandi nefna matvæla- iðnað, fatagerð, kennslu o.m.fl. Breyttir atvinnuhættir valda þvi að heimilisstörf eru ekki lengur nægilegt ævistarf fyrir konur, auk þess sem launakjör eru með þeim hætti að einn maður getur ekki til lengdar unniö fyrir meöalheimili. Vax- andi menntun gerir það lika aö verkum að konur vilja nota hæfileika sina og starfsorku á fjölbreyttari hátt, afla sér eigin tekna og komast inn i hringiðu samfélagsins. Engar nákvæmar skýrslur náttúrlega ekkert annaö en málpipur eiginmanna sinna og þvi er jafnréttissiðu Þjóöviljans, fjarstýrt frá þeirri voðalegu stofnun Heimspekideild Há- skóla Islands! Þetta munu vafa- laust þykja iskyggilegar fréttir, sérstaklega þegar haft er i huga að blaðið hefur látið hjá liöa að upplýsa lesendur um hverja við hinar hér á siöunni erum i tygi við. Má vera að enn skuggalegri stofnanir standi á bak við okkur en Helgu ólafs. EG Karlastörf kvennastörf eru til um atvinnuþátttöku kvenna hér á landi, en af þeim gögnum sem fyrir liggja sést að yfirgnæfandi meirihluti kvenna aflar sér tekna utan heimilis. Hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra kvenna sem vinna úti farið ört vaxandi undanfarna þrjá áratugi. Aukin sókn kvenna á vinnumarkaðinn hefur m.a. valdið þvi, að nægilegir at- vinnumöguleikar eru ekki alltaf fyrir hendi i þeim starfsgrein- um sem hingað til hafa verið kölluð kvennastörf, svo jafnvel þótt konur vildu halda I útjask- aða kvenimynd þá er þeim þaö ógerlegt, nema með þvi aö segja sig til sveitar i stórum stil. Eins og áður var nefnt valda breytt atvinnuskilyrði og auknir menntunarmöguleikar þvi einn- ig að konur voga sér nú æ oftar inn á „verksvið karla”, og er þá enn ótalið þaö sem úrslitum ræður en það eru kynskipt launakjör. Þrátt fyrir lög og al- þjóöasamþykktir um sömu laun fyrir sömu vinnu fá karlar oft hærri laun en konur sem vinna sams konar störf. Þeir eru hækkaöir með þvi að smella á þá finni starfsheitum. Þau störf sem konur vinna og hafa unnið svo til eingöngu, þ.e. „kvenna- störf” eins og ræstingar, vélrit- un, saumaskapur o.fl. eru aftur á móti lægra launuð en hin hefð- bundnu „karlastörf”, þrátt fyrir að svipaðrar starfsþjálfunar og verklagni sé krafist af báö- um. Er þá farið eftir gróðalög- málum og arfhelgum vööva- fjallssjónarmiðum, jafnvel þótt ýmis- „karlastörf” hafi tekið hamskiptum vegna tæknifram- fara og útheimti þess vegna ekki lengur neina sérstaka lik- amsburði. Mikilvægi hinna kynskiptu launakjara sést einmitt á þvi að fréttir blaðanna fjalla um sókn kvenna i „karlastörf” en sjald- an heyrist nefnt að straumurinn falli á hinn veginn. Karlmenn sækjast ekki eftir „kvennastörf- um” vegna þess aö þau eru lægra launuð en sú vinna sem hefðin ætlar þeim. Karlmenn sækja ekki i „kvennastörfin” i frystihúsunum, ekki i kassana I matvörubúðunum, simavörslu, sjúkraliðastörf, skúringar eða þess háttar. Mikið hefur verið um það rætt að nauðsynlegt sé að fá karlmenn til fósturstarfa þvi ung börn hafi allt of litið af karlmönnum að segja, en þar eru launin svo lág að jafnvel kvenfólki er farið að ofbjóða. Þótt alltaf sé eitthvert slangur af körlum sem stundar vinnu sem almennt er talin heyra til verksviös kvenna er sjaldan frá þvi sagt vegna þess að það þykir ekki fint eða klárt. Ef skóla- stelpur fara I uppskipun eða konur gerast strætisvagnastjór- ar birtast stundum myndir af þeim i blöðunum, en ef skóla- strákur ræöst til að gæta barna i sumarleyfi eða karlmaður vinn- ur við fatasaum þá er þaö ekk- ert til að guma af. Konur munu þvi i vaxandi mæli sækja i „karlastörf” vegna launanna, vegna fjöl- breyttninnar og þess álits sem þessi störf njóta. EG

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.